„Iðnaður er burðarás íslensks hagkerfis“

Árni Sigurjónsson yfirlögfræðingur JBT Marel, var fyrst kjörinn formaður Samtaka …
Árni Sigurjónsson yfirlögfræðingur JBT Marel, var fyrst kjörinn formaður Samtaka iðnaðarins í apríl árið 2020 en hafði setið í stjórninni síðan árið 2016 og verið varaformaður frá 2017. mbl.is/BIG

Árni Sig­ur­jóns­son, yf­ir­lög­fræðing­ur JBT Mar­el og formaður Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir Ísland standa á tíma­mót­um um þess­ar mund­ir í nýrri heims­mynd vegna auk­inn­ar vernd­ar­stefnu, tollamúra og auk­inna rík­is­af­skipta víða.

„Verðmæta­sköp­un grein­ar­inn­ar í það heila var 900 millj­arðar króna á síðasta ári sem er um fjórðung­ur lands­fram­leiðslunn­ar, og að jafnaði störfuðu um 52 þúsund manns í grein­inni árið 2024, sem er einn af hverj­um fjór­um á ís­lensk­um vinnu­markaði. Íslensk­ur iðnaður stend­ur því und­ir stór­um hluta lífs­gæða lands­manna,“ seg­ir Árni Sig­ur­jóns­son, yf­ir­lög­fræðing­ur JBT Mar­el, sem einnig gegn­ir stöðu for­manns Sam­taka iðnaðar­ins. „Á síðustu árum hef­ur vægi iðnaðar í hag­kerf­inu auk­ist, bæði vegna vax­andi út­flutn­ings og fjölg­un­ar starfa.

Í dag er iðnaður stærsta út­flutn­ings­grein Íslands en tvær af fjór­um meg­in­stoðum út­flutn­ings, orku­sæk­inn iðnaður og hug­verkaiðnaður, eru inn­an okk­ar vé­banda. Þau lífs­gæði sem við njót­um á Íslandi í dag væru óhugs­andi án sterks iðnaðar sem skap­ar út­flutn­ings­tekj­ur og stuðlar að verðmæta­sköp­un,“ seg­ir hann og bæt­ir við að á síðasta ári námu út­flutn­ings­tekj­ur iðnaðar 750 millj­örðum króna eða 39% af heild­ar­út­flutn­ings­tekj­um þjóðarbús­ins. „Til sam­an­b­urðar skilaði ferðaþjón­ust­an 32% og sjáv­ar­út­veg­ur 18%. Þetta sýn­ir að iðnaður er burðarás ís­lensks hag­kerf­is. Orku­sæk­inn iðnaður á yfir hálfr­ar ald­ar sögu út­flutn­ings hér á landi en í fyrra skilaði hann um 23% af heild­ar­út­flutn­ingi. Hug­verkaiðnaður er yngri grein sem hef­ur verið í mikl­um vexti und­an­far­inn ára­tug og skilaði sú grein 16% út­flutn­ingstekna síðasta árs.“

Nýr iðnaður sem bygg­ir ofan á grunnstoðirn­ar, hug­vit, tækniþekk­ing, sérþekk­ing á auðlind­um okk­ar og nátt­úru­leg­um áskor­un­um, er sí­fellt stærri þátt­ur í verðmæta­sköp­un okk­ar. „Og við get­um gert enn bet­ur ef við sköp­um rétt­ar kring­um­stæður. Þar leik­ur allt sem bygg­ist á hug­vit­inu áfram al­gjört lyk­il­hlut­verk. Eitt úti­lok­ar ekki annað því ann­ar iðnaður og at­vinnu­líf al­mennt nýt­ur und­an­tekn­ing­ar­laust góðs af vexti og upp­bygg­ingu af þess­um toga,“ seg­ir Árni.

Sam­keppn­is­hæfni Evr­ópu hef­ur farið hratt þverr­andi

Árni seg­ir að hvort sem okk­ur lík­ar það bet­ur eða verr verðum við að horf­ast í augu við að upp sé runn­inn nýr tími. „Í raun ný heims­mynd með auk­inni vernd­ar­stefnu, tollamúr­um, aukn­um rík­is­af­skipt­um í viðskipt­um og um­tals­vert meiri op­in­berri fjár­fest­ingu í stefnu­mót­andi og mik­il­væg­um at­vinnu­grein­um en við höf­um áður séð. Stór­veld­in í alþjóðaviðskipt­um; Banda­rík­in og Kína sýna okk­ur ít­rekað að þau spila ekki eft­ir sömu leik­regl­um og Evr­ópa, okk­ar stærsti ein­staki út­flutn­ings­markaður, ger­ir og sam­keppn­is­hæfni Evr­ópu hef­ur því miður farið hratt þverr­andi und­an­far­in ár. Sú staða hef­ur mik­il áhrif á Ísland.

Árni bendir á að af 100 stærstu tæknifyrirtækjum heims nú …
Árni bend­ir á að af 100 stærstu tæknifyr­ir­tækj­um heims nú um stund­ir eru ein­ung­is um 15 þeirra í Evr­ópu. mbl.is/​BIG

Það sem helst hef­ur verið bent á í Evr­ópu hvað þetta varðar er að orka er of dýr, fjár­fest­ing­ar í lág­marki, hraði ný­sköp­un­ar of hæg­ur, minnk­andi fram­leiðni, skriffinnska og óhóf­leg reglu­byrði sem hindr­ar vöxt og sá fyr­ir­sjá­an­leiki sem fyr­ir­tæki þarfn­ast til að fjár­festa hef­ur reynst veru­leg áskor­un. Raun­ar var það orðað þannig í hinni um­ræddu Drag­hi-skýrslu, sem kom út fyr­ir um hálfu ári, að Evr­ópa væri í til­vist­ar­kreppu þegar kæmi að aðgerðum til að auka fram­leiðni.

Meðan diplóma­tísk vina­bönd traustra banda­manna og sam­starfsþjóða trosna smám sam­an er hvergi slegið af í tækni- og gervi­greind­arkapp­hlaup­inu. Þar stend­ur Evr­ópa öðrum stór­veld­um langt að baki en af 100 stærstu tæknifyr­ir­tækj­um heims nú um stund­ir eru ein­ung­is um 15 þeirra í Evr­ópu.“

Þurf­um að auka sam­vinnu við stór­veld­in

Eins og Árni rakti í ræðu sinni á Iðnþing­inu tel­ur hann svarið við þess­um áskor­un­um vera aukið alþjóðasam­starf sem leiðir til sterk­ari Evr­ópu. „Þar geta Norður­lönd­in í sam­ein­ingu haft mikið að segja. Sam­keppn­is­hæf og fram­sæk­in Evr­ópa þýðir ein­fald­lega sam­keppn­is­hæf­ara Ísland. Sömu­leiðis þurf­um við mark­visst að auka sam­vinnu og sam­starf við stór­veld­in sem leiða tækni- og gervi­greind­arkapp­hlaupið í þeim efn­um, einkum og sér í lagi Banda­rík­in sem standa okk­ur nær land­fræði- og menn­ing­ar­lega en Kína. Fríversl­un­ar­samn­ing­ar við nýja markaði eins og Ind­land, þriðja stærsta hag­kerfi heims, munu sömu­leiðis opna mögu­leika fyr­ir Ísland í breyttri heims­mynd.

Við vit­um að á tím­um óvissu spretta upp fjöl­marg­ir nýir mögu­leik­ar og tæki­færi og þau verðum við að grípa. Við höf­um ekki efni á að láta stefnu­leysi, innviðaskuld eða kerf­is­læg­an seina­gang hamla för okk­ar. Við þurf­um að taka hönd­um sam­an og skapa jarðveg sem get­ur brugðist hratt við svipt­ing­um í alþjóðlegu sam­keppn­is­um­hverfi okk­ar. Þannig get­ur smæðin, sjálf­stæðið, óhæðið og stutt­ar boðleiðir frá hug­mynd­um til fram­kvæmd­ar orðið það for­skot sem við þurf­um að nýta okk­ur.“

Árni er án efa einn af helstu sérfræðingum þjóðarinnar þegar …
Árni er án efa einn af helstu sér­fræðing­um þjóðar­inn­ar þegar kem­ur að um­hverfi iðnfyr­ir­tækja í land­inu en hann hef­ur verið formaður Sam­taka iðnaðar­ins frá ár­inu 2020. mbl.is/​BIG

Starfs­um­hverfið og leik­regl­urn­ar þurfa fyrst og fremst að end­ur­spegla stefnu okk­ar og lyk­il­hags­muni, sem er því miður ekki alltaf raun­in hér á landi að mati Árna. „Starfs­um­hverfið hér ber oft­ar en ekki keim af hags­mun­um ríkja inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins sem við svo inn­leiðum í ís­lensk lög og reglu­gerðir. Hluti af því er óneit­an­lega eitt­hvað sem okk­ur hefði aldrei dottið í hug að setja í ís­lensk lög ef við stæðum full­kom­lega óháð en er það gjald sem við greiðum fyr­ir að vera hluti af hinum mik­il­væga EES-samn­ingi. Þá ríður á að vera gagn­rýn­in og lausnamiðuð við inn­leiðing­una og gæta þess að gull­húðun eigi sér ekki stað, það er að segja að þyngri byrðar, kvaðir og óhag­kvæm­ari sérregl­ur séu lagðar á fyr­ir­tæki og al­menn­ing hér á landi með ís­lensk­um lög­um en raun­veru­lega er mælst til. Við sjá­um svart á hvítu að það eru ekki all­ir að spila eft­ir sömu leik­regl­um í alþjóðaviðskipt­um og Evr­ópu­rík­in, og þar með Ísland, eiga á hættu að klemm­ast á milli stór­veld­anna og verða und­ir í sam­keppn­inni ef ekk­ert verður aðhafst. Evr­ópa get­ur því ekki haldið áfram á sömu braut hvað þetta varðar.

Við höf­um sjálf­dæmi um svo margt þegar kem­ur að reglu­verki og meg­um ekki vera feim­in við að sníða okk­ur stakk eft­ir vexti. Gera nauðsyn­leg­ar og fyr­ir­sjá­an­leg­ar breyt­ing­ar á starfs­um­hverf­inu til að auka hvata á ýms­um sviðum, laða að fjár­fest­ingu og efla rann­sókn­ir og þróun enn frek­ar. Á sama tíma kann að þurfa að grípa til varna fyr­ir viðkvæm­ari en ekki síður mik­il­væg­ar grein­ar með þeim úrræðum sem bjóðast, rétt eins og aðrar þjóðir gera. Þannig get­um við byggt á styrk­leik­um okk­ar, sér­stöðu og þeirri gjör­breyttu stöðu í at­vinnu­mál­um sem okk­ur hef­ur tek­ist að skapa með fjölg­un út­flutn­ings­stoða á und­an­förn­um 15 árum eða svo.“

Mikill áhugi var á Iðnþingi 2025 en hér má sjá …
Mik­ill áhugi var á Iðnþingi 2025 en hér má sjá Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, Sig­urð Hann­es­son fram­kvæmda­stjóra Sam­taka iðnaðar­ins og Rann­veigu Rist for­stjóra Rio Tinto á Íslandi. mbl.is/​BIG

Þurf­um stöðugt að efla ís­lenskt mennta­kerfi

Ný rík­is­stjórn hef­ur boðað að vinna sé að hefjast um at­vinnu- og iðnaðar­stefnu sem Árni tel­ur að gæti orðið mik­il­vægt fram­fara­skref sem ætti að geta hjálpað okk­ur í að skil­greina og gæta lyk­il­hags­muna Íslands í framtíðinni. „Við erum stöðugt á kross­göt­um þar sem ann­ars veg­ar tak­ast á löng­un­in til að halda okk­ur við það sem við þekkj­um og hins veg­ar vilj­inn til að fram­kvæma og hugsa stærra. Ef við ætl­um að halda áfram að ná ár­angri og ef við ætl­um að viðhalda og auka lífs­gæði okk­ar, skapa verðmæti og góð störf þá er ein­sýnt að við þurf­um að taka ákv­arðanir sem geta sum­ar verið erfiðar og um­deild­ar, til dæm­is í orku- og mennta­mál­um.

Við þurf­um stöðugt að efla ís­lenskt mennta­kerfi með mark­vissu sam­starfi at­vinnu­lífs og skól­anna til að mæta færniþörf­um framtíðar­inn­ar og örum tækni­breyt­ing­um og sem gagn­ast heild­inni. Nú sem endra­nær þurf­um við að tryggja að við eig­um næg­an mannauð í fjöl­breytt­um grein­um til að geta áfram vaxið og dafnað. Fyr­ir fá­menna þjóð skipt­ir hvert og eitt okk­ar máli í þeim efn­um.“

Við þurfum stöðugt að efla íslenskt menntakerfi með markvissu samstarfi …
Við þurf­um stöðugt að efla ís­lenskt mennta­kerfi með mark­vissu sam­starfi at­vinnu­lífs og skól­anna til að mæta færniþörf­um framtíðar­inn­ar og örum tækni­breyt­ing­um, sem gagn­ast heild­inni að mati Árna. mbl.is/​BIG

Árni seg­ir alla geira at­vinnu­lífs­ins skipta máli í okk­ar litla hag­kerfi og grunnstoðirn­ar hafa stutt við nýja at­vinnu­vegi. „Við eig­um ótal sög­ur af hug­mynd­um, stór­um sem smá­um, sem urðu til í sjáv­ar­út­vegi, land­búnaði, ferðaþjón­ustu og ekki síst fjöl­breytt­um iðnaði, sem leiddu af sér mik­il­væg skref til framþró­un­ar og bættra lífs­hátta. Á móti hafa grunnstoðirn­ar notið stór­kost­legs ábata af hvers kon­ar tækninýj­ung­um og grund­vall­ar­breyt­ing­um í vinnslu- og fram­leiðsluaðferðum. Hug­mynd­irn­ar, trú­in á þær og kraft­ur­inn til að hrinda þeim í fram­kvæmd hafa alltaf verið það sem fleyt­ir okk­ur inn í betri framtíð,“ seg­ir Árni og bæt­ir við að eft­ir­spurn­in eft­ir ís­lensk­um hug­mynd­um sé mik­il.

„Íslensk fyr­ir­tæki eru stöðugt að hag­nýta hug­vitið til að ná eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri. Frum­kvöðlarn­ir eru bún­ir að ryðja skafl­inn og við erum í óðaönn að koma á lagg­irn­ar nýj­um fyr­ir­tækj­um sem sum hver munu verða alþjóðleg stór­fyr­ir­tæki. Önnur munu skapa ný störf og þekk­ingu sem ekki hef­ur áður verið til á Íslandi. Við erum að leggja grunn­inn að nýj­um at­vinnu­grein­um, við erum að hag­nýta tækn­ina til að gera vega­lengd­ir og landa­mæri að auka­atriði, vinna gegn lofts­lags­vand­an­um, skapa meiri verðmæti úr tak­mörkuðum auðlind­um, auka ör­yggi starfs­fólks­ins okk­ar og svo mætti lengi telja. Stærstu vaxt­ar­tæki­fær­in til framtíðar eru því í iðnaði. Þannig er hug­verkaiðnaður­inn, fjórða stoð út­flutn­ings, á góðri leið með að verða sú stærsta áður en þessi ára­tug­ur er á enda.“

Aldrei hafa fleiri mætt á Iðnþing en nú mættu. Yfirskrift …
Aldrei hafa fleiri mætt á Iðnþing en nú mættu. Yf­ir­skrift Iðnþings­ins var Ísland á stóra sviðinu og sköpuðust áhuga­verðar umræður um sam­keppn­is­hæfni lands­ins og iðnað al­mennt.

Sumt gengið vel og annað illa í iðnaði

Hvað hef­ur gengið vel á und­an­förn­um árum og hvar eru mál­in seint og illa að vinn­ast?

„Íslensk­ur iðnaður hef­ur heilt yfir aldrei verið í sterk­ari stöðu en ein­mitt nú. Sá aukni fókus sem sett­ur var á ný­sköp­un, rann­sókn­ir og þróun fyr­ir um ára­tug sem vaxt­ar­sprota fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf hef­ur skilað sér í undra­verðum vexti og upp­gangi hug­verkaiðnaðar. Þó vís­ir­inn að spenn­andi tækni- og hug­verkaiðnaði hafi sann­ar­lega verið kom­inn til sög­unn­ar fyrr, til dæm­is með fyr­ir­tækj­um eins og Öss­uri, Mar­el, Oz, Acta­vis og CCP, hafði um­gjörð og starfs­um­hverfi þessa geira fengið litla at­hygli stjórn­valda. Þau skref sem tek­in hafa verið, til að mynda varðandi end­ur­greiðslur á hlut­falli af rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostnaði, hafa gjör­breytt mynd­inni og verið frá­bær fjár­fest­ing í framtíðinni. End­ur­greiðslurn­ar hafa gert fyr­ir­tækj­um og frum­kvöðlum í hug­verkaiðnaði kleift að ráða til sín fleiri starfs­menn, sinna meiri þróun en ella og skapað grund­völl að hraðari vexti á breiðari grunni. Flóra öfl­ugra fyr­ir­tækja í þess­um geira er orðin afar fjöl­breytt og af þeim ár­angri er ég gríðarlega stolt­ur.“

Þá seg­ir Árni að mjög já­kvæðar breyt­ing­ar hafi orðið bæði í mann­virkja- og fram­leiðsluiðnaði þar sem mik­il ný­sköp­un hafi átt sér stað í að mörgu leyti breyttu lands­lagi. Fram­leiðsluiðnaður­inn hafi til­einkað sér ýms­ar tækninýj­ung­ar sem gjör­breyti stöðunni fyr­ir marga og auki mögu­leika á bættri fram­leiðni og nýt­ingu hrá­efna með hliðsjón af sjálf­bærni­mark­miðum. „Þó er fjár­fest­ingaþol með mis­jöfn­um hætti eft­ir grein­um enda sums staðar lítið sem sit­ur eft­ir í há­vaxtaum­hverfi þegar búið er að greiða fyr­ir hrá­efni, há laun og íþyngj­andi skatta og gjöld í alþjóðleg­um sam­an­b­urði og ann­an fast­an kostnað, svo sem ört hækk­andi raf­orku­verð. Okk­ur ber að styðja vel við inn­lenda fram­leiðslu og við vit­um að Íslend­ing­ar velja al­mennt ís­lenskt þegar það er í boði.

Það sem stend­ur okk­ur helst fyr­ir þrif­um, eins og í flest­um öðrum at­vinnu­grein­um hér á landi, eru háir vext­ir og verðbólga sem hafa bein áhrif á fjár­fest­ing­ar og rekstr­ar­kostnað fyr­ir­tækja. Þá stend­ur orku­skort­ur iðnaði veru­lega fyr­ir þrif­um sem end­ur­spegl­ast í ört hækk­andi raf­orku­verði sem um leið er bein af­leiðing orku­skorts. Innviðina okk­ar þarf al­mennt að styrkja, þar erum við sem þjóð í stórri skuld, sem er eitt­hvert óhag­stæðasta lán sem ríkið get­ur tekið.

Hár launa­kostnaður er sömu­leiðis viðfangs­efni at­vinnu­rek­enda um land allt og tæki­færi til hagræðing­ar virðast af skorn­um skammti, ekki síst vegna strangra sam­keppn­is­reglna á litl­um markaði. Eins höf­um við nefnt skort á tækni­menntuðu vinnu­afli sem áskor­un til framtíðar og sömu­leiðis það starfs­um­hverfi sem okk­ur er ætlað að starfa og blómstra í, sem ein­kenn­ist af háum skött­um, íþyngj­andi gjöld­um og flóknu reglu­verki. Þá er sú óvissa sem nú rík­ir í alþjóðahag­kerf­inu og mögu­legt tolla­stríð milli stór­veld­anna veru­leg áskor­un fyr­ir okk­ar út­flutn­ings­drifna hag­kerfi.“

Óskalist­inn ekki flók­inn

Árni er haf­sjór af þekk­ingu um um­hverfi fyr­ir­tækja í land­inu og því er for­vitni­legt að vita hver óskalisti hans væri – ef hann gæti breytt um­hverf­inu fyr­ir fyr­ir­tæk­in og fólkið í land­inu. „Í fyrsta lagi myndi ég vilja öfl­un nægr­ar orku með skyn­söm­um hætti og með þjóðar­hag í fyr­ir­rúmi. Það að ekki sé til orka fyr­ir ný verk­efni og tæki­færi á sviði iðnaðar er grafal­var­legt mál. Ork­an er grund­völl­ur­inn að frek­ari upp­bygg­ingu – og ég hef ít­rekað bent á að án orku verði ekki hag­vöxt­ur. Ég tel auðsýnt að þver­póli­tísk­ur vilji sé fyr­ir því að fara nú í mynd­ar­legt átak hvað þetta varðar en það mun því miður taka drjúg­an tíma að koma orku­öfl­un í gott og sjálf­bært horf. Þegar kem­ur að starfs­um­hverfi og reglu­verki væri ósk­andi að það væri hvetj­andi en ekki letj­andi, þar með talið með lækk­un skatta og gjalda en Ísland er á flesta mæli­kv­arða háskatta­land þar sem um 40% af verðmæta­sköp­un hag­kerf­is­ins renna til stjórn­valda í formi skatta og gjalda. Hið op­in­bera seil­ist stöðugt í stærri hluta af þeirri litlu fram­legð sem eft­ir verður þegar búið er að greiða fast­an kostnað og laun. Þá myndi ég vilja að innviðirn­ir okk­ar landið um kring væru sterk­ari og í mun betra ásig­komu­lagi en raun ber vitni, sam­an­ber um­fjöll­un okk­ar um innviðaskuld­ina í skýrsl­unni um ástand og framtíðar­horf­ur innviða á Íslandi sem kynnt var í síðasta mánuði. Það er erfitt að vera í stöðugum átaks­verk­efn­um með innviðina en skuld­in er há og við þurf­um að ná henni mynd­ar­lega niður á sem skemmst­um tíma. Svo óska ég þess að við byggj­um við öfl­ugra fjár­fest­ingaum­hverfi sem trú­ir á ís­lenskt at­vinnu­líf og væri ekki feimið við að laða að sér er­lenda fjár­fest­ingu. Að lok­um þurf­um við framúrsk­ar­andi mennta­kerfi sem horf­ir fram á veg­inn, skil­ur framtíðina og ger­ir ungu fólki kleift að blómstra, byggt á hæfi­leik­um hvers og eins,“ seg­ir Árni Sig­ur­jóns­son, yf­ir­lög­fræðing­ur JBT Mar­el og formaður Sam­taka iðnaðar­ins, að lok­um.

Árni segir að án orku verði ekki hagvöxtur í landinu.
Árni seg­ir að án orku verði ekki hag­vöxt­ur í land­inu. mbl.is/​BIG
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert