„Aldrei hafa fleiri mætt á Iðnþing“

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir mikilvægt að auka orkuöflun …
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir mikilvægt að auka orkuöflun og hraða uppbyggingu flutningskerfisins til að iðnaður í landinu verði samkeppnishæfur. mbl.is/BIG

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir áhuga á Iðnþing­inu 2025 vera skýr skila­boð til stjórn­valda um að iðnaður og áskor­an­ir hans sé of­ar­lega á baugi hjá lands­mönn­um.

„Það er ákaf­lega spenn­andi og gef­andi að starfa fyr­ir iðnaðinn á Íslandi. Iðnaður­inn er fjöl­breytt­ur, hann snert­ir nán­ast öll svið sam­fé­lags­ins og hef­ur bein áhrif á verðmæta­sköp­un, lífs­kjör og sam­keppn­is­hæfni þjóðar­inn­ar. Mik­ill kraft­ur býr í fé­lags­mönn­um Sam­taka iðnaðar­ins, sem sýna frum­kvæði og áræði í að sækja tæki­færi og leysa áskor­an­ir.

Starfs­fólk SI er einnig framúrsk­ar­andi, brenn­ur fyr­ir efl­ingu iðnaðar og vinn­ur mark­visst að því að bæta um­hverfið fyr­ir fyr­ir­tæki í grein­inni. Ég er stolt­ur af því að vera hluti af þessu starfi og stuðla að sterk­ari framtíð fyr­ir ís­lensk­an iðnað,“ seg­ir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, og bæt­ir við að ís­lensk­ur iðnaður sé und­ir­staða lífs­kjara okk­ar.

Það var fullur salur af fólki á Iðnþingi 2025 eins …
Það var full­ur sal­ur af fólki á Iðnþingi 2025 eins og sést á þess­ari ljós­mynd. mbl.is/​BIG

„Við byggj­um hag­sæld þjóðar­inn­ar á verðmæta­sköp­un og út­flutn­ingi og á síðustu ára­tug­um höf­um við fjölgað út­flutn­ings­stoðum okk­ar. Hefðbund­in fram­leiðsla, orkuksæk­inn iðnaður og nú síðast hug­verkaiðnaður hafa skapað verðmæti sem skila stöðugra hag­kerfi og auk­inni vel­sæld. Hug­verkaiðnaður­inn, sem nú er orðinn fjórða stoðin í hag­kerf­inu, hef­ur vaxið hratt og út­flutn­ings­tekj­ur hans eru nú yfir 300 millj­arðar króna á ári. Við reikn­um með að hann verði stærsta út­flutn­ings­stoð Íslands fyr­ir lok þessa ára­tug­ar en til að það ger­ist þarf mark­vissa stefnu­mót­un stjórn­valda, aukna fjár­fest­ingu í innviðum og öfl­ugra stuðnings­um­hverfi fyr­ir ný­sköp­un og tæknifyr­ir­tæki. Það sýn­ir að við höf­um gríðarlega mögu­leika ef við sækj­um þau tæki­færi sem eru fyr­ir hendi,“ seg­ir hann.

Ísland stend­ur frammi fyr­ir tæki­fær­um og áskor­un­um sem krefjast skýrra ákv­arðana og fram­sýnn­ar stefnu. „Í breyttri heims­mynd standa þjóðir frammi fyr­ir ýms­um áskor­un­um. Stríðsátök, gervi­greind­arkapp­hlaup og breytt­ir viðskipta­hætt­ir hafa haft áhrif á alþjóðlegt efna­hags­líf og skilað sér með ein­um eða öðrum hætti hingað til lands. Við byggj­um okk­ar lífs­kjör á því að fram­leiða verðmæti og flytja út. Þess vegna þarf virki­lega að sinna alþjóðlegri hags­muna­gæslu til að tryggja greiðan aðgang að helstu mörkuðum. Stærstu hindr­an­irn­ar sem við þurf­um að tak­ast á við hérna heima fyr­ir eru skort­ur á raf­orku og flutn­ings­getu, flókið reglu­verk og taf­ir á leyf­is­veit­ing­um, slæmt ástand innviða og skort­ur á sérþekk­ingu hvort held­ur sem er á sviði iðnmennt­un­ar eða í STEAM-grein­um.“

Við verðum að sækja tækifærin, tryggja orkuframboð, fjárfesta í innviðum …
Við verðum að sækja tæki­fær­in, tryggja orku­fram­boð, fjár­festa í innviðum og halda áfram að styðja við ný­sköp­un og tækni­fram­far­ir að mati Sig­urðar Hann­es­son­ar fram­kvæmda­stjóra Sam­taka iðnaðar­ins. mbl.is/​BIG

Iðnþingið fékk sterk og já­kvæð viðbrögð

Hvernig gekk Iðnþingið 2025?

„Iðnþingið gekk afar vel og við höf­um fengið sterk og já­kvæð viðbrögð. Aldrei hafa fleiri mætt á Iðnþing og ljóst er að iðnaður­inn og áskor­an­ir hans eru of­ar­lega á baugi. Skila­boðin voru skýr: Við verðum að sækja tæki­fær­in, tryggja orku­fram­boð, fjár­festa í innviðum og halda áfram að styðja við ný­sköp­un og tækni­fram­far­ir. Við þurf­um að taka virk­an þátt í gervi­greind­arkapp­hlaup­inu og efla tengsl okk­ar bæði til vest­urs og aust­urs. Þetta kall­ar á stefnu­mót­un stjórn­valda sem styður við tækniþróun og inn­leiðingu gervi­greind­ar í at­vinnu­lífið,“ seg­ir Sig­urður.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fylgdist athugul með á Iðnþingi 2025.
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra fylgd­ist at­hug­ul með á Iðnþingi 2025. mbl.is/​BIG

Viðnámsþrótt­ur var til um­fjöll­un­ar á Iðnþing­inu og geta sam­fé­lags­ins til að tak­ast á við fjöl­breytt­ar áskor­an­ir og ógn­ir, bæði af völd­um nátt­úru­ham­fara en einnig af manna­völd­um. „Við þurf­um að efla okk­ur og þar þarf sam­starf stjórn­valda og at­vinnu­lífs að vera skýrt og mark­visst. Fjöl­marg­ar leiðir eru til þess að gera bet­ur en áhug­inn og þörf­in er sann­ar­lega til staðar.

Gervi­greind­arkapp­hlaupið er nokk­urs kon­ar vopnakapp­hlaup 21. ald­ar­inn­ar og snert­ir alla geira sam­fé­lags­ins. Ísland þarf að vera virk­ur þátt­tak­andi í þeirri þróun ef við vilj­um tryggja sam­keppn­is­hæfni og ör­yggi þjóðar­inn­ar. Það mun skilja á milli þeirra þjóða sem taka virk­an þátt og þeirra sem sitja hjá. Ísland sæt­ir tak­mörk­un­um frá banda­rísk­um stjórn­völd­um þegar kem­ur að tækni gervi­greind­ar sem mun að óbreyttu draga úr mögu­leik­um okk­ar til að taka virk­an þátt. Við höf­um fundið fyr­ir áhuga ís­lenskra stjórn­valda á því að bæta úr sem er for­senda þess að okk­ur vegni vel á þessu sviði.

Þá kom einnig fram mik­il­vægi þess að gæta alþjóðlegra hags­muna Íslands bæði til aust­urs og vest­urs. Við byggj­um okk­ar lífs­kjör á því að fram­leiða verðmæti og flytja út. Þess vegna þurf­um við greiðan aðgang að mörkuðum,“ seg­ir hann.

Ljóst er að iðnaður og áskoranir hans eru ofarlega á …
Ljóst er að iðnaður og áskor­an­ir hans eru of­ar­lega á baugi fólks um þess­ar mund­ir. mbl.is/​BIG

„Þurf­um að tryggja iðnaðinum nægj­an­lega orku“

Sig­urður fer fögr­um orðum um mót­un iðnaðar­stefnu for­sæt­is­ráðherra. „Við fögn­um orðum for­sæt­is­ráðherra um mót­un iðnaðar­stefnu með það að meg­in­mark­miði að auka fram­leiðni. Það er ljóst í okk­ar huga að slík stefna á að vera heild­stæð og taka til þess hvernig við sækj­um tæki­fær­in en ekki síður um hindr­an­ir sem þarf að ryðja úr vegi. Ef við ætl­um að sækja fram og tryggja stöðu Íslands sem sam­keppn­is­hæfs lands í iðnaði og ný­sköp­un verðum við að grípa til eft­ir­far­andi aðgerða: Auka orku­öfl­un og hraða upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is­ins til að tryggja að iðnaður­inn hafi nægj­an­lega orku. Ein­falda reglu­verk og flýta fyr­ir leyf­is­veit­ing­um til að fjár­fest­ing­ar skili sér hraðar í at­vinnu­lífið. Fjár­festa í innviðum, sér­stak­lega sam­göng­um, til að bæta hag­kvæmni og sam­keppn­is­hæfni. Fjölga þarf iðn- og tækni­menntuðum sem og sér­fræðing­um til að mæta vexti hug­verkaiðnaðar. Til þess þarf mark­viss­ar aðgerðir eins og aukna fjár­fest­ingu í mennta­kerf­inu, öfl­ugra starfs­nám og hvata fyr­ir fyr­ir­tæki til að taka virk­an þátt í þjálf­un og þróun starfs­fólks. Styðja áfram við ný­sköp­un og tækniþróun með skýrri stefnu og mark­viss­um hvöt­um.

Ef við leys­um þessi mál höf­um við alla burði til að byggja upp öfl­ugt at­vinnu­líf sem trygg­ir áfram­hald­andi vel­meg­un fyr­ir þjóðina.“

Sigurður Hannesson hefur verið áberandi í umræðunni um betra umhverfi …
Sig­urður Hann­es­son hef­ur verið áber­andi í umræðunni um betra um­hverfi fyr­ir iðnfyr­ir­tæki í land­inu á und­an­förn­um árum. Hann legg­ur áherslu á að all­ar breyt­ing­ar sem gerðar eru, séu einnig fyr­ir fólkið í land­inu, sem nýt­ur góðs af þeim verðmæt­um sem verða til. mbl.is/​BIG

Öryggi veg­far­enda er ógnað í um­ferðinni

Innviðaskuld­in vex og vex þrátt fyr­ir vilja til að bæta úr því seg­ir Sig­urður: „Við verðum að breyta for­gangs­röðun op­in­berra fjár­fest­inga og nýta fjöl­breytt­ari fjár­mögn­un­ar­leiðir. Sem dæmi þarf að ráðast í sam­vinnu­verk­efni í vega­gerð til að hraða upp­bygg­ingu. Betri innviðir eru lyk­ill­inn að auk­inni fram­leiðni og hag­vexti. Öryggi veg­far­enda er ógnað, fletta þarf klæðningu af veg­um og burðarlag er víða lé­legt. Við get­um ekki beðið leng­ur eft­ir upp­bygg­ingu,“ seg­ir hann.

Áliðnaður burðarás í efna­hags­líf­inu

Að mati Sig­urðar er og verður áliðnaður­inn burðarás í ís­lensku efna­hags­lífi. „Rann­veig Rist ræddi á Iðnþingi um mikla þróun í grein­inni og stór verk­efni fram und­an. Lands­virkj­un var stofnuð til að selja raf­orku til Álvers­ins í Straums­vík sem hef­ur átt stór­an þátt í þróun ís­lensks orku­sæk­ins iðnaðar. Vel­gengni Lands­virkj­un­ar bygg­ist að miklu leyti á þess­um viðskipt­um, sem sýna hversu mik­il­væg­ur iðnaður­inn er fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf,“ seg­ir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, að lok­um.

Sigurður hefur átt gott samstarf við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur …
Sig­urður hef­ur átt gott sam­starf við Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur á und­an­förn­um árum. mbl.is/​BIG
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert