Tókst á við áföllin og er þakklát í dag

Þjóðargersemin með breiða brosið, Erna Hrönn Ólafsdóttir söng- og fjölmiðlakona, er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum í dag. Erna ræðir æskuna, erfiðleikana og áföllin á einlægan og opinskáan hátt. Einnig segir hún frá þeim örlögum hvernig hún komst inn í tónlistarbransann þegar hún flutti til Reykjavíkur.

Dómsdagur í nánd

Alþingiskosningar verða eftir tvo daga og þeir Stefán Pálsson sagnfræðingur og Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður fara yfir kosningabaráttuna frá vinstri til hægri, stöðu í könnunum og horfum um úrslit og stjórnarmyndun.

Skiljanlegt að verðtryggðir vextir hækki

Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir skiljanlegt að bankarnir hækki verðtryggða vexti þegar verðbólgan lækkar. Þetta segir hann í viðskiptahluta Dagmála en hann var gestur ásamt Unu Jónsdóttur aðalhagfræðingi Landsbankans.

Jólamavurinn í nýjar nærbuxur og áttundu jólatónleikarnir

Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson er gestur Ásthildar Hannesdóttur í Dagmálum í dag. Í þættinum fara þau um víðan völl en Geir stendur nú í stórræðum við endurútgáfu lagsins Jólamavurinn og heldur jafnframt jólatónleikana Las Vegas Christmas Show í áttunda sinn um næstkomandi helgi.