Vinkonur eru mitt velferðarkerfi

Eliza Reid og FKA-viðurkenningarhafar árið 2024; Tanya Zharov, Guðlaug Rakel …
Eliza Reid og FKA-viðurkenningarhafar árið 2024; Tanya Zharov, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Inga Tinna Sigurðardóttir sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu. Ljósmynd/Silla Páls

„Fé­lag kvenna í at­vinnu­líf­inu hef­ur verið leiðandi hreyfiafl í rúm­an ald­ar­fjórðung og það ætl­um við að vera áfram. Það er mik­il­vægt að kon­ur njóti sann­mæl­is og að sam­fé­lagið njóti sér­fræðiþekk­ing­ar og reynslu allra kynja,“ seg­ir Andrea Ró­berts­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri FKA full til­hlökk­un­ar fyr­ir öfl­ugu Kvenna­ári sem nú er hafið.

„Það er mjög góð til­breyt­ing að kven­leg gildi og húm­or séu að trenda núna,“ seg­ir Andrea glöð í bragði við und­ir­bún­ing á Viður­kenn­ing­ar­hátíð FKA.

„Við þurf­um að þekkja sög­ur af kon­um til að segja þær og láta þær vita að þær eiga er­indi. Við þurf­um að þekkja kon­ur til að versla við þær, mæla með þeim, kjósa þær og þannig má lengi telja. Kennslu­bóka­sagn­fræðin er eins og hún er og ég hef svaka­lega mikla ánægju af því að skrifa viður­kenn­ing­ar­hafa, kon­ur, inn í sög­una. Hátíð sem þessi er mik­il­væg ein­mitt vegna þess og mik­il­vægt að kom­andi kyn­slóðir hafi fyr­ir­mynd­ir, sem við klöpp­um upp ár hvert, til að máta sig við. Við þurf­um líka að minna okk­ur á að ekk­ert er gefið er kem­ur að jafn­rétt­inu og fé­lag eins og FKA er breiðfylk­ing sem á enn er­indi.“

Verðskuldað Vig­dís­aræði

„Sum­ir frétta­tím­ar eru á við að lesa all­an bæk­ling­inn um leiðindi og orð ná ekki utan um viðbjóðinn sem er í gangi víða. Þá höf­um við mikla for­gjöf hér á landi og ég per­sónu­lega hef margt að þakka fyr­ir eins og góðar vin­kon­ur sem eru mitt vel­ferðar­kerfi. Svo feg­urðin í mörgu eins og að þú get­ir mögu­lega hitt for­set­ann í sundi eða að for­set­inn standi grill­vakt­ina á fót­bolta­móti er nátt­úru­lega al­gjör­lega ein­stakt. Þá ber ég sturlaða virðingu fyr­ir þeim sem hafa rutt braut­ina fyr­ir mig og búið til þessa stemn­ingu í sam­fé­lag­inu, þetta sam­mann­lega og sveitó sem mér finnst nota­legt. Svo eru það þjóðarger­sem­ar eins og Vig­dís Finn­boga­dótt­ir og áhrif sem hún hef­ur haft um heim all­an og verðskuldað Vig­dís­aræði sem er æsispenn­andi og stend­ur sem hæst,“ seg­ir Andrea og bros­ir út í annað.

„Ég var ráðstefn­u­stjóri fyr­ir ör­fá­um árum í hátíðarsal Há­skóla Íslands þar sem Vig­dís var meðal gesta og að ráðstefnu lok­inni spyr ég Vig­dísi hvort ég eigi ekki að skutla henni heim. Hún þigg­ur það og þegar ég sé Agnesi M. Sig­urðardótt­ir bisk­up Íslands standa þarna rétt hjá spyr ég hana hvort hún vilji ekki far líka. Ég fer út á bíla­plan, færi íþrótta­tösk­una til í aft­ur­sæt­inu svo að bisk­up­inn fái pláss. Vig­dís sest fram í og svo þar sem ég er að keyra, með Vig­dísi við hlið mér í farþega­sæt­inu og sé Agnesi bisk­up í bak­sýn­is­spegl­in­um í aft­ur­sæt­inu, hugsa ég með mér: „Hvar ann­ars staðar en á Íslandi?““ seg­ir Andrea.

„Þetta er svo verðmætt, sér­ís­lenskt og mik­il­vægt að varðveita. Þetta var það sér­stök stund fyr­ir mér að ég tók ekki einu sinni sjálfu, held­ur ákvað að vera í augna­blik­inu og taka þessa stund inn. Ég og við all­ar stönd­um á öxl­um kvenna sem hafa á und­an okk­ur gert stór­kost­lega hluti eins og Vig­dís.“

Geggjað þegar fólk get­ur tekið U-beygju

„Ef þú ert kona sem vill láta til sín taka, setja þig á dag­skrá og hafa áhrif í fé­lagi eins og FKA þá er það í boði. Það eru tæki­færi til að hafa áhrif á sam­fé­lagsum­ræðuna og dag­skrár­vald í fé­lagi sem þessu. Ég vil nota tæki­færið til að minna kon­ur á nokkuð sem hef­ur reynst mér vel. Það er að of­ur­kon­an er dauð og „Good enough“ er lyk­il­setn­ing. Muna að eitt skipti í viku af ein­hverju gera 52 skipti yfir árið og hvort sem það er að sækja fund, fræðslu eða efla þig á ein­hvern hátt er það sann­ar­lega að telja. Það er ekk­ert verið að tala um að demba sér í eitt né neitt, þú get­ur bara byrjað á að skrá þig til leiks. En það er samt í boði og fyr­ir kon­ur sem vilja fara á bólakaf í fjörið hjá FKA vil ég líka minna á að við kjós­um formann á aðal­fund­in­um í maí,“ seg­ir Andrea, sem er spennt að sjá hvaða for­manni hún muni vinna með næst.

„Það er oft inni­stæða fyr­ir Ísland að hnykla jafn­réttis­vöðvana á alþjóðavísu og segja stolt frá jafn­rétt­ispara­dís­inni Íslandi en það er verk að vinna. Meint­ar alls­nægt­ir allra hér á landi stand­ast ekki alltaf skoðun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert