HÚN í stað HÚH

Auglýsing Eimskips, sem ber yfirskriftina „HÚN – Örugg sending í …
Auglýsing Eimskips, sem ber yfirskriftina „HÚN – Örugg sending í höfn“ leikur sér að tengingum milli flutninga og fótbolta. Ljósmynd/Ari Magg

Ný­lega gerðist Eim­skip einn af bak­hjörl­um Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) og í aðdrag­anda EM kvenna hef­ur mik­il stemn­ing skap­ast á vinnustaðnum.

„Í til­efni af EM kvenna langaði okk­ur sér­stak­lega að styðja við landsliðið og um leið vekja at­hygli á mik­il­vægi jafn­rétt­is í íþrótt­um og sam­fé­lag­inu al­mennt,“ seg­ir Harpa Hödd Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mannauðs- og sam­skipta­sviðs hjá Eim­skip.

„Við störf­um í hefðbundn­um karllæg­um geira og höf­um mark­visst verið að efla stöðu kvenna inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars með leiðtogaþjálf­un og mark­vissri arf­taka­áætl­un sem er hvoru tveggja liður í jafn­rétt­isáætl­un­um fé­lags­ins. Við vit­um hvert við vilj­um stefna og langaði að senda þau skila­boð út í sam­fé­lagið. Markaðsteymið fór því af stað í hug­mynda­vinnu ásamt Kontor. Þegar hug­mynd­in að HÚN í stað HÚH kom, þá fannst okk­ur það smellpassa við mó­mentið, að gefa stelp­un­um sviðsljósið og hvetja þær áfram. Í fram­hald­inu komu Skot, leik­stjór­inn Þóra Hilm­ars­dótt­ir og ljós­mynd­ar­inn Ari Magg að verk­efn­inu og hug­mynd­in hélt áfram að þró­ast.“

Stolt af stuðningi við stelp­urn­ar á EM

Aug­lýs­ing­in, sem ber yf­ir­skrift­ina „HÚN – Örugg send­ing í höfn“ hef­ur vakið at­hygli fyr­ir skemmti­lega nálg­un. „Við vild­um sýna stelp­un­um ein­læg­an stuðning og færa þeim eitt­hvað al­veg ein­stakt. HÚH-ið er orðið hluti af þjóðarsál­inni, hálf­gert þjóðar­tákn, og það var gam­an að taka smá snún­ing á því og færa stelp­un­um sína eig­in út­gáfu af Vík­ingaklapp­inu. Við erum ótrú­lega ánægð með hvernig tókst til og við náðum að fanga stoltið og þá sam­stöðu sem landsliðið vek­ur hjá þjóðinni,“ seg­ir Harpa.

HÚH-ið er orðið hluti af þjóðarsálinni, hálfgert þjóðartákn, og það …
HÚH-ið er orðið hluti af þjóðarsál­inni, hálf­gert þjóðar­tákn, og það var gam­an að taka smá tvist á því og færa stelp­un­um sína eig­in út­gáfu af Vík­ingaklapp­inu seg­ir Harpa í viðtal­inu. Ljós­mynd/​Ari Magg

Tólf­an tók HÚN! vík­ingaklappið í há­deg­is­hléi Eim­skips

Sam­fé­lags­leg ábyrgð hef­ur lengi verið hluti af stefnu og sýn fé­lags­ins, þar á meðal hjálma­verk­efnið sem hef­ur verið keyrt í sam­starfi við Kiw­an­is frá ár­inu 2004.

„Við leggj­um mikla áherslu á að styðja sam­fé­lagið og nærum­hverfið með mark­viss­um hætti. Sam­starfið við KSÍ nær einnig yfir stuðning á grasrót­ar­starfi KSÍ um land allt, sem okk­ur finnst skipta miklu máli.“

„Það hef­ur verið virki­lega gam­an að sjá hvernig starfs­fólkið hef­ur tekið þátt í niðurtaln­ing­unni að EM. Við höf­um meðal ann­ars fengið tæki­færi til að bjóða börn­um starfs­fólks að verða svo­kallaðir lukkukrakk­ar. Það hlut­verk fel­ur í sér að leiða leik­menn beggja liða inn á völl­inn og standa með þeim á meðan þjóðsöngv­arn­ir eru flutt­ir. Við sköpuðum einnig EM-stemn­ingu á vinnustaðnum með upp­hit­un fyr­ir leiki liðsins, frum­sýn­ingu aug­lýs­ing­ar­inn­ar í mat­saln­um í há­deg­inu og heim­sókn frá Tólf­unni, sem kom auðvitað með lát­um, tók HÚN-Vík­ingaklappið og fékk all­an sal­inn með. Það hitti skemmti­lega í mark.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Eim­skip (@eim­skip)

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert