Samkeppni á íslenskum gistimarkaði er mjög hörð og nú orðið bóka langflestir ferðamenn gistingu á netinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera með sýnileika að sögn Guðmundar Árna Ólafssonar, rekstrarstjóra GreenKey á Íslandi. „Ef gistirými er ekki sýnilegt á helstu sölurásum, með vönduðu myndefni og skýrum lýsingum, finnur væntanlegur gestur það einfaldlega ekki og bókar annars staðar. Öflug viðvera á mörgum bókunarveitum með faglegri og samræmdri framsetningu, hámarkar líkurnar á bókunum og bætir nýtingu yfir árið.
Þá skiptir verðstýring líka gríðarlega miklu máli en virk verðstýring er eitt mikilvægasta tækið til að hámarka tekjur. Íslenski markaðurinn er afar sveiflukenndur eftir árstíðum, helgum og viðburðum. Of lág verð skilja eftir tekjur á borðinu en of há verð leiða til þess að gistirýmið stendur autt. Með réttri verðstýringu, sem byggir á rauntímagögnum og samkeppnisgreiningu, má ná betra jafnvægi, hækka meðalverð og auka nýtingu. Hjá GreenKey notum við til dæmis sérhæfðan hugbúnað, PriceLabs, sem hjálpar okkur að verðstilla gistirými daglega út frá framboði, eftirspurn og öðrum markaðsaðstæðum ásamt því að vera með þrautreynt fólk sem fylgist náið með bókunnarstöðu og verðþóun.“
GreenKey er íslenskt þjónustufyrirtæki sem býður heildarlausnir í rekstri fyrir skammtímaleigueignir, gistiheimili og hótel. Guðmundur talar um að þjónusta GreenKey spannar allt frá ræstingum og þvotti til gestasamskipta, bókanastýringar, verðlagningar og viðhalds. „Markmið okkar er einfalt; að hjálpa eigendum að hámarka arðsemi eigna sinna með lágmarks fyrirhöfn um leið og við tryggjum gestum framúrskarandi upplifun. Við leggjum áherslu á sjálfbærni og nýtum tæknina til að auka sjálfvirkni og lækka rekstrarkostnað án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar.
Síðan GreenKey var stofnað árið 2014 höfum við einbeitt okkur að því að þróa lausnir sem henta íslenskum aðstæðum og laga sig að þeim miklu sveiflum sem einkenna ferðaþjónustumarkaðinn hér á landi. Í dag búum við yfir margra ára reynslu í að þjónusta fjölbreyttan hóp gististaða, allt frá stökum íbúðum upp í hótel og gistiheimili.“
Aðspurður hver sé ávinningur gististaða af því að nýta sér þjónustu GreenKey segir Guðmundur að þegar gististaðir velji GreenKey feli þeir reksturinn í hendur reynslumikils fagaðila sem sérhæfir sig í umsýslu skammtímaleigu. Ávinningurinn sé margþættur en til að mynda minni rekstrarkostnaður því með stærðarhagkvæmni, sjálfvirkni og skilvirkum verkferlum lækkar rekstrarkostnaður hjá flestum viðskiptavinum GreenKey. „Það verða líka auknar tekjur og meiri nýting því tekjustýringarteymi okkar tryggir bestu mögulegu verðlagningu á hverjum tíma. Svo ekki sé minnst á sólarhringsþjónustu við gesti því við sjáum um öll samskipti við gesti af fagmennsku auk þess sem við erum með vel þjálfað starfsfólk sem sér um ræstingu og þvott.
Með skilvirkri umsjón bókunarsíðna, skýrum gæðastöðlum og ströngu eftirliti tryggjum við ánægju gesta. Það skilar sér í betri umsögnum, auknum sýnileika og hærra hlutfalli endurkoma. Svo er þjónusta okkar skalanleg og hentar jafnt þeim sem eiga eina eign og þeim sem reka stór eignasöfn. Þetta gefur eigendum tækifæri til að stækka við sig án þess að auka eigið vinnuálag. Í stuttu máli sagt dregur samstarf við GreenKey úr áhyggjum og eykur arðsemi, um leið og það byggir traustan grunn fyrir reksturinn til framtíðar.“
Guðmundur talar um að það sé fátt eins gefandi og að eiga þátt í að gera frí ferðamanna á Íslandi einstakt og stuðla þannig að ógleymanlegum minningum. „Besta ráð mitt til þeirra sem eru að íhuga að leigja út eignina sína er að mynda sér skýra sýn á það hvaða markmiðum maður vill ná með útleigunni. Ef ástríðan liggur í gestrisni og löngun til að veita persónulega þjónustu, þá mæli ég með að gefa sér góðan tíma í undirbúning og ígrunda alla þá þætti sem skapa góða upplifun.
Vel unnin vinna á þessu sviði skilar sér ekki aðeins í tekjum heldur líka í ánægju og stolti. Þá er mikilvægt að vera gestgjafinn sem fólk man eftir. Það að leigja út eign getur verið virkilega skemmtilegt og arðbært ef það er gert rétt frá byrjun. Það er því mikilvægt að vera vel skipulögð, sýna fagmennsku og hugsið vel um upplifun gestanna þinna. Þeir eru komnir til að njóta alls þess sem Ísland hefur upp á að bjóða og þú hefur stóran þátt í því að gera ferðina ógleymanlega.“
1. Fangaðu eignina í sínu besta ljósi
Ljósmyndir eru það fyrsta sem gestir skoða áður en þeir bóka. Ef eignin lítur vel út á myndum færðu fleiri bókanir á betri verði. Láttu fagmann taka myndir af snyrtilegri og vel uppsettri eigninni. Góð rúmföt, falleg lýsing og hlýlegt umhverfi skiptir miklu máli.
2. Hafðu lágmarksdvöl lengri en eina nótt
Það kostar mest að þrífa og skipta um lín á milli gesta. Þú græðir meira og vinnur minna ef þú færð gesti í lengri tíma. Settu lágmarksdvöl í að minnsta kosti þrjár nætur. í Reykjavík gengur oft vel að hafa 4–5 nætur að lágmarki. Gestir bóka þá lengur og þú sparar tíma, vinnu og peninga.
3. Hafðu skýrar leiðbeiningar fyrir gestina
Gestir hafa margar spurningar: Hvernig kemst ég inn? Hvernig nota ég kaffivélina eða þvottavélina? Hvaða húsreglur gilda? Ef þú ert með skýrar leiðbeiningar sem svara öllum helstu spurningum strax í upphafi, þá sparar þú þér tíma, vinnu og óþarfa stress. Gestir verða einnig ánægðari þegar þeir finna svörin sín sjálfir.
4. Fylgstu vel með verðlagi
Gisting á Íslandi getur verið mjög mismunandi í verði eftir árstíðum. Verð í júlí getur til dæmis verið tvöfalt hærra en í maí. Skoðaðu hvað hótel og sambærilegar eignir í nágrenni eru að rukka. Kannaðu líka dagatölin þeirra – ef þau eru vel bókuð er verðið líklega rétt. Ekki verðleggja eignina of lágt.
5. Skráðu eignina bæði á Airbnb og Booking.com
Það er auðvelt að nota bæði Airbnb og Booking.com á sama tíma og með þessu einfalda ráði þá tvöfaldar þú fjölda ferðamanna sem sjá þína auglýsingu. Báðar síðurnar eru einfaldir í notkun, sjá um greiðslur beint inn á bankareikninginn þinn og bjóða tryggingu ef eitthvað fer úrskeiðis.