Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Kall­ar eft­ir meiri stuðningi á landa­mær­um

    „Við þurf­um að vakna,“ seg­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um og þar með yf­ir­maður landa­mæra­eft­ir­lits á Kefla­vík­ur­flug­velli ásamt toll­in­um. Úlfar seg­ist ekki bara geta sent minn­is­blöð um ástandið. Hann seg­ist þurfa um hálf­an millj­arð króna í viðbótar­fjárfram­lög til að hægt sé að sinna eft­ir­liti á landa­mær­un­um sóma­sam­lega. Hann kall­ar eft­ir tíu til fjór­tán fanga­vörðum og stuðningi rík­is­stjórn­ar, þings og þjóðar. Er­lend­ar glæpaklík­ur hafa náð fót­festu á Íslandi og seg­ir Úlfar að þess­ar klík­ur sæki á lög­reglu­embættið á Suður­nesj­um með aðstoð ís­lenskra lög­manna. Hann er þeirr­ar skoðunar að við get­um enn snúið stöðunni á þessu sviði okk­ur í hag. Hann bend­ir jafn­framt á að það sé eng­in skylda af hálfu Íslands að vista hér á landi er­lenda rík­is­borg­ara sem hafi gerst brot­leg­ir við lög. Það sé ekki hluti af samn­ing­um við Evr­ópu­sam­bandið. Enn eru nokk­ur flug­fé­lög sem fljúga til Íslands sem ekki veita upp­lýs­ing­ar um farþega sam­kvæmt alþjóðaregl­um. Þessi ótrú­lega staða hef­ur verið til um­fjöll­un­ar mánuðum sam­an eft­ir að Úlfar vakti fyrst at­hygli á þessu í viðtali við Morg­un­blaðið. Hann von­ast til að þess­ari smugu verði lokað síðar á ár­inu. Hann bend­ir hins veg­ar á að tolla­yf­ir­völd hafi mögu­leika á að knýja á um að þessi flug­fé­lög skili upp­lýs­ing­um á til­sett­um tíma. Þeim úrræðum hef­ur ekki verið beitt. Bolt­inn er hjá stjórn­völd­um. Úlfar hvet­ur stjórn­mála­menn til að hlusta á hvað emb­ætt­is­menn sem eru í fram­lín­unni hafa að segja. Hann kall­ar eft­ir breyt­ing­um á út­lend­inga­lög­um og að auk­in úrræði verði jafn­framt sett beint inn í landa­mæra­lög.

    Spila sem hljóðskrá:

    0% buffered00:00Current time00:00

    Til baka á forsíðu Dagmáls »