„Algjör óþarfi að slást um innstungurnar á tjaldsvæðunum“

Bluetti orkubankarnir eru ótrúlega einföld lausn fyrir þá sem vilja …
Bluetti orkubankarnir eru ótrúlega einföld lausn fyrir þá sem vilja hafa aðgang að rafmagni þar sem það nýtur við að sögn Jóns Axels Ólafssonar, eiganda JH Vinnustofu og Bluetti á Íslandi. mbl.is/Eyþór

Jón Axel Ólafs­son, eig­andi JH Vinnu­stofu og Blu­etti á Íslandi, seg­ir al­gjör óþarfi að slást um inn­stung­urn­ar á tjaldsvæðum lands­ins í sum­ar. Hann seg­ir okk­ur lifa á tækniöld og að við eig­um að vera úti í nátt­úr­unni með hluta af þeim lúx­us sem við búum við heima. Það eina sem við þurf­um að muna eft­ir er að taka með okk­ur Blu­etti orku­bank­ann og þá þarf ekki að slást um raf­magnið leng­ur!

„Við lif­um á áhuga­verðum tím­um þar sem okk­ur býðst að eiga glæsi­lega hús­bíla, hjól­hýsi og tjald­vagna og að ferðast um landið okk­ar fal­lega með hluta af þeim gæðum sem við þekkj­um að heim­an. Að mínu mati eig­um við að taka með okk­ur Nespresso-vél­ina okk­ar, brauðrist­ina, Air­fryer­inn og Net­flixið í ferðalagið og til að slást ekki um inn­stung­urn­ar á tjaldsvæðunum þá þurf­um við bara að passa að hafa Blu­etti orku­banka með í för,“ seg­ir Jón Axel Ólafs­son, eig­andi JH Vinnu­stofu sem hef­ur verið stolt­ur einka­söluaðili Blu­etti orku­bank­ana á Íslandi síðustu ár. 

Bluetti vörurnar samanstanda af öflugum LiFePO4-rafhlöðum sem bjóða upp á …
Blu­etti vör­urn­ar sam­an­standa af öfl­ug­um Li­FePO4-raf­hlöðum sem bjóða upp á mikla end­ingu og áreiðan­leika. mbl.is/​Eyþór

Hvað get­urðu sagt okk­ur um Blu­etti?

„Blu­etti orku­bank­arn­ir eru ótrú­lega ein­föld lausn fyr­ir þá sem vilja hafa aðgang að raf­magni þar sem það nýt­ur við. Nú­tíma sam­fé­lag kall­ar á notk­un raf­magns í meira mæli og við sjá­um það á öll­um sviðum dag­legs lífs. Þegar við erum að ferðast vilja krakk­arn­ir hlaða sím­ana og spjald­tölvurn­ar. Þau vilja geta verið með raf­magns­hjól­in sín í hjól­hýs­inu hjá ömmu og afa og þá þurf­um við að geta hlaðið hjól­in fljótt og vel.

Við höf­um unnið náið með Blu­etti í Evr­ópu með það að mark­miði að byggja upp sterkt og leiðandi vörumerki sem býður upp á sjálf­bær­ar orku­lausn­ir til ís­lenskra viðskipta­vina. Blu­etti er heimsþekkt fyr­ir háþróaðar fær­an­leg­ar orku­stöðvar og sól­ar­orku­gjafa og með þessu sam­starfi tryggj­um við að Íslend­ing­ar hafi aðgang að nýj­ustu tækni á sviði end­ur­nýj­an­legr­ar orku.“

Við eigum að vera úti í náttúrunni með hluta af …
Við eig­um að vera úti í nátt­úr­unni með hluta af þeim lúx­us sem við búum við heima. Það eina sem við þurf­um að muna eft­ir er að taka með okk­ur Blu­etti orku­bank­ann og þá þarf ekki að slást um raf­magnið leng­ur! Ljós­mynd/​Aðsend

Blu­etti er ódýr og frá­bær lausn fyr­ir hús­bíla og hjól­hýsi

Það er auðheyrt á Jóni Axel að í gegn­um JH Vinnu­stofu vilji hann vera til staðar fyr­ir viðskipta­vini sína í þeirra viðleitni að vera úti í nátt­úr­unni í sum­ar. „Ferðafólk á hús­bíl­um hef­ur verið okk­ar stærsti viðskipta­vina­hóp­ur í sum­ar. Allt í einu er kom­in ódýr og þægi­leg lausn fyr­ir hús­bíl­inn og hjól­hýsið. Blu­etti er „plug and play“. Eng­ar flókn­ar og dýr­ar teng­ing­ar og all­ur búnaður sem þú þarft er í einu litlu boxi!

Við vilj­um búa til fag­leg­ar lausn­ir og tryggja já­kvæða upp­lif­un viðskipta­vina af okk­ar vör­um. Blu­etti virk­ar mjög vel hvort sem þú ert að leita að neyðarorku fyr­ir heim­ili þitt eða fyr­ir­tæki, að leita að lausn­um fyr­ir úti­vist eða að leita eft­ir kerf­um sem henta fyr­ir­tækj­um í af­skekkt­um aðstæðum. Með Blu­etti höf­um við fundið traust­an sam­starfsaðila sem deil­ir sömu gæðum og skuld­bind­ingu til viðskipta­vina og við ger­um.“

Bluetti er heimsþekkt fyrir háþróaðar færanlegar orkustöðvar og sólarorkugjafa.
Blu­etti er heimsþekkt fyr­ir háþróaðar fær­an­leg­ar orku­stöðvar og sól­ar­orku­gjafa. Ljós­mynd/​Aðsend

Blu­etti-vör­urn­ar sam­an­standa af öfl­ug­um Li­FePO4-raf­hlöðum sem bjóða upp á mikla end­ingu og áreiðan­leika. „Þær eru einnig ein­fald­ar í notk­un, flytj­an­leg­ar og full­komn­ar til að mæta ströngustu kröf­um. Með sól­ar­orku­gjöf­um Blu­etti stuðlum við að sjálf­bær­ari framtíð með end­ur­nýj­an­legri orku sem er bæði hag­kvæm og vist­væn.

Sam­starf okk­ar við Blu­etti hef­ur þegar sannað sig sem mik­il­væg­ur liður í að auka orku­ör­yggi á Íslandi. Við mun­um halda áfram að efla þetta sam­starf og bjóða viðskipta­vin­um okk­ar framúrsk­ar­andi vör­ur og þjón­ustu sem mæta þörf­um þeirra í dag og til framtíðar.“

Fjöl­skyld­an tek­ur mik­inn þátt í rekstr­in­um

Aðspurður um JH Vinnu­stofu og Blu­etti á Íslandi seg­ir Jón Axel fyr­ir­tækið vera fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki í eigu hans og Maríu John­son auk barna þeirra. „Fjöl­skyld­an tek­ur mik­inn þátt í rekstr­in­um og aðstoðar við að þjón­usta viðskipta­vini á hverj­um degi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert