Rétt verðstýring á gistimarkaði hækkar meðalverð og eykur nýtingu

Það er mikilvægt að vera með sýnileika fyrir gististaði því …
Það er mikilvægt að vera með sýnileika fyrir gististaði því samkeppnin er mjög hörð og langflestir ferðamenn bóka orðið gistingu á netinu að sögn Guðmundar Árna Ólafssonar, rekstrarstjóra GreenKey á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Sam­keppni á ís­lensk­um gisti­markaði er mjög hörð og nú orðið bóka lang­flest­ir ferðamenn gist­ingu á net­inu. Það er því gríðarlega mik­il­vægt að vera með sýni­leika að sögn Guðmund­ar Árna Ólafs­son­ar, rekstr­ar­stjóra Green­Key á Íslandi. „Ef gist­i­rými er ekki sýni­legt á helstu sölurás­um, með vönduðu mynd­efni og skýr­um lýs­ing­um, finn­ur vænt­an­leg­ur gest­ur það ein­fald­lega ekki og bók­ar ann­ars staðar. Öflug viðvera á mörg­um bók­un­ar­veit­um með fag­legri og sam­ræmdri fram­setn­ingu, há­mark­ar lík­urn­ar á bók­un­um og bæt­ir nýt­ingu yfir árið.

Þá skipt­ir verðstýr­ing líka gríðarlega miklu máli en virk verðstýr­ing er eitt mik­il­væg­asta tækið til að há­marka tekj­ur. Íslenski markaður­inn er afar sveiflu­kennd­ur eft­ir árstíðum, helg­um og viðburðum. Of lág verð skilja eft­ir tekj­ur á borðinu en of há verð leiða til þess að gist­i­rýmið stend­ur autt. Með réttri verðstýr­ingu, sem bygg­ir á raun­tíma­gögn­um og sam­keppn­is­grein­ingu, má ná betra jafn­vægi, hækka meðal­verð og auka nýt­ingu. Hjá Green­Key not­um við til dæm­is sér­hæfðan hug­búnað, PriceLa­bs, sem hjálp­ar okk­ur að verðstilla gist­i­rými dag­lega út frá fram­boði, eft­ir­spurn og öðrum markaðsaðstæðum ásamt því að vera með þrautreynt fólk sem fylg­ist náið með bókunn­ar­stöðu og verðþóun.“

Það er fátt eins gefandi og að eiga þátt í …
Það er fátt eins gef­andi og að eiga þátt í að gera frí ferðamanna á Íslandi ein­stakt og stuðla þannig að ógleym­an­leg­um minn­ing­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Að há­marka arðsemi eign­anna

Green­Key er ís­lenskt þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem býður heild­ar­lausn­ir í rekstri fyr­ir skamm­tíma­leigu­eign­ir, gisti­heim­ili og hót­el. Guðmund­ur tal­ar um að þjón­usta Green­Key spann­ar allt frá ræst­ing­um og þvotti til gesta­sam­skipta, bók­an­a­stýr­ing­ar, verðlagn­ing­ar og viðhalds. „Mark­mið okk­ar er ein­falt; að hjálpa eig­end­um að há­marka arðsemi eigna sinna með lág­marks fyr­ir­höfn um leið og við tryggj­um gest­um framúrsk­ar­andi upp­lif­un. Við leggj­um áherslu á sjálf­bærni og nýt­um tækn­ina til að auka sjálf­virkni og lækka rekstr­ar­kostnað án þess að það komi niður á gæðum þjón­ust­unn­ar.

Síðan Green­Key var stofnað árið 2014 höf­um við ein­beitt okk­ur að því að þróa lausn­ir sem henta ís­lensk­um aðstæðum og laga sig að þeim miklu sveifl­um sem ein­kenna ferðaþjón­ustu­markaðinn hér á landi. Í dag búum við yfir margra ára reynslu í að þjón­usta fjöl­breytt­an hóp gisti­staða, allt frá stök­um íbúðum upp í hót­el og gisti­heim­ili.“

Fyrir gististaði er mikill kostnaður í að þrífa og skipta …
Fyr­ir gisti­staði er mik­ill kostnaður í að þrífa og skipta um lín á milli gesta. Gott er því þegar gest­ir gista í lengri tíma. Ljós­mynd/​Colour­box

Sól­ar­hringsþjón­usta við gesti

Aðspurður hver sé ávinn­ing­ur gisti­staða af því að nýta sér þjón­ustu Green­Key seg­ir Guðmund­ur að þegar gisti­staðir velji Green­Key feli þeir rekst­ur­inn í hend­ur reynslu­mik­ils fagaðila sem sér­hæf­ir sig í um­sýslu skamm­tíma­leigu. Ávinn­ing­ur­inn sé margþætt­ur en til að mynda minni rekstr­ar­kostnaður því með stærðar­hag­kvæmni, sjálf­virkni og skil­virk­um verk­ferl­um lækk­ar rekstr­ar­kostnaður hjá flest­um viðskipta­vin­um Green­Key. „Það verða líka aukn­ar tekj­ur og meiri nýt­ing því tekju­stýr­ing­ar­t­eymi okk­ar trygg­ir bestu mögu­legu verðlagn­ingu á hverj­um tíma. Svo ekki sé minnst á sól­ar­hringsþjón­ustu við gesti því við sjá­um um öll sam­skipti við gesti af fag­mennsku auk þess sem við erum með vel þjálfað starfs­fólk sem sér um ræst­ingu og þvott.

Með skil­virkri um­sjón bók­un­ar­síðna, skýr­um gæðastöðlum og ströngu eft­ir­liti tryggj­um við ánægju gesta. Það skil­ar sér í betri um­sögn­um, aukn­um sýni­leika og hærra hlut­falli end­ur­koma. Svo er þjón­usta okk­ar skalan­leg og hent­ar jafnt þeim sem eiga eina eign og þeim sem reka stór eigna­söfn. Þetta gef­ur eig­end­um tæki­færi til að stækka við sig án þess að auka eigið vinnu­álag. Í stuttu máli sagt dreg­ur sam­starf við Green­Key úr áhyggj­um og eyk­ur arðsemi, um leið og það bygg­ir traust­an grunn fyr­ir rekst­ur­inn til framtíðar.“

Hjá GreenKey er sólarhringsþjónusta við gesti auk þess sem þar …
Hjá Green­Key er sól­ar­hringsþjón­usta við gesti auk þess sem þar er vel þjálfað starfs­fólk sem sér um ræst­ingu og þvott. Ljós­mynd/​Aðsend

Vertu gest­gjaf­inn sem fólk man eft­ir

Guðmund­ur tal­ar um að það sé fátt eins gef­andi og að eiga þátt í að gera frí ferðamanna á Íslandi ein­stakt og stuðla þannig að ógleym­an­leg­um minn­ing­um. „Besta ráð mitt til þeirra sem eru að íhuga að leigja út eign­ina sína er að mynda sér skýra sýn á það hvaða mark­miðum maður vill ná með út­leig­unni. Ef ástríðan ligg­ur í gest­risni og löng­un til að veita per­sónu­lega þjón­ustu, þá mæli ég með að gefa sér góðan tíma í und­ir­bún­ing og ígrunda alla þá þætti sem skapa góða upp­lif­un.


Vel unn­in vinna á þessu sviði skil­ar sér ekki aðeins í tekj­um held­ur líka í ánægju og stolti. Þá er mik­il­vægt að vera gest­gjaf­inn sem fólk man eft­ir. Það að leigja út eign get­ur verið virki­lega skemmti­legt og arðbært ef það er gert rétt frá byrj­un. Það er því mik­il­vægt að vera vel skipu­lögð, sýna fag­mennsku og hugsið vel um upp­lif­un gest­anna þinna. Þeir eru komn­ir til að njóta alls þess sem Ísland hef­ur upp á að bjóða og þú hef­ur stór­an þátt í því að gera ferðina ógleym­an­lega.“

Góð ráð frá Green­Key

1. Fangaðu eign­ina í sínu besta ljósi
Ljós­mynd­ir eru það fyrsta sem gest­ir skoða áður en þeir bóka. Ef eign­in lít­ur vel út á mynd­um færðu fleiri bók­an­ir á betri verði. Láttu fag­mann taka mynd­ir af snyrti­legri og vel upp­settri eign­inni. Góð rúm­föt, fal­leg lýs­ing og hlý­legt um­hverfi skipt­ir miklu máli.


2. Hafðu lág­marks­dvöl lengri en eina nótt
Það kost­ar mest að þrífa og skipta um lín á milli gesta. Þú græðir meira og vinn­ur minna ef þú færð gesti í lengri tíma. Settu lág­marks­dvöl í að minnsta kosti þrjár næt­ur. í Reykja­vík geng­ur oft vel að hafa 4–5 næt­ur að lág­marki. Gest­ir bóka þá leng­ur og þú spar­ar tíma, vinnu og pen­inga.


3. Hafðu skýr­ar leiðbein­ing­ar fyr­ir gest­ina
Gest­ir hafa marg­ar spurn­ing­ar: Hvernig kemst ég inn? Hvernig nota ég kaffi­vél­ina eða þvotta­vél­ina? Hvaða hús­regl­ur gilda? Ef þú ert með skýr­ar leiðbein­ing­ar sem svara öll­um helstu spurn­ing­um strax í upp­hafi, þá spar­ar þú þér tíma, vinnu og óþarfa stress. Gest­ir verða einnig ánægðari þegar þeir finna svör­in sín sjálf­ir.


4. Fylgstu vel með verðlagi
Gist­ing á Íslandi get­ur verið mjög mis­mun­andi í verði eft­ir árstíðum. Verð í júlí get­ur til dæm­is verið tvö­falt hærra en í maí. Skoðaðu hvað hót­el og sam­bæri­leg­ar eign­ir í ná­grenni eru að rukka. Kannaðu líka daga­töl­in þeirra – ef þau eru vel bókuð er verðið lík­lega rétt. Ekki verðleggja eign­ina of lágt.


5. Skráðu eign­ina bæði á Airbnb og Book­ing.com
Það er auðvelt að nota bæði Airbnb og Book­ing.com á sama tíma og með þessu ein­falda ráði þá tvö­fald­ar þú fjölda ferðamanna sem sjá þína aug­lýs­ingu. Báðar síðurn­ar eru ein­fald­ir í notk­un, sjá um greiðslur beint inn á banka­reikn­ing­inn þinn og bjóða trygg­ingu ef eitt­hvað fer úr­skeiðis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert