Orkuöryggi er verulega ógnað

Gunnar Sverrir Gunnarsson er framkvæmdastjóri COWI.
Gunnar Sverrir Gunnarsson er framkvæmdastjóri COWI. mbl.is/BIG

Gunn­ar Sverr­ir Gunn­ars­son er véla- og iðnaðar­verk­fræðing­ur hjá COWI og hef­ur starfað hjá fyr­ir­tæk­inu í hart­nær 26 ár eða frá því að hann lauk verk­fræðinámi við Há­skóla Íslands. Hann tók ný­lega við stöðu fram­kvæmd­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi. Gunn­ar hef­ur víðtæka reynslu, meðal ann­ars í iðnaðar- og veitu­geir­an­um hér á landi.

„COWI er alþjóðlegt ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki með höfuðstöðvar í Dan­mörku en fyr­ir­tækið var stofnað árið 1930. Mann­vit, rót­gró­in ís­lensk verk­fræðistofa stofnuð árið 1963, sam­einaðist COWI árið 2023. Hjá okk­ur starfa yfir 7.500 sér­fræðing­ar að meðtöld­um þeim 260 sem við höf­um á að skipa hér heima. Þjón­usta okk­ar nær yfir öll helstu svið verk­fræðinn­ar og við leggj­um megin­á­herslu á græna orku, innviðaverk­efni, iðnað og bygg­ing­ar,“ seg­ir Gunn­ar Sverr­ir Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri COWI á Íslandi.

Gunn­ar hélt er­indi á Iðnþingi 2025 þar sem hann tók þátt í umræðum um viðhaldsþrótt innviða í land­inu. „Þetta var áhuga­vert sam­tal þar sem við kom­um meðal ann­ars inn á vatns­veit­ur, birgðahald olíu, mat­væla­ör­yggi og fjar­skipta­mál. Við kom­um jafn­framt inn á mál mál­anna í dag sem er raf­orku­ör­yggi lands­ins.“

Skort­ur á olíu mun ógna fæðuör­yggi

Hvað þýðir það ef aðfanga­keðjur rofna?

„Nú­tíma­sam­fé­lög byggja á viðskipt­um milli landa. Það eru fáar þjóðir sem eru öðrum óháðar með vör­ur og þjón­ustu. Ef aðfanga­keðjur rofna, til dæm­is vegna heims­far­ald­urs eða stríðsátaka, skipt­ir miklu máli að skilja hvernig það get­ur til dæm­is haft áhrif á fæðuör­yggi. Ef við tök­um sem dæmi eldsneyt­is­birgðir Íslands þá er ljóst að við lend­um mjög fljótt í erfiðri stöðu með dreif­ingu mat­væla ef það er skort­ur á olíu. Slík­ur skort­ur mun jafn­framt hafa víðtæk áhrif á allt at­vinnu­lífið ef skammta þarf til dæm­is eldsneyti á skip, öku­tæki og flug­vél­ar,“ seg­ir Gunn­ar.

Ein­föld­un á reglu­verki nauðsyn­leg

Hann seg­ir verk­efna­stöðuna al­mennt góða í sinni grein núna. „Það er hug­ur í mörg­um af okk­ar lyk­ilviðskipta­vin­um, þrátt fyr­ir ólgu í heims­mál­un­um og háa verðbólgu und­an­far­in miss­eri. Við sjá­um að um­hverfis­vit­und okk­ar viðskipta­vina er að aukast mikið og við höf­um lagt okk­ur fram við að bjóða þjón­ustu sem styður við þá veg­ferð. Það má líka nefna að við erum að ná sí­fellt betri ár­angri í sam­starfi á milli landa í okk­ar starf­semi og klár­lega mörg tæki­færi fyr­ir okk­ar ís­lensku sér­fræðinga að láta til sín taka er­lend­is í framtíðinni sem og að fá liðsinni er­lendra sér­fræðinga í verk­efni hér heima,“ seg­ir hann.

En bet­ur má ef duga skal að mati Gunn­ars. „Til að okk­ar grein blómstri þarf ein­föld­un á reglu­verki í tengsl­um við leyf­is­mál fram­kvæmda. Það er okk­ur alltaf of­ar­lega í huga. Við höf­um sem dæmi unnið að und­ir­bún­ingi Hvamms­virkj­un­ar í dágóðan tíma og hef­ur þessu þjóðhags­lega mik­il­væga verk­efni ít­rekað verið frestað vegna þess­ara mála. Það sama má segja með mörg mik­il­væg verk­efni hjá Landsneti sem hafa taf­ist óhóf­lega vegna leyf­is­mála og er nú svo komið að orku­ör­yggi okk­ar er veru­lega ógnað vegna þess­ara tafa. Raf­orku­ör­yggi er grunn­for­senda þess að hér á landi sé áfram­hald­andi verðmæta­sköp­un til að byggja und­ir vel­ferð okk­ar og sjálf­bærni,“ seg­ir Gunn­ar Sverr­ir Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri COWI á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert