Fjallahjól hönnuð af fjallahjólurum

Hákon Þór Árnason rekstrarstjóri Fjallakofans segir algjör forréttindi að geta …
Hákon Þór Árnason rekstrarstjóri Fjallakofans segir algjör forréttindi að geta hjólað á fjallahjólum frá Rocky Mountain með fjölskyldunni. mbl.is/Árni Sæberg

Há­kon Þór Árna­son rekstr­ar­stjóri Fjalla­kof­ans seg­ir ótrú­legt frelsi og gam­an að hjóla með fjöl­skyld­unni á raf­magns­fjalla­hjól­um um þá æv­in­týra­ver­öld sem er allt í kring­um okk­ur á Íslandi.

„Ég er fædd­ur og upp­al­inn á höfuðborg­ar­svæðinu en er al­inn upp á fjöll­um eins og sagt er því frá barnæsku var manni dröslað um há­lendi Íslands með for­eldr­um mín­um á Econol­ine-bif­reið fjöl­skyld­unn­ar. Við vor­um á fjöll­um bæði á sumr­in og á vet­urna og ætli þaðan sé ekki kom­inn áhugi minn á fjalla­mennsku sama í hvaða formi hún er en við fjöl­skyld­an för­um í göngu­ferðir á fjöll, við för­um í fjalla­hjól­reiðar, skíðaferðir og á vélsleða sam­an,“ seg­ir Há­kon Þór Árna­son rekstr­ar­stjóri Fjalla­kof­ans.

Í versl­un Fjalla­kof­ans í Hall­ar­múla 2 má finna glæsi­legt úr­val af fjalla­hjól­um frá Rocky Mountain. „Það er kanadísk­ur fram­leiðandi sem fram­leiðir þessi gríðarlega vönduðu hjól en við vilj­um leggja áherslu á fjalla­hjól­reiðar og lát­um aðra um að selja borg­ar­hjól­in. Sjálf­ur er ég dug­leg­ur að hjóla á fjöll­um og er kom­inn á raf­magns­hjól sem er al­gjör­lega frá­bært. Ég er að sjálf­sögðu á fulldempuðu fjall­araf­magns­hjóli frá Rocky Mountain. Það er svo mikið frelsi sem fylg­ir hjól­reiðum á fjöll­um og það er gjör­sam­lega æðis­legt að vera á raf­magns­fjalla­hjól­um en hjóla­ferðirn­ar lengj­ast mikið við að vera á raf­magni. Þær þurfa í sjálfu sér ekki að vera auðveld­ari en þú ræður hversu erfitt þú hef­ur það að hjóla. Með til­komu raf­magns­ins stækk­ar hjóla­hring­ur­inn sem þú get­ur farið. Það er lítið mál að taka Hengil­inn á ein­um degi, eða Jaðar­inn sem er þekkt hjóla­leið í kring­um höfuðborg­ar­svæðið. Jaðar­inn fram og til baka er þægi­leg ferð og erum ég og kon­an mín og börn með fjalla­hjól­reiðar sem fjöl­skyldu­sportið okk­ar. Þar sem við erum enn þá með litla krakka þá sitja þeir fram­an á hjól­un­um okk­ar í sér­stök­um barna­sæt­um.“

Rocky Mountain-fjalla­hjól­in eru fyr­ir alla

Rocky Mountain er mjög vandað vörumerki sem skil­ar ein­vörðungu af sér vönduðum hjól­um að sögn Hákons. „Það er mikið lagt í hjól­in og þar sem fram­leiðand­inn er kanadísk­ur þá stíl­ar hann inn á hjól­reiðar um kanadísku fjöll­in en hjól­in hafa reynst mjög vel í evr­ópskri nátt­úru og hafa því rutt sér til rúms hér líka. Rocky Mountain-fjalla­hjól­in eru fyr­ir alla, bæði keppn­is­fólk og al­menn­ing. Hjóla­merkið býður upp á mjög breiða línu af hjól­um sem hent­ar bæði fyr­ir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í hjól­reiðum upp í vant keppn­is­fólk.“

Há­kon seg­ir viðskipta­vini Fjalla­kof­ans kunna að meta að þurfa ekki að fara á marga staði að leita sér að búnaði til að hjóla á fjöll­um. „Við vilj­um vera með allt á ein­um stað fyr­ir fjalla­hjól­reiðar og bjóðum upp á hjól, hjólafatnað, ör­ygg­is­búnað, tösk­ur, hanska og þessi barna­sæti fram­an á hjól­in frá Shotg­un sem við hjón­in not­um mikið fyr­ir börn­in okk­ar.

Börn­in sitja þá fram­an á hjól­un­um í staðinn fyr­ir að sitja aft­an á og verða þannig meiri þátt­tak­end­ur í hjól­reiðunum. Þegar þau sitja fyr­ir fram­an geta þau haldið í stýrið með þér og má segja að stærsta vanda­málið okk­ar þegar kem­ur að börn­un­um fram­an á hjól­un­um sé að maður skrepp­ur ekki í stutt­ar ferðir með þau því það er meiri­hátt­ar mál að fá þau til að fara af hjól­un­um, sem er nátt­úr­lega ynd­is­legt í sjálfu sér,“ seg­ir hann.

Barnasætin frá Shotgun eru það sem börn Hákonar sitja í …
Barna­sæt­in frá Shotg­un eru það sem börn Há­kon­ar sitja í þangað til þau fara að hjóla sjálf. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Það fer eng­inn út að hjóla nema að vera með hjálm“

Höfuðborg­ar­svæðið er stút­fullt af hjóla­leiðum fyr­ir fjalla­hjól­reiðafólk að mati Hákons. „Það er auðveld­ast að nefna Öskju­hlíðina ef þú vilt taka bara skott­úr þar sem eru tug­ir kíló­metra af göngu­stíg­um og hjóla­braut­um. Svo er hægt að hjóla upp all­an Elliðaár­dal­inn, inn í skóg­inn und­ir Breiðholt­inu og svo má hjóla hring­inn í kring­um Breiðholtið. Þá er hægt að halda áfram á raf­magn­inu upp í Heiðmörk og alla Víf­ilsstaðina. Þess­ar leiðir eru all­ar í skot­færi og auðvelt að fara þær á fjalla­hjól­um, að ég tali nú ekki um þegar þú ert á fjall­araf­magns­hjóli.“

Há­kon seg­ir miklu máli skipta að huga að ör­yggi í fjalla­hjól­reiðum og hef­ur Fjalla­kof­inn sér­hæft sig í öllu því nýj­asta sem finna má á markaðnum því tengdu. „Það fer eng­inn út að hjóla nema vera með hjálm. Svo höf­um við verið að færa okk­ur í fjalla­hjól­reiðum í að vera með mjög létta og flotta bak­poka með bak­brynju sem ég mæli með fyr­ir alla og fást þeir í Fjalla­kof­an­um. Svo er mjög al­gengt að fólk sé með létt­ar oln­boga- og hnjá­hlíf­ar. Þetta er svona grunn­ur­inn í ör­ygg­is­búnaði en að sjálf­sögðu skipt­ir einnig hjólafatnaður­inn máli og fæst hann hjá okk­ur líka.“

„Um að gera að vera ekki feim­in við að koma börn­um á fjalla­hjól sem fyrst“

Hvernig und­ir­býr maður börn­in fyr­ir fjalla­hjól­reiðar?

„Það er í raun­inni bara gert með því að koma þeim sem fyrst á fjalla­hjól. Reiðhjól er ekki það sama og reiðhjól. Að koma ungu barni á fjalla­hjól kenn­ir því ásetu á hjól­inu sem fyrst en á fjalla­hjóli er stýrið fram­ar og neðar en á hefðbundnu hjóli. Þú ert þannig ekki með stýrið al­veg í fang­inu held­ur hall­ar þér fram yfir það svo þyngd­arpunkt­ur­inn er ann­ar og þá er betra að hjóla stand­andi. Það er mjög mik­ill mun­ur á því að sjá fjög­urra ára börn hjóla á barna­götu­hjóli eða barna­fjalla­hjóli, hvað þau eru fljót að venj­ast er al­veg magnað. Svo er bara um að gera fyr­ir for­eldra að vera ekki feim­in við að koma börn­um á fulldempuð fjalla­hjól sem fyrst eða þegar þau eru til­bú­in í hjól sem eru 24 tommu sem eru hjól núm­er þrjú, þá bara um að gera að kenna þeim á það.

Það er oft verið að tala um að mik­il verðmæti séu fólg­in í því að fjöl­skyld­an geri hluti sam­an. Ég segi að besta fjár­fest­ing í sam­veru er án efa að koma bara við í versl­un Fjalla­kof­ans og finna rétta reiðhjólið fyr­ir alla í fjöl­skyld­unni og fara síðan bara út að æfa sig að hjóla. Það ger­ist ekki mikið betra,“ seg­ir Há­kon.

Fjöl­skyld­an nýt­ur allra tæki­færa sem gef­ast til að hjóla sam­an

Ættum við öll að vera að hjóla á fjöll­um í sum­ar?

„Já, ég mæli klár­lega með því. Fjalla­hjól­reiðar eru fjöl­skyldu­sport eins og það ger­ist best. Eins og við hjón­in höf­um gert þetta, þá byrjuðum við með þau þriggja mánaða á kerru aft­an á hjól­inu okk­ar. Þetta eru sér­stök ung­barna­sæti og þegar þau eru orðin tólf mánaða þá eru þau kom­in fram­an á hjól­in. Þá nýt­ist kerr­an bara til að fara í lengri ferðir með skófl­ur og föt­ur, nesti og þurr­an fatnað. Það er ótrú­lega skemmti­legt að hjóla um þessa æv­in­týra­ver­öld sem er allt í kring­um um okk­ur á Íslandi. Við sem þekkj­um þessa töfra verðum að breiða út boðskap­inn um hvað það fylg­ir því mikið frelsi að hjóla um landið, sér­stak­lega þegar við erum á raf­magns­fjalla­hjól­um. Ég þekki í það minnsta eng­an sem hef­ur séð eft­ir því að kaupa sér slíkt hjól,“ seg­ir Há­kon Þór Árna­son rekstr­ar­stjóri Fjalla­kof­ans að lok­um og bæt­ir við að van­ir hjól­reiðamenn finni mun­inn á Rocky Mountain og öðrum hjól­um. „Því fjalla­hjól­in eru hönnuð af fjalla­hjól­ur­um fyr­ir fjalla­hjól­ara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert