Ari Steinn Kristjánsson er 24 ára framkvæmdastjóri Heitir pottar ehf. betur þekkt sem Heitirpottar.is. Hann verður með opið í versluninni um páskana og hvetur alla þá sem hafa hug á því að gera garðinn sinn að heilsulind að koma og heimsækja þá feðgana en Kristján Berg Ásgeirsson ætlar að standa vaktina ásamt syni sínum að Fosshálsi 13.
„Við erum með allra mesta úrvalið af heitum pottum og sánum á landinu í dag og mæli ég með því við alla að koma með fjölskylduna um páskana og skoða hvað er í boði hjá okkur til að hlúa að heilsunni í garðinum heima,“ segir Ari Steinn Kristjánsson framkvæmdastjóri Heitirpottar.is en þess má geta að þrátt fyrir ungan aldur hefur hann haslað sér völl sem einn af áhugaverðustu ungu leiðtogum landsins.
„Heitirpottar.is er fallegt fjölskyldufyrirtæki sem ég er stoltur af því vinnan er áhugamálið mitt: Að efla heilsu landsmanna og aðstoða fólk við að hægja á sér og gefa sér tíma fyrir sig og sína. Sýningasalurinn okkar í Heitumpottum.is er 1.100 fermetrar að stærð og verða flestir mjög hissa á því að koma inn í verslunina okkar í fyrsta skiptið. Ég hvet því alla að koma við hjá okkur á páskunum og verða ekki af því tækifæri að gera garðinn sinn að aðlaðandi viðverustað fyrir alla,“ segir Ari Steinn.
Aðspurður um vinsælustu pottana segir hann saltvatnspottana frá Arctic Spas engu líka. „Saltvatnspottarnir eru okkar háþróuðustu rafmagnspottar. Húðin verður eins og á ungabarni þegar þú notar SPA BOY saltvatnshreinsikerfið og get ég sagt að þessir pottar séu það besta sem völ er á fyrir húðheilsuna þína. Það eina sem þú þarft að gera er að fylla pottinn af köldu kranavatni og svo seturðu sérstaka saltvatnsblöndu frá Arctic Spas í pottinn.“
„Nærandi dauðahafs-saltblandan í pottinum lætur húðina verða þannig að þú vilt ekkert annað og svo eru þetta einu pottarnir á markaðnum sem hreinsa sig sjálfvirkt, það eina sem þú þarft að gera er að fylgjast með pottinum í símanum þínum. En að sjálfsögðu er sjón sögu ríkari og hvet ég því alla til að koma um páskana og skoða með eigin augum en við feðgarnir verðum með opið alla daga, einnig á páskasunnudag og tökum fagnandi á móti viðskiptavinum okkar,“ segir hann.
Ari Steinn segir ótrúlega spennandi að starfa við hlið föður síns í fjölskyldufyrirtækinu en faðir hans, Kristján Berg, er betur þekktur sem Fiskikóngurinn. „Pabbi er aldrei langt undan en hefur svo sannarlega treyst mér fyrir því að taka við Heitirpottar.is þrátt fyrir þá staðreynd að ég sé 24 ára að aldri. Fiskikóngurinn og Heitir pottar ehf. eru félög í eigu fjölskyldunnar og móðir mín, Sólveig Lilja Guðmundsdóttir, sér svo um bókhaldið í báðum félögum. Svo það má með sanni segja að við séum samrýmd fjölskylda.
Ég hef verið í kringum rekstur fjölskyldunnar frá sex ára aldri og það hefur verið talað um viðskipti yfir kvöldmatnum frá því ég man eftir mér,“ segir Ari Steinn.
Heitirpottar.is munu halda upp á tuttugu ára afmæli sitt á næsta ári og er fyrirtækið mun stærra en margir átta sig á, að sögn Ara Steins en sagan á bakvið fyrirtækið er skemmtileg. „Fyrirtækið byrjaði í Danmörku þegar pabbi var að leita að flottum heitum potti fyrir fjölskylduna. Þá rakst hann á vörumerkið Arctic Spas sem hann fann út að væri besta pottamerkið í bransanum.
Það sem byrjaði á því að hann ætlaði að kaupa sér pott endaði með því að hann fór að selja potta sjálfur. Hann komst að því að þessir pottar endast betur en aðrir pottar. Þeir gefa frábæra pottaupplifun, eru góðir í að halda hita og eru með frábært hreinsikerfi. Við mælum ekki með neinu sem við ekki notum sjálfir og er garðurinn okkar orðinn algjör heilsulind og ómissandi þáttur í því að við getum unnið eins mikið og við gerum, fullir af orku og vellíðan,“ segir Ari Steinn og bætir við að fjölskyldan sé einnig með kaldan pott í garðinum og sánuhús sem ber nafnið Alþingi.
„Garðurinn á að vera eins og allt annað í lífi okkar, fullur af fjölbreytileika. Það er með þetta eins og allt annað þegar kemur að heilsunni, við þurfum að gera alls konar og vera stöðugt að finna leiðir til að rækta okkur og fara í núvitund úti í náttúrunni. Ég var í íþróttum hér áður og mér hefur alltaf fundist gott að fara í pottinn, sánu, infrarauða-gufu og kaldan pott. Við erum með fjölbreytt úrval af öllum þessum vörum í versluninni okkar.“
Ari Steinn segir þá feðga hörkuduglega til vinnu. „Við vinnum alla daga vikunnar og það verður opið í Heitirpottar.is alla daga til 1. ágúst næstkomandi. Margir spyrja okkur hvernig við höfum orkuna í þetta. Það er frekar augljóst. Við erum að selja potta og sánu sem eru heilsueflandi vörur og erum duglegir að nota þessar vörur sjálfir, bæði á vinnutíma og eftir vinnu en þess má geta að við vinnum allt frá 12 til 14 tíma á dag.“
Ari Steinn segir hvern dag í vinnunni ævintýri líkast því starfið feli í sér að vera til staðar fyrir viðskiptavinina sem eru þeir skemmtilegustu á landinu. „Um 90% af starfinu okkar er þjónusta við viðskiptavini okkar. Að gefa upplýsingar og aðstoða fólk í að finna þær vörur sem henta best fyrir fjölskylduna í garðinn. Svo þarf aðstoð við uppsetningu á vörunum, að finna réttu hreinsiefnin, hvernig er best að þrífa pottana og sánuklefana og viðhalda þeim sem best.
Svo skemmir ekki að við feðgarnir erum með sama húmorinn og viljum gera hlutina almennilega. Sem dæmi, þegar við fórum að bjóða upp á sánu þá var ég búinn að ýta á pabba lengi áður en hann gaf eftir og fór þá að sjálfsögðu í það að panta tugi af gámum með sánum. Enda gerir hann ekkert nema að vera bestur í sínum geira. Við erum ekki mikið fyrir að feta milliveginn. Að hika er sama og að tapa – annaðhvort sleppum við því eða gerum hlutina alla leið eða 120%. Svo viljum við vera með ánægðustu viðskiptavinina,“ segir Ari Steinn og brosir.
Það er mikil saga á bak við sánuhúsin í Heitirpottar.is. „Sánuhúsin sem við bjóðum upp á eru einstök. Við erum með Alþingi heima hjá okkur og get ég hiklaust mælt með því. Það er vinsælasta sánan okkar.“
Hvaðan kemur hugmyndin að nafngiftinni?
„Þegar við vorum að panta inn sánuhúsin þá voru kosningar í gangi og þá ákváðum við þetta þema á sánuhúsin. Við tókum bara ríkisstjórnina á þetta og öll sánu-línan heitir: Alþingi, Forseti, Þingsalur, Dómsalur, Bessastaðir og Þingvellir svo dæmi séu tekin. Fyrsta sánuhúsið sem við skírðum var Alþingi og grínuðumst við lengi með að heitustu umræðurnar færu fram á Alþingi!“
„Það hefur mikið verið hlegið að þessu. En við létum ekki þar við sitja heldur ákváðum að bjóða upp á sánu-húfur sem við létum gera með nöfnum allra stjórnmálaflokkanna. Þannig að áður en þú ferð inn í Alþingi geturðu valið þér húfu sem heitir Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin, svo ferðu bara inn á Alþingi með húfuna á þér og talar eins og flokkurinn,“ segir Ari Steinn og hlær dátt.
Hvaða sánu-húfur seljast best?
„Ice Hot 1 og I Love Simmi D, eru langsöluhæstu húfurnar okkar. Annars eru þær allar vinsælar og landsmenn virðast kunna að meta þetta uppátæki okkar. Við getum verið smá trúðar og okkur er eiginlega alveg sama hvað öðrum finnst. Við erum með okkar eigin húmor sem sumir kunna að meta og aðrir ekki. Það er bara þannig. Flestir fatta ekki húmorinn okkar en það er allt í lagi, við erum bara hlægjandi hérna í vinnunni og þar sem þetta er fjölskyldurekstur þá erum við hérna stundum allt að sextán tímum á dag og þá er eins gott að hafa gaman í vinnunni. En þó að við kunnum að hafa gaman í vinnunni erum við mjög fagleg þegar kemur að þjónustunni og veitum góðar upplýsingar og fyrsta flokks þjónustu.“
Hugmyndin að baki því að hafa opið á páskunum í Heitirpottar.is er sú að veita þeim sem komast ekki frá vinnu tækifæri til að skoða vöruúrvalið. „Barnafólk á einnig oft erfitt með að komast frá nema á rólegum dögum, eins og á laugardögum og sunnudögum og jafnvel á rauðum dögum. Þessir einstaklingar eru mjög ánægðir með að geta komið til okkar, skoðað vörurnar i rólegheitunum, fengið sér kaffibolla og sjá hvað getur hentað fyrir þau í garðinum.
Að mínu mati ætti maður að reyna eftir fremsta megni að leyfa fjölskyldunni að taka þátt í valinu á potti og sánum. Okkur finnst mjög gaman að leyfa fólki að máta saman og finna vörur sem henta fjölskyldunni best. Að koma til okkar um páskana í Heitirpottar.is er kjörið tækifæri til að ná fjölskyldunni saman og hitta okkur feðgana og bara hafa gaman,“ segir Ari Steinn.
Ein skemmtilegasta minning Ara Steins úr æsku var að ferðast með föður sínum um koppa og grundu að selja heita potta. „Við eigum risastóran ferkantaðan húsbíl sem er merktur Heitirpottar.is. Aftan á honum erum við með kerru sem koma má sex til sjö pottum á.“
„Þessar ferðir eru pabbi í hnotskurn. Hann er alltaf að skora á sjálfan sig sem er að sjálfsögðu alltaf besta áskorunin. Það hefur verið hvetjandi að taka þátt í þessu með honum í gegnum árin. Hann trúir á sig og vörurnar okkar, er skemmtilegur og fólk treystir honum og svo bara keyrir hann um landið með fullt af pottum sem hann veit að munu seljast,“ segir Ari Steinn og bætir við að ekki hafi allar þessar ferðir komið út í hagnaði.
„Það er samt aldrei hægt að tapa á því að fara um landið okkar og heimsækja fólk. Að mæta í ólík bæjarfélög og sýna fólki að okkur er ekki sama er það sem við viljum vera að gera í fyrirtækinu. Okkur þykir vænt um alla viðskiptavini okkar og erum að bjóða upp á þjónustu okkar víða um landið. Við stefnum á það að fara til Akureyrar með potta í maí og hvet ég alla áhugasama til að líka við síðuna Heitirpottar.is á Facebook og fylgjast með okkur þar,“ segir Ari Steinn Kristjánsson framkvæmdastjóri Heitirpottar.is að lokum.