Hjólað með Íslendingum í 100 ár

Snorri Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri Arnarins rifjar upp sögu fyrirtækisins sem …
Snorri Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri Arnarins rifjar upp sögu fyrirtækisins sem mun fagna 100 ára afmæli á þessu ári. mbl.is/Eyþór

Reiðhjóla­versl­un­in Örn­inn er með elstu fyr­ir­tækj­um lands­ins og fagn­ar 100 ára af­mæli á þessu ári. Örn­inn er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem Jón Pét­ur Jóns­son og fjöl­skylda eru eig­end­ur að en hann keypti rekst­ur­inn árið 1991 ásamt þrem­ur fé­lög­um sín­um og árið 2004 eignaðist hann rekst­ur­inn all­an.

„Ég byrjaði að koma hingað sem smá­strák­ur að sópa, verðmerkja, brjóta sam­an kassa og fleira. Og vann hér öll sum­ur og með skóla. Eft­ir há­skóla byrjaði ég að vinna fulla vinnu og tók við sem fram­kvæmda­stjóri síðasta haust eft­ir að pabbi ákvað að stíga til hliðar og mamma með. Þau eru enn með skrif­stof­ur hérna hjá okk­ur þó að þau séu minna við og það er mjög gott að hafa þau sér til halds og trausts enda hafa þau gengið í gegn­um alls kon­ar tíma með rekst­ur­inn. Svo erum við með frá­bært starfs­fólk og margt af því hef­ur starfað hjá okk­ur í fleiri ár og er auðvitað grunn­ur­inn að góðri vel­gengni,“ seg­ir Snorri Ólaf­ur Jóns­son fram­kvæmda­stjóri Arn­ar­ins.

Það var Har­ald S. Guðberg sem stofnaði Örn­inn árið 1925 og allt fram á 10. ára­tug­inn var versl­un­in til húsa á ýms­um stöðum í miðborg­inni. „Örn­inn var á Spít­ala­stíg þegar pabbi og fé­lag­ar hans keyptu fyr­ir­tækið árið 1991 og fluttu strax í Skeif­una. Við flutt­um svo í Faxa­fenið árið 2012 þar sem við erum í dag.“

Örninn hefur selt TREK-hjólin vinsælu í 34 ár og segir …
Örn­inn hef­ur selt TREK-hjól­in vin­sælu í 34 ár og seg­ir Snorri gæðin ein­stök á heims­mæli­kv­arða. mbl.is/​Eyþór

Vel út­búið verk­stæði með öfl­ugu fólki

„Har­ald lærði hjól­hesta­smíði í Dan­mörku og stofnaði Örn­inn þegar hann kom til baka eft­ir námið. Örn­inn byrjaði sem sagt á því að selja hand­smíðuð reiðhjól sem mér finnst nokkuð magnað. Á þeim tíma var erfitt að fá gjald­eyri og ríkti mik­ill vöru­skort­ur svo það var mjög al­gengt að hjól­in væru tek­in al­gjör­lega í gegn. Brennslu­ofn­ar voru al­geng­ir á verk­stæðum á þess­um tíma því al­gengt var að hjól væru lökkuð upp á nýtt. Við erum reynd­ar ekki með brennslu­ofn inni á verk­stæðinu okk­ar núna en það er virki­lega vel út­búið verk­stæði með öfl­ugu fólki sem er stans­laust að bæta við sig þekk­ingu. Við get­um gert við nán­ast öll hjól frá öll­um fram­leiðend­um hvort sem það eru venju­leg hjól eða raf­hjól.“

Örninn er með vel útbúið verkstæði með öflugu fólki sem …
Örn­inn er með vel út­búið verk­stæði með öfl­ugu fólki sem bæt­ir stöðugt við sig þekk­ingu. mbl.is/​Eyþór

Það er áhuga­vert að hlusta á Snorra rifja upp sögu þjóðar­inn­ar með til­liti til hjól­reiða. „Al­gengt var að sendl­ar, lækn­ar og rukk­ar­ar væru á hjóli og þeir voru yf­ir­leitt þeir einu sem hjóluðu all­an vet­ur­inn. Sendl­ar Mjólk­ur­sam­lags­ins hjóluðu um með mjólk­ina á hálf­gerðum „cargo“-hjól­um sem eru aft­ur að verða vin­sælli í dag. Þannig að það má með sanni segja að Örn­inn hafi hjólað með Íslend­ing­um í 100 ár.“

Það er gaman að rifja upp sögu Arnarins sem er …
Það er gam­an að rifja upp sögu Arn­ar­ins sem er eitt elsta fyr­ir­tæki lands­ins. Þessi aug­lýs­ing birt­ist í Morg­un­blaðinu fyr­ir um 96 árum síðan, eða þann 17. apríl árið 1929.

Hafa selt TREK-hjól­in í 34 ár

Í gegn­um árin hef­ur Örn­inn bætt við vöru­úr­val sitt. „Árið 2006 keypt­um við Nevada Bob, fljót­lega breytt­um við nafn­inu í Örn­inn Golf­versl­un og svo keypt­um við barna­vöru­versl­un­ina Fífu árið 2014 svo við höf­um stækkað og dafnað síðustu árin.“

Hvað get­ur þú sagt okk­ur um TREK-hjól­in?

„Við höf­um selt TREK-hjól, sem er okk­ar aðals­merki og hef­ur verið leiðandi vörumerki á heimsvísu, í 34 ár eða síðan 1991. Einnig selj­um við raf­hjól frá Hai­bike og Win­ora sem voru með fyrstu fram­leiðend­un­um sem byrjuðu á því að fram­leiða raf­hjól,“ seg­ir Snorri og bæt­ir við að vönduðu TREK-barna­hjól­in séu alltaf jafn vin­sæl. „Enda muna flest okk­ar eft­ir því að læra að hjóla og upp­lifa frelsið og fjörið sem fylg­ir því að hjóla.“

Snorri Ólafur byrjaði að koma í Örninn þegar hann var …
Snorri Ólaf­ur byrjaði að koma í Örn­inn þegar hann var ung­ur dreng­ur, að sópa, verðmerkja, brjóta sam­an kassa og fleira. Hann vann í Ern­in­um öll sum­ur og með skóla. Eft­ir há­skóla byrjaði hann að vinna fulla vinnu og tók við sem fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins síðasta haust. mbl.is/​Eyþór

Hjóla­menn­ing lands­manna hef­ur breyst í gegn­um árin. „Árið 1991 til árs­ins 2010 seld­um við nán­ast bara fjalla­hjól og venju­leg götu­hjól. Fyr­ir um 15 árum voru „racer-ar“ mjög vin­sæl­ir. Svo fyr­ir um sjö árum tóku fulldempuðu fjalla­hjól­in við og nú eru það raf­hjól­in sem eru þau allra vin­sæl­ustu.“

Þakk­lát­ur fyr­ir tryggð viðskipta­vina

Hvað get­ur þú sagt okk­ur um raf­hjól?

„Raf­hjól­in í dag eru með hjálp­ar­mótor sem tek­ur við sér þegar fólk hjól­ar svo þú kemst ekki upp með að sleppa því að stíga pedal­ana en færð þenn­an auk­astuðning. Það er ekki bara hrika­lega gam­an að hjóla á þeim held­ur koma raf­hjól­in fólki hærra og lengra en það gæti á venju­legu hjóli. Það sem er líka frá­bært við raf­hjól­in er að þau hjálpa þeim sem eru þrek­minni eða eiga erfitt með hreyf­ingu að fara þær leiðir sem þau gætu jafn­vel ekki farið venju­lega,“ seg­ir Snorri.

Hann seg­ir Örn­inn eiga mikið af trygg­um og góðum viðskipta­vin­um sem hafa hjólað með þeim í gegn­um tíðina. „Það er meðal ann­ars þeim að þakka að við fögn­um 100 árum í ár. Reglu­lega heyri ég sög­ur frá viðskipta­vin­um sem lærðu að hjóla á TREK-barna­hjóli og hafa ekki farið af vagn­in­um síðan þá. Við kunn­um virki­lega vel að meta það!“

Ætla að halda upp á ald­araf­mælið þann 17. maí

Hvað er svo fram und­an?

„Við stefn­um að sjálf­sögðu á að eld­ast vel og halda áfram þess­ari skemmti­legu veg­ferð sem Örn­inn hef­ur verið á þessi 100 ár. Það er aldrei logn­molla í hjóla­heim­in­um og alltaf eitt­hvað skemmti­legt í gangi. Það er stans­laus þróun í gangi og mikið um nýj­ung­ar sem við erum stöðugt að laga okk­ur að. Svo eru alls kon­ar spenn­andi hug­mynd­ir á borðinu sem við kom­um til með að segja meira frá síðar.

Hundrað ára af­mælið okk­ar er auðvitað risa­stórt og við ætl­um að halda upp á það 17. maí næst­kom­andi með starfs­fólki og viðskipta­vin­um okk­ar þar sem við ætl­um að bjóða upp á sam­hjól, skemmti­dag­skrá, af­mælistil­boð og fleira.

Svo hlökk­um við til að halda áfram ferðalag­inu og taka á móti viðskipta­vin­um okk­ar, bjóða þeim vandaða vöru og veita góða þjón­ustu, hjólandi í gegn­um lífið,“ seg­ir Snorri Ólaf­ur Jóns­son fram­kvæmda­stjóri Arn­ar­ins að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert