Hafa starfað í yfir 50 löndum

Magnús Dagur Ásbjörnsson, forstjóri Reykjavík Geothermal.
Magnús Dagur Ásbjörnsson, forstjóri Reykjavík Geothermal. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Dag­ur Ásbjörns­son, for­stjóri Reykja­vík Geot­hermal, seg­ir fyr­ir­tækið leiðandi í jarðhita­geir­an­um á alþjóðavett­vangi. „Reykja­vík Geot­hermal er eitt metnaðarfyllsta orku­fyr­ir­tæki lands­ins. Frá stofn­un þess árið 2008 hef­ur fyr­ir­tækið komið að jarðhita­verk­efn­um í yfir 50 þjóðlönd­um sem þró­un­araðili eða ráðgjafi og skapað sér nafn sem leiðandi fyr­ir­tæki í jarðhita­geir­an­um á alþjóðavett­vangi,“ seg­ir Magnús Dag­ur Ásbjörns­son, for­stjóri og einn stofn­enda Reykja­vík Geot­hermal.

„Frá ár­inu 2017 höf­um við þróað eig­in verk­efni á Íslandi og á síðasta ári náðum við þeim stóra áfanga að verk­efna­stjórn ramm­a­áætl­un­ar mælti með því að verk­efni okk­ar í Ölfusi, sem ber vinnu­heitið Bola­alda, yrði sett í nýt­ing­ar­flokk. Verk­efnið er 100 MW að rafafli og 133 MW að varma og var metið sem sá virkj­un­ar­kost­ur sem hefði mestu já­kvæðu sam­fé­lags­áhrif­in og myndi valda minnstu raski á nátt­úr­unni af þeim verk­efn­um sem met­in voru í 5. áfanga ramm­a­áætl­un­ar,“ seg­ir Magnús.

Jarðhiti er grænt grunnafl

Hverj­ir eru kost­ir þess að nýta orku úr jarðhita, miðað við aðra virkj­ana­kosti?

„Jarðhiti er grænt grunnafl sem hægt er að treysta á 24 tíma sól­ar­hrings­ins all­an árs­ins hring, óháð veðri og vind­um. Orku­fram­leiðsla úr jarðhita tek­ur mun minna pláss en aðrir orku­gjaf­ar, og eins og við Íslend­ing­ar þekkj­um vel er hægt að nýta jarðhita til marg­vís­legra góðra verka auk raf­magns­fram­leiðslu, allt frá hús­hit­un til græn­met­is­rækt­un­ar í gróður­hús­um, land­eld­is, sundiðkun­ar og baðlóna, snjó­bræðslu og svo mætti lengi áfram telja,“ seg­ir Magnús.

Reykja­vík Geot­hermal hef­ur borið gæfu til þess að vinna með mörg­um af stærstu aðilum sem koma að end­ur­nýj­an­legri orku á alþjóðavísu. „Þar á meðal alþjóðastofn­un­um eins og Alþjóðabank­an­um (World Bank), IRENA (Alþjóðlegu end­ur­nýj­an­legu orku­stofn­un­inni) og UNDP (Þró­un­ar­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna), risa­orku­fyr­ir­tækj­un­um Engie og EDF, olíu­fyr­ir­tækj­um að stíga sín fyrstu skref í jarðhita eins og Shell, ADNOC og Saudi Aramco, og fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tækj­un­um Blackst­one og Mer­idiam, svo ein­hver dæmi séu nefnd.“

Eru að leita að næstu kyn­slóð leiðtoga

Nú eru marg­ar þjóðir í orku­skipt­um, eruð þið að koma inn í slík verk­efni?

„Al­gjör­lega! Flest lönd eru að vinna að orku­skipt­un­um á einn eða ann­an hátt og því kom­um við víða að slík­um verk­efn­um. Besta dæmið í augna­blik­inu eru þrjú verk­efni sem við erum að vinna að á Kana­ríeyj­um. Þar er ekk­ert vatns­afl að hafa og tak­markað pláss fyr­ir vind- og sól­ar­orku­verk­efni, og því fara yfir 80% af orku­fram­leiðslu fram með inn­fluttri olíu í ljósa­vél­um, með til­heyr­andi meng­un og orku­kostnaði sem er allt að sex sinn­um hærri en á Íslandi. Sum­ar eyj­urn­ar, eins og Teneri­fe og La Palma, eru hins veg­ar eld­fjalla­eyj­ur og jarðhiti í raun eina raun­hæfa lausn­in til að búa til grænt grunnafl.

Við tók­um því, í sam­starfi við stærsta fyr­ir­tæki Kana­ríeyja, DISA, þátt í röð op­in­berra útboða, ann­ars veg­ar um leyfi til jarðhitaþró­un­ar á Teneri­fe þar sem bæj­ar­fé­lagið Teneri­fe bætt­ist í hlut­hafa­hóp­inn og á La Palma, og hins veg­ar um risa­stóra styrki til jarðhitaþró­un­ar. Skemmst er frá því að segja að við unn­um öll þessi útboð, feng­um leyfi til jarðhitaþró­un­ar bæði á Teneri­fe og á La Palma og styrki til verk­efn­anna frá Evr­ópu­sam­band­inu og spænsk­um stjórn­völd­um upp á allt að 58 millj­ón­ir evra sem er um 8,4 millj­arðar ís­lenskra króna. Verk­efn­in hafa þró­ast hratt og við reikn­um með því að hefja rann­sókn­ar­bor­an­ir á Teneri­fe í haust sem munu von­andi leiða til þess að fyrsta jarðhita­virkj­un Spán­ar verði reist þar inn­an fárra ára,“ seg­ir hann.

Reykja­vík Geot­hermal býr að ein­hverju reynslu­mesta teymi í jarðhita­heim­in­um frá upp­hafi og þetta frá­bæra starfs­fólk er stærsta ástæðan fyr­ir þeim góða ár­angri sem fyr­ir­tækið hef­ur náð í gegn­um tíðina að sögn Magnús­ar. „Nú eru hins veg­ar spenn­andi tím­ar fram und­an því það eru að verða kyn­slóðaskipti hjá fyr­ir­tæk­inu og við leit­um því að næstu kyn­slóð starfs­fólks sem hef­ur ástríðu fyr­ir hreinni orku og vill taka þátt í að leiða upp­bygg­ingu á hratt vax­andi alþjóðlegu orku­fyr­ir­tæki á Íslandi,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við að fyr­ir­tækið stefni að því að verða einn stærsti þró­un­araðili jarðhita á alþjóðavett­vangi og hvet­ur hann alla áhuga­sama að hafa sam­band við sig. „Þetta er stórt mark­mið en staðreynd­in er sú að í þess­um geira eru risa­vax­in tæki­færi sem fáir eru að nýta sér í dag, því flest stærstu jarðhita­fyr­ir­tæki heims eru líkt og stóru orku­fyr­ir­tæk­in þrjú á Íslandi ein­göngu á sín­um heima­markaði.“

Mik­il virðing bor­in fyr­ir ís­lenskri þekk­ingu

Þegar fyr­ir­tækið fór í það verk­efni að þróa tvær af stærstu einka­fjár­fest­ing­um í orku í Afr­íku, nán­ar til­tekið í Eþíóp­íu á sín­um tíma, þótti það mjög fram­sæk­in hug­mynd. „Eft­ir á að hyggja voru það auðvitað rétt­mæt­ar vanga­velt­ur að lítið ís­lenskt einka­fyr­ir­tæki léti sér detta í hug að fara inn í 120 millj­óna manna fyrr­ver­andi komm­ún­ista­ríki sem hafði aldrei tekið inn einka­fjár­fest­ingu í innviðum og vantaði nán­ast alla þekk­ingu, lög og reglu­gerðir til þess að geta gert það var ansi mik­il bjart­sýni. Enda tók það tíu ár og hundruð ferða til Eþíóp­íu til að fá all­ar þær kerf­is­breyt­ing­ar, orku­sölu- og íviln­un­ar­samn­inga, rík­is- og alþjóðabanka­ábyrgðir sem þurfti að fá samþykkt­ar. Til sam­an­b­urðar tók þriðji áfangi ramm­a­áætl­un­ar tólf ár í meðför­um hér á Íslandi. Enda­laus kæru­ferli geta svo hæg­lega tvö­faldað þann tíma, eins og dæm­in sanna.

Góðu frétt­irn­ar eru þær að nú­ver­andi rík­is­stjórn virðist vera að vinna öt­ul­lega að því að gera þær breyt­ing­ar sem gætu ein­faldað ferlið án þess að gefa af­slátt af kröf­un­um, og komið Íslandi í fremstu röð eins og sem dæmi Evr­ópa stefn­ir í,“ seg­ir Magnús Dag­ur Ásbjörns­son, for­stjóri Reykja­vík Geot­hermal, að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert