24 ára framkvæmdastjóri Heitirpottar.is

Ari Steinn Kristjánsson er framkvæmdastjóri Heitir pottar ehf. Hann veit …
Ari Steinn Kristjánsson er framkvæmdastjóri Heitir pottar ehf. Hann veit fátt skemmtilegra en að vera til staðar fyrir viðskiptavini fyrirtækisins og hvetur alla til að koma um páskana og skoða vöruúrvalið. mbl.is/Karítas

Ari Steinn Kristjáns­son er 24 ára fram­kvæmda­stjóri Heit­ir pott­ar ehf. bet­ur þekkt sem Heit­irpott­ar.is. Hann verður með opið í versl­un­inni um pásk­ana og hvet­ur alla þá sem hafa hug á því að gera garðinn sinn að heilsu­lind að koma og heim­sækja þá feðgana en Kristján Berg Ásgeirs­son ætl­ar að standa vakt­ina ásamt syni sín­um að Foss­hálsi 13. 

„Við erum með allra mesta úr­valið af heit­um pott­um og sán­um á land­inu í dag og mæli ég með því við alla að koma með fjöl­skyld­una um pásk­ana og skoða hvað er í boði hjá okk­ur til að hlúa að heils­unni í garðinum heima,“ seg­ir Ari Steinn Kristjáns­son fram­kvæmda­stjóri Heit­irpott­ar.is en þess má geta að þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur hann haslað sér völl sem einn af áhuga­verðustu ungu leiðtog­um lands­ins.

„Heit­irpott­ar.is er fal­legt fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem ég er stolt­ur af því vinn­an er áhuga­málið mitt: Að efla heilsu lands­manna og aðstoða fólk við að hægja á sér og gefa sér tíma fyr­ir sig og sína. Sýn­inga­sal­ur­inn okk­ar í Heitumpott­um.is er 1.100 fer­metr­ar að stærð og verða flest­ir mjög hissa á því að koma inn í versl­un­ina okk­ar í fyrsta skiptið. Ég hvet því alla að koma við hjá okk­ur á pásk­un­um og verða ekki af því tæki­færi að gera garðinn sinn að aðlaðandi viðverustað fyr­ir alla,“ seg­ir Ari Steinn.

Feðgarnir Ari Steinn og Kristján Berg standa vaktina alla páskana …
Feðgarn­ir Ari Steinn og Kristján Berg standa vakt­ina alla pásk­ana í Heit­irpott­ar.is. mbl.is/​Karítas

Aðspurður um vin­sæl­ustu pott­ana seg­ir hann salt­vatns­pott­ana frá Arctic Spas engu líka. „Salt­vatns­pott­arn­ir eru okk­ar háþróuðustu raf­magn­spott­ar. Húðin verður eins og á unga­barni þegar þú not­ar SPA BOY salt­vatns­hreinsi­kerfið og get ég sagt að þess­ir pott­ar séu það besta sem völ er á fyr­ir húðheils­una þína. Það eina sem þú þarft að gera er að fylla pott­inn af köldu krana­vatni og svo set­urðu sér­staka salt­vatns­blöndu frá Arctic Spas í pott­inn.“

Arctic Spas saltvatnspottarnir eru engu öðru líkir að mati Ara …
Arctic Spas salt­vatns­pott­arn­ir eru engu öðru lík­ir að mati Ara Steins sem seg­ir húðina verða ljóm­andi og mjúka dag­inn eft­ir að hafa verið í pott­in­um. mbl.is/​Aðsend

„Nær­andi dauðahafs-salt­bland­an í pott­in­um læt­ur húðina verða þannig að þú vilt ekk­ert annað og svo eru þetta einu pott­arn­ir á markaðnum sem hreinsa sig sjálf­virkt, það eina sem þú þarft að gera er að fylgj­ast með pott­in­um í sím­an­um þínum. En að sjálf­sögðu er sjón sögu rík­ari og hvet ég því alla til að koma um pásk­ana og skoða með eig­in aug­um en við feðgarn­ir verðum með opið alla daga, einnig á páska­sunnu­dag og tök­um fagn­andi á móti viðskipta­vin­um okk­ar,“ seg­ir hann.

Saltvatnspottarnir eru tæknilegir og það eina sem þú þarft að …
Salt­vatns­pott­arn­ir eru tækni­leg­ir og það eina sem þú þarft að gera er að fylgj­ast með pott­in­um í sím­an­um þínum, að sögn Ara Steins. mbl.is/​Aðsend

Hef­ur verið í kring­um fjöl­skyldu­rekst­ur­inn frá sex ára aldri

Ari Steinn seg­ir ótrú­lega spenn­andi að starfa við hlið föður síns í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu en faðir hans, Kristján Berg, er bet­ur þekkt­ur sem Fiskikóng­ur­inn. „Pabbi er aldrei langt und­an en hef­ur svo sann­ar­lega treyst mér fyr­ir því að taka við Heit­irpott­ar.is þrátt fyr­ir þá staðreynd að ég sé 24 ára að aldri. Fiskikóng­ur­inn og Heit­ir pott­ar ehf. eru fé­lög í eigu fjöl­skyld­unn­ar og móðir mín, Sól­veig Lilja Guðmunds­dótt­ir, sér svo um bók­haldið í báðum fé­lög­um. Svo það má með sanni segja að við séum sam­rýmd fjöl­skylda.

Ég hef verið í kring­um rekst­ur fjöl­skyld­unn­ar frá sex ára aldri og það hef­ur verið talað um viðskipti yfir kvöld­matn­um frá því ég man eft­ir mér,“ seg­ir Ari Steinn.

Heit­irpott­ar.is munu halda upp á tutt­ugu ára af­mæli sitt á næsta ári og er fyr­ir­tækið mun stærra en marg­ir átta sig á, að sögn Ara Steins en sag­an á bakvið fyr­ir­tækið er skemmti­leg. „Fyr­ir­tækið byrjaði í Dan­mörku þegar pabbi var að leita að flott­um heit­um potti fyr­ir fjöl­skyld­una. Þá rakst hann á vörumerkið Arctic Spas sem hann fann út að væri besta potta­merkið í brans­an­um.

Það sem byrjaði á því að hann ætlaði að kaupa sér pott endaði með því að hann fór að selja potta sjálf­ur. Hann komst að því að þess­ir pott­ar end­ast bet­ur en aðrir pott­ar. Þeir gefa frá­bæra potta­upp­lif­un, eru góðir í að halda hita og eru með frá­bært hreinsi­kerfi. Við mæl­um ekki með neinu sem við ekki not­um sjálf­ir og er garður­inn okk­ar orðinn al­gjör heilsu­lind og ómiss­andi þátt­ur í því að við get­um unnið eins mikið og við ger­um, full­ir af orku og vellíðan,“ seg­ir Ari Steinn og bæt­ir við að fjöl­skyld­an sé einnig með kald­an pott í garðinum og sánu­hús sem ber nafnið Alþingi.

Ari Steinn mælir með saltvatnspottunum frá Arctic Spas.
Ari Steinn mæl­ir með salt­vatns­pott­un­um frá Arctic Spas. mbl.is/​Karítas

„Garður­inn á að vera eins og allt annað í lífi okk­ar, full­ur af fjöl­breyti­leika. Það er með þetta eins og allt annað þegar kem­ur að heils­unni, við þurf­um að gera alls kon­ar og vera stöðugt að finna leiðir til að rækta okk­ur og fara í nú­vit­und úti í nátt­úr­unni.  Ég var í íþrótt­um hér áður og mér hef­ur alltaf fund­ist gott að fara í pott­inn, sánu, infrar­auða-gufu og kald­an pott. Við erum með fjöl­breytt úr­val af öll­um þess­um vör­um í versl­un­inni okk­ar.“

Ari Steinn seg­ir þá feðga hörkudug­lega til vinnu. „Við vinn­um alla daga vik­unn­ar og það verður opið í Heit­irpott­ar.is alla daga til 1. ág­úst næst­kom­andi. Marg­ir spyrja okk­ur hvernig við höf­um ork­una í þetta. Það er frek­ar aug­ljóst. Við erum að selja potta og sánu sem eru heilsu­efl­andi vör­ur og erum dug­leg­ir að nota þess­ar vör­ur sjálf­ir, bæði á vinnu­tíma og eft­ir vinnu en þess má geta að við vinn­um allt frá 12 til 14 tíma á dag.“

Ari Steinn segir einstaklega ánægjulegt að fá að vera til …
Ari Steinn seg­ir ein­stak­lega ánægju­legt að fá að vera til staðar fyr­ir viðskipta­vini sína en stór hluti vinn­unn­ar snýst um að út­skýra fyr­ir fólki hvernig er best að setja upp og viðhalda vör­un­um sem fást í Heit­irpott­ar.is mbl.is/​Karítas

Feðgarn­ir með sama húm­or­inn

Ari Steinn seg­ir hvern dag í vinn­unni æv­in­týri lík­ast því starfið feli í sér að vera til staðar fyr­ir viðskipta­vin­ina sem eru þeir skemmti­leg­ustu á land­inu. „Um 90% af starf­inu okk­ar er þjón­usta við viðskipta­vini okk­ar. Að gefa upp­lýs­ing­ar og aðstoða fólk í að finna þær vör­ur sem henta best fyr­ir fjöl­skyld­una í garðinn. Svo þarf aðstoð við upp­setn­ingu á vör­un­um, að finna réttu hreinsi­efn­in, hvernig er best að þrífa pott­ana og sánu­klef­ana og viðhalda þeim sem best.

Svo skemm­ir ekki að við feðgarn­ir erum með sama húm­or­inn og vilj­um gera hlut­ina al­menni­lega. Sem dæmi, þegar við fór­um að bjóða upp á sánu þá var ég bú­inn að ýta á pabba lengi áður en hann gaf eft­ir og fór þá að sjálf­sögðu í það að panta tugi af gám­um með sán­um. Enda ger­ir hann ekk­ert nema að vera best­ur í sín­um geira. Við erum ekki mikið fyr­ir að feta milli­veg­inn. Að hika er sama og að tapa – annaðhvort slepp­um við því eða ger­um hlut­ina alla leið eða 120%. Svo vilj­um við vera með ánægðustu viðskipta­vin­ina,“ seg­ir Ari Steinn og bros­ir.

Heit­ustu umræðurn­ar fara fram á Alþingi

Það er mik­il saga á bak við sánu­hús­in í Heit­irpott­ar.is. „Sánu­hús­in sem við bjóðum upp á eru ein­stök. Við erum með Alþingi heima hjá okk­ur og get ég hik­laust mælt með því. Það er vin­sæl­asta sán­an okk­ar.“

Hvaðan kem­ur hug­mynd­in að nafn­gift­inni?

„Þegar við vor­um að panta inn sánu­hús­in þá voru kosn­ing­ar í gangi og þá ákváðum við þetta þema á sánu­hús­in. Við tók­um bara rík­is­stjórn­ina á þetta og öll sánu-lín­an heit­ir: Alþingi, For­seti, Þingsal­ur, Dómsal­ur, Bessastaðir og Þing­vell­ir svo dæmi séu tek­in. Fyrsta sánu­húsið sem við skírðum var Alþingi og grínuðumst við lengi með að heit­ustu umræðurn­ar færu fram á Alþingi!“

Heitustu umræðurnar fara fram á Alþingi að sögn Ara Steins …
Heit­ustu umræðurn­ar fara fram á Alþingi að sögn Ara Steins en hægt er að fá sánu­hús sem heit­ir Alþingi og sánu­húf­ur merkt­ar stjórn­mála­flokk­un­um í Heit­irpott­ar.is. mbl.is/​Aðsend

„Það hef­ur mikið verið hlegið að þessu. En við lét­um ekki þar við sitja held­ur ákváðum að bjóða upp á sánu-húf­ur sem við lét­um gera með nöfn­um allra stjórn­mála­flokk­anna. Þannig að áður en þú ferð inn í Alþingi get­urðu valið þér húfu sem heit­ir Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eða Sam­fylk­ing­in, svo ferðu bara inn á Alþingi með húf­una á þér og tal­ar eins og flokk­ur­inn,“ seg­ir Ari Steinn og hlær dátt.

Hvaða sánu-húf­ur selj­ast best?

Ice Hot 1 og I Love Simmi D, eru lang­sölu­hæstu húf­urn­ar okk­ar. Ann­ars eru þær all­ar vin­sæl­ar og lands­menn virðast kunna að meta þetta uppá­tæki okk­ar. Við get­um verið smá trúðar og okk­ur er eig­in­lega al­veg sama hvað öðrum finnst. Við erum með okk­ar eig­in húm­or sem sum­ir kunna að meta og aðrir ekki. Það er bara þannig. Flest­ir fatta ekki húm­or­inn okk­ar en það er allt í lagi, við erum bara hlægj­andi hérna í vinn­unni og þar sem þetta er fjöl­skyldu­rekst­ur þá erum við hérna stund­um allt að sex­tán tím­um á dag og þá er eins gott að hafa gam­an í vinn­unni. En þó að við kunn­um að hafa gam­an í vinn­unni erum við mjög fag­leg þegar kem­ur að þjón­ust­unni og veit­um góðar upp­lýs­ing­ar og fyrsta flokks þjón­ustu.“

Ari Steinn hefur mikla trú á heilnæmi þess að fara …
Ari Steinn hef­ur mikla trú á heil­næmi þess að fara í sánu og er mikið úr­val af glæsi­leg­um sánu­klef­um og hús­um fá­an­legt í Heit­irpott­ar.is. mbl.is/​Karítas

Kjörið tæki­færi til að ná fjöl­skyld­unni sam­an og hafa gam­an

Hug­mynd­in að baki því að hafa opið á pásk­un­um í Heit­irpott­ar.is er sú að veita þeim sem kom­ast ekki frá vinnu tæki­færi til að skoða vöru­úr­valið. „Barna­fólk á einnig oft erfitt með að kom­ast frá nema á ró­leg­um dög­um, eins og á laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um og jafn­vel á rauðum dög­um. Þess­ir ein­stak­ling­ar eru mjög ánægðir með að geta komið til okk­ar, skoðað vör­urn­ar i ró­leg­heit­un­um, fengið sér kaffi­bolla og sjá hvað get­ur hentað fyr­ir þau í garðinum. 

Að mínu mati ætti maður að reyna eft­ir fremsta megni að leyfa fjöl­skyld­unni að taka þátt í val­inu á potti og sán­um. Okk­ur finnst mjög gam­an að leyfa fólki að máta sam­an og finna vör­ur sem henta fjöl­skyld­unni best. Að koma til okk­ar um pásk­ana í Heit­irpott­ar.is er kjörið tæki­færi til að ná fjöl­skyld­unni sam­an og hitta okk­ur feðgana og bara hafa gam­an,“ seg­ir Ari Steinn.

Mikið úrval af vörum fyrir sánu má finna í versluninni …
Mikið úr­val af vör­um fyr­ir sánu má finna í versl­un­inni Heit­irpott­ar.is. mbl.is/​Aðsend

Fara um landið á hús­bíl að selja heita potta

Ein skemmti­leg­asta minn­ing Ara Steins úr æsku var að ferðast með föður sín­um um koppa og grundu að selja heita potta. „Við eig­um risa­stór­an fer­kantaðan hús­bíl sem er merkt­ur Heit­irpott­ar.is. Aft­an á hon­um erum við með kerru sem koma má sex til sjö pott­um á.“

Ein skemmtilegasta minning Ara Steins úr æsku var að ferðast …
Ein skemmti­leg­asta minn­ing Ara Steins úr æsku var að ferðast með föður sín­um um koppa og grundu að selja heita potta. mbl.is/​Aðsend

„Þess­ar ferðir eru pabbi í hnot­skurn. Hann er alltaf að skora á sjálf­an sig sem er að sjálf­sögðu alltaf besta áskor­un­in. Það hef­ur verið hvetj­andi að taka þátt í þessu með hon­um í gegn­um árin. Hann trú­ir á sig og vör­urn­ar okk­ar, er skemmti­leg­ur og fólk treyst­ir hon­um og svo bara keyr­ir hann um landið með fullt af pott­um sem hann veit að munu selj­ast,“ seg­ir Ari Steinn og bæt­ir við að ekki hafi all­ar þess­ar ferðir komið út í hagnaði.

„Það er samt aldrei hægt að tapa á því að fara um landið okk­ar og heim­sækja fólk. Að mæta í ólík bæj­ar­fé­lög og sýna fólki að okk­ur er ekki sama er það sem við vilj­um vera að gera í fyr­ir­tæk­inu. Okk­ur þykir vænt um alla viðskipta­vini okk­ar og erum að bjóða upp á þjón­ustu okk­ar víða um landið. Við stefn­um á það að fara til Ak­ur­eyr­ar með potta í maí og hvet ég alla áhuga­sama til að líka við síðuna Heit­irpott­ar.is á Face­book og fylgj­ast með okk­ur þar,“ seg­ir Ari Steinn Kristjáns­son fram­kvæmda­stjóri Heit­irpott­ar.is að lok­um.   

Pottarnir í Heitirpottar.is eru glæsilegir. Þeir endast betur en aðrir …
Pott­arn­ir í Heit­irpott­ar.is eru glæsi­leg­ir. Þeir end­ast bet­ur en aðrir pott­ar, þeir gefa frá­bæra potta­upp­lif­un, eru góðir í að halda hita og eru með frá­bært hreinsi­kerfi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert