Traust, virðing og ástríða fyrir bílum

Ásvaldur Óskar Jónsson, betur þekktur sem Óskar hjá Bílalind, segir …
Ásvaldur Óskar Jónsson, betur þekktur sem Óskar hjá Bílalind, segir traust og virðingu skipta öllu máli í viðskiptum með bíla. mbl.is/Birta Margrét

Ásvald­ur Óskar Jóns­son, bet­ur þekkt­ur sem Óskar hjá Bíla­lind, seg­ir mik­il­vægt að allt ferlið við bíla­kaup sé ein­falt og þægi­legt og að það sé góð upp­lif­un að kaupa sér bíl. Hann seg­ir traust og virðingu skipta öllu máli í viðskipt­um og bæt­ir við að hann hafi ein­fald­lega mikla ástríðu fyr­ir bíl­um.

„Það er gríðarlega mik­il­vægt að fólk, sem er að hugsa um að kaupa bíl, geti leitað til traustra og reyndra aðila. Við hjá Bíla­lind leggj­um mikla áherslu á áreiðan­leika og góða þjón­ustu. Þetta snýst um traust, bæði í orði og verki,“ seg­ir Óskar.

Sjálf­ur hóf hann störf á bíla­sölu árið 1998 og hef­ur starfað í grein­inni síðan. „Starfs­menn mín­ir eru einnig með 30 ára sam­eig­in­lega reynslu í bíla­sölu, svo hér mæt­ir eng­inn að tóm­um kof­an­um,“ seg­ir hann og bros­ir.

Það er mikilvægt að fólk sem er að hugsa um …
Það er mik­il­vægt að fólk sem er að hugsa um að kaupa bíl geti leitað til traustra og reyndra aðila að mati Óskars hjá Bíla­lind. mbl.is/​Birta Mar­grét

Mik­il­vægt að sjá bíl­ana í eig­in per­sónu

Bíla­lind er staðsett að Klett­hálsi 11, á bíla­sölu­svæðinu Klett­hálsi, og er með um 3.000 fer­metra plan und­ir bíla. „Þar er pláss fyr­ir allt að 150 bíla í sýn­ingu á hverj­um tíma. Sölu­skrá­in er upp­færð reglu­lega, í raun á þriggja mánaða fresti, og þar má finna bæði verð og ek­inn kíló­metra­fjölda. Við leggj­um áherslu á að upp­lýs­ing­arn­ar séu skýr­ar og aðgengi­leg­ar, það skipt­ir miklu máli fyr­ir viðskipta­vin­ina.“

Þó að margt sé hægt að af­greiða á net­inu í dag legg­ur Óskar áherslu á mik­il­vægi þess að sjá bíl­ana í eig­in per­sónu. „Það er alltaf best að koma á planið og skoða bíl­ana sjálf­ur. Við höf­um líka sett upp QR-kóða við hvern bíl sem gef­ur aðgang að ít­ar­leg­um upp­lýs­ing­um. Þetta ein­fald­ar allt ferlið og hjálp­ar fólki að taka upp­lýsta ákvörðun.“

Það er huggulegt um að líta í Bílalind sem staðsett …
Það er huggu­legt um að líta í Bíla­lind sem staðsett er á Bíla­sölu­svæðinu á Klett­hálsi. mbl.is/​Birta Mar­grét

Raf­magns­bíl­ar í mik­illi sókn – en fjöl­breytn­in held­ur velli

Óskar seg­ir raf­magns­bíla vera sí­fellt vin­sælli val­kost meðal viðskipta­vina. „Oft er raf­magns­bíll­inn ann­ar bíll heim­il­is­ins en það hent­ar ekki öll­um. Við selj­um enn mikið af bæði bens­ín- og dísil­bíl­um enda hef­ur fólk ólík­ar þarf­ir og við mæt­um þeim með fjöl­breyttu úr­vali.“

Nú hef­ur Tesla verið mest seldi raf­magns­bíll­inn á Íslandi um tíma en Óskari finnst gam­an að sjá nýja raf­magns­bíla koma inn á markaðinn sem gefa Teslu ekk­ert eft­ir að hans sögn. „Þegar fólk er ekki til­búið í 100% raf­magn er vin­sælt að kaupa PLUG IN HYBRID-bíla sem eru bæði með eldsneyti og raf­magn.“

Óskar hjá Bílalind hefur starfað í bílabransanum í tæplega þrjá …
Óskar hjá Bíla­lind hef­ur starfað í bíla­brans­an­um í tæp­lega þrjá ára­tugi. mbl.is/​Birta Mar­grét

Á sumr­in eykst sala á ferðavögn­um og hús­bíl­um veru­lega. „Við tök­um vel á móti eig­end­um ferðavagna, í raun með opn­um örm­um. Þetta er alltaf líf­leg­ur tími hjá okk­ur þegar hjól­hýsi og hús­bíl­ar fara hratt í gegn­um planið.“

Bílalind er staðsett að Kletthálsi 11 í Reykjavík.
Bíla­lind er staðsett að Klett­hálsi 11 í Reykja­vík. mbl.is/​Birta Mar­grét

Aðspurður um gæði hjól­hýsa í dag seg­ir Óskar þau vera orðin hálf­gerðar hall­ir. „Þau eru með öll­um búnaði sem hugs­ast get­ur. Svo sem sjón­varpi, hár­blás­ara, kaffi­vél, brauðrist og þráðlausu neti. Tjald­vagn­ar og felli­hýsi eru líka mjög vin­sæl og eru auðvitað frá­bær kost­ur fyr­ir þá sem ferðast mikið um landið og vilja fara aðeins út fyr­ir mal­bikið.“

Óskar, Sigurpáll og Lárus eru samanlagt með um 60 ára …
Óskar, Sig­urpáll og Lár­us eru sam­an­lagt með um 60 ára reynslu í bíla­brans­an­um. Þeir taka vel á móti viðskipta­vin­um Bíla­lind­ar. mbl.is/​Birta Mar­grét

Meiri gagn­sæi og hraðari viðskipti

Óskar seg­ir bíla­sölu­brans­ann hafa tekið mikl­um breyt­ing­um til hins betra síðan hann hóf störf. „Í dag liggja all­ar upp­lýs­ing­ar um bíl­ana fyr­ir: Tjóna­fer­ill, veðbönd og inn­flutn­ings­saga.“

Hann seg­ir að einnig hafi fjár­mögn­un og sjálf sölumeðferðin ein­fald­ast. „Viðskipti ger­ast núna hratt og ör­ugg­lega með ra­f­ræn­um und­ir­rit­un­um. Það spar­ar tíma og ger­ir allt ferlið þægi­legra fyr­ir bæði selj­anda og kaup­anda.“

Óskar er með glæsilega bíla til sölu á plani Bílalindar …
Óskar er með glæsi­lega bíla til sölu á plani Bíla­lind­ar á Klett­hálsi. mbl.is/​Birta Mar­grét

Hjá Bíla­lind er einnig ým­is­legt gert til að ein­falda lífið fyr­ir selj­and­ann. Til að mynda er boðið upp á nokkr­ar teg­und­ir af aug­lýs­ingapökk­um. „Ef þú hef­ur ekki tíma til að láta þrífa bíl­inn bjóðum við upp á að selj­andi komi með bíl­inn til okk­ar og við sjá­um um allt sem þarf til að hann selj­ist hratt og ör­ugg­lega,“ seg­ir Ásvald­ur Óskar Jóns­son að lok­um. 

Óskar tal­ar um að það sé mik­il­vægt að viðskipta­vin­um, bæði …
Óskar tal­ar um að það sé mik­il­vægt að viðskipta­vin­um, bæði þeim sem eru í sölu­hug­leiðing­um og áhuga­söm­um kaup­end­um, líði vel í sölu­ferl­inu og starfs­fólk Bíla­lind­ar geri sitt besta til að svo sé. mbl.is/​Birta Mar­grét
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert