„Ég er algjör veislukerling“

Berglindu Hreiðarsdóttur matar- og ævintýrabloggara finnst mikilvægt að bera matinn …
Berglindu Hreiðarsdóttur matar- og ævintýrabloggara finnst mikilvægt að bera matinn fram á fallegum borðbúnaði. Ljósmynd/Aðsend

„Það skiptir mig miklu máli að bera fram mat á fallegum borðbúnaði. Það gerir þetta allt miklu skemmtilegra. Og ég sver það, maturinn verður betri ef hann er borinn fallega fram og manni langar meira í matinn,“ segir Berglind Hreiðarsdóttir matar- og ævintýrabloggari.

Berglind vill helst vera með kökudiska á fæti í veislum …
Berglind vill helst vera með kökudiska á fæti í veislum enda verður maturinn fallegri og betri á fallegum diskum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er algjör veislukerling og ég elska að vera með veislur. Þá er ég gjarnan með alla kökudiska á fæti en ég á svarta kökudiska, viðarkökudiska og marmarakökudiska frá Húsgagnahöllinni. Svo er ég með geðveik trébretti frá Húsgagnahöllinni sem ég nota fyrir ostabakka. Ég er alltaf búin að stilla borðinu upp kvöldinu áður því mér finnst svo gaman að raða fallega á borð og svo bæti ég matnum við. Það er bara staðreynd að maturinn verður fallegri og betri á fallegum diskum. Meira að segja ljótar kökur verða fallegar á fallegum diski,“ segir Berglind og hlær.

Þá notar Berglind mikið vörur frá Lie Gourmet sem fást í Húsgagnahöllinni en það eru danskar vörur sem sameina gæði, franska matargerðarhefð og norrænan einfaldleika. „Vöruúrvalið er ótrúlega fjölbreytt og spannar allt frá einstökum kryddblöndum yfir í olíur, sultur, sósur, síróp og sælgæti.“

Matarstellin frá Broste eru öll innblásin frá náttúrinni og hver …
Matarstellin frá Broste eru öll innblásin frá náttúrinni og hver einasti hlutur hefur sinn karakter í látlausri hönnuninni. Ljósmynd/Aðsend

Falleg matarstell í matarboðið

Falleg matarstell er ekki aðeins til praktískra nota heldur einnig til að skapa augnablik sem eru jafn fagurfræðilega falleg og þau eru ljúffeng. Það er því mikilvægt að velja matarstell sem endurspeglar stíl viðkomandi og setur rétta tóninn við matarborðið. Hvort sem valið er klassískt matarstell eða eitthvað djarfara þá verður matarstellið hluti af hverri máltíð og hluti af sérstökum stundum með fjölskyldu og vinum. Berglind talar um að það séu til mörg mjög falleg matarstell en sem stendur noti hún Iittala stell.

Berglind notar bretti mikið, til dæmis undir ostabakka.
Berglind notar bretti mikið, til dæmis undir ostabakka. Ljósmynd/Aðsend

„Svo hef ég lengi haft augastað á matarstelli frá Broste og annað frá Bitz en þau fást bæði í Húsgagnahöllinni og eru mjög falleg. Það er bara miklu skemmtilegra að geta lagt á borð með fallegu stelli þegar maður heldur matarboð. Fallegt stell, fallegar servíettur og servíettuhringir, það gerir bara svo mikið fyrir mig. Núna eru jarðlitir mjög vinsælir, svartur og hvítur og mér finnst mjög flott að blanda vörum úr við með því.“

Vörurnar frá Broste eru einstaklega fallegar og eru til dæmis …
Vörurnar frá Broste eru einstaklega fallegar og eru til dæmis til í fallegum ljósum litum sem og dekkri litum. Ljósmynd/Aðsend

„Matarstellin frá Broste eru til dæmis öll innblásin frá náttúrunni, hvort sem það er frá dökkum norrænum skógum, litapallettu hafsins eða fallega ljósum norrænum ströndum. Hver einasti hlutur hefur sinn karakter og hönnunin er látlaus og fjölhæf. Í línum Bitz er líka mikið um svartar vörur og vörur úr við og þetta eru einfaldlega mjög fallegar og góðar vörur,“ segir Berglind og viðurkennir hlæjandi að ef hún ynni í Húsgagnahöllinni þá fengi hún ekkert útborgað enda væri hún alltaf verslandi.

Berglind leggur mikinn metnað í að hafa fallegt í kringum …
Berglind leggur mikinn metnað í að hafa fallegt í kringum sig og á því mikið af fallegum borðbúnaði. Ljósmynd/Aðsend

Borðbúnaðurinn er stofustáss

Berglind talar um að hún vilji hafa fallegt í kringum sig og leggi mikinn metnað í það. „Ég tek vitanlega mikið af myndum til að setja á bloggið og mig langar ekki til að taka myndir af mat í glæru fati. Það er hreinlega ekki fallegt. Ég nota svört Broste kökuform mjög mikið og svo á ég nokkur falleg eldföst form sem eru mjög sniðug. Ég nota bretti mikið sem og diska á fæti, sem eru strangt til tekið kökudiskar en ég nota þá fyrir alls konar. Til að mynda fyrir snittur og til að bera fram mat. Og þegar maður er með veislu þá er svo gott að hafa nokkra diska á fæti því þá er meira pláss á borðinu.

Þriggja hæða diskur frá Nordal en þeir eru til í …
Þriggja hæða diskur frá Nordal en þeir eru til í tveimur stærðum. Diskurinn kemur í flatri pakkningu þannig að auðvelt er að taka hann í sundur og geyma, ef þess þarf. Ljósmynd/Aðsend

Ég er alltaf með nokkra diska á fæti og standa í veislum en ég nota standa líka mjög mikið. Ég á til dæmis geggjaðan þriggja hæða svartan kökudisk frá Nordal sem ég nota fyrir osta og læt oft vínberin hanga fram af. Það kemur mjög vel út enda er nóg pláss á milli hæða fyrir ýmislegt góðgæti og fjölbreyttan veislumat. Þessi kökudiskur eru líka svo góður fyrir alls konar smádót, krukkur, krydd og ávextina sem oft eru hér og þar í eldhúsinu en raðast fullkomlega á þennan flotta kökustand,“ segir Berglind og bætir við að svo sé borðbúnaðurinn líka mikil prýði í eldhúsinu.

„Ég er með hillur í eyjunni í eldhúsinu og þar geymi ég mikið af þessu vörum. Bæði er þægilegt að sækja borðbúnaðinn þangað því þetta er ekki falið inn í skáp en svo eru þetta líka þannig vörur að hægt er að nota þær sem stofustáss.“

LIE GOURMET eru danskar sælkeravörur á franska vísu en vörurnar …
LIE GOURMET eru danskar sælkeravörur á franska vísu en vörurnar sameina gæði, franska matargerðarhefð og norrænan einfaldleika. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert