Ótrúleg saga sem byrjaði í bílskúrnum

Atli Steinn Jónsson og E. Stefán Kristjánsson byrjuðu með tvær …
Atli Steinn Jónsson og E. Stefán Kristjánsson byrjuðu með tvær hendur tómar í bílskúrnum heima hjá Atla en fagna nú 20 ára afmæli Kælingar. mbl.is/Aðsend

Atli Steinn Jóns­son og E. Stefán Kristjáns­son byrjuðu með tvær hend­ur tóm­ar í bíl­skúrn­um heima en hafa á tveim­ur ára­tug­um byggt upp stönd­ugt fyr­ir­tæki, Kæl­ingu Víkurafl, sem þjón­ust­ar fyr­ir­tæki um víða ver­öld með kæli­búnað. Fyr­ir­tækið býður upp á al­hliða kæli­lausn­ir fyr­ir meðal ann­ars sjáv­ar­út­veg og mat­vælaiðnað.

„Upp­haf Kæl­ing­ar ehf má rekja til þess þegar við kynnt­umst við störf í öðru fé­lagi. Það kom fljót­lega í ljós að við höfðum sama metnað og að hug­ur okk­ar stefndi hærra, sem varð til þess að við stofnuðum Kæl­ingu ehf í maí árið 2005,“ segja Atli Steinn Jóns­son og E. Stefán Kristjáns­son aðspurðir um sög­una á bak við fyr­ir­tækið. Þeir byrjuðu með tvær hend­ur tóm­ar í bíl­skúrn­um heima hjá Atla en halda nú upp á tutt­ugu ára af­mæli fyr­ir­tæk­is­ins. 

Með kraft, þor og elju að vopni í bílskúrnum heima …
Með kraft, þor og elju að vopni í bíl­skúrn­um heima að þróa kæli­búnað fyr­ir meðal ann­ars sjáv­ar­út­veg­inn til að varðveita afl­ann sem best úti á sjó. mbl.is/​Aðsend

„Við vor­um með kraft, þor og elju að vopni þarna í upp­hafi en svo gekk vel að afla verk­efna en í upp­hafi snér­ist starf­sem­in ein­göngu um upp­setn­ingu og þjón­ustu á kæli- og frysti­kerf­um.
Fljót­lega kom í ljós þörf hjá viðskipta­vin­um í sjáv­ar­út­vegi fyr­ir kæliaðferð sem næði jafn­ari og betri kæl­ingu en sú sem næst með ís­flög­um. Haf­ist var handa við að hanna og smíða ískrapa­vél frá grunni,“ segja þeir.

Tryggvi Ársælsson útgerðarmaður keypti fyrstu ískrapavélina sem þeir hönnuðu og …
Tryggvi Ársæls­son út­gerðarmaður keypti fyrstu ískrapa­vél­ina sem þeir hönnuðu og gerðu frá grunni árið 2006 fyr­ir bát sinn Sæli BA. Þessi ískrapa­vél er enn í gangi og er góður vitn­is­b­urður um þau gæði sem Kæl­ing legg­ur upp með. mbl.is/​Aðsend

Tryggvi Ársæls­son út­gerðarmaður hafði mikla trú á þess­ari nýj­ung og keypti fyrstu ískrapa­vél­ina árið 2006 fyr­ir bát sinn Sæli BA. „Þessi ískrapa­vél er enn í gangi og er góður vitn­is­b­urður um þau gæði sem Kæl­ing hef­ur ávallt lagt upp með í sinni hönn­un og smíði.
Það var svo árið 2006 að fyrsti starfsmaður­inn, Jón Pét­ur Sig­urðsson, var ráðinn og er hann enn starfsmaður hjá fé­lag­inu og orðinn hluti af eig­enda­hópn­um. Á sama tíma var fé­lagið flutt að Stapa­hrauni 6 í Hafnar­f­irði þar sem það er ennþá til húsa.“

Upp­haf sókn­ar á er­lenda markaði

Árið 2007 hófst sókn á er­lenda markaði með sölu á K4 ískrapa­vél til Banda­ríkj­anna. „Fljót­lega fylgdi sala til Nor­egs og í kjöl­farið fór bolt­inn að rúlla á öðrum er­lend­um mörkuðum,“ seg­ir Atli og bæt­ir við að fé­lag­inu hafi borið gæfa til þess að hafa mjög sterka verk­efna­stöðu allt frá upp­hafi. „Enda gæði og áreiðan­leiki ein­kunn­ar­orð fé­lags­ins. Fjöldi viðskipta­vina sem Kæl­ing hef­ur unnið fyr­ir er um 1.200, bæði hér heima og er­lend­is.“

Árið 2024 var ákveðið að auka þjón­ust­una enn frek­ar og varð það úr að Víkurafl úr Grinda­vík og Kæl­ing ákváðu að sam­ein­ast en Kæl­ing hafði átt gott sam­starf við Víkurafl allt frá stofn­un þess fé­lags árið 2017. „Með því að sam­ein­ast Víkurafli bætt­ist við auk­in þekk­ing á raf­lögn­um, smíði og upp­setn­ing á raf­magn­stöfl­um, gerð raf­stýr­inga og for­rit­un á iðntölv­um og öðrum sjálf­virkni­búnaði sem nýt­ist viðskipta­vin­um fé­lags­ins,“ seg­ir E. Stefán.

Tómas Þorvaldsson GK 10, togari í eigu Þorbjarnar hf, er …
Tóm­as Þor­valds­son GK 10, tog­ari í eigu Þor­bjarn­ar hf, er 67 metra langt og 14 metra breitt skip sem er vel tækj­um búið að öllu leyti, meðal ann­ars með sjálf­virkri kæli­tækni til að halda afl­an­um fersk­um úti á sjó. Ljós­mynd/​Jón Stein­ar Sæ­munds­son

Stöðug þróun kæli­lausna

Allt frá stofn­un hef­ur verið mikið um þróun og ný­sköp­un á vél­um og kæli­kerf­um og oft­ar en ekki í sam­starfi við viðskipta­vini. „Í dag býður Kæl­ing Víkurafl upp á mjög breiða línu af búnaði fyr­ir kæli­lausn­ir eða raf­lausn­ir í þess­um vöru­flokk­um: Ískrapa­vél­ar, ískrapa­geymslutank­ar, sjókæl­ar, hringrás­ar­sjókæl­ar, kæligeymsl­ur, frystigeymsl­ur, loft­hita­stýr­ing­ar í vinnslu­rým­um, HYDRA og stjórn­búnaður.“

Sú mikla áhersla sem hef­ur verið á stöðuga þróun Kæli­lausna frá upp­hafi hef­ur byggt upp traust og eft­ir­spurn á markaði sem hef­ur orðið til þess að á þess­um tutt­ugu árum hef­ur Kæl­ing hannað, smíðað og sett upp þúsund­ir véla og kæli­kerfa bæði hér heima sem og er­lend­is.

Eigendur Kælingar Víkurafls frá vinstri: Atli Steinn Jónsson, E. Stefán …
Eig­end­ur Kæl­ing­ar Víkurafls frá vinstri: Atli Steinn Jóns­son, E. Stefán Kristjáns­son, Jón Pét­ur Sig­urðsson, Arnþór Sig­urðsson og Þor­leif­ur Hjalti Al­freðsson. mbl.is/​Aðsend

Nú­tíma­leg­ar raf­lausn­ir sem henta markaðnum

„Með sam­ein­ingu Kæl­ing­ar og Víkurafls varð til enn sterk­ara lausna­fyr­ir­tæki á sviði kæli- og raf­lausna. Fyr­ir­tækið býður nú auk kæli­lausna fjöl­breytt­ar raf­lausn­ir bæði til að stýra kæli­búnaði og kæli­lausn­um en einnig mjög sterk­ar vöru­lín­ur fyr­ir allra handa iðntölvu­stýr­ing­ar og afl­stýr­ing­ar fyr­ir viðskipta­vini fé­lags­ins. Helstu raf­lausn­ir eru: Aðaltöfl­ur, dreifitöfl­ur, stý­ritöfl­ur, iðntölvu­for­rit­un, móður­stöðvar iðnkerfa og út­leiðslu­mæli­búnaður.“

Kæling býður upp á alhliða kælilausnir fyrir sjávarútveginn. Hér á …
Kæl­ing býður upp á al­hliða kæli­lausn­ir fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn. Hér á árum áður þurfti að hand­flytja ís á skip­in en nú eru í boði kæli­lausn­ir sem nýta sjó­inn í kring­um skip­in til að kæla afl­ann sjálf­virkt. Ljós­mynd/​Lár­us Hall­dórs­son

Fjar­eft­ir­lit og þjón­usta um all­an heim

Sér­fræðing­ar Kæl­ing­ar Víkurafls í kæli­lausn­um fylgj­ast nú með og þjón­usta viðskipta­vini víðsveg­ar um heim­inn, bæði á landi og úti á sjó í gegn­um fjarteng­ing­ar. „En með nýj­um stjórn­búnaði og viðbót­um við eldri er nú hægt að fylgj­ast með og þjón­usta kæli­lausn­ir hvar og hvenær sem er svo lengi sem það er netteng­ing. Skip þurfa til að mynda ekki að koma í land ef eitt­hvað kem­ur upp á því það er mjög lík­lega hægt að leysa mál­in í gegn­um fjarteng­ingu.“

Þetta er mik­il­vægt skref sem styður við frek­ari sókn á er­lenda markaði. „Kæl­ing hef­ur verið leiðandi í þróun og smíði kæli­lausna um ára­bil og held­ur því áfram með áherslu á um­hverf­i­s­væn­ar lausn­ir. Á und­an­förn­um árum og fram til dags­ins í dag hef­ur Kæl­ing komið með hag­kvæm­ar lausn­ir sem gera viðskipta­vin­um mögu­legt að taka stór skref í um­hverf­is­mál­um.

Lausn­irn­ar fela í sér að taka út eða minnka veru­lega notk­un á óum­hverf­i­s­væn­um kælimiðlum, minnka orku­notk­un við sömu eða meiri kæliaf­köst. Í dag geta viðskipta­vin­ir valið nýj­ar 100% um­hverf­i­s­væn­ar kæli­lausn­ir í flest­um flokk­um en einnig valið að nýta eldri kæli­búnað og inn­leiða lausn­ir sem draga allt að 90% úr notk­un óum­hverf­i­s­vænna kælimiðla,“ segja þeir.

Í dag geta viðskiptavinir valið nýjar 100% umhverfisvænar kælilausnir í …
Í dag geta viðskipta­vin­ir valið nýj­ar 100% um­hverf­i­s­væn­ar kæli­lausn­ir í flest­um flokk­um en einnig valið að nýta eldri kæli­búnað og inn­leiða lausn­ir sem draga allt að 90% úr notk­un óum­hverf­i­s­vænna kælimiðla. Ljós­mynd/​Lár­us Hall­dórs­son

Um­hverf­i­s­væn­ar nýj­ung­ar

Hvað getið þið sagt okk­ur um­hverf­i­s­vænu lausn­irn­ar ykk­ar?

„Í 100% um­hverf­i­s­væn­um kæli­lausn­um er unnið með Co2-Kol­sýru sem kælimiðil. Einnig er í boði mjög um­hverf­i­s­væn­ar kæli­lausn­ir þar sem unnið er með varma­skipta. En í þeim kerf­um eru óum­hverf­i­s­væn­ir kælimiðlar ein­ung­is lítið brot af heild­ar­magni kælimiðla á kerf­inu og þá staðbundn­ir í lít­illi hringrás í kæli­búnaðinum sjálf­um en með varma­skipti er kuld­inn flutt­ur yfir í um­hverf­i­s­væna kælimiðla sem flæða um kerfið þar sem hin eig­in­lega kæl­ing fer fram,“ segja þeir.

Ein helsta nýj­ung frá Kæl­ingu Víkurafli er HYDRA sem er fjölþætt kæli­kerfi og sem er hannað til tengj­ast eldri kæli­kerf­um og minnka eldri óum­hverf­i­s­væna kælimiðla niður um allt að 90% og þarf mun minni orku til að skila sömu kæliaf­köst­um. „HYDRA er tengj­an­leg við all­an eldri kæli­búnað frá Kæl­ingu og einnig við mikið af búnaði frá öðrum fram­leiðend­um og þannig breyta eldri kerf­um í mun um­hverf­i­s­vænni kæli­kerfi með afar hag­kvæm­um hætti sem geta verið mjög fljót að borga sig upp með minni raf­orku­notk­un við að skila sömu kæliaf­köst­um.“

Kæling býður upp á kælilausnir fyrir matvælaiðnaðinn.
Kæl­ing býður upp á kæli­lausn­ir fyr­ir mat­vælaiðnaðinn. mbl.is/​Lár­us Hall­dórs­son

Fær­an­leg­ar lausn­ir eru að ryðja sér til rúms

Nær all­ar kæli­lausn­ir og kæli­búnaður frá Kæl­ingu er nú fá­an­leg­ur í fær­an­leg­um gáma­lausn­um. „Dæmi um slíka lausn er K-40PX2 fær­an­leg ískrapa­verk­smiðja í 40 feta gám sem þjón­ar mörg­um stöðum í Fær­eyj­um og get­ur fram­leitt um 20 þúsund lítra af ískrapa á klukku­stund. 

Gáma­lausn­irn­ar eru frá­bær leið til að mæta þörf­um á öfl­ug­um kæli­lausn­um til lengri og skemmri tíma. Með gáma­lausn­um er hægt að færa lausn­irn­ar á milli staða eft­ir þörf­um hverju sinni. Gáma­lausn­ir eru einnig frá­bær lausn þegar ekki er til staðar hent­ugt hús­næði eða ekk­ert pláss fyr­ir kæli­lausn­ir. En þá má koma fyr­ir gám eða gám­um á at­hafna­svæði og tengja við vinnslu­hús­næði.“

Gámalausnirnar eru frábær leið til að mæta þörfum á öflugum …
Gáma­lausn­irn­ar eru frá­bær leið til að mæta þörf­um á öfl­ug­um kæli­lausn­um til lengri og skemmri tíma. Með gáma­lausn­um er hægt að færa lausn­irn­ar á milli staða eft­ir þörf­um hverju sinni. mbl.is/​Lár­us Hall­dórs­son

Kæl­ing Víkurafl í dag

Mikið vatn hef­ur runnið til sjáv­ar frá því að fé­lagið var stofnað í bíl­skúr árið 2005 og nú starfa ríf­lega tutt­ugu manns hjá fé­lag­inu. „Á þess­um árum hef­ur lausna og þjón­ustu­fram­boðið auk­ist til muna og í dag býður Kæl­ing Víkurafl sér­sniðnar lausn­ir og þjón­ustu aðallega fyr­ir sjáv­ar­út­veg, fisk­eldi, mat­væla­fyr­ir­tæki, líf­tækniiðnað og sjúkra­stofn­an­ir,“ segja þeir.

Kæl­ing Víkurafl held­ur áfram að vera í far­ar­broddi með hönn­un og þróun á kæli­búnaði og kæli­lausn­um sem mæta nú­tíma kröf­um um um­hverf­i­s­væn­ar lausn­ir þar sem gæði, af­köst og áreiðan­leiki renna sam­an. „Með úr­val vandaðra lausna, reynslu og þekk­ingu sér­fræðinga Kæl­ing­ar Víkurafls er bjart framund­an í áfram­hald­andi sókn hér heima og er­lend­is á 20 ára af­mæl­inu,“ segja Atli Steinn Jóns­son og E. Stefán Kristjáns­son að lok­um.

Kæling fagnar 20 ára afmæli nú í maí mánuði.
Kæl­ing fagn­ar 20 ára af­mæli nú í maí mánuði. mbl.is/​Lár­us Hall­dórs­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert