„Léttir lífið fyrir starfsfólk í fjármáladeild fyrirtækja“

Guðlaugur Magnússon framkvæmdastjóri og eigandi BPO hefur verið stjórnandi í …
Guðlaugur Magnússon framkvæmdastjóri og eigandi BPO hefur verið stjórnandi í greininni frá árinu 2008. Ljósmynd/Aðsend

Fjár­mála­deild­ir fyr­ir­tækja geta fengið þjón­ustu BPO við að rukka inn reikn­inga og þannig haft tæki­færi til að sinna meiri tekju­ber­andi störf­um á meðan inn­heimtu­fyr­ir­tækið sæk­ir pen­ing­ana kröfu­höf­um að kostnaðarlausu, með virðingu og kurt­eisi að leiðarljósi.

„Rekst­ur fyr­ir­tækja get­ur verið krefj­andi og að inn­heimta úti­stand­andi kröf­ur er oft tíma­frek og flók­in áskor­un. Við hjá BPO bjóðum upp á framúrsk­ar­andi inn­heimtuþjón­ustu sem er hönnuð til að ein­falda líf fyr­ir­tækja og starfs­fólks þeirra. Það sem ger­ir þjón­ustu okk­ar ein­staka er að hún er kröfu­höf­um að kostnaðarlausu,“ seg­ir Guðlaug­ur Magnús­son fram­kvæmda­stjóri sem keypti BPO fé­lagið árið 2020.

Fyr­ir­tækið var í upp­hafi al­farið rekið af fjöl­skyld­unni en fleiri hafa bæst við í teymið. „Með mik­illi elju, metnaði og skýrri framtíðar­sýn hef­ur fé­lagið vaxið hratt og stækkað um 30-40% á hverju ári. Þessi vöxt­ur end­ur­spegl­ar ekki aðeins sterka starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins held­ur einnig traust viðskipta­vina okk­ar sem við met­um mik­ils þar sem við leggj­um mikla áherslu á framúrsk­ar­andi þjón­ustu.“

Það eru fáir í land­inu með meiri reynslu en Guðlaug­ur á sínu sviði. „Ég er bú­inn að starfa á þess­um markaði lengi og sem stjórn­andi frá ár­inu 2008. Ég sá þegar ég fór af stað með BPO að það voru mik­il tæki­færi á markaðnum. Ég taldi mig geta veitt betri þjón­ustu, ein­fald­ari lausn­ir og ferla fyr­ir fyr­ir­tæki, sem hef­ur sann­ar­lega sannað sig. Í dag er fé­lagið með rúm­lega 200 kröfu­hafa í þjón­ustu og fjölg­ar þeim mikið. Ég finn fyr­ir því að fyr­ir­tæki eru að leita að ein­föld­um lausn­um til þess að fá greitt. Með því frá­bæra teymi sem BPO er með í dag þá telj­um við okk­ur geta stækkað enn meira,“ seg­ir Guðlaug­ur.

Með fjöl­breytt­um iðnaði verða til er­lend­ar kröf­ur

BPO stend­ur fyr­ir „Bus­iness Process Out­sourc­ing“ sem þýða má sem út­vist­un á viðskipta­ferl­um að sögn Guðlaugs. „BPO Col­lecti­ons er stórt inn­heimtu­fyr­ir­tæki með höfuðstöðvar sín­ar í Bretlandi og úti­bú í Skotlandi, Banda­ríkj­un­um og Kan­ada. Eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins komu að máli við mig árið 2019 og buðu mér fram­kvæmda­stjóra­stöðu í fyr­ir­tæk­inu. Ég var al­veg til í að skoða það en endaði svo á því að kaupa öll hluta­bréf­in í fé­lag­inu og hef síðan þá fært fyr­ir­tækið á heima­markað ásamt því að auka um­svif þess alþjóðlega.“

Hvernig nýt­ist það ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um að gera viðskipti við inn­heimtu­fyr­ir­tæki sem starfar á alþjóðamarkaði?

„Mikið af fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um á Íslandi eru að fá er­lenda ein­stak­linga í viðskipti og eru að selja vör­ur sín­ar og þjón­ustu út um all­an heim. Dæmi um þessi fyr­ir­tæki eru bíla­leig­ur, hót­el og spít­al­ar svo dæmi sé tekið. Þegar ein­stak­ling­ar fara úr landi án þess að greiða reikn­ing­ana sína er mik­il­vægt að geta haldið áfram að rukka þá,“ seg­ir Guðlaug­ur og út­skýr­ir að ým­is­legt geti gerst með fjöl­breytt­um iðnaði, ekki síst ferðaiðnaðinum. „Við erum að tala um ógreidda reikn­inga, skemmd­ir á bíl­um eða hót­el­her­bergj­um og fleira.“

Ferðaiðnaður á Íslandi skapar mikil verðmæti en einnig þá áskorun …
Ferðaiðnaður á Íslandi skap­ar mik­il verðmæti en einnig þá áskor­un að nú geta skuld­ar­ar verið víða um heim­inn og því áskor­un fyr­ir kröfu­hafa að fylgj­ast með hvernig geng­ur að inn­heimta þá. Ljós­mynd/​Unsplash

Það skipt­ir máli að fá greitt á góðan hátt

Það þarf ákveðna færni til að ná til þeirra sem skulda að sögn Guðlaugs. „Þegar það er rétt gert þá eru all­ir ánægðir. Stund­um koma jafn­vel skuld­ar­ar með sín­ar úti­stand­andi skuld­ir til okk­ar í viðskipti, sem er án efa staðfest­ing á því að við séum að standa okk­ur í fag­inu.“

Hvernig upp­lifa viðskipta­vin­ir þessa þjón­ustu?

„Þeir hafa mjög já­kvæða upp­lif­un af þjón­ustu okk­ar. Ferlið er þannig að við erum með kröfu­hafa, sem eru stund­um með mikið af úti­stand­andi skuld­um. Eina gjaldið sem við get­um tekið er af einu sím­tali við skuld­ar­ann. Raun­in er hins veg­ar sú að við hringj­um allt frá tutt­ugu til sex­tíu sinn­um í skuld­ar­ann. Sá sem skuld­ar á kannski ekki pen­ing í dag en hann gæti átt pen­ing eft­ir tvo daga. Mín upp­lif­un er sú að í grunn­inn vilja greiðend­ur borga,“ seg­ir Guðlaug­ur og bæt­ir við að skuld­ar­inn sé ein­stak­ling­ur sem þau vilji koma vel fram við. „Það skipt­ir máli að fá greitt á góðan hátt.“

Fjár­mála­deild­ir vilja skýrt mæla­borð

Guðlaug­ur seg­ir fyr­ir­tæki í land­inu hafi verið í þoku þegar kem­ur að úti­stand­andi skuld­um á er­lendri grundu. „Ég þori að full­yrða að eng­in önn­ur fyr­ir­tæki á markaði bjóði upp á sam­bæri­leg­an hug­búnað fyr­ir er­lend­ar kröf­ur og við erum með. Yf­ir­leitt hafa viðskipta­vin­ir verið í al­gjörri þoku með hvar inn­heimt­an er stödd, hvort búið sé að hafa sam­band og gera sam­komu­lag svo dæmi sé tekið. Hjá okk­ur fá all­ir aðgang að kerf­inu sem heit­ir BPO Col­lecti­on og sjá þá hvar kraf­an er stödd. Við erum með eitt full­komn­asta inn­heimtu­kerfi á Íslandi á veg­um BPO inn­heimtu en í lok dags­ins þá reyn­ir maður að gera ferlið eins já­kvætt og mögu­legt er með sveigj­an­leika og kurt­eisi í fyr­ir­rúmi,“ seg­ir hann og bæt­ir við að fjár­mála­deild­ir séu fljót­ar að sjá hversu arðbært það er að hafa fjóra til sex aðila á gólfi að vinna fyr­ir sig frítt. „Það skap­ar tæki­færi til að sinna tekju­ber­andi verk­efn­um á meðan við kom­um með pen­inga inn í fyr­ir­tækið í formi inn­heimtu ógreiddra skulda.“

Fjármáladeildir fyrirtækja geta fengið þjónustu BPO við að rukka inn …
Fjár­mála­deild­ir fyr­ir­tækja geta fengið þjón­ustu BPO við að rukka inn reikn­inga og þannig haft tæki­færi til að sinna meiri tekju­ber­andi störf­um á meðan inn­heimtu­fyr­ir­tækið sæk­ir pen­ing­ana kröfu­höf­um að kostnaðarlausu, með virðingu og kurt­eisi að leiðarljósi. Ljós­mynd/​Unsplash

Vilja verða leiðandi á markaði

Hver er framtíðar­sýn þín?

„Framtíðar­sýn okk­ar er skýr – við ætl­um að halda áfram á þess­ari þró­un­ar­braut, styrkja þjón­ust­una enn frek­ar og tryggja að viðskipta­vin­ir okk­ar fái ávallt sem bestu þjón­ust­una. Með áfram­hald­andi vexti og nýj­ung­um mun BPO halda áfram að vera leiðandi á sínu sviði og stuðla að framþróun í grein­inni. Við hlökk­um til framtíðar­inn­ar og erum spennt að halda áfram að vaxa og þró­ast í takt við þarf­ir viðskipta­vina okk­ar,“ seg­ir Guðlaug­ur Magnús­son fram­kvæmda­stjóri og eig­andi BPO að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert