Á Krýsuvík er rekið langtímameðferðarheimili fyrir fólk sem glímir við margþáttaðan vanda og hefur misst tök á lífi sínu eftir að hafa ánetjast vímuefnum. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri og Jónína Guðný Elísabetardóttir, teymisstjóri ráðgjafa á meðferðarheimilinu eru gestir Dagmála í dag. Þau ræða stöðuna, sem meðal annars birtist í þeirri nöturlegu staðreynd að biðlistar lengjast þrátt fyrir að hver einasta kompa er nýtt á Krýsuvík fyrir skjólstæðinga. Þau játa því að fólk á þessum biðlistum deyr og oftar en ekki er um að ræða ungt fólk.
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að sjö af hverjum tíu sem ljúka fullri hálfs árs meðferð á Krýsuvík eru enn á beinu brautinni eftir tvö ár.
Meðferðin er einstaklingsmiðuð og tekur til allra mögulegra þátta. Þar á meðal eru skuldir einstaklingsins og þá ekki síst við undirheimana.
Framtíðardraumar eru að fjölga plássum fyrir skjólstæðinga og þar eru hafin samtöl. Krýsuvík á daginn í Dagmálum í dag.