Þurfum að tryggja fæðuöryggi

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Mjólkursamsölunnar.
Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Mjólkursamsölunnar. mbl.is/BIG

Erna Bjarna­dótt­ir hag­fræðing­ur Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar er sér­menntuð á sviði land­búnaðar og er með ára­tuga starfs­fer­il að baki í vinnu fyr­ir hags­muni land­búnaðar og bænda í land­inu. Hún seg­ir mik­il­vægt að tryggja fæðuör­yggi Íslands á óvissu­tím­um.

„Mjólk­ur­sam­sal­an (MS) er stærsta vinnslu­fyr­ir­tæki mjólkuraf­urða á Íslandi og gegn­ir lyk­il­hlut­verki í að tryggja að neyt­end­ur um allt land hafi aðgang að fersk­um, hágæða mjólk­ur­vör­um. MS vinn­ur náið með kúa­bænd­um og safn­ar ár­lega um 150.000 tonn­um af mjólk frá bænd­um um allt land til vinnslu í fjöl­breytt­ar mjólkuraf­urðir.

Fyr­ir­tækið rek­ur öfl­ugt flutn­inga­kerfi þar sem yfir 100 flutn­inga­bíl­ar eru á ferðinni á hverj­um degi til að tryggja skil­virka og ör­ugga dreif­ingu mjólk­ur­vara um land allt úr vöru­hús­inu á Bitru­hálsi, sem að lík­ind­um er einn stærsti kæliskáp­ur á land­inu. Með sterkri áherslu á gæði, sjálf­bærni og ný­sköp­un styður MS við ís­lensk­an land­búnað og trygg­ir fram­boð á hágæða mjólkuraf­urðum um allt land,“ seg­ir Erna Bjarna­dótt­ir hag­fræðing­ur Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Breytt heims­mynd kall­ar á meira ör­yggi

Erna tók þátt í pall­borðsum­ræðum um sam­fé­lags­leg­an viðnámsþrótt þar sem hún lagði áherslu á hlut­verk inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu. „Þegar vá hef­ur steðjað að, svo sem efna­hags­hrun, covid-far­ald­ur­inn eða annað, er yf­ir­leitt fyrst spurt um hvað til sé af mat. Að þessu þarf líka að huga og und­ir­búa þegar allt leik­ur í lyndi,“ seg­ir Erna og bæt­ir við að svo­kallaðir svart­ir svan­ir muni halda áfram að hlamma sér niður öðru hverju.

Hvað þarf að gera til að tryggja fæðuör­yggi og styrkja mat­væla­fram­leiðslu í land­inu?

„Við þurf­um að veita bænd­um skýra sýn um hvað tek­ur við þegar nú­gild­andi bú­vöru­samn­ing­ar renna út og tryggja að þau stjórn­tæki sem beitt verður stuðli að áfram­hald­andi fram­leiðslu ís­lenskra land­búnaðar­af­urða. Áfram verði unnið með það mark­mið sem er að finna í nú­gild­andi bú­vöru­lög­um um að fram­leiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nán­ustu sam­ræmi við þarf­ir þjóðar­inn­ar og tryggi ávallt nægj­an­legt vöru­fram­boð við breyti­leg­ar aðstæður í land­inu og að góð af­koma bænda sé tryggð,“ seg­ir Erna.

Þegar kem­ur að þeim atriðum í starfs­um­hverfi fyr­ir­tækja í mat­vælaiðnaði sem geng­ur vel seg­ir hún út­flutn­ing á skyri og skyraf­urðum hafa auk­ist og sé á góðri leið núna. „Góð sala á mjólkuraf­urðum vex ár frá ári. Aukn­ar afurðir kúa­stofns­ins og fram­far­ir í kyn­bót­um ganga einnig vel sem og áfram­hald­andi lækk­un vaxta sem er öll­um afar þýðing­ar­mik­il. Orku­skipti inn­an okk­ar fyr­ir­tæk­is, bæði í flutn­ingaþætt­in­um og vinnslu­ferl­um, eru á góðri leið, en við erum eina fyr­ir­tækið í heim­in­um svo við vit­um sem not­ar ekki olíu við fram­leiðslu á und­an­rennu­dufti.“

Land­búnaður er samof­inn sjálfs­mynd hverr­ar þjóðar

Hvað þarf að setja fókus­inn á að breyta núna fyr­ir iðnaðinn?

„Stjórn­völd þurfa að gefa skýrt til kynna vilja sinn um að inn­lend mjólk­ur­fram­leiðsla sinni áfram hið minnsta nú­ver­andi markaðshlut­deild fyr­ir mjólk­ur­vör­ur. Það þarf að bæta vega­kerfið en við reiðum okk­ur mjög á það bæði við söfn­un hrá­efn­is og dreif­ingu á vör­um um land allt. Eins þarf að bæta dreifi­kerfi raf­orku og tryggja fram­boð á orku til framtíðar á viðráðan­legu verði fyr­ir bænd­ur og fyr­ir­tæki. Þá þarf að standa við þau fyr­ir­heit sem bænd­um eru gef­in í bú­vöru­samn­ing­um og milli­ríkja­samn­ing­um sem tryggja stöðu inn­lendr­ar fram­leiðslu gagn­vart inn­flutn­ingi. Óskýr­um skila­boðum um stuðning við inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu þarf að eyða,“ seg­ir Erna Bjarna­dótt­ir hag­fræðing­ur Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar og minn­ir á að land­búnaður sé samof­inn sjálfs­mynd hverr­ar þjóðar. „Við eig­um að vera stolt af okk­ar land­búnaði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert