Það eru mörg spennandi tækifæri í bransanum

Harpa Rún Einarsdóttir, hugmyndasmiður/birtinga- og samfélagsmiðlaráðgjafi, hjá ENNEMM, segir auglýsingaiðnaðinn …
Harpa Rún Einarsdóttir, hugmyndasmiður/birtinga- og samfélagsmiðlaráðgjafi, hjá ENNEMM, segir auglýsingaiðnaðinn góðan í að nýta sér hæfileika fólks.

Harpa Rún Ein­ars­dótt­ir, hug­mynda­smiður/​birt­inga- og sam­fé­lags­miðlaráðgjafi hjá ENNEMM, seg­ir aug­lýs­inga­brans­ann mjög op­inn fyr­ir ungu hæfi­leika­ríku fólki.

Hvernig er að vera með svona marga hatta á ENNEMM?

„Það er bara al­veg ótrú­lega spenn­andi og skemmti­legt. Sem birt­ingaráðgjafi þarf ég að vera sér­fræðing­ur í öll­um miðlum sem hægt er að birta aug­lýs­ing­ar á, tíma­setn­ing­um og hvað það kost­ar að aug­lýsa á hverj­um stað. Ásamt því að veita viðskipta­vin­un­um ráðgjöf um það hvernig best er að ná til þeirra mark­hóps.

Hug­mynda­smiður þróar meðal ann­ars skap­andi hug­mynd­ir sem þjóna verk­efn­um til að auka ár­ang­ur af markaðsstarfi og svo snýst sam­fé­lags­miðlaráðgjöf um að sér­sníða hvernig best er að koma skila­boðum áleiðis á sam­fé­lags­miðlum. Ef ég tek dæmi af TikT­ok, þá er hann þannig miðill að efnið þarf að vera frum­legt og gríp­andi til að ná vin­sæld­um og er því mik­il hug­mynda­vinna á bak við það.

Maður nær því að faðma ansi margt í mínu starfi en á end­an­um snýst þetta allt sam­an um að markaðsher­ferðin nái að fanga at­hygli rétts mark­hóps.“

Hvað hef­ur þig dreymt um?

„Minn draum­ur hef­ur alltaf verið að starfa á stofu eins og ENNEMM og í aug­lýs­inga­brans­an­um. Ég lærði viðskipta­fræði á sín­um tíma með áherslu á markaðsfræði og því hentaði birt­ingaráðgjöf­in mér mjög vel. En vinnustaður­inn er svo frá­bær og verk­efn­in svo fjöl­breytt að maður er tek­inn inn í svo margt. Í raun fá all­ir að blómstra í sínu, og prófa margt ef maður er til­bú­inn í það. Svo ég myndi segja að það séu mörg spenn­andi tæki­færi á aug­lýs­inga­stof­um í dag.“

Hvað ertu for­vit­in um?

„Ég er mjög for­vit­in um sál­fræðina á bak við kaup­hegðun fólks, þegar kem­ur að aug­lýs­ing­um og markaðsher­ferðum. Ekki síst þegar kem­ur að TikT­ok, sem er nýr miðill sem hægt er að nota fyr­ir markaðsher­ferðir fyr­ir ekki svo mikla pen­inga. TikT­ok er ekki eins og In­sta­gram eða Face­book, þar sem þú set­ur aug­lýs­ing­ar í kost­un því efnið inni á TikT­ok þarf ein­fald­lega að vera það gott að það nái til margra.“

Af hverju ertu stolt­ust?

„Ég er stolt­ust þegar her­ferðir okk­ar ná sett­um ár­angri og þegar viðskipta­vin­ir okk­ar eru sátt­ir með út­kom­una. ENNEMM er stofa sem fylg­ir stór­um leiðandi vörumerkj­um eft­ir á markaði og að sjálf­sögðu er ég líka stolt af öll­um þeim til­nefn­ing­um sem við feng­um á ár­inu og teym­inu sem ég vinn með.“

Hvað hef­ur komið þér mest á óvart?

„Þótt ég hafi upp­haf­lega verið ráðin inn sem birt­ingaráðgjafi þá var ég oft feng­in til að sitja fundi til að koma með ferska sýn á verk­efn­in. Það kom mér á óvart í fyrstu en ég hef lært með tím­an­um að það er alltaf gott að fá nýja sýn á hlut­ina og bet­ur sjá augu en auga. Svo hef­ur einnig komið mér á óvart hversu fjöl­breytt­ur hóp­ur fólks starfar á aug­lýs­inga­stof­um og hversu vel er valið í hvert sæti á stof­um. Við hjá ENNEMM erum alin upp í því að þjón­ust­an á stof­unni er núm­er eitt, tvö og þrjú og það er bara mjög nota­legt að starfa hjá fyr­ir­tæki sem veit­ir alla mögu­lega þjón­ustu sem í boði er á markaðnum núna.“

Hvað viltu segja les­end­um ÍMARK-blaðsins?

„Ég vil bara segja að ef þú ert með brenn­andi áhuga á brans­an­um þá er pláss fyr­ir þig í hon­um!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert