Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Aft­ur á vit æv­in­týra eft­ir 18 ár

    Seint í sept­em­ber haustið 2007 breytt­ist líf hans var­an­lega. Jón Gunn­ar Benja­míns­son var í gæsa­veiðiferð fyr­ir aust­an. Þeir fé­lag­arn­ir óku Hell­is­heiði eystri í af­taka­veðri á leið til Eg­ilsstaða. Jón Gunn­ar var í aft­ur­sæt­inu og þar voru ekki bíl­belti. Bíll­inn fór út af og valt. Hann hlaut lífs­hættu­lega áverka. Ósæðin rifnaði og tveir hryggj­arliðir möl­brotnuðu. Það tókst að bjarga lífi hans en hann hef­ur not­ast við hjóla­stól frá slys­inu. Eina skiptið sem Jón Gunn­ar grét var nótt­in eft­ir að hon­um var til­kynnt að hann myndi aldrei ganga aft­ur. Þá syrgði hann lífið sem hann þekkti og elskaði. Veiðiskap­ur er hon­um í blóð bor­inn og þar var mesti ótt­inn og stærsta sorg­in. Bróðir Jóns Gunn­ars hafði lam­ast nokkr­um árum áður, einnig eft­ir slys. Það er Berg­ur Þorri Benja­míns­son, öt­ull bar­áttumaður fyr­ir rétt­ind­um fatlaðra svo eitt­hvað sé nefnt. Jón Gunn­ar tók löm­un­ina á kass­ann. Hann hóf rekst­ur á eig­in ferðaþjón­ustu sem tók mið af þörf­um fatlaðra. Nú er hann að kynna nýtt verk­efni sem mun breyta lífi fólks sem glím­ir við fötl­um af ýms­um toga. Hann er að flytja inn raf­magns­drifið tor­færu­hjól sem opn­ar nýj­ar vídd­ir fyr­ir fólks í hans stöðu. Græj­an er hönnuð af norsk­um verk­fræðingi sem á lamaða konu. Jón Gunn­ar stefn­ir að því í vor og sum­ar að heim­sækja veiðistaði sem hann var bú­inn að af­skrifa og kveðja. Í þætti dags­ins seg­ir hann sína sögu og ræðir nýja töfra­tækið sem fær­ir hon­um og lík­ast til mörg­um öðrum meiri lífs­gæði.

    Spila sem hljóðskrá:

    0% buffered00:00Current time00:00

    Til baka á forsíðu Dagmáls »