„Góðar borgir eru hjólaborgir“

Jón Óli er þekktur fyrir hversu vel honum gengur að …
Jón Óli er þekktur fyrir hversu vel honum gengur að byggja upp samfélag í kringum Reiðhjólaverzlunina Berlin. Sjálfur hefur hann farið allra sinna ferða á hjóli frá árinu 2012. mbl.is/Aðsend

Jón Óli Ólafs­son, eig­andi Reiðhjóla­verzl­un­ar­inn­ar Berl­in, seg­ir hjól­reiðar leynd­ar­dóm­inn á bak við góðan og heil­brigðan lífstíl. All­ar blóm­leg­ar borg­ir úti í heimi séu borg­ir þar sem fólk er á hjól­um.

„Í góðri borg sérðu mikið af fólki á hjól­um, það verður bara meira líf og öðru­vísi sam­skipti fólks á milli þar sem hjól eru. Borg­in, íbú­ar og gest­ir blómstra í um­hverfi þar sem hjól­reiðafólk er,“ seg­ir Jón Óli, eig­andi Hjól­reiðaverzl­un­ar­inn­ar Berl­in, sem sér­hæf­ir sig í klass­ísk­um retro-hjól­um og æv­in­týra­hjól­um fyr­ir þá sem vilja fara í styttri eða lengri ferðalög. „Við erum einnig með vandaða fylgi­hluti sem henta fyr­ir dag­lega notk­un á hjól­um. Í raun bjóðum við upp á gott úr­val af hjóla­merkj­um sem passa fyr­ir þá sem vilja nýta sér hjól til yndis­auka, sem sam­göngu- eða ferðamáta og til keppni,“ seg­ir hann.

Hjól úti um allt nema fyr­ir fram­an sjón­varpið

Sag­an á bak við það þegar Jón Óli hóf fyrst að bjóða upp á hjól á Íslandi er áhuga­verð. „Mér fannst hugs­un­in á bak við eins gírs hjól­in svo skemmti­leg að ég pantaði fimmtán í fyrstu send­ing­unni minni til lands­ins. Við bjugg­um í 70 fm íbúð í Hlíðunum og einu skila­boðin sem ég fékk frá sam­býl­is­konu minni voru að hafa hjól­in ekki fyr­ir fram­an sjón­varpið. Ég nýtti mér það mjög vel en ætlaði á þeim tíma aldrei að vera með versl­un. Ég var í mjög skemmti­legri vinnu en svo kom tæki­færið upp í hend­urn­ar á mér og ég sló til og opnaði versl­un­ina Götu­hjól í kjall­ara í Ármúla. Við höf­um síðan hægt og ró­lega stækkað og flutt í stærra hús­næði. Í janú­ar árið 2019 keypti Götu­hjól rekst­ur Reiðhjóla­verzl­un­ar­inn­ar Berl­in og sam­einaði und­ir Berl­in,“ seg­ir Jón Óli og bæt­ir við að Reiðhjóla­verzl­un­in Berl­in sé nú til húsa á Háa­leit­is­braut 58-60.

Lífs­stíll á hjóli

Jón Óli hef­ur alltaf haft mik­inn áhuga á hjól­um. „Mér finnst ekk­ert betra en að kom­ast út og hjóla. Um leið og ég sest á hjólið og fer af stað hefst nýtt æv­in­týri. Árið 2012 markaði ákveðin skil hjá mér en þá seldi ég bíl­inn og byrjaði að nota hjól sem minn ferðamáta allt árið um kring. Í dag er hjólið orðið að lífs­stíl,“ seg­ir Jón Óli.

Árið 2012 markaði ákveðin skil hjá Jóni Óla en þá …
Árið 2012 markaði ákveðin skil hjá Jóni Óla en þá seldi hann bíl­inn og byrjaði að nota hjól sem sinn ferðamáta allt árið um kring. mbl.is/​Aðsend

Hvað hef­ur breyst í kjöl­farið?

„Ég upp­lifi mikið frelsi og svo hef­ur þetta já­kvæð áhrif á and­lega og lík­am­lega heilsu. Maður fær smá áreynslu og návist við nátt­úr­una þegar maður er úti að hjóla. Síðustu ár hef ég verið að fara í úti­leg­ur á hjóli. Að ferðast um landið á hjóli er mjög skemmti­leg upp­lif­un þegar maður er rétt út­bú­inn fyr­ir það,“ seg­ir hann.

Skipt­ir máli að velja rétta hjólið

Það ger­ir gæfumun­inn að fá lánaða dómgreind frá sér­fræðing­um þegar velja á rétta hjólið. „Ein mik­il­væg spurn­ing sem við spyrj­um er hvernig viðskipta­vin­irn­ir vilja sitja á hjól­inu. Ef þeir vilja sitja upp­rétt­ir eða halla sér aðeins fram þá sýn­um við þeim þannig hjól, hvort sem það er reið- eða raf­magns­hjól, og leyf­um þeim að prófa. Það er mik­il­vægt að gefa sér tíma til að skoða og prófa þegar finna á rétta hjólið,“ seg­ir Jón Óli og bæt­ir við að Berl­in bjóði upp á hjóla­merki á borð við REID, Mar­in Bikes, BBF, Achielle, Pashley, Schindel­hau­er, Cinelli og nýj­asta hjóla­merkið sem er Ridley. „Við erum með mjög fjöl­breytt úr­val af hjól­um. Klass­ísk hjól frá REID, Achielle og Pashley. Tvö síðar­nefndu fyr­ir­tæk­in hand­smíða hvert og eitt hjól fyr­ir viðskipta­vini sína, ann­ars veg­ar í Belg­íu og hins veg­ar á Englandi. Fjalla- og fulldempuðu hjól­in, mal­ar­hjól­in (e. gra­vel) og ferðahjól­in koma frá Mar­in. Ef þú ert að leita eft­ir glæsi­leg­um belta­drifn­um hjól­um þá er Schindel­hau­er með þau hjól. Ef þú vilt keppn­is­hjól þá eru Cinelli og Ridley með það sem þarf til að ná ár­angri,“ seg­ir Jón Óli sem sjálf­ur fer í keppn­ir hér á landi eins og West­fjord Way Chal­lenge, Rift og Gref­ill­inn þar sem hjólað er allt að 200-250 kíló­metra á dag ásamt því að ferðast um landið á hjóli.

Hann seg­ir ánægju­legt að hjálpa viðskipta­vin­um að velja sér hjól. „Við fáum viðskipta­vini sem vilja eiga hjól sér til yndis­auka. Svo eru þeir viðskipta­vin­ir sem nota hjólið sem sam­göngu­tæki eða til ferðalaga og síðan keppn­is­fólkið okk­ar í hjól­reiðum.“

Reykja­vík­ur­borg fyll­ist af feg­urð í Tweed Ride

Jón Óli er þekkt­ur fyr­ir hversu vel hon­um geng­ur að byggja upp sam­fé­lag í kring­um versl­un­ina sína. „Við stönd­um fyr­ir nokkr­um viðburðum á hverju ári. Sá stærsti er Tweed Ride Reykja­vík í sam­vinnu við Kor­mák og Skjöld. Tweed Ride er fyr­ir alla en þemað er: Klæddu þig upp á, finndu hjól og hjólaðu með okk­ur. Það kost­ar ekki neitt að vera með en auðvitað stopp­um við á leiðinni og fáum okk­ur hress­ingu og þá þarftu að borga fyr­ir þig. Tweed Ride verður næst þann 21. júní og hafa þátt­tak­end­ur verið allt upp í átta­tíu. Við veit­um verðlaun í Tweed Ride fyr­ir fal­leg­asta hjólið, best klædda herra­mann­inn og best klæddu döm­una sem þátt­tak­end­ur velja. Ég mæli með því við alla að læka síðuna Reiðhjóla­verzl­un­in Berl­in á Face­book til að fylgj­ast með öll­um viðburðunum okk­ar. Heimasíðan okk­ar er einnig full af góðum fróðleik en hún er gluggi fyr­ir viðskipta­vini okk­ar hvar og hvenær sem er,“ seg­ir hann.

Tweed Ride Reykjavík er viðburður sem Reiðhjólaverzlunin Berlin stendur fyrir …
Tweed Ride Reykja­vík er viðburður sem Reiðhjóla­verzl­un­in Berl­in stend­ur fyr­ir ár­lega. mbl.is/​Aðsend

Mik­il­vægt að bjóða upp á verk­stæði í versl­un­inni

Jón Óli seg­ir verk­stæðið setja svip á hjól­reiðaversl­un­ina. „Við erum með verk­stæðisþjón­ustu þar sem við för­um yfir öll hjól, still­um gíra og brems­ur og lög­um hjól­in fyr­ir viðskipta­vini okk­ar. Við erum ekki með tímap­ant­an­ir þannig að viðskipta­vin­ir geta komið með hjólið þegar þeim hent­ar á okk­ar af­greiðslu­tíma, við skrá­um það inn í kerfið og send­um svo skila­boð þegar allt er orðið klárt. Þegar þú kem­ur inn í Berl­in þá sérðu okk­ur vinna í hjól­un­um því verk­stæðið er hluti af versl­un­inni. Viðskipta­vin­ir okk­ar koma vana­lega tvisvar til fjór­um sinn­um á ári með hjól­in sín,“ seg­ir Jón Óli Ólafs­son, eig­andi Reiðhjóla­verzl­un­ar­inn­ar Berl­in, að lok­um.

Jón Óli segir ánægjulegt að aðstoða viðskiptavini sína að finna …
Jón Óli seg­ir ánægju­legt að aðstoða viðskipta­vini sína að finna rétta reiðhjólið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert