Nýtt, ögrandi og ævintýralegt

Geneva Camerata hefur vakið heimsathygli fyrir að feta nýjar leiðir …
Geneva Camerata hefur vakið heimsathygli fyrir að feta nýjar leiðir í miðlun klassískrar tónlistar en hljómsveitin kemur fram í Eldborg í Hörpu 14. júní næstkomandi. Ljósmynd/Yannick Perrin

Geneva Ca­merata hef­ur vakið heims­at­hygli fyr­ir að feta nýj­ar leiðir í miðlun klass­ískr­ar tón­list­ar. Hljóm­sveit­in kem­ur fram í fyrsta sinn á Íslandi 14. júní næst­kom­andi Í Eld­borg í Hörpu með magnaða sviðsetn­ingu á fimmtu sin­fón­íu Dmitris Shosta­kovit­sj.

Hrist upp í göml­um hefðum

Geneva Ca­merata (Kammer­sveit­in í Genf) var stofnuð árið 2013. Sveit­in er skipuð um fimm­tíu framúrsk­ar­andi hljóðfæra­leik­ur­um sem koma víða að og eiga það sam­merkt að vera óhrædd­ir við að feta nýj­ar slóðir í nálg­un sinni við sí­gilda tónlist. Starfið í hljóm­sveit­inni krefst enda víðsýni og for­vitni þar sem áhætt­ur eru tekn­ar og hljóðfæra­leik­ar­arn­ir stíga inn í hlut­verk sem þeir eru alls óvan­ir að tak­ast á við.

Sam­starf sin­fón­íu­hljóm­sveita við aðra list­geira er vel þekkt víða um heim en Geneva Ca­merata stíg­ur skref­inu lengra. Í Revolta, sem fer á svið Eld­borg­ar 14. júní næst­kom­andi, taka hljóðfæra­leik­ar­arn­ir þátt í sviðsetn­ing­unni með dansi og hreyf­ing­um ásamt fjór­um hipp­hopp­döns­ur­um. 

Hljóðfæra­leik­ar­arn­ir spila stand­andi, krjúp­andi, liggj­andi og á fleygi­ferð. Verkið flytja þeir eft­ir minni enda krefst sviðsetn­ing­in þess að þeir séu hreyf­an­leg­ir og ekki háðir nót­um á nótna­púlti. Til verður sýn­ing sem á eng­an sinn líka í hinum sin­fón­íska tón­leika­sal, ófyr­ir­sjá­an­leg, gríðarlega spenn­andi og á köfl­um hættu­leg!

Auk ný­stár­legra sviðsetn­inga á sin­fón­ísk­um verk­um eft­ir tón­skáld svo sem Lully, Moz­art, Beet­ho­ven, Dvorak, Mahler og Shosta­kovit­sj hef­ur Geneva Ca­merata vakið at­hygli fyr­ir ferskt, fjöl­breytt og fjölþjóðlegt efn­is­val á hefðbundn­ari tón­leik­um sín­um.

Hljóm­sveit­in hef­ur starfað með röpp­ur­um og rokk­ur­um, jazz- og raf­tón­listar­fólki og leikið tónlist allt frá miðöld­um og til okk­ar daga þar sem tón­list­ar­hefðir frá ólík­um heims­horn­um eru á dag­skrá en hljóm­sveit­in hef­ur leikið í virt­um tón­leika­söl­um og í óhefðbundn­ari viðburðarým­um víðs veg­ar um heim­inn við frá­bær­ar und­ir­tekt­ir.

Samstarf sinfóníuhljómsveita við aðra listgeira er vel þekkt víða um …
Sam­starf sin­fón­íu­hljóm­sveita við aðra list­geira er vel þekkt víða um heim en Geneva Ca­merata stíg­ur skref­inu lengra í Revolta því hljóðfæra­leik­ar­arn­ir taka þátt í sviðsetn­ing­unni með dansi og hreyf­ing­um ásamt fjór­um döns­ur­um. Ljós­mynd/​Yannick Perr­in

Viðbragð lista­manns við of­ríki og of­beldi

Fimmta sin­fón­ía Shosta­kovit­sj, sem Geneva Ca­merata flyt­ur á sviði Eld­borg­ar, var frum­flutt á mikl­um um­brota­tím­um í lífi Shosta­kovit­sj. Tæp­um tveim­ur árum áður hafði Pra­vda, mál­gagn sov­éska komm­ún­ista­flokks­ins, birt for­dæm­ingu á tónlist Shosta­kovit­sj eft­ir að tón­skáldið féll í ónáð hjá Stalín. Í kjöl­farið var Shosta­kovit­sj und­ir stöðugri smá­sjá yf­ir­valda, hon­um gert að draga verk sín til baka og semja tónlist sem þjónaði hags­mun­um rík­is og verka­lýðs: bjarta, upp­byggi­lega og auðskilj­an­lega!

Fimmta sin­fón­í­an var frum­flutt í nóv­em­ber 1937 í Leníngrad við gríðarleg fagnaðarlæti og Shosta­kovit­sj tókst hið ómögu­lega, að vera trúr sinni list­rænu köll­un en kom­ast á sama tíma í gegn­um nál­ar­auga rit­skoðara. Stjórn­völd túlkuðu verkið sem glæsi­lega hetju­hljóm­kviðu um lífið í Sov­ét­ríkj­un­um en litu al­farið fram hjá þeim djúpa harmi sem al­menn­ing­ur skynjaði svo vel þá og all­ar göt­ur síðan. Verkið hef­ur gjarn­an verið sagt eitt áhrifa­mesta andsvar lista­manns við of­ríki og kúg­un, fullt af níst­andi tog­streitu og mót­sögn­um.

Hvað eiga Shosta­kovit­sj og krump­d­ans sam­eig­in­legt?

Nálg­un Geneva Ca­merata við þessa mögnuðu sin­fón­íu Shosta­kovit­sj er frum­leg og í hæsta máta óhefðbund­in þar sem verk­inu er teflt sam­an við krump­d­ans, hipp­hopp dans­stíl sem þróaðist í kring­um árið 2000 í jaðar­sett­um lág­tekju­hverf­um Los Ang­eles-borg­ar. Krump­d­ans ein­kenn­ist af áköf­um og kraft­mikl­um hreyf­ing­um og varð til sem andsvar gegn kynþátta­hyggju og lög­reglu­of­beldi, al­var­legu og viðvar­andi sam­fé­lags­meini í Banda­ríkj­un­um.

Með krump­d­ans­in­um fann dans­ar­inn leið til að tjá reiði og sorg yfir fé­lags­legu órétt­læti og hefja sig upp yfir kring­um­stæður sín­ar á djúp­an og áhrifa­rík­an hátt. Krump er skamm­stöf­un fyr­ir Kingdom Radically Uplift­ing Mig­hty Praise sem vís­ar til þeirr­ar and­legu og trú­ar­legu vídd­ar sem felst í dans­in­um og lyft­ir dans­ar­an­um úr erfiðum kring­um­stæðum, frá ör­birgð, of­beldi og úti­lok­un.

Hliðstæðurn­ar á milli verks Shosta­kovit­sj og krump­d­ans­ins verða því þegar vel er að gáð býsna skýr­ar en bæði sin­fón­í­an og dans­inn spretta fram sem andsvar gegn of­ríki og kúg­un, þá og nú. Upp­setn­ing Geneva Ca­merata á þessu tæp­lega níræða meist­ara­verki Shosta­kovit­sj verður þannig sterk áminn­ing til okk­ar um hvers list­in er megn­ug og hvernig lista­menn ná að búa til óend­an­lega feg­urð og töfra, jafn­vel við óbæri­leg­ar kring­um­stæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert