„Það eru tækifæri í áskorunum“

Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður mörkunar, markaðsmála og almannatengsla Bláa Lónsins, …
Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður mörkunar, markaðsmála og almannatengsla Bláa Lónsins, segir reglulega gaman að sitja í stjórn ÍMARK. Hún er spennt fyrir ÍMARK-deginum og vonar að Háskólabíó verði fullt út úr dyrum. mbl.is/Aðsend

Arn­dís Huld Há­kon­ar­dótt­ir, for­stöðumaður mörk­un­ar, markaðsmá­la og al­manna­tengsla Bláa Lóns­ins, seg­ir reglu­lega gam­an að sitja í stjórn ÍMARK.

„ÍMARK-dag­ur­inn er alltaf jafn skemmti­leg­ur fyr­ir fólk sem hef­ur áhuga á eða vinn­ur við markaðsmál. Við höf­um verið hepp­in að fá til okk­ar öfl­uga fyr­ir­les­ara sem vilja deila reynslu sinni með okk­ur. Það sit­ur enn í mér einn fyr­ir­lest­ur frá því í fyrra sem fjallaði um markaðssetn­ingu til eldri kyn­slóða. Það voru mjög öfl­ug og flott skila­boð“ seg­ir Arn­dís Huld Há­kon­ar­dótt­ir, for­stöðumaður mörk­un­ar, markaðsmá­la og al­manna­tengsla Bláa Lóns­ins. „Eins er reglu­lega gam­an að sitja í stjórn ÍMARK. All­ir stjórn­ar­meðlim­ir eru ein­stak­lega flott, skap­andi og skemmti­legt fólk og það eru hrein for­rétt­indi að fá að sitja við hlið þeirra og halda áfram að efla þessi mik­il­vægu og rót­grónu sam­tök.“

Ljósmynd úr markaðsherferð Bláa Lónsins.
Ljós­mynd úr markaðsher­ferð Bláa Lóns­ins. mbl.is/​Cin­dy Rún Li

Arn­dís seg­ir markaðsmál í grunn­inn snú­ast um hegðun og til­finn­ing­ar. „Við erum alltaf að segja sög­ur. Hvernig við kom­um þeim til skila er svo mik­il­vægt. Hvaða til­finn­ing­ar vilj­um við vekja hjá fólki? Í heimi of­gnótt­ar af skila­boðum fer það að segja sög­ur að vera enn mik­il­væg­ara því vörumerkið þarf að ná í gegn­um áreitið á markaðnum. Að auki finnst mér gagn­sæi og heiðarleiki skipta máli. Í ljósi þeirra breyt­inga sem birt­ast okk­ur í heimi gervi­greind­ar, „filtera“ og neyslu, skipt­ir tvennt því höfuðmáli: Að fyr­ir­tæki séu heiðarleg í sam­skipt­um við neyt­anda og að neyt­andi taki upp­lýst­ar ákv­arðanir.“

Ísland á í sam­keppni við áfangastaði víða um heim­inn

Bláa Lónið hef­ur náð undra­verðum ár­angri í markaðsher­ferðum sín­um á er­lend­um vett­vangi og seg­ir Arn­dís Ísland eiga í sam­keppni við áfangastaði víða um heim­inn. „Marg­ir þess­ara áfangastaða geta leitað í sam­bæri­lega fjár­sjóðskistu nátt­úru og sögu og við get­um. Í því ljósi skipt­ir gríðar­miklu máli að efla sér­stöðu Íslands á markaði og segja þá sögu á ábyrg­an og fal­leg­an máta en ekki síður að tryggja sam­fellu í skila­boðum og þeirri sögu sem við vilj­um styrkja.

Arndís segir Bláa Lónið í samkeppni við aðra staði í …
Arn­dís seg­ir Bláa Lónið í sam­keppni við aðra staði í heim­in­um sem bjóða upp á fal­lega nátt­úru. mbl.is/​Ari Magg

Bláa Lónið hef­ur unnið öt­ul­lega að því í marga ára­tugi að byggja upp sterkt vörumerki í gegn­um ásýnd, mynd­efni, frá­sagn­ir og það að vera með ein­staka vöru í hönd­um sem gef­ur gest­um óviðjafn­an­lega upp­lif­un og þjón­ustu. Það eru því hrein for­rétt­indi að vinna með slíkt vörumerki á er­lend­um mörkuðum, því mæl­ing­ar hafa sýnt að Bláa Lónið er mik­il­væg­ur hlekk­ur í að ferðamenn velji að heim­sækja Ísland. Að því sögðu þá er líka gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að vinna að því að efla vörumerkið okk­ar enn frek­ar hér­lend­is, ekki síst þar sem Bláa Lónið er stór vinnustaður sem er svo heppið að hafa ein­stakt og öfl­ugt fólk í sín­um röðum.“

Jarðhrær­ing­ar hafa mik­il áhrif á markaðssetn­ingu fyr­ir­tækja og má áætla að sér­fræðing­ar Bláa Lóns­ins séu orðnir mjög van­ir markaðskrís­um. „Þegar jarðhrær­ing­ar verða þá eru mik­il­væg­ustu þætt­irn­ir í markaðsmá­l­um, í stuttu máli, upp­lýs­ingaflæði, já­kvæðni, þraut­seigja, sveigj­an­leiki, og út­sjón­ar­semi,“ seg­ir hún og bæt­ir við að þraut­seigja þurfi helst að koma tvisvar fyr­ir í þess­ari upp­taln­ingu. „Það er líka mik­il­vægt að muna að krís­ur, eða áskor­an­ir, eru tíma­bundið ástand. Rétt hug­ar­far og rétt­ur hóp­ur sem vinn­ur að sama mark­miðinu skipt­ir öllu máli. Mik­il­vægt er að hafa alltaf aug­un á framtíðar­sýn­inni og hvernig við ætl­um að koma til baka úr krís­unni. Það eru líka tæki­færi í áskor­un­un­um og verk­efnið er að grípa þau sam­hliða því að bregðast við aðstæðum. Það er risa­stórt verk­efni.“

Markaðsherferðir Bláa Lónsins hafa vakið athygli víða um heiminn.
Markaðsher­ferðir Bláa Lóns­ins hafa vakið at­hygli víða um heim­inn. mbl.is/​Ari Magg

Gervi­greind­in fær­ir áhuga­verð tæki­færi

Hver eru tæki­fær­in í markaðsmá­l­um dags­ins í dag?

„Fyrst og síðast er það í raun að segja sög­ur á hátt sem hreyf­ir við neyt­and­an­um og breyt­ir hegðun. Í raun eru það ekki ný sann­indi. Enda þótt fjöl­miðlalands­lagið og neyt­enda­hegðunin hafi breyst gríðarlega mikið á stutt­um tíma eiga grunn­hug­tök­in enn við: Að hafa alltaf hug­fast mik­il­vægi þess að hafa góða blöndu af stefnu­mót­andi og „taktískri“ markaðssetn­ingu. Oft­ar en ekki fær stefnu­mót­andi mörk­un að víkja fyr­ir taktísk­um söluaðgerðum, en slíkt er sjald­an væn­legt til ár­ang­urs til lengri tíma. Mörk­un og þar með ímynd­ar­upp­bygg­ing er alltof oft víkj­andi og hér eig­um við vissu­lega inni. Í þessu sam­hengi eru þá gögn gríðarlega mik­il­væg. En þó er mun mik­il­væg­ara að rýna þau rétt og til gagns sem og nýta þau í verki. Svo eru auðvitað alls kyns tæki­færi í gervi­greind­inni sem miða að því að auka við skil­virkni, en við höf­um inn­leitt hana hjá okk­ur og þjálfað hana til að aðstoða okk­ur í verk­efn­um fyr­ir mis­mun­andi áfangastaði. Einnig erum við að skoða ýms­ar leiðir til þess að nýta hana enn frek­ar, meðal ann­ars til að geta farið að tala við og út frá þeim per­sónu­leik­um sem við höf­um skil­greint fyr­ir dæmi­gerða viðskipta­vini okk­ar. Þetta er mjög spenn­andi veg­ferð þar sem við leiðum sam­an tækni og manns­hönd­ina til þess að þekkja viðskipta­vin okk­ar enn bet­ur. Á sama tíma opn­ast rými fyr­ir starfs­fólk markaðsdeild­ar til þess að setja enn meiri at­hygli á stóru mynd­ina þar sem rútínu­verk­efn­in fara í gegn­um gervi­greind í upp­hafi. Þetta spar­ar tví­mæla­laust tíma án þess að það komi niður á gæðum.“

Að vekja upp tilfinningar er mikilvægt í markaðsherferðum. Þessi fallega …
Að vekja upp til­finn­ing­ar er mik­il­vægt í markaðsher­ferðum. Þessi fal­lega ljós­mynd vek­ur upp góðar til­finn­ing­ar að mati margra. mbl.is/​Ari Magg

Arn­dís sér framtíðina fyr­ir sér sem bjarta, böðuð blá­um ljóma. „Ég vona að við mun­um fylla sal­inn í Há­skóla­bíó á ÍMARK-dag­inn og að við get­um notað dag­inn til að fræðast um eitt­hvað nýtt og deila reynslu okk­ar áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert