Í heitum potti alla daga vikunnar

Verslunin Heitir pottar er opin alla daga vikunnar þar sem …
Verslunin Heitir pottar er opin alla daga vikunnar þar sem Ari Steinn Kristjánsson og Birkir Rafnsson standa vaktina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Laug­ar­dag­ar og sunnu­dag­ar eru mjög þægi­leg­ir dag­ar til að versla. Það er minna áreiti og stress í borg­inni. Fólk kem­ur bara á sín­um tíma, fær sér kaffi­bolla og kík­ir á potta og sán­ur. Þá er svo gott að fara yfir mál­in í ró­leg­heit­um,“ seg­ir Ari Steinn Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Heit­ir pott­ar ehf. en þar er opið alla daga vik­unn­ar.

„Það eru marg­ir sem kom­ast ekki í svona stúss á virk­um dög­um og því vilj­um við hafa einnig opið um helg­ar svo all­ir kom­ist til okk­ar. Á virk­um dög­um er opið hjá okk­ur frá 10-17 og um helg­ar er frá 10-15. Við erum líka með opið á rauðum dög­um og höf­um til dæm­is verið með opið alla rauða daga það sem af er þessu ári. Það er því bók­staf­lega opið alla daga hjá okk­ur,“ seg­ir Ari Steinn með áherslu og hlær.

Það myndast öðruvísi stemning í Heitir pottar um helgar og …
Það mynd­ast öðru­vísi stemn­ing í Heit­ir pott­ar um helg­ar og á rauðum dög­um því þá er meira um að öll fjöl­skyld­an komi og velji sam­an pott. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Seldu 200 potta á ein­um degi

Ari Steinn tal­ar um að gam­an sé að fylgj­ast með hverj­ir það séu sem komi frek­ar um helg­ar í versl­un­ina en virka daga. „Al­mennt eru nú fleiri sem koma í versl­un­ina á virk­um dög­um en það sem er svo skemmti­legt við helgarn­ar er að þá kem­ur öll fjöl­skyld­an sam­an að skoða pott­ana. Þá hafa all­ir næg­an tíma og fjöl­skyld­an kem­ur öll til að skoða, máta og velja pott­inn í sam­ein­ingu sem mér finnst mjög fal­legt. Á virk­um dög­um er meira um að ein­stak­ling­ar komi og svo þarf að fara heim og ræða við alla fjöl­skyld­una. Það er til­valið að koma frek­ar um helg­ar með fjöl­skyld­una og taka ákvörðun sam­an. Leyfa öll­um að taka þátt,“ seg­ir Ari Steinn og bæt­ir við að ann­ríkið í versl­un­inni á rauðum dög­um hafi komið á óvart.

„Við vild­um bjóða upp á þessa þjón­ustu, ein­mitt fyr­ir þenn­an hóp sem kemst lítið frá en bjugg­umst ekki al­veg við þess­ari miklu traffík. Í raun eru þetta dag­arn­ir þar sem sal­an geng­ur best. Við vor­um til dæm­is með út­sölu á páska­dag og það var stærsti dag­ur­inn í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Við seld­um tæp­lega 200 potta á ein­um degi.“

Ari Steinn og Birkir eru góðir vinir og segja að …
Ari Steinn og Birk­ir eru góðir vin­ir og segja að það sé alltaf gam­an í vinn­unni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Alltaf fjör í vinn­unni

Aðspurður hvernig hann hafi orku í alla þessa vinnu seg­ir Ari Steinn að hann sé alls ekki einn í þessu. „Ég og Birk­ir Rafns­son tök­um all­ar þess­ar vakt­ir. Við erum mest í þjón­ust­unni og tök­um á móti fólki um helg­ar sem og aðra daga. Við höf­um unnið hvern ein­asta dag síðan í janú­ar og erum full­ir af orku. Við erum 24 ára snill­ing­ar og erum dug­leg­ir að hreyfa okk­ur, borða hollt og erum spennt­ir fyr­ir vinn­unni og líf­inu. Að ógleymdu því að kunna að slaka vel á í heit­um pott­um og í sánu. Það er lyk­ill­inn að því að geta þraukað svona marga vinnu­daga í röð,“ seg­ir Ari Steinn og viður­kenn­ir að hann og Birk­ir séu ein­stak­ir vin­ir.

„Við kynnt­umst þegar við vor­um í fram­halds­skóla þannig að við höfðum þekkst í mörg ár áður en við fór­um að vinna sam­an. Sam­starfið hef­ur gengið rosa­lega vel og við erum alltaf að peppa hvorn ann­an upp. Það er geggjað góður mórall hjá okk­ur og ég hef ekki upp­lifað svona góðan móral áður. Við erum spennt­ir að mæta í vinn­una því það er svo gam­an.“

Það var opið í Heitum pottum á páskadag og það …
Það var opið í Heit­um pott­um á páska­dag og það varð sölu­hæsti dag­ur versl­un­ar­inn­ar frá upp­hafi enda seld­ust 200 pott­ar þenn­an eina dag. Ljós­mynd/​Aðsend

Góð og mik­il þjón­usta í Heit­ir pott­ar

Ari Steinn tal­ar um að eft­ir­spurn eft­ir heit­um pott­um sé sí­fellt að aukast en sala hjá Heit­um pott­um ehf. hafi tvö­fald­ast á síðustu tveim­ur árum. Það eru þó ekki bara gæði pott­anna og sán­anna út­skýr­ir það því Heit­ir pott­ar er fyr­ir­tæki sem er þekkt fyr­ir góða þjón­ustu og það er eitt­hvað sem fólk kann að meta. „Þetta er rosa­lega mikið þjón­ust­u­starf þannig að við Birk­ir erum oft að tala við fólk á kvöld­in og leysa vanda­mál, ef ein­hver koma upp. Þannig að maður er í raun í vinn­unni all­an dag­inn alla daga.

Við veit­um góða og mikla þjón­ustu. Það er þannig sem maður lif­ir af í þess­um bransa. Það vill eng­inn versla við potta­sal­ann sem ger­ir ekki við potta. Ef eitt­hvað bil­ar eða verður slappt með tím­an­um þá er gott að vera í ör­ugg­um hönd­um, að geta veitt góða þjón­ustu og vera með góða fræðslu. Það er ein­mitt það sem við ger­um á hverj­um ein­asta degi.“

Pottarnir frá Heitir pottar eru með sérstaklega sterka skel úr …
Pott­arn­ir frá Heit­ir pott­ar eru með sér­stak­lega sterka skel úr trefjagleri sem end­ist létti­lega í 30 ár. Ljós­mynd/​Aðsend

Mús­held­ir pott­ar með sterkri skel

Aðspurður hvaða pott­ar séu vin­sæl­ast­ir þessa dag­ana seg­ir Ari Steinn að hita­veitupott­ar sem eru til­bún­ir til teng­ing­ar séu senni­lega vin­sæl­ast­ir þessa dag­ana. Hins veg­ar sé alltaf eft­ir­spurn eft­ir öll­um teg­und­um af pott­um því það sé mis­jafnt hvað henti hverj­um og ein­um. „Við bjóðum upp á alls kon­ar lausn­ir. Það er þessi gam­aldags­lausn, eins og við köll­um hana, sem er skel­in og svo þarf að byggja í kring­um hana. Svo er hægt að fá hita­veitupott sem er til­bú­inn til teng­ing­ar en þá er búið að gera alla smíðavinnu og þarf bara að tengja pott­inn við vatn. Við höf­um séð mestu aukn­ing­una í sölu á þess hátt­ar pott­um. Raf­magn­spott­arn­ir eru í raun bara sitt eigið fyr­ir­bæri því það þarf enga hita­veitu. Pott­in­um er smellt í sam­band við raf­magn og hann fyllt­ur með köldu krana­vatni með garðslöngu, það þarf því enga píp­ara­vinnu fyr­ir þá sem mörg­um þykir kost­ur.

Það sama gild­ir um salt­vatns­pott­ana sem eru háþróaðir raf­magn­spott­ar. Arctic Spa-salt­vatns­pott­arn­ir fram­leiða 100% hrein hreinsi­efni úr salt­inu þannig að það þarf ekki að gera neitt. Það er skipt um vatn á tíu mánaða fresti, sem sum­um finnst kannski ekki hljóma geðslega en vatnið er í meiri vatns­gæðum en glæ­ný hita­veita því pott­ur­inn er alltaf að hreinsa sig. Ann­ar kost­ur við að setja kalt krana­vatn í pott­inn er að þá er eng­inn kís­ill í vatn­inu sem fer bet­ur með pott­inn sjálf­an,“ seg­ir Ari Steinn og bæt­ir við að skel­in í pott­un­um hjá Heit­um pott­um sé sér­stak­lega sterk enda byggð úr trefjagleri.

„Skel­in end­ist því létti­lega í 30 ár enda mót­ast hún hvorki né slitn­ar með tím­an­um. Svo eru pott­arn­ir okk­ar mús­held­ir sem er rosa­leg­ur kost­ur því mýsn­ar sækja ein­mitt í hita og raka. Það eru alls ekki all­ir pott­ar sem seld­ir eru hér á landi mús­held­ir en það vill eng­inn heyra nag og skrið þegar verið er að njóta í pott­in­um eft­ir lang­an vinnu­dag,“ seg­ir Ari Steinn al­var­leg­ur.

Ari Steinn ásamt föður sínum, Kristján Berg Ásgeirssyni, og Birki …
Ari Steinn ásamt föður sín­um, Kristján Berg Ásgeirs­syni, og Birki en all­ir eru þeir mikl­ir reynslu­bolt­ar þegar kem­ur að heit­um pott­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ný lif­andi heimasíða

Ari Steinn er þúsundþjala­smiður og tók að sér að búa til heimasíðuna heit­irpott­ar.is frá grunni sem hann seg­ir að hafi verið skemmti­legt en þó ei­lítið krefj­andi verk­efni. „Ég lærði það af pabba að stund­um þarf maður bara að fara í djúpu laug­ina, þá lær­ir maður best. Við vild­um heimasíðu sem var meira lif­andi og breyti­leg en það er líka smá heima­gerður stíll á henni sem er sjarmer­andi. Ég set reglu­lega inn ný til­boð, nýj­ar vör­ur og ein­hverja skemmti­lega texta. Hún er því sí­breyti­leg enda sjá­um við að traffík­in á síðuna hef­ur auk­ist mikið og til að mynda jókst aðsókn­in um 40% frá síðasta ári og um önn­ur 50% frá ár­inu á und­an. Á síðustu tveim­ur árum hef­ur aðsókn­in því auk­ist veru­lega sem er einkar skemmti­legt,“ seg­ir Ari Steinn sem finnst þó alltaf skemmti­leg­ast að hitta fólk í eig­in per­sónu.

„Þó heimasíðan sé frá­bær og þar sé hægt að skoða úr­valið þá er samt best að koma í eig­in per­sónu, hitta okk­ur og taka spjallið. Við bít­um alls ekki held­ur erum að þjón­usta og fræða all­an dag­inn alla daga. Það er ým­is­legt sem gott er að vita áður en fjár­fest er í potti, til að mynda rekstr­ar­kostnaður, góðar ábend­ing­ar varðandi viðhald og þrif og al­geng mis­tök sem þarf að var­ast þegar fólk ætl­ar að setja niður pott eða kaupa sánu. Við erum svo sann­ar­lega með putt­ann á púls­in­um í brans­an­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert