Kallar eftir skýrara regluverki

Forvarnir í öryggismálum eru sérstaklega mikilvægar að mati Ómars Brynjólfssonar …
Forvarnir í öryggismálum eru sérstaklega mikilvægar að mati Ómars Brynjólfssonar hjá Öryggismiðstöðinni. mbl.is/BIG

Ómar Brynj­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Mannaðra lausna hjá Örygg­is­miðstöðinni, vill sjá stjórn­völd inn­leiða góðar ör­ygg­is­for­varn­ir og skapa skýra ör­ygg­is­menn­ingu í land­inu – sem hann seg­ir ekki til staðar núna. Það vant­ar aga, ferla og skýr­leika sem ætti að koma frá hinu op­in­bera.

„Á Iðnþingi 2025 fjallaði ég um þróun ör­ygg­is­mála í fyr­ir­tækja­rekstri og hvernig mannauður og tækni­lausn­ir leika lyk­il­hlut­verk í að auka ör­yggi, bæði á vinnu­stöðum og í sam­fé­lag­inu. Mik­il­vægi þess að hið op­in­bera eigi virkt sam­tal um ör­ygg­is­mál og sam­starf við einka­geir­ann,“ seg­ir Ómar Brynj­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Mannaðra lausna hjá Örygg­is­miðstöðinni.

„Örygg­is­miðstöðin hef­ur verið leiðandi í ör­ygg­is­lausn­um á Íslandi í ára­tugi. Við sér­hæf­um okk­ur í ör­yggi fyr­ir­tækja, stofn­ana og heim­ila og bjóðum fjöl­breytt­ar lausn­ir á sviði ör­ygg­is­lausna, vel­ferðarlausna og mannaðra lausna,“ seg­ir Ómar.

Svið mannaðra lausna er eitt af lyk­ilsviðum Örygg­is­miðstöðvar­inn­ar. „Við tryggj­um viðveru og þjón­ustu ör­ygg­is­varða og eft­ir­lit fyr­ir fjöl­breytt fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Viðskipta­vin­ir okk­ar eru helstu fyr­ir­tæki og stofn­an­ir lands­ins, til dæm­is bank­ar, flug­fé­lög og heil­brigðis­stofn­an­ir víða um land. Við erum með um 400 starfs­menn á þessu sviði sem sér­hæfa sig í fjöl­breyttri ör­ygg­is­gæslu. Alls starfa um 650 manns hjá fyr­ir­tæk­inu í heild,“ seg­ir hann.

Örygg­is­mál hefjast á skýrri stefnu og fræðslu

Hvernig má bæta ör­ygg­is­mál í fyr­ir­tækj­um?

„Við þurf­um að átta okk­ur á að ör­ygg­is­mál hefjast með þekk­ingu, skýrri stefnu og fræðslu. Mann­legi þátt­ur­inn er einnig ómiss­andi þar sem vel þjálfað fólk í ör­ygg­is­mál­um er öfl­ug for­vörn. Við þurf­um að auka áherslu á fag­leg­ar þarfagrein­ing­ar þar sem þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki eins og Örygg­is­miðstöðin get­ur ráðlagt og miðlað reynslu.“

Það hef­ur gengið vel að laða til Örygg­is­miðstöðvar­inn­ar hæft starfs­fólk og ráðning­ar í sum­arstörf­in ganga vel að sögn Ómars. „Við erum að auka þjón­ustu­fram­boð okk­ar þar sem við höf­um lagt mikla áherslu á nýj­ung­ar í rekstri. Sem dæmi um þetta má nefna nýja þjón­ustu dótt­ur­fyr­ir­tæk­is okk­ar Green Park­ing sem sér­hæf­ir sig í greiðslu­lausn­um og rekstri bíla­stæða. Við fögn­um lækk­andi vöxt­um sem hafa gert starfs­um­hverfi okk­ar betra og von­umst við eft­ir því að sú lækk­un haldi áfram.“

Sam­starf á milli hins op­in­bera og einka­geir­ans

Ómar seg­ir vanta upp á víðtæka ör­ygg­is­menn­ingu í sam­fé­lag­inu. Það megi sjá í óskýr­um ferl­um og skorti á reglu­gerðum. Marg­ar þjóðir eru að gera þessa hluti bet­ur en Ísland og seg­ir Ómar hægt að leysa það með auknu sam­starfi á milli hins op­in­bera og einka­geir­ans. „Við erum með mikla þekk­ingu á ör­ygg­is­mál­um, lausn­um og sam­vinnu tækni­lausna og mannauðs. Við mynd­um vilja sjá stjórn­völd leggja aukna áherslu á skýr­ara reglu­verk og lög um ör­ygg­isþjón­ustu og setja á lagg­irn­ar viður­kennd­ar vott­an­ir fyr­ir starf ör­ygg­is­varða, þar sem þjálf­un og mennt­un er gert hærra und­ir höfði,“ seg­ir Ómar og bæt­ir við mik­il­vægi þess að huga að stöðug­leika á vinnu­markaði og að hleypa ekki kjara­samn­ing­um í upp­nám.

„Við þurf­um að skapa fyr­ir­sjá­an­leika og gæta þess að ákv­arðanir stjórn­valda, til dæm­is um hækk­un skatta á farþega skemmti­ferðaskipa, hleypi ekki kom­um þeirra í upp­nám. Á síðasta ári komu yfir 300.000 ferðamenn til Íslands með skemmti­ferðaskip­um og yfir helm­ing­ur þeirra er að koma hingað til lands flug­leiðina. Mann­virkjaiðnaður­inn er okk­ur einnig hug­leik­inn og það er mik­il­vægt að hægt sé að byggja í takt við þarf­ir markaðar­ins og forðast óþarfa sveifl­ur.“

Ómar seg­ir for­varn­ir í ör­ygg­is­mál­um eins mjög mik­il­væg­ar. „Þar sem vel út­færðar fyr­ir­byggj­andi aðgerðir draga veru­lega úr þörf fyr­ir viðbrögð og stuðla þannig að skil­virkni og hag­kvæmni í rekstri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert