„Ballingslöv er að slá í gegn“

​Ballingslöv Mood-línan sameinar klassískt handverk og norræna hönnun. Eldhúsið verður …
​Ballingslöv Mood-línan sameinar klassískt handverk og norræna hönnun. Eldhúsið verður einstakt, búið til með smáatriðin í huga, og er línan það besta sem Ballingslöv hefur upp á að bjóða. mbl.is/Aðsend

Bríet Ósk Guðrúnardóttir, innanhússhönnuður og deildarstjóri innréttingadeildar hjá Birgisson, mælir með Ballingslöv-innréttingunum sem sameina klassískt handverk og nútímalega norræna hönnun. 

„Við vorum að byrja með frábæra viðbót við vöruúrvalið okkar hjá Birgisson sem er innréttingar frá Ballingslöv. Þær eru í glæsilegum sýningarsal sem finna má inni af versluninni okkar að Ármúla 8. Innréttingarnar hafa slegið í gegn hjá viðskiptavinum okkar enda má finna þær í hlýjum litum og samsetningum sem eru mjög vinsælar núna,“ segir Bríet Ósk Guðrúnardóttir innanhússhönnuður.

Spurð um vinsæla liti í eldhúsinnréttingum svarar hún að ljósir náttúrulegir litir hafi verið vinsælir um tíma. „Náttúrulegir litir halda áfram að vera vinsælir en einnig má finna innréttingar í ljósum við og eik, sem er að koma sterk inn núna. Það sem er einnig vinsælt er að vera með burstað stál í bæði borðplötum og fylgihlutum í eldhúsinu og að hafa þessa náttúrulegu liti með því. Svo er gaman að geta þess að dökkbrúnn viður í eldhúsinnréttingum er einnig vinsæll og er þá gjarnan fallegur grænn marmari valinn sem borðplata á innréttinguna, sem mér þykir mjög smart,“ segir Bríet og hvetur alla þá sem eru í framkvæmdarhug til að koma við og skoða innrétting­arnar frá Ballingslöv.

Ballingslöv verið starfrækt frá árinu 1929

„Ballingslöv eru sænskar gæðainnréttingar sem framleiddar hafa verið frá árinu 1929 og mætti því segja að saga Ballingslöv sé á margan hátt samofin sögu sænskra eldhúsa og heimila. Ballingslöv sameinar klassískt handverk og nútímalega norræna hönnun,“ segir Bríet og bætir við að í augnablikinu sé Ballingslöv Mood-línan í uppáhaldi. „Í Mood-línunni, sameinast klassískt handverk og norræn hönnun. Hvert eldhús verður einstakt, búið til með smáatriðin í huga. Mood er það besta sem Ballingslöv hefur upp á að bjóða og er svo sannarlega fjárfesting í gæðum og stíl sem endist kynslóða á milli. Svo er ég alltaf hrifin af Ballingslöv Wood-skápa­hurðunum, en þær eru úr gegnheilum við, sem fallegt er að blanda með sprautulökkuðum hurðum.“

Bríeti líkar mjög vel að vinna hjá Birgisson, sem er rótgróið fyrirtæki með mikla reynslu á markaðnum. „Reynslan er það sem gerir fyrirtækið einstakt. Viðskiptavinurinn þarf einungis að koma á einn stað til þess að kaupa það sem til þarf hjá okkur; innréttingar, borðplötur, tæki, flísar og parket, en þess má geta að við bjóðum upp á innréttingar í eldhús, baðherbergi, fataskápa, fataherbergi og þvottahús.“

Í Birgisson færðu ráðgjöf og hönnun

Innréttingarnar frá Ballingslöv eru í stöðluðum stærðum en einnig er boðið upp á sérsmíði. „Þetta hjálpar til við að hanna rými alveg eftir þörfum viðskiptavinarins en á sanngjörnu verði. Við veitum ráðgjöf og hönnun á því rými sem óskað er eftir og það skiptir okkur miklu máli að viðskiptavinurinn gangi ánægður út úr versluninni okkar,“ segir hún.

Þegar kemur að úrvali eldhúsinnréttinga segir Bríet eitthvað í boði fyrir alla. „Við bjóðum upp á Ballingslöv Bistro-­línuna, sem er klassísk lína sem hægt er að fá í 23 mismunandi litum og viðartegundum en við vorum einmitt að fá inn tvo nýja liti núna sem heita „dark beige“ og „sage green“. Þeir sem vilja skera sig úr og gera eitthvað aðeins öðruvísi ættu að kíkja á Lindblomsgræna litinn okkar. Hann er mjúkur en samt ögrandi.“

​Ballingslöv Bistro-línan er fáanleg í 23 mismunandi litum.
​Ballingslöv Bistro-línan er fáanleg í 23 mismunandi litum. mbl.is/Aðsend

Bríet bendir á að mikið úrval sé af borðplötum frá Ballingslöv. „Borðplötur gefa einmitt tækifæri til að setja ákveðinn karakter í eldhúsið og jafnvel poppa það aðeins upp til að fá þetta einstaka útlit sem fólk er svo oft að leita að.“

Eykur fagurfræðilegt gildi að fjárfesta í gæðum

Hvers vegna ætti fólk að fjárfesta í sérhönnuðum gæða­innréttingum?

„Vegna þess að vel úthugsuð hönnun í hvert rými hjálpar til við endingu og langlífi innréttinga og útlit heimilisins þegar til lengri tíma er litið. Með því að fjárfesta í gæðum í eldhúsi sem dæmi eykur þú ekki aðeins fagurfræðilegt gildi þess heldur tryggir þú einnig að eldhúsið standist tímans tönn,“ segir Bríet Ósk, innanhússhönnuður og deildarstjóri innréttingadeildar Birgisson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert