Frábær stemning í Erborian-partýi!

Alexiane Cuenin kom frá Frakklandi til að kynna nýjar Skin …
Alexiane Cuenin kom frá Frakklandi til að kynna nýjar Skin Therapy vörur frá Erborian í Grósku. mbl.is/Karítas

Jóhanna Benediktsdóttir, viðskipta- og snyrtifræðingur, er vörumerkjastjóri Erborian á Íslandi og er spennt að kynna suðurkóresku snyrtivörurnar frá Erborian fyrir Íslendingum en vörulínan er orðin vel þekkt hér á landi enda einstakar vörur með mikla virkni. Fjöldi manns mætti í Erborian partý sem haldið var með pompi og prakt í Sykursalnum í Vatnsmýrinni, í Gróskuhúsinu.

Það var húsfyllir þegar nýjar Erborian vörur voru kynntar á …
Það var húsfyllir þegar nýjar Erborian vörur voru kynntar á dögunum. mbl.is/Karítas

„Það mættu fleiri en við höfðum þorað að vona, í raun var húsfylli en íslendingar virðast elska Erborian. Tilefni þess að við héldum þennan fögnuð er að við vorum að fá frábærar glænýjar Nætur Skin Thearphy-vörur á markaðinn nú í byrjun mars. Af því tilefni kom einn besti Erborian-þjálfari Frakklands til landsins, Alexiane Cuenin, og kynnti fyrir okkur þessa næturtöfra,“ segir Jóhanna.

Skin Therapy-vörurnar frá Erborian komu á markað í mars.
Skin Therapy-vörurnar frá Erborian komu á markað í mars. Ljósmynd/Aðsend

Við erum öll falleg á okkar hátt

„Erborian er ungt og ferskt suður-kóreskt snyrtivörumerki sem framleiðir húðvörur úr náttúrulegum kóreskum lækningajurtum. Húðlínan þeirra er breið, aðlaðandi, litrík og ber mildan jurtailm. Hún hefur náð miklum vinsældum á stuttum tíma og er aðalástæðan sú að áherslan hjá þeim er alltaf að viðhalda heilbrigðri húð og leyfa ljóma húðarinnar að skína í gegn, frekar en að fela,“ segir hún.

Mikill áhugi er á Erborian vörunum og eins og myndirnar …
Mikill áhugi er á Erborian vörunum og eins og myndirnar sýna fá vörurnar frábærar viðtökur. mbl.is/Karítas

Jóhanna segir kjörorð þeirra segja allt sem þarf: „Þetta er þín húð, vertu stolt af henni og húðin þín er fallegri en þú áttar þig á. Erborian vill koma þeim skilaboðum á framfæri að það eru allir fallegir ef sjálfsöryggið er til staðar. Að styrkja sjálfstraust í eigin skinni með því að huga vel að húðumhirðu og viðhalda heilbrigði húðar með réttu vörunum er lykilatriðið og að fagna fjölbreytileikanum og ýta undir falleg sérkenni hjá hverjum og einum. Þessi hugmyndafræði finnst mér einstaklega viðeigandi og falleg.“

Næturtöfrar frá Erborian. Skin Therapy næturolían.
Næturtöfrar frá Erborian. Skin Therapy næturolían. Ljósmynd/Aðsend

Sameina kóreska húðumhirðu við frönsk snyrtivísindi

Hvaða vörur eru vinsælastar núna frá Erborian?

„Litaleiðréttingakremin, eins og CC kremin, eru feikilega vinsæl um allan heim enda gefur það náttúrulegan ferskan ljóma og fegurð. Þess má geta að á 20 sekúndna fresti er eitt CC krem frá Erborian selt í Sephora í Evrópu. Skin Theraphy næturolían er einnig gríðarlega vinsæl en tilefnið af partíinu var einmitt að fagna nýjum vörum í Skin Therapy línunni, djúsý mjólkurkennt næturserum og næturaugnkrem.“

Íslendingar virðast elska Erborian vörurnar.
Íslendingar virðast elska Erborian vörurnar. mbl.is/Karítas

„Skin Therapy-næturolían hefur verið á markaði í nokkur ár og hlotið mikið lof viðskiptavina og sannarlega kominn tími á þessar mögnuðu viðbætur við Skin Therapy línuna. Þessi byltingarkennda næturlína nærir og endurnýjar húðina á meðan þig dreymir. Erborian er þekkt fyrir að bjóða upp á nýstárlegar húðvörur sem sameinar kóreska húðumhirðu við frönsk hágæða snyrtivísindi.“

Erborian Skin Therapy augnkremið virkar einstaklega vel á viðkvæma húð …
Erborian Skin Therapy augnkremið virkar einstaklega vel á viðkvæma húð undir augun til að slétta úr línum og minnka bólgur. Ljósmynd/Aðsend

„Þessi margþætta næturmeðferð er hönnuð til að takast á við sjö algeng húðvandamál, þar á meðal fínar línur, ójafna húðáferð og þurrk. Með einstakri samsetningu 17 virkra innihaldsefna og öflugra olía, veitir hún húðinni dýrmæt næringarefni.“

Það var sannarlega gleði í partýinu enda eru Erborian vörurnar …
Það var sannarlega gleði í partýinu enda eru Erborian vörurnar löngu orðnar þekktar á Íslandi. mbl.is/Karítas

Notendur segja Skin Therapy vera kraftaverkavörur

Í mars bættist einmitt Skin Therapy létt mjólkurkennt næturserum og Skin Therapy næturaugkrem með rjómakennda áferð við Skin Therapy-línuna.

Fjölmenni var í partýinu en Erborian má fá í Hagkaup, …
Fjölmenni var í partýinu en Erborian má fá í Hagkaup, Beautybox, Heimadecor, Shay, Íslandsapótek, Efstaleitisapóteki, Lyfjaver, Bjargi og á Skincarelab.is. mbl.is/Karítas

„Formúlurnar í vörunum sameina vatns- og olíufasa sem vinna að því að hámarka upptöku virkra efna í húðinni. Notendur hafa lýst Skin Therapy sem kraftaverkavörum sem skila sjáanlegum árangri eftir aðeins eina nótt. Húðin verður strax mýkri, sléttari og fær aukinn ljóma.“

Það er mikill áhugi fyrir Erborian vörunum eins og sjá …
Það er mikill áhugi fyrir Erborian vörunum eins og sjá má. mbl.is/Karítas

„Skin Therapy er frábær viðbót við hvers kyns húðumhirðu og hentar öllum húðgerðum. Með reglulegri notkun veitir þessi öfluga næturmeðferð húðinni aukna rakamettun, jafnari áferð og unglegan ljóma,“ segir Jóhanna Benediktsdóttir, vörumerkjastjóri Erborian á Íslandi.

Það var áhugavert að hlusta á Alexiane Cuenin fjalla um …
Það var áhugavert að hlusta á Alexiane Cuenin fjalla um Erborian vörurnar. mbl.is/Karítas

Þess má geta að Erborian vörurnar fást á eftirtöldum sölustöðum: Hagkaup, Beautybox, Heimadecor, Shay, Íslandsapótek, Efstaleitisapóteki, Lyfjaveri og versluninni Bjargi og á Skincarelab.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert