Ómar Ómarsson, eigandi Comfyballs á Íslandi, henti öllum nærfatnaði sínum eftir að hann prófaði Comfyballs-nærbuxurnar fyrst en hann segir efnið í kringum það allra heilagasta hjá karlmönnum vera lykilinn að gæðum og þægindum vörumerkisins.
„Við fáum ótrúleg viðbrögð við nærfatnaðinum frá Comfyballs og karlar tala um Comfyballs í heita pottinum, á skrifstofunni og á æfingum. Þetta eru nærbuxurnar sem þú verður að prófa núna og það að karlmenn séu að tala um nærbuxurnar sínar er algjör nýlunda á Íslandi. Það er bara eitthvað sem við gerum aldrei! Comfyballs eru bara þannig að við getum ekki annað en látið orðið berast,“ segir Ómar sem hafði verið að leita eftir áhugaverðu vörumerki fyrir karlmenn þegar hann rambaði á Comfyballs.
„Við hjónin erum með annað fyrirtæki, verslunina Daríu í Hafnafirði, sem einblínir aðallega á konur. Eiginkona mín, Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir, á systur sem býr í Noregi og þegar við heimsóttum hana var ég alltaf að sjá Comfyballs auglýst á milli leikja í fótboltanum í sjónvarpinu og á fleiri stöðum. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Comfyballs væri og spurði eiginmann hennar sem skildi ekkert í mér að vita ekki hvað Comfyballs væri. Ég festi kaup á einum nærbuxum og þá var ekki aftur snúið,“ segir Ómar.
Það er áhugavert að hlusta á Ómar útskýra söguna á bak við vörumerkið. „Comfyballs er norskt vörumerki sem á rætur sínar að rekja til ársins 2012 þegar norski knattspyrnumaðurinn Anders Steen Selvig var kominn með nóg af óþægilegum nærbuxum, sérstaklega við íþróttaiðkun. Hann fékk lánaða saumavél eiginkonu sinnar og byrjaði að sauma frumgerðir af nærbuxum. Hann var kominn með heilt fjall af nærbuxum áður en hann rambaði á rétta sniðið, þetta „PackageFront™“, sem veitir svo fínan stuðning. Hann saumaði nokkrar nærbuxur á sig og strákana í liðinu sínu og byrjaði síðan með Comfyballs, sem segja má að sé þægilegasta nærfatamerki í heimi.“
Daginn eftir að Ómar prófaði Comfyballs hafði hann samband við fyrirtækið. „Ég sagði þeim frá því að vörumerkið væri eitthvað sem vantaði á Íslandi. Í framhaldinu kom svo stjórnandi fyrirtækisins í heimsókn til Íslands þar sem hann vildi kynnast mér, landinu og menningunni. Hann skoðaði verslunina Daríu og lagerinn okkar og síðan innsigluðum við samninginn um að ég myndi vera einkasöluaðili Comfyballs á Íslandi.
Allt frá árinu 2016 hefur gengið einstaklega vel með verslunina Daríu, bæði á netinu og í Hafnarfirði. Við seljum fatnað, snyrtivörur og aukahluti. Við höfum verið brautryðjendur með nýjar vörur á íslenskum markaði, svo sem leirmaska, Molecule-ilmvötnin og fleira. Það lá því mjög vel við að auka vöruúrvalið með Comfyballs.“
Hvers vegna eru Comfyballs þægilegustu nærbuxur í heimi að þínu mati?
„Efnið í kringum okkar allra heilagasta (e. PackageFront™) er lykillinn að þessum einstöku þægindum. Það heldur búnaðinum þínum á réttum stað og lyftir frá innanverðum lærum. Það er úr sérhönnuðu efni sem kemur í veg fyrir óþarfa hita á boltana og tryggir hámarks öndun og þægindi. Nærfötin frá Comfyballs eru einnig gerð úr hágæða efnum. Mittisbandið er ofurmjúkt og vatnsfráhrindandi með góðu haldi og teygju. Comfyballs-nærbuxurnar eru gerðar úr sniði sem bara faðmar þig. Þær eru lægri að framan sem veitir aukið hreyfifrelsi. Lycra®-efnið er blandað með öllum efnum í nærfatnaðinum, og að baki Comfyballs-varanna liggur áralöng þróun á sniði og efnisvali. Comfyballs-nærbuxurnar eru allar með saumum sem þú finnur ekki fyrir og erta ekki húðina.“
„Mér finnst erfitt að lýsa því með orðum hversu þægilegar Comfyballs-nærbuxurnar eru svo ég mæli alltaf með því að koma bara niður í verslun Daríu í Hafnarfirði, finna sjálfur efnið og sjá sniðið með eigin augum en Comfyballs eru nærbuxur sem henta öllum sem kunna að meta þægindi og mikil gæði.
Við erum með nokkrar vörulínur: Comfyballs-bómullarnærbuxur, Performance-nærbuxur sem hafa reynst vel á æfingar og í erfiðri vinnu, Comfycel-nærbuxurnar sem eru einstaklega mjúkar, Brief nærbuxurnar, Comfy-fatnað svo sem boli, peysur, buxur og sokka.“
Ómar segir söluferlið hafa komið skemmtilega á óvart. „Það er gaman að segja frá því að flestir menn sem kaupa Comfyballs-nærföt hafa fyrst fengið þær sem gjöf. Þeir komast svo vanalega að því að þeir geti ekki gengið í neinu öðru og svo virðist sem þeir fá konurnar sínar til að panta fleiri Comfyballs á netinu fyrir sig því stór hluti pantana okkar á netinu er gerður af konum.“
Ætli karlmenn séu feimnir við að panta sér nærfatnaðinn sjálfir?
„Já, ég held þetta sé smávegis feimnismál fyrir íslenska karlmenn. En það er ekki þannig í Noregi. Norðmenn eru eitthvað svo blátt áfram og skafa ekki af hlutunum. Það er því mjög gaman að tala um Comfyballs við þá. Ástæðan fyrir íslensku feimninni held ég að sé sú að konur hafa í svo mörg ár getað talað um þægilegan nærfatnað en það hefur ekki verið sama framboð af gæðum og vörumerkjum þegar kemur að herranærfötum. Svo hefur mjög lítið gerst í þróun á nærfatnaði karla í gegnum áratugina. Svo Comfyballs er að mínu mati mjög kærkomin nýjung fyrir karlmenn og kannski fyrsta vörumerkið sem kemur okkur á þann stað að tala um nærbuxurnar okkar,“ segir Ómar.
Ómar segir margar ástæður fyrir því að hann fari ekki aftur í gömlu nærbuxurnar sínar. „Ég setti þær allar í poka og henti þeim eftir fyrsta skiptið mitt í Comfyballs, það er ein ástæða þess að ég get ekki farið í þær aftur,“ segir hann og brosir. „En að öllu gamni slepptu þá er teygjan í venjulegum nærbuxum að mínu mati of breið eða of mjó. Gömlu nærbuxurnar voru of stuttar og þær voru asnalegar í sniðinu. Þær voru óþægilegar og úr lélegum efnum og þær voru einfaldlega ekki hannaðar með hag karlmanna í huga.“
„Ég er án efa farinn að hljóma eins og mikill fatakarl en þeir sem þekkja mig vita að ég er alls engin tískulögga. Það var bara ekki aftur snúið fyrir mig,“ segir Ómar og brosir.
Á heimasíðu Comfyballs má sjá alls konar tegundir af nærbuxunum. Sumar eru mjög klassískar og einfaldar á meðan aðrar eru litríkar og töffaralegar. „Tropical Cotton-nærbuxurnar okkar eru þær sem við höfum selt hvað best, sem er mjög skemmtilegt að segja frá því þær eru andstæða þess að vera klassískar og einfaldar. Svo erum við með skemmtilegar hlébarðanærbuxur sem hafa einnig selst vel og fyrir Valentínusardaginn síðasta þá seldum við mjög mikið af Comfyballs með bleikum hjörtum, nærbuxur fyrir karlmenn og nærfatnað frá Comfy fyrir konur í sama mynstri. Þannig að pör virtust vera að kaupa sér nærfatnað í stíl sem mér finnst skemmtileg hugmynd.“
Eru flestir að kaupa Comfyballs á netinu?
„Já, ég myndi segja það, en þó eru sumir að koma í Daríu í Hafnarfirði að skoða sýningareintök af Comfyballs en lagerinn okkar er beint á móti búðinni og því mjög handhægt að leyfa fólki að skoða og finna hvað efnið er mjúkt. Þegar karlmenn eru komnir upp á lagið með hvaða tegund hentar þeim best þá eru þeir duglegir að panta Comfyballs á heimasíðunni okkar.
Það er ótrúlega gaman að taka á móti viðskiptavinum og sjá hversu fjölbreyttur hópur það er sem virðist líka við vörumerkið. Við fáum ungt íþróttafólk sem notar nærbuxurnar á æfingum og í síðustu viku kom 89 ára gamall maður sem sagði mér að konan hans hefði gert honum þann grikk að gefa honum nærbuxurnar í gjöf og nú þyrfti hann að skipta út allri nærfataskúffunni og kaupa sér ný. Annars eru karlmenn á öllum aldri að versla hjá okkur.“
Comfyballs-nærbuxurnar eru handsaumaðar í Tyrklandi og eru hluti af framsæknum lífstíl sem gerður er með náttúruna og umhverfið í huga. Þær endast betur en venjulegur nærfatnaður gerir og bjóða verksmiðjurnar í Tyrklandi upp á framúrskarandi vinnuaðstæður og gott gæðaeftirlit að sögn Ómars.
„Það er hvergi sparað í gæðum og fyllir það mig stolti að geta sagt frá því Comfyballs-nærbuxurnar hafa verið vottaðar umhverfisvænar frá því í janúar árið 2020. Það þýðir að öll kolefnislosun sem á sér stað við framleiðslu nærbuxnanna og fatnaðarins hefur verið mæld, og dregið hefur verið úr henni eins og mögulegt er. Það sem eftir stendur er kolefnisjafnað í gegnum vottuð kolefnisbindingarverkefni á borð við vatnsaflsvirkjun sem verndar búsvæði fjölda tegunda í náttúrulegum vistkerfum, vindorkuverkefni í innri Mongólíu sem skapar hreina orku og atvinnu og lífmassaverkefni á Indlandi sem dregur úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Engin skaðleg efni eru notuð í framleiðslu Comfyballs og er stuðst við umhverfisvæna framleiðsluferla, “ segir Ómar Ómarsson, eigandi Comfyballs á Íslandi að lokum.