Jón Axel Ólafsson, eigandi JH Vinnustofu og Bluetti á Íslandi, segir algjör óþarfi að slást um innstungurnar á tjaldsvæðum landsins í sumar. Hann segir okkur lifa á tækniöld og að við eigum að vera úti í náttúrunni með hluta af þeim lúxus sem við búum við heima. Það eina sem við þurfum að muna eftir er að taka með okkur Bluetti orkubankann og þá þarf ekki að slást um rafmagnið lengur!
„Við lifum á áhugaverðum tímum þar sem okkur býðst að eiga glæsilega húsbíla, hjólhýsi og tjaldvagna og að ferðast um landið okkar fallega með hluta af þeim gæðum sem við þekkjum að heiman. Að mínu mati eigum við að taka með okkur Nespresso-vélina okkar, brauðristina, Airfryerinn og Netflixið í ferðalagið og til að slást ekki um innstungurnar á tjaldsvæðunum þá þurfum við bara að passa að hafa Bluetti orkubanka með í för,“ segir Jón Axel Ólafsson, eigandi JH Vinnustofu sem hefur verið stoltur einkasöluaðili Bluetti orkubankana á Íslandi síðustu ár.
Hvað geturðu sagt okkur um Bluetti?
„Bluetti orkubankarnir eru ótrúlega einföld lausn fyrir þá sem vilja hafa aðgang að rafmagni þar sem það nýtur við. Nútíma samfélag kallar á notkun rafmagns í meira mæli og við sjáum það á öllum sviðum daglegs lífs. Þegar við erum að ferðast vilja krakkarnir hlaða símana og spjaldtölvurnar. Þau vilja geta verið með rafmagnshjólin sín í hjólhýsinu hjá ömmu og afa og þá þurfum við að geta hlaðið hjólin fljótt og vel.
Við höfum unnið náið með Bluetti í Evrópu með það að markmiði að byggja upp sterkt og leiðandi vörumerki sem býður upp á sjálfbærar orkulausnir til íslenskra viðskiptavina. Bluetti er heimsþekkt fyrir háþróaðar færanlegar orkustöðvar og sólarorkugjafa og með þessu samstarfi tryggjum við að Íslendingar hafi aðgang að nýjustu tækni á sviði endurnýjanlegrar orku.“
Það er auðheyrt á Jóni Axel að í gegnum JH Vinnustofu vilji hann vera til staðar fyrir viðskiptavini sína í þeirra viðleitni að vera úti í náttúrunni í sumar. „Ferðafólk á húsbílum hefur verið okkar stærsti viðskiptavinahópur í sumar. Allt í einu er komin ódýr og þægileg lausn fyrir húsbílinn og hjólhýsið. Bluetti er „plug and play“. Engar flóknar og dýrar tengingar og allur búnaður sem þú þarft er í einu litlu boxi!
Við viljum búa til faglegar lausnir og tryggja jákvæða upplifun viðskiptavina af okkar vörum. Bluetti virkar mjög vel hvort sem þú ert að leita að neyðarorku fyrir heimili þitt eða fyrirtæki, að leita að lausnum fyrir útivist eða að leita eftir kerfum sem henta fyrirtækjum í afskekktum aðstæðum. Með Bluetti höfum við fundið traustan samstarfsaðila sem deilir sömu gæðum og skuldbindingu til viðskiptavina og við gerum.“
Bluetti-vörurnar samanstanda af öflugum LiFePO4-rafhlöðum sem bjóða upp á mikla endingu og áreiðanleika. „Þær eru einnig einfaldar í notkun, flytjanlegar og fullkomnar til að mæta ströngustu kröfum. Með sólarorkugjöfum Bluetti stuðlum við að sjálfbærari framtíð með endurnýjanlegri orku sem er bæði hagkvæm og vistvæn.
Samstarf okkar við Bluetti hefur þegar sannað sig sem mikilvægur liður í að auka orkuöryggi á Íslandi. Við munum halda áfram að efla þetta samstarf og bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi vörur og þjónustu sem mæta þörfum þeirra í dag og til framtíðar.“
Aðspurður um JH Vinnustofu og Bluetti á Íslandi segir Jón Axel fyrirtækið vera fjölskyldufyrirtæki í eigu hans og Maríu Johnson auk barna þeirra. „Fjölskyldan tekur mikinn þátt í rekstrinum og aðstoðar við að þjónusta viðskiptavini á hverjum degi.“