Frá árinu 1995 hafa Dýrheimar verið umboðsaðilar Royal Canin á Íslandi og boðið upp á faglega þjónustu, sérvaldar vörur og traust ráð til að hundum og köttum líði sem best. „Dýrheimar eru staður þar sem hunda- og kattaeigendur tengjast, deila sögum og njóta með ferfættum vinum sínum,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir framkvæmdastjóri Dýrheima. „Hjá Dýrheimum eru dýrin þín hluti af fjölskyldunni okkar en frá upphafi höfum við haft mikinn metnað fyrir því að bjóða upp á aðeins það besta fyrir dýrin. Við erum með vísindamiðað fóður fyrir hunda og ketti, sérfræðiþjónustu, hundaþjálfun, næringarráðgjöf og heilsufarstékk fyrir hunda og ketti,“ segir Ingibjörg og bætir við að dýralæknar, ræktendur og aðrir endursöluaðilar séu eins hluti af samfélagi Dýrheima.
Ingibjörg segir sérfræðinga Dýrheima mikla dýravini og að eitt hlutverk fyrirtækisins í dag sé að halda utan um öflugt samfélag gæludýraeigenda, sem velja einungis það besta fyrir dýrin sín. „Við höfum laðað til okkar helstu sérfræðinga landsins í hundum og köttum sem flestir eiga gæludýr sjálfir,“ segir hún og bætir við að til að vera traustur félagi í lífi gæludýra og eigenda þeirra var ákveðið að stofna kaffihús Dýrheima. „Við trúum því að traust samfélag ábyrgra hunda- og kattaeigenda stuðli að góðu lífi dýranna. Kaffihúsið okkar er eitt af fáum sem leyfa hunda og ketti. Þangað er einstaklega gott að koma með fjölskyldunni, til að kynnast fleiri gæludýrum og eigendum þeirra. Ég vil því hvetja alla hunda- og kattaeigendur að koma í heimsókn til okkar að Víkurhvarfi 5 í Kópavog eða að heimsækja vefsíðuna okkar www.dyrheimar.is.“
Ingibjörg segir fóður skipta meira máli en marga grunar þegar kemur að líðan gæludýra. „Við erum umboðsaðilar Royal Canin sem er leiðandi vörumerki í fóðrun hunda og katta. Royal Canin er með nær 60 ára reynslu í að þróa næringarríkt fóður sem er sérsniðið að þörfum mismunandi hunda og katta. Með djúpa þekkingu á heilsu dýra og næringaræði býður Royal Canin upp á fóður sem byggir á vísindum og er þróað í samstarfi við dýralækna og næringarfræðinga. Í verslun Dýrheima í Kópavogi má einnig finna ýmislegt annað sem dýrið gæti þurft á að halda t.d. þroskandi og skemmtilegt dót fyrir andlega heilsu þeirra.“
Þegar kemur að þjónustu Dýrheima þá er valinn sérfræðingur í hverri stöðu að sögn Ingibjargar. „Við bjóðum upp á hundaskóla, heilsutékk og þjónustu við þá sem eru að taka þátt í hundasýningum. Í hundaskóla Dýrheima er Albert I. Steingrímsson, einn allra reyndasti hundaþjálfari landsins. Albert er menntaður hundaþjálfari með áherslu á atferli hunda á öllum aldurskeiðum. Hægt er að koma í einkatíma sem og í hóptíma um allt sem snýr að þjálfun og hegðun hunda en við viljum stuðla að því að öllum hundum líði vel og séu öruggir. Eins er hægt að fá þjálfara heim sem hefur reynst dýrmæt þjónusta fyrir marga hundaeigendur.“
Þegar kemur að heilsu gæludýra þá er mikilvægt að þau fái tíma hjá sérfræðingi að sögn Ingibjargar. „Heilsutékk felur í sér grunnskoðun hjá Theodóru Róbertsdóttur dýrahjúkrunarfræðingnum okkar. Gæludýrið er vigtað og almenn heilsa þess metin. Eins er veitt ráðgjöf varðandi hreyfingu og heilsu dýrsins. Í þessari skoðun er næringarráðgjöf innifalin sem hefur reynst dýraeigendum mjög vel. Ég get sömuleiðis mælt með fyrirlestri um fyrstu hjálp fyrir nýja gæludýraeigendur sem getur skapað aukið öryggi hjá hundaeigendum.“
Ingibjörg segir markmið Dýrheima skýr. Dýrheimar sé staður þar sem hunda- og kattaeigendur geta sótt þær vörur og þjónustu sem þeir þurfa til að annast dýrin sín með öruggum hætti, tryggja velferð þeirra og heilsu, bæði andlega og líkamlega. „Við veitum stuðning í hverju skrefi og erum til staðar með fjölbreytta þjónustu sem er sérsniðin að hverju gæludýri. Ég vil því hvetja alla gæludýraeigendur að heimsækja okkur í Víkurhvarfi 5 eða einhvern af okkar endursöluaðilum. Það er fyrsta skrefið í að verða hluti af samfélaginu,“ segir Ingibjörg.