„Krás er eitthvað alveg nýtt!“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Krás-rétt­irn­ir er það sem ger­ist þegar fyrr­um landsliðskokk­ur neit­ar að gera mála­miðlun og set­ur raun­veru­leg­an veit­inga­húsamat á hill­una þar sem finna má til­bú­inn mat í versl­un­um lands­ins.

    Krás er eitt­hvað al­veg nýtt! Það er ekk­ert á markaðnum sem býður upp á það sama og við erum að gera, sem er í raun að bjóða fólki upp á fljót­leg­an góðan mat eldaðan af landsliðskokki sem tek­ur þrjár mín­út­ur að hita upp,“ seg­ir And­rey Rudkov eig­andi Krás en mörg okk­ar kann­ast við hann frá Tokyo Sus­hi-sam­steyp­unni.

    „Krás og Tokyo Sus­hi eru í raun systra­fé­lög en ég ákvað að búa þetta fyr­ir­tæki til þegar ég var að fylgj­ast með tengda­mömmu minni og þörf­um henn­ar fyr­ir holl­um og góðum mat sem bragðast vel, kost­ar ekki of mikið og er á bakka sem hún get­ur tekið hluta úr og hitað upp að vild,“ seg­ir hann.

    Krás-réttirnir koma í fallegum umhverfisvænum umbúðum. Réttirnir eru á bakka …
    Krás-rétt­irn­ir koma í fal­leg­um um­hverf­i­s­væn­um umbúðum. Rétt­irn­ir eru á bakka sem stinga má inn í ör­bylgju­ofn­inn. mbl.is/​Aðsend

    Það er fyrr­um landsliðskokk­ur­inn Snorri Victor Gylfa­son sem sér um alla mat­ar­gerðina og var sá sem þróaði rétt­ina, sem nú eru fá­an­leg­ir í sex af stærri versl­un­um Krón­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

    „Við hjá Krás velj­um aðeins það besta þegar kem­ur að hrá­efni. Þannig að ef þú hef­ur ekki tíma til að elda en þig lang­ar að vera með girni­leg­ar kræs­ing­ar og bera þær fram á auga­bragði þá er Krás eitt­hvað fyr­ir þig,“ seg­ir Snorri. 

    Nautarif og kartöflumús þar sem beinlaus nautarif eru með mjúkri …
    Nautarif og kart­öflumús þar sem bein­laus nautarif eru með mjúkri kart­öflumús og brokkóli og kraft­mikl­um soðgljáa. Til hliðar fylgja sýrður rauðlauk­ur, græn­ar baun­ir og stökk­ir jarðskokk­ar. mbl.is/​Aðsend

    Í fyrsta sinn á Íslandi

    Rétt­irn­ir frá Krás koma í um­hverf­i­s­væn­um umbúðum á bökk­um sem hita má í ör­bylgj­unni í þrjár mín­út­ur, eða setja í ofn í 15 til 20 mín­út­ur. Það má einnig hita rétt­ina í Air­fryer loftsteik­ingarpotti í fjór­ar til fimm mín­út­ur. „Gleymdu öllu sem þú þekk­ir um til­bún­ar máltíðir – þetta er eitt­hvað allt annað! Þegar ég var að þróa rétt­ina þá var ég ekki að elta það sem er í tísku í mat­ar­gerð, held­ur að elta bragðið, gæðin og hand­verkið á bakvið rétt­ina.

    Ég vildi að hver rétt­ur ætti ræt­ur sín­ar að rekja til mik­ill­ar virðing­ar fyr­ir inni­halds­efn­un­um, hefðbund­inn­ar mat­reiðslu eins og við þekkj­um hana besta á mat­sölu­stöðum lands­ins og svo er ég þeirr­ar trú­ar að þæg­indi eigi aldrei að vera á kostnað gæða.

    Þess vegna eru all­ir mat­ar­bakk­arn­ir þannig að áferð mat­ar­ins er mis­mun­andi, bragðið ekki það sama á öll­um stöðum í bakk­an­um og aukasós­ur og fleira til hliðar við mat­inn sem gott er að setja yfir hann þegar búið er að hita,“ seg­ir Snorri sem marg­ir þekkja frá þeim tíma sem hann var í ís­lenska kokka­landsliðinu og frá þeim tíma sem hann var yf­ir­mat­reiðslu­meist­ari á Vox.

    „Það er ein­mitt Snorri sem ger­ir rétt­ina ein­staka og að okk­ar mati frá­bært tæki­færi að geta boðið lands­mönn­um upp á mat sem Ólymp­íu­meist­ari í mat­reiðslu eld­ar, á góðum verðum heima sem ein­falt er að koma á mat­ar­disk­inn,“ seg­ir Nils Fol­mer Jør­gensen markaðsstjóri Krás og bæt­ir við að heiðarlegri og ein­fald­ari mat sé vart að finna.

    „Krás er ekki vörumerki sem er búið til í lokuðum stjórn­ar­her­bergj­um, held­ur í eld­hús­inu af ein­stak­lingi sem and­ar og lif­ir í heimi mat­ar­gerðar.“

    Líbanskur kjúklingaréttur er með marineruðum kjúklingalærum með hrísgrjónum, sætum kartöflum …
    Líb­ansk­ur kjúk­linga­rétt­ur er með mar­in­eruðum kjúk­linga­lær­um með hrís­grjón­um, sæt­um kart­öfl­um og jóg­úrtsósu. mbl.is/​Aðsend

    „Lof­orð fyr­ir­tæk­is­ins er að við höf­um þróað þægi­leg­an mat án þess að gera mála­miðlan­ir á gæðum. Enda er það okk­ar skoðun að þú ætt­ir ekki að þurfa að velja á milli hraða og þess að mat­ur smakk­ist vel. Máltíðirn­ar okk­ar eru fljót­ar í und­ir­bún­ingi, samt hafa þær tekið tíma fyr­ir Snorra að gera. Þær eru bún­ar til af hon­um og eru því ekki fjölda­fram­leidd­ar held­ur eru gæði sett ofar magni. Hver disk­ur er sett­ur sam­an með réttu jafn­vægi af próteini, kol­vetni og fitu og því er mat­ur­inn mett­andi og nær­andi,“ seg­ir Nils.

    Krás-veit­inga­húsamat­ur nú í versl­un­um

    „Við not­um hrá­efni sem eru af góðum gæðum, og upp­skrift­ir sem ég er bú­inn að vera að þróa. Við not­um ein­ung­is þau efni sem eru nauðsyn­leg og dug­ar mat­ur­inn í viku frá því hann er gerður því við erum ekki að setja í hann óþarfa geymslu­efni sem rýra holl­ust­una.

    Ég vil að í hvert sinn sem þú kaup­ir Krás þá fái mat­ur­inn þig til að stoppa og njóta og muna eft­ir stund­inni.

    Við eld­um hvern rétt á viss­an hátt og svo er mat­ur­inn snögg­kæld­ur til að halda í fersk­leik­ann. Við ger­um því eng­ar mála­miðlan­ir til að auka geymsluþolið,“ seg­ir Snorri og And­rey tek­ur við: „Ætli sann­ast sagna sé ekki að segja: Krás er það sem ger­ist þegar kokk­ur neit­ar að gera mála­miðlan­ir og set­ur raun­veru­leg­an veit­inga­húsamat á hill­una þar sem finna má til­bú­inn mat í versl­un­um lands­ins,“ seg­ir hann. 

    „Marg­ir til­bún­ir rétt­ir smakk­ast eins í bakk­an­um, þar sem ein sósa er sett yfir all­an rétt­inn, en Krás kveik­ir á bragðlauk­un­um þínum. Við not­um ekki frosið brokkólí, held­ur ferskt og þegar við búum til kart­öflumús þá not­um við kart­öfl­ur, smjör og rjóma. Það er semsagt allt gert frá grunni,“ segja þeir.

    Það er fyrrum landsliðskokkurinn Snorri Victor Gylfason sem sér um …
    Það er fyrr­um landsliðskokk­ur­inn Snorri Victor Gylfa­son sem sér um alla mat­ar­gerðina og var sá sem þróaði Krás-rétt­ina, sem nú eru fá­an­leg­ir í sex af stærri versl­un­um Krón­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

    Krás hent­ar fyr­ir öll

    Fyr­ir hverja er Krás?

    „Ég myndi segja rétt­ina fyr­ir alla þá sem vilja girni­leg­an og góðan veit­inga­húsamat heima hjá sér. En ég get ímyndað mér að fólk sem býr eitt og eldra fólk eigi eft­ir að vera stór hóp­ur þeirra sem versla rétt­ina okk­ar. Því mat­ar­sóun er mik­il þegar þeir sem búa ein­ir eru að elda sér mat og geta ekki keypt hrá­efni í litl­um skömmt­um fyr­ir sig.

    Eins hent­ar mat­ur­inn fyr­ir okk­ur sem vinn­um leng­ur en vilj­um bjóða upp á góða máltíð heima. Ein­stak­linga sem fara í rækt­ina eft­ir vinnu og vilja ekki gera mála­miðlun þegar kem­ur að matn­um heima hjá sér eft­ir rækt­ina.

    Ætli sann­ast sagna sé ekki bara að segja að Krás er fyr­ir okk­ur öll!“

    Krás-rétt­irn­ir komu í versl­an­ir í síðustu viku og hafa mót­tök­urn­ar verið mjög góðar. Hægt er að nálg­ast rétt­ina í sex Krónu­versl­un­um víða um höfuðborg­ina og eru það stærri versl­an­ir keðjunn­ar.

    „Áður en langt um líður verður hægt að versla rétt­ina á vefn­um okk­ar, og sjá­um við fyr­ir okk­ur að mat­ur­inn verði eins vin­sæll á vinnu­stöðum sem eru ekki með sitt eigið eld­hús, á vinnusvæðum þar sem aðstaða er til þess að hita upp mat og fleiri stöðum þar sem skort­ur er á góðum mat sem gleður starfs­fólkið,“ seg­ir And­rey.

    „Hver biti er ein­stak­ur“

    Snorri hef­ur nú þegar þróað 25 rétti sem fara bráðlega, einn af öðrum, í Krónu­versl­an­irn­ar og víðar. „Þeir rétt­ir sem nú eru fá­an­leg­ir eru New Or­le­ans-rækj­ur. Í þeim rétti eru ris­arækj­ur í bragðmik­illi tóm­atsósu með hrís­grjón­um og brok­kolí. Til hliðar fylg­ir köld hvít­laukssósa og hun­angs­gljáðar kasjúhnetu.

    Kjúk­ling­ur og sæt­ar kart­öfl­ur, er rétt­ur þar sem finna má fyllta kjúk­linga­bringu með sæt­kart­öflumús, hrís­grjón­um og brokkólí. Til hliðar fylgja hrásal­at, frísk­andi engi­fersósa og stökk quin­oa.“

    Kjúklingur og sætar kartöflur, þar sem finna má fyllta kjúklingabringu …
    Kjúk­ling­ur og sæt­ar kart­öfl­ur, þar sem finna má fyllta kjúk­linga­bringu með sæt­kart­öflumús, hrís­grjón­um og brokkólí. Til hliðar fylgja hrásal­at, frísk­andi engi­fersósa og stökk quin­oa. mbl.is/​Aðsend

    Nautarif og kart­öflumús er rétt­ur þar sem bein­laus nautarif eru með mjúkri kart­öflumús og brokkóli og kraft­mikl­um soðgljáa. Til hliðar fylgja sýrður rauðlauk­ur, græn­ar baun­ir og stökk­ir jarðskokk­ar.

    Líb­ansk­ur kjúk­linga­rétt­ur er með mar­in­eruðum kjúk­linga­lær­um með hrís­grjón­um, sæt­um kart­öfl­um og jóg­úrtsósu.

    Kjúk­linga Qu­es­a­dilla er góm­sæt­ur rétt­ur með hrís­grjón­um og heima­gerðri tóm­atsósu.

    Kjúk­linganagg­arn­ir eru heima­til­bún­ir kjúk­linganagg­ar með smælkiskart­öfl­um og vín­berj­um.

    Að auki erum við með Sæt­kart­öflu­sal­at, þar sem sæt­ar kart­öfl­ur eru ristaðar og mjúk­ar að inn­an, með soja-gljáðum hnet­um og fræj­um fyr­ir uma­mi-bragð. Þann rétt þarf ekki að hita og svo er hægt að fá Kjúk­linga Goyoza-rétt sem er mjög góður einnig. 

    Verð á máltíðunum er frá 1.770 krón­um til 2.200 krón­ur á mann sem er ekki mikið að okk­ar mati þegar hver biti er ein­stak­ur og mat­ur­inn svo góður,“ segja þeir að lok­um.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert