„Þess vegna heita þær Comfyballs“

Comfyballs-nærbuxurnar þykja einstaklega notalegar og henta fyrir karlmenn á öllum …
Comfyballs-nærbuxurnar þykja einstaklega notalegar og henta fyrir karlmenn á öllum aldri. Ljósmynd/Aðsend

Ómar Ómars­son, eig­andi Com­fy­balls á Íslandi, henti öll­um nærfatnaði sín­um eft­ir að hann prófaði Com­fy­balls-nær­bux­urn­ar fyrst en hann seg­ir efnið í kring­um það allra heil­ag­asta hjá karl­mönn­um vera lyk­il­inn að gæðum og þæg­ind­um vörumerk­is­ins. 

„Við fáum ótrú­leg viðbrögð við nærfatnaðinum frá Com­fy­balls og karl­ar tala um Com­fy­balls í heita pott­in­um, á skrif­stof­unni og á æf­ing­um. Þetta eru nær­bux­urn­ar sem þú verður að prófa núna og það að karl­menn séu að tala um nær­bux­urn­ar sín­ar er al­gjör ný­lunda á Íslandi. Það er bara eitt­hvað sem við ger­um aldrei! Com­fy­balls eru bara þannig að við get­um ekki annað en látið orðið ber­ast,“ seg­ir Ómar sem hafði verið að leita eft­ir áhuga­verðu vörumerki fyr­ir karl­menn þegar hann rambaði á Com­fy­balls. 

Það var knattspyrnumaðurinn Anders Steen Selvig sem hannaði Comfyballs því …
Það var knatt­spyrnumaður­inn And­ers Steen Sel­vig sem hannaði Com­fy­balls því hann var kom­inn með nóg af því að vera í óþægi­leg­um nær­föt­um á æf­ing­um og í keppn­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við hjón­in erum með annað fyr­ir­tæki, versl­un­ina Daríu í Hafnafirði, sem ein­blín­ir aðallega á kon­ur. Eig­in­kona mín, Jó­hanna Ósk Þor­steins­dótt­ir, á syst­ur sem býr í Nor­egi og þegar við heim­sótt­um hana var ég alltaf að sjá Com­fy­balls aug­lýst á milli leikja í fót­bolt­an­um í sjón­varp­inu og á fleiri stöðum. Ég hafði ekki hug­mynd um hvað Com­fy­balls væri og spurði eig­in­mann henn­ar sem skildi ekk­ert í mér að vita ekki hvað Com­fy­balls væri. Ég festi kaup á ein­um nær­bux­um og þá var ekki aft­ur snúið,“ seg­ir Ómar. 

Það er áhuga­vert að hlusta á Ómar út­skýra sög­una á bak við vörumerkið. „Com­fy­balls er norskt vörumerki sem á ræt­ur sín­ar að rekja til árs­ins 2012 þegar norski knatt­spyrnumaður­inn And­ers Steen Sel­vig var kom­inn með nóg af óþægi­leg­um nær­bux­um, sér­stak­lega við íþróttaiðkun. Hann fékk lánaða sauma­vél eig­in­konu sinn­ar og byrjaði að sauma frum­gerðir af nær­bux­um. Hann var kom­inn með heilt fjall af nær­bux­um áður en hann rambaði á rétta sniðið, þetta „Packa­geFront™“, sem veit­ir svo fín­an stuðning. Hann saumaði nokkr­ar nær­bux­ur á sig og strák­ana í liðinu sínu og byrjaði síðan með Com­fy­balls, sem segja má að sé þægi­leg­asta nærfata­merki í heimi.“

Dag­inn eft­ir að Ómar prófaði Com­fy­balls hafði hann sam­band við fyr­ir­tækið. „Ég sagði þeim frá því að vörumerkið væri eitt­hvað sem vantaði á Íslandi. Í fram­hald­inu kom svo stjórn­andi fyr­ir­tæk­is­ins í heim­sókn til Íslands þar sem hann vildi kynn­ast mér, land­inu og menn­ing­unni. Hann skoðaði versl­un­ina Daríu og lag­er­inn okk­ar og síðan inn­sigluðum við samn­ing­inn um að ég myndi vera einka­söluaðili Com­fy­balls á Íslandi.

Allt frá ár­inu 2016 hef­ur gengið ein­stak­lega vel með versl­un­ina Daríu, bæði á net­inu og í Hafnar­f­irði. Við selj­um fatnað, snyrti­vör­ur og auka­hluti. Við höf­um verið brautryðjend­ur með nýj­ar vör­ur á ís­lensk­um markaði, svo sem leir­maska, Mo­lecule-ilm­vötn­in og fleira. Það lá því mjög vel við að auka vöru­úr­valið með Com­fy­balls.“

„Nær­bux­urn­ar halda búnaðinum á rétt­um stað“

Hvers vegna eru Com­fy­balls þægi­leg­ustu nær­bux­ur í heimi að þínu mati?

„Efnið í kring­um okk­ar allra heil­ag­asta (e. Packa­geFront™) er lyk­ill­inn að þess­um ein­stöku þæg­ind­um. Það held­ur búnaðinum þínum á rétt­um stað og lyft­ir frá inn­an­verðum lær­um. Það er úr sér­hönnuðu efni sem kem­ur í veg fyr­ir óþarfa hita á bolt­ana og trygg­ir há­marks önd­un og þæg­indi. Nær­föt­in frá Com­fy­balls eru einnig gerð úr hágæða efn­um. Mitt­is­bandið er of­ur­mjúkt og vatns­frá­hrind­andi með góðu haldi og teygju. Com­fy­balls-nær­bux­urn­ar eru gerðar úr sniði sem bara faðmar þig. Þær eru lægri að fram­an sem veit­ir aukið hreyfifrelsi.  Lycra®-efnið er blandað með öll­um efn­um í nærfatnaðinum, og að baki Com­fy­balls-var­anna ligg­ur ára­löng þróun á sniði og efn­is­vali. Com­fy­balls-nær­bux­urn­ar eru all­ar með saum­um sem þú finn­ur ekki fyr­ir og erta ekki húðina.“

Hér má sjá útskýringarmynd á hönnun Comfyballs-nærbuxna.
Hér má sjá út­skýr­ing­ar­mynd á hönn­un Com­fy­balls-nær­buxna. Ljós­mynd/​Aðsendr

„Mér finnst erfitt að lýsa því með orðum hversu þægi­leg­ar Com­fy­balls-nær­bux­urn­ar eru svo ég mæli alltaf með því að koma bara niður í versl­un Daríu í Hafnar­f­irði, finna sjálf­ur efnið og sjá sniðið með eig­in aug­um en Com­fy­balls eru nær­bux­ur sem henta öll­um sem kunna að meta þæg­indi og mik­il gæði.

Við erum með nokkr­ar vöru­lín­ur: Com­fy­balls-bóm­ull­ar­nær­bux­ur, Per­formance-nær­bux­ur sem hafa reynst vel á æf­ing­ar og í erfiðri vinnu, Com­fycel-nær­bux­urn­ar sem eru ein­stak­lega mjúk­ar, Bri­ef nær­bux­urn­ar, Com­fy-fatnað svo sem boli, peys­ur, bux­ur og sokka.“

Kon­ur stór hóp­ur þeirra sem kaupa Com­fy­balls-herra­nær­bux­urn­ar á net­inu

Ómar seg­ir sölu­ferlið hafa komið skemmti­lega á óvart. „Það er gam­an að segja frá því að flest­ir menn sem kaupa Com­fy­balls-nær­föt hafa fyrst fengið þær sem gjöf. Þeir kom­ast svo vana­lega að því að þeir geti ekki gengið í neinu öðru og svo virðist sem þeir fá kon­urn­ar sín­ar til að panta fleiri Com­fy­balls á net­inu fyr­ir sig því stór hluti pant­ana okk­ar á net­inu er gerður af kon­um.“

Comfy-nærfötin fyrir konur þykja einstaklega falleg og þægileg. Efnið í …
Com­fy-nær­föt­in fyr­ir kon­ur þykja ein­stak­lega fal­leg og þægi­leg. Efnið í þess­um nær­föt­um er úr com­fycel. Ljós­mynd/​Aðsend

Ætli karl­menn séu feimn­ir við að panta sér nærfatnaðinn sjálf­ir?

„Já, ég held þetta sé smá­veg­is feimn­is­mál fyr­ir ís­lenska karl­menn. En það er ekki þannig í Nor­egi. Norðmenn eru eitt­hvað svo blátt áfram og skafa ekki af hlut­un­um. Það er því mjög gam­an að tala um Com­fy­balls við þá. Ástæðan fyr­ir ís­lensku feimn­inni held ég að sé sú að kon­ur hafa í svo mörg ár getað talað um þægi­leg­an nærfatnað en það hef­ur ekki verið sama fram­boð af gæðum og vörumerkj­um þegar kem­ur að herra­nær­föt­um. Svo hef­ur mjög lítið gerst í þróun á nærfatnaði karla í gegn­um ára­tug­ina. Svo Com­fy­balls er að mínu mati mjög kær­kom­in nýj­ung fyr­ir karl­menn og kannski fyrsta vörumerkið sem kem­ur okk­ur á þann stað að tala um nær­bux­urn­ar okk­ar,“ seg­ir Ómar.

Henti gömlu nær­bux­un­um í ein­um rykk eft­ir eitt skipti í Com­fy­balls

Ómar seg­ir marg­ar ástæður fyr­ir því að hann fari ekki aft­ur í gömlu nær­bux­urn­ar sín­ar. „Ég setti þær all­ar í poka og henti þeim eft­ir fyrsta skiptið mitt í Com­fy­balls, það er ein ástæða þess að ég get ekki farið í þær aft­ur,“ seg­ir hann og bros­ir. „En að öllu gamni slepptu þá er teygj­an í venju­leg­um nær­bux­um að mínu mati of breið eða of mjó. Gömlu nær­bux­urn­ar voru of stutt­ar og þær voru asna­leg­ar í sniðinu. Þær voru óþægi­leg­ar og úr lé­leg­um efn­um og þær voru ein­fald­lega ekki hannaðar með hag karl­manna í huga.“

Hægt er að versla Comfyballs-nærfötin á heimasíðunni www.comfyballs.is.
Hægt er að versla Com­fy­balls-nær­föt­in á heimasíðunni www.com­fy­balls.is. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég er án efa far­inn að hljóma eins og mik­ill fata­karl en þeir sem þekkja mig vita að ég er alls eng­in tísku­lögga. Það var bara ekki aft­ur snúið fyr­ir mig,“ seg­ir Ómar og bros­ir.

Á heimasíðu Com­fy­balls má sjá alls kon­ar teg­und­ir af nær­bux­un­um. Sum­ar eru mjög klass­ísk­ar og ein­fald­ar á meðan aðrar eru lit­rík­ar og töffara­leg­ar. „Tropical Cott­on-nær­bux­urn­ar okk­ar eru þær sem við höf­um selt hvað best, sem er mjög skemmti­legt að segja frá því þær eru and­stæða þess að vera klass­ísk­ar og ein­fald­ar. Svo erum við með skemmti­leg­ar hlé­b­arðanær­bux­ur sem hafa einnig selst vel og fyr­ir Valentínus­ar­dag­inn síðasta þá seld­um við mjög mikið af Com­fy­balls með bleik­um hjört­um, nær­bux­ur fyr­ir karl­menn og nærfatnað frá Com­fy fyr­ir kon­ur í sama mynstri. Þannig að pör virt­ust vera að kaupa sér nærfatnað í stíl sem mér finnst skemmti­leg hug­mynd.“

Hlébarðanærbuxurnar frá Comfyballs seljast mjög vel að sögn Ómars.
Hlé­b­arðanær­bux­urn­ar frá Com­fy­balls selj­ast mjög vel að sögn Ómars. Ljós­mynd/​Aðsend

Karl­menn á öll­um aldri velja Com­fy­balls

Eru flest­ir að kaupa Com­fy­balls á net­inu?

„Já, ég myndi segja það, en þó eru sum­ir að koma í Daríu í Hafnar­f­irði að skoða sýn­ing­arein­tök af Com­fy­balls en lag­er­inn okk­ar er beint á móti búðinni og því mjög hand­hægt að leyfa fólki að skoða og finna hvað efnið er mjúkt. Þegar karl­menn eru komn­ir upp á lagið með hvaða teg­und hent­ar þeim best þá eru þeir dug­leg­ir að panta Com­fy­balls á heimasíðunni okk­ar.

Það er ótrú­lega gam­an að taka á móti viðskipta­vin­um og sjá hversu fjöl­breytt­ur hóp­ur það er sem virðist líka við vörumerkið. Við fáum ungt íþrótta­fólk sem not­ar nær­bux­urn­ar á æf­ing­um og í síðustu viku kom 89 ára gam­all maður sem sagði mér að kon­an hans hefði gert hon­um þann grikk að gefa hon­um nær­bux­urn­ar í gjöf og nú þyrfti hann að skipta út allri nærfata­skúff­unni og kaupa sér ný. Ann­ars eru karl­menn á öll­um aldri að versla hjá okk­ur.“

„Það er hvergi sparað í gæðum“

Com­fy­balls-nær­bux­urn­ar eru handsaumaðar í Tyrklandi og eru hluti af fram­sækn­um lífstíl sem gerður er með nátt­úr­una og um­hverfið í huga. Þær end­ast bet­ur en venju­leg­ur nærfatnaður ger­ir og bjóða verk­smiðjurn­ar í Tyrklandi upp á framúrsk­ar­andi vinnuaðstæður og gott gæðaeft­ir­lit að sögn Ómars.

Comfyballs-vörumerkið er framleitt í Tyrklandi eftir umhverfisvænum stöðlum.
Com­fy­balls-vörumerkið er fram­leitt í Tyrklandi eft­ir um­hverf­i­s­væn­um stöðlum. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er hvergi sparað í gæðum og fyll­ir það mig stolti að geta sagt frá því Com­fy­balls-nær­bux­urn­ar hafa verið vottaðar um­hverf­i­s­væn­ar frá því í janú­ar árið 2020. Það þýðir að öll kol­efn­is­los­un sem á sér stað við fram­leiðslu nær­buxn­anna og fatnaðar­ins hef­ur verið mæld, og dregið hef­ur verið úr henni eins og mögu­legt er. Það sem eft­ir stend­ur er kol­efnis­jafnað í gegn­um vottuð kol­efn­is­bind­ing­ar­verk­efni á borð við vatns­afls­virkj­un sem vernd­ar búsvæði fjölda teg­unda í nátt­úru­leg­um vist­kerf­um, vindorku­verk­efni í innri Mong­ól­íu sem skap­ar hreina orku og at­vinnu og líf­massa­verk­efni á Indlandi sem dreg­ur úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is.

Eng­in skaðleg efni eru notuð í fram­leiðslu Com­fy­balls og er stuðst við um­hverf­i­s­væna fram­leiðslu­ferla, “ seg­ir Ómar Ómars­son, eig­andi Com­fy­balls á Íslandi að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert