Framkvæmdastjórn sparar tíma og peninga

Jónas Halldórsson, stofnandi og forstjóri JTV, segir að það skipti …
Jónas Halldórsson, stofnandi og forstjóri JTV, segir að það skipti öllu máli að vera með góða verkstjórn í framkvæmdum því það sparar bæði tíma og fjárhæðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég byrjaði einn með tómt borð en við höf­um vaxið jafnt og þétt. Hingað til höf­um við látið lítið fara fyr­ir okk­ur því við vild­um sanna okk­ur og fá verk­efni út frá orðspori okk­ar. Þannig stækkuðum við, af því það spurðist út hvernig við stóðum okk­ur,“ seg­ir Jón­as Hall­dórs­son, stofn­andi og for­stjóri JT Verk sem breytti ein­mitt nafn­inu sínu í JTV ný­verið.

„Þar sem við skipt­um ný­lega um nafn vild­um við nota tæki­færið og kynna bet­ur okk­ar sér­hæf­ingu sem er fram­kvæmda­stjórn. Við erum leiðandi fyr­ir­tæki í fram­kvæmda­stjórn á Íslandi og leggj­um höfuðáherslu á fag­mennsku og gæði. Það skipt­ir öllu máli að vera með góða verk­stjórn í fram­kvæmd­um því það spar­ar bæði tíma og fjár­hæðir til lengri tíma litið. Fram­kvæmda­stjórn er eitt­hvað sem þarf að leggja mun meiri áherslu á á Íslandi því ávinn­ing­ur­inn af því að haldið sé utan um verk­efni af fag­fólki er gríðarleg­ur. Fram­kvæmda­stjórn er virt fag víða um heim og stefna okk­ar er að leiða þá þróun hér á landi.“

JTV sá um framkvæmdastjórn þegar leikskólinn i Urriðaholti var byggður …
JTV sá um fram­kvæmda­stjórn þegar leik­skól­inn i Urriðaholti var byggður en önn­ur verk sem JTV hef­ur fram­kvæmda­stýrt síðustu ár eru til dæm­is Sky Lagoon, breyt­ing­ar inn­an­húss á Seðlabanka Íslands og end­ur­nýj­un á sund­laug Garðabæj­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Óhag­kvæmt að eiga öll tæki

Jón­as seg­ir að hann hafi fengið hug­mynd­ina að því að stofna fyr­ir­tæki fyr­ir löngu síðan enda hef­ur hann verið viðloðandi bygg­ing­ariðnaðinn megnið af æv­inni. „Ég var ekki nema um fimmtán ára þegar ég fór að smíða og síðar í verk­fræði. Lengi vann ég á verk­fræðistofu og í verk­efna­stjórn fyr­ir verk­taka. Eft­ir að hafa verið í hönn­un­ar­stýr­ingu í Hörpu ákvað ég að flytja til Nor­egs og fór í verk­efna­stjórn­un hjá NCC. Mig langaði að prófa að vera hjá stærri verk­taka til að kanna hvort vinnu­brögðin er­lend­is væri sam­bæri­leg og hér og það var mjög góður skóli.

Það sem ég lærði mest á störf­um mín­um í Nor­egi var ákveðinn strúkt­úr og agi í verk­efn­um og þar fékk ég fleiri tól í hend­urn­ar til að vinna með sem verk­efna­stjóri. Ég kynnt­ist líka aðeins öðru­vísi menn­ingu á markaðnum þar því verktak­inn átti eng­in tæki held­ur leigði bara þau tæki sem þurfti, af því að það var óhag­kvæmt að eiga öll tæki,“ seg­ir Jón­as og bæt­ir við að ann­ar mik­il­væg­ur lær­dóm­ur sem hann tók út úr dvöl sinni í Nor­egi var að verk­efna­stjórn­un skipti mjög miklu máli og stór verk­taka­fyr­ir­tæki voru byggð í kring­um verk­efna­stjórn­un.

„Ég fann fljótt að þetta var eitt­hvað sem mig langaði að gera þegar ég kæmi til Íslands. Ég stofnaði JTV árið 2017 og í byrj­un vor­um við líka verk­tak­ar. En það varð svo mikið að gera í verk­efna­stjórn­un, eða fram­kvæmda­stjórn eins og ég kýs að kalla það, að við ákváðum að skerpa fókus­inn og ein­blína á hana.“ 

Dæmi um verk­efni sem JTV hef­ur fram­kvæmda­stýrt á síðustu árum eru Sky Lagoon, Hót­el Reykja­vík Saga, nýr leik­skóli í Urriðaholti, breyt­ing­ar inn­an­húss á Seðlabanka Íslands og end­ur­nýj­un á sund­laug Garðabæj­ar. 

Hótel Reykjavík Saga er einkar glæsilegt en JTV framkvæmdastýrði byggingu …
Hót­el Reykja­vík Saga er einkar glæsi­legt en JTV fram­kvæmda­stýrði bygg­ingu þess. Ljós­mynd/​Aðsend

Fag­leg með vönduð vinnu­brögð

Fyr­ir tveim­ur árum fór JTV í stefnu­mót­un til að svara spurn­ing­unni hvert fyr­ir­tækið vildi stefna og hvernig framtíðin liti út. Jón­as tal­ar um að þá hafi verið tek­in sú ákvörðun að þau vildu halda áfram að gera það sem þau eru góð í: að verk­efn­a­stýra og byggja á þeirri aðferðafræði sem hefði nýst þeim vel hingað til.

„Við erum öguð, fag­leg og með vönduð vinnu­brögð. Við búum til strúkt­úr svo starfs­fólk okk­ar hafi þau tól sem þau þurfa til að geta unnið vinnu sína á fag­leg­an og vandaðan hátt. Ásamt því breyt­um við nafni fyr­ir­tæk­is­ins og lát­um stefnu og vörumerki fyr­ir­tæk­is­ins end­ur­spegl­ast í út­liti og markaðsefni.

Í fe­brú­ar opnuðum við svo nýj­an og glæsi­leg­an vef jtv.is. Það sem hef­ur þó ekki breyst hjá okk­ur er að það er gott og reynslu­mikið starfs­fólk sem er und­ir­staða starf­sem­inn­ar. Stjórn­end­urn­ir okk­ar búa yfir þekk­ingu á öll­um sviðum fram­kvæmda og við erum vel í stakk búin að stýra hvers kon­ar verk­efn­um og fram­kvæmd­um óháð stærð og um­fangi. Við leggj­um mikið upp úr aðferðum sem lág­marka fram­kvæmda­tíma og kostnað og það er rík áhersla á gott ut­an­um­hald og eft­ir­fylgni með verk­efn­um.“

Kunn­um að bregðast við erfiðum aðstæðum

Aðspurður af hverju það sé svona mik­il­vægt að hafa góða fram­kvæmda­stjórn í bygg­ing­ar­ferl­inu seg­ir Jón­as að af­leiðing­arn­ar af því að gera það ekki séu svo slæm­ar. „Í öll­um fram­kvæmd­um eru mark­mið okk­ar helst þrjú. Að skila á rétt­um tíma, að gæðin séu framúrsk­ar­andi og að ná þeim fjár­hags­lega ár­angri sem lagt var upp með. Þetta eru aðal­atriðin en svo er vit­an­lega fullt af öðrum atriðum sem þarf að huga að. Ef bygg­ing­araðili skil­ar of seint bæt­ist kostnaður og kröf­u­mál á hann. Gæðin þurfa að vera í lagi því við ætl­um ekki að vera í mörg ár að laga á eft­ir okk­ur. Og svo vit­an­lega þarf að ná þeim fjár­hags­lega ár­angri sem stefnt var að. Með því að hafa góða stjórn þá eyk­urðu lík­urn­ar á að þessi meg­in­mark­mið ná­ist.

Þegar við byrj­um á verk­efni erum við með tékklista hvað þarf að passa upp á, eins og samn­ing, inn­kaup, ör­ygg­is­mál og þar fram eft­ir göt­un­um. Þetta er lang­ur listi af hlut­um sem við þurf­um að passa upp á þannig að við reyn­um að und­ir­búa okk­ur eins vel og við get­um til að ná mark­miðunum. Þetta ger­um við með okk­ar tól­um og tækj­um enda er starfs­fólk okk­ar þjálfað í þessu. Við þjálf­um líka fólkið okk­ar upp í að vera ekki smeykt við að segja stöðuna eins og hún er.

Sama hve lang­an tíma verk­efnið mun taka þá horf­um við fram á við einu sinni í mánuði og reyn­um að sjá hvernig verk­efnið end­ar. Það er nefni­lega þannig að það kem­ur upp eitt­hvert vanda­mál í hverju ein­asta verk­efni. Hvort sem það er inn­rétt­ing­ar sem eru ekki til, verktaki sem mæt­ir ekki eða jafn­vel eld­gos. En við vit­um aldrei hvert vanda­málið verður þó skipu­lagið sé upp á tíu. En við erum ein­mitt til staðar út af því, við kunn­um að bregðast við í erfiðum aðstæðum og erum með alls kyns lausn­ir sem hafa reynst okk­ur vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert