„Vörumerkið er verðmætasta eign okkar“

Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson markaðsstjóri Nova segir vörumerkin vera dýrmætustu eign …
Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson markaðsstjóri Nova segir vörumerkin vera dýrmætustu eign okkar. Markaðsherferðir eigi því að hluta til að snúast um að byggja upp vörumerkið sjálft því á endanum sé það vörumerkið sem selji.

Sig­ur­björn Ari Sig­ur­björns­son markaðsstjóri Nova sit­ur í stjórn ÍMARK. Hann seg­ir ÍMARK-dag­inn vera hápunkt árs­ins fyr­ir þá sem starfa inn­an markaðs- og aug­lýs­inga­mála.

„ÍMARK-dag­ur­inn er einn af hápunkt­um árs­ins fyr­ir okk­ur sem störf­um inn­an markaðs- og aug­lýs­inga­mála en þarna erum við að gefa fólki tæki­færi á að læra af þeim bestu, sjá og fagna því besta inn­an aug­lýs­inga­brans­ans á Íslandi, og gefa fólki tæki­færi á að mynda tengsl við annað fólk í fag­inu,“ seg­ir Sig­ur­björn Ari Sig­ur­björns­son markaðsstjóri Nova, sem einnig sit­ur í stjórn ÍMARK. „Ég er með mikla ástríðu fyr­ir skap­andi markaðssetn­ingu, hinum sta­f­ræna heimi og stefnu­mót­un,“ seg­ir hann.

Spurður hvaða sýn hann hef­ur á markaðsmál svar­ar hann að þau snú­ist um að skapa virði. „Ekki bara með aug­lýs­ing­um og her­ferðum held­ur með heild­rænni stefnu. Ég hef alltaf verið mikið fyr­ir aka­demí­una og mód­el­in sem dreg­in eru fram þar en þar finnst mér 7P-fram­setn­ing­in ná full­kom­lega utan um þetta. Markaðsmál snerta á öllu – allt frá minnstu eig­in­leik­um vör­unn­ar sjálfr­ar yfir í stærstu aug­lýs­inga­skilt­in.“

Markaðsherferðir Nova vekja alltaf mikla athygli.
Markaðsher­ferðir Nova vekja alltaf mikla at­hygli. mbl.is/​Aðsend

„Það er í blóðinu okk­ar að skora á risaeðlurn­ar“

Sig­ur­björn er með sterk­ar skoðanir á til­gangi markaðsher­ferða. „Her­ferðir þurfa fyrst og fremst að ná at­hygli en án henn­ar kom­ast skila­boðin ekki áleiðis og þá fell­ur þetta um sig sjálft. Mantr­an okk­ar er því ávallt að vera fersk, skemmti­leg og öðru­vísi í skila­boðum okk­ar og nálg­un­um en þetta eru þau þrjú orð sem við not­um sem leiðar­stef þegar við þróum verk­efni áfram. Sam­hliða þessu reyn­um við alltaf að nálg­ast her­ferðirn­ar okk­ar 360° þar sem út­færsla á öll­um snerti­flöt­um er út­hugsuð. Hver miðill og sam­skipta­flöt­ur hef­ur sína styrk­leika og það eru ótrú­leg tæki­færi í að nýta þá til fulls. Það sem virk­ar á sam­fé­lags­miðlum er ekki það sama og virk­ar í sjón­varpi eða á útiskilti. Við setj­um áherslu á að laga út­færsl­urn­ar að hverj­um miðli en sam­tím­is tryggja að her­ferðin virki sem heild.“

Hvaða leiðir farið þið í að ná til mark­hóps á öll­um aldri?

„Í mín­um huga snýst þetta um tvennt. Fyrst og fremst er vörumerkið ein verðmæt­asta eign okk­ar og frá upp­hafi höf­um við fjár­fest mark­visst í að byggja það upp. Þannig að hér erum við ein­fald­lega að tala um áhersl­ur. Eitt af lyk­il­mark­miðum okk­ar er að skapa eitt stærsta og sterk­asta vörumerkið því gott orðspor sel­ur. Þetta end­ur­spegl­ast í því að nálg­un okk­ar að markaðssetn­ingu bygg­ist ekki bara á hefðbundn­um her­ferðum held­ur byggj­um við mikið af markaðssetn­ingu okk­ar á viðburðum, upp­lif­un­um og hvers kyns uppá­tækj­um sem vekja at­hygli.

Á sama tíma þurf­um við að halda áfram að hafa hug­rekki og þora að vera nýj­unga­gjörn. Nova er áskor­andi. Við skor­um á markaðinn, regl­urn­ar og risaeðlurn­ar – það er ein­fald­lega í blóðinu okk­ar. Sem hluti af þessu höf­um við verið óhrædd við að taka af­stöðu og tala um það sem skipt­ir máli. Dæmi um þetta er geðrækt­ar­veg­ferðin okk­ar, þar sem við höf­um lagt áherslu á vit­und­ar­vakn­ingu gagn­vart einu stærsta sam­fé­lags­lega meini sam­tím­ans sem er óhóf­leg notk­un snjall­tækj­anna okk­ar. Á þenn­an hátt lát­um við vörumerkið standa fyr­ir eitt­hvað stærra en bara vör­urn­ar og þjón­ust­urn­ar sem við bjóðum upp á – og það er það sem ger­ir okk­ur kleift að tala til breiðs hóps.“

Markaðsherferðir Nova eru skapandi og skemmtilegar.
Markaðsher­ferðir Nova eru skap­andi og skemmti­leg­ar. mbl.is/​Aðsend

Sér auk­in tæki­færi í gögn­um fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki

Hver eru tæki­fær­in í markaðsmá­l­um dags­ins í dag?

„Ef­laust er ég hlut­dræg­ur hér, þar sem ég kem upp­runa­lega úr heimi sta­f­rænn­ar markaðssetn­ing­ar, en ég sé risa­stór tæki­færi fyr­ir fyr­ir­tæki á Íslandi að nýta sér bet­ur viðskipta­vina­gögn til þess að tala á per­sónu­legri hátt við viðskipta­vini. Þetta er svo sem marg­kveðin vísa og gæti hljómað eins og ákveðin klisja en ég held að al­mennt eigi fyr­ir­tæki hér á landi mikið inni þegar kem­ur að þessu. Ofan á þetta kem­ur nátt­úru­lega þessi svaka­lega þróun gervi­greind­ar síðustu ára sem mun auka enn frek­ar mögu­leika þegar kem­ur að því að sér­sníða skila­boð og fækka hand­tök­un­um þar. Hér horfi ég alla­vega mjög spennt­ur til mik­ill­ar þró­un­ar næstu ár,“ seg­ir Sig­ur­björn.

Hann trú­ir því að fag­fólk í iðnaðinum þurfi vett­vang til að hitt­ast og mynda tengsl hvert við annað. „Mark­mið ÍMARK-dags­ins er ein­mitt að styrkja fagið enn frek­ar með því að skapa vett­vang fyr­ir okk­ur að læra hvert af öðru, deila reynslu og upp­hefja framúrsk­ar­andi markaðsstarf. Það er von mín að þau sem mæta verði óhrædd við að taka fræðsluna úr fyr­ir­lestr­un­um áfram til umræðu sín á milli og skapa úr því enn frek­ari snilld!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert