Markaðsaðgengi er lykilatriði

Ingvar Hjálmarsson formaður Hugverkaráðs bendir á mikinn og blómlegan vöxt …
Ingvar Hjálmarsson formaður Hugverkaráðs bendir á mikinn og blómlegan vöxt greinarinnar á undanförnum árum. mbl.is/BIG

Ingvar Hjálm­ars­son, frá­far­andi fram­kvæmda­stjóri Nox Medical, er formaður Hug­verkaráðs Sam­taka iðnaðar­ins. Hann seg­ir ótal tæki­færi í boði fyr­ir Ísland ef það býr til stöðugt sam­keppn­is­hæft um­hverfi fyr­ir tæknifyr­ir­tæk­in í land­inu. 

„Hug­verkaráð Sam­taka iðnaðar­ins er vett­vang­ur umræðu um stöðu og stefnu hug­verkaiðnaðar­ins. Mark­miðið er að vekja at­hygli á tæki­fær­um í grein­inni með virku sam­tali við stjórn­völd,“ seg­ir Ingvar Hjálm­ars­son, frá­far­andi fram­kvæmda­stjóri Nox Medical, sem gegnt hef­ur stöðu for­manns Hug­verkaráðs að und­an­förnu.

Að sögn Ingvars var umræðan um gervi­greind­arkapp­hlaupið áber­andi á ný­af­stöðnu Iðnþingi 2025. „Ég var ein­mitt í pall­borði þeirr­ar umræðu. Það er lyk­il­atriði að stjórn­völd og at­vinnu­líf grípi þetta bylt­ing­ar­kennda tæki­færi til verðmæta­sköp­un­ar og út­flutn­ings. Í heimi þar sem óvissa í ut­an­rík­is­mál­um eykst verður að tryggja aðgengi að gervi­greind­ar­tækni sem oft er í hönd­um stórra alþjóðlegra fyr­ir­tækja. Lífs­kjör Íslend­inga eru ríg­bund­in við getu okk­ar til að búa til verðmæti og flytja þau úr land­inu. Á tím­um óvissu í ut­an­rík­is­mál­um er því mik­il­vægt að ut­an­rík­is­stefna okk­ar sé með þann ásetn­ing að tryggja Íslend­ing­um aðgengi að tækni og lausn­um í gervi­greind sem leidd er af stór­um er­lend­um fyr­ir­tækj­um.“

Vöxt­ur hug­verkaiðnaðar er mik­ill

Það sem er áhuga­vert við Hug­verkaráð er að þar má finna for­svars­menn hinna ýmsu tæknifyr­ir­tækja í land­inu. Sem dæmi líf­tæknifyr­ir­tækja, leikja­fyr­ir­tækja, upp­ýs­inga­tæknifyr­ir­tækja og gagna­vera svo ein­hver séu nefnd. Ingvar seg­ir Ingólf Bend­er, aðal­hag­fræðing Sam­taka iðnaðar­ins, hafa gert áhuga­verða út­reikn­inga byggða á vexti fyr­ir­tækja í þess­um iðnaði og að hann hafi bent á að Ísland sé á mörk­um auðlinda­drif­ins og hug­verka­drif­ins hag­kerf­is. „Hann spáði því að 30% út­flutn­ingstekna lands­ins muni koma frá hug­verkaiðnaði árið 2030 sem myndi gera hann að stærstu út­flutn­ings­stoðinni. Þetta kall­ar á frjó­an jarðveg fyr­ir ný­sköp­un og tæknifyr­ir­tæki á Íslandi.“

Tryggja þarf áfram­hald­andi vöxt

Að mati Ingvars eru þrjú lyk­il­atriði sem þarf að tryggja fyr­ir vöxt hug­verka­fyr­ir­tækja. „Skatta­leg­ir hvat­ar til rann­sókna og þró­un­ar skipta miklu máli en frá því að slík­ir hvat­ar voru sett­ir á árið 2013 hef­ur hug­verkaiðnaður­inn vaxið hratt. Og eft­ir aukn­ingu hvat­anna í Covid-far­aldr­in­um hef­ur út­flutn­ing­ur hug­verka tvö­fald­ast á fimm árum. Þrátt fyr­ir þessa ár­ang­urs­sögu eru stöðugar til­raun­ir við fjár­laga­gerð til að draga úr hvöt­un­um. Þetta verður að stöðva og tryggja var­an­legt stuðnings­kerfi. Við stækk­um kök­una með þess­ari um­gjörð - Íslandi til heilla.“

Að auki þurfi öfl­uga ut­an­rík­is­stefnu fyr­ir hug­verka­grein­arn­ar. „Heim­ur­inn er að breyt­ast hratt og hefðbund­in banda­lög eru að veikj­ast. Þar sem lífs­kjör Íslend­inga byggj­ast á verðmæta­sköp­un og út­flutn­ingi er lyk­il­atriði að tryggja markaðsaðgengi, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, sem og á vax­andi mörkuðum eins og Kína og Indlandi. Smáþjóðir reiða sig á opna markaði og nú er rétti tím­inn til að styrkja stöðu Íslands með virkri ut­an­rík­is­stefnu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að þriðja lyk­il­atriðið sé aðgengi að gervi­greind­inni. „Gervi­greind mun lík­lega leiða af sér eitt stærsta vaxt­ar­skeið mann­kyns­sög­unn­ar. Stjórn­völd verða að tryggja ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um aðgengi að þess­ari tækni, bæði með því að leysa orku­mál­in fyr­ir gagna­ver­in og með því að staðsetja Ísland sem vin­veitt ríki fyr­ir gervi­greind. Þannig náum við að vefa Ísland inn í nýja innviði stór­veld­anna og tryggja sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra fyr­ir­tækja.“

Framtíðin get­ur orðið gíf­ur­lega björt

Það er ekki nokk­ur vafi í huga Ingvars að hug­verka­grein­ar eru iðnaður sem mun laða til lands­ins ungt fólk úr námi og er­lenda sér­fræðinga og ef rík­is­stjórn­in ákveður gera landið sam­keppn­is­hæft á alþjóðavísu þá mun framtíðin verða björt fyr­ir landið. „Það er ekki spurn­ing í mín­um huga því fyr­ir­tæki í hug­verkaiðnaði hafa náð stór­kost­leg­um ár­angri á síðustu árum, þökk sé stefnu­mót­un stjórn­valda og framtíðar­sýn fyr­ir­tækja. Ef áfram er stutt við grein­ina og markaðsaðgengi tryggt verður framtíðin gríðarlega björt,“ seg­ir Ingvar Hjálm­ars­son, formaður Hug­verkaráðs Sam­taka iðnaðar­ins, að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert