Eftirhreytur þingvetrar

Þinginu lauk loksins, sumu tókst að ljúka en annað varð að fjúka. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar og Karítas Ríkharðsdóttir fjölmiðlakona ræða það, ríkisstjórnarsamstarfið, hina pólitísku stöðu og framhaldið.

Stórfyrirtæki mögulega á förum

Sigl­firska líf­tæknifyr­ir­tækið Genís er metið á 23 millj­arða króna, sé miðað við verðmat í tengsl­um við 1,1 millj­arðs króna hluta­fjáraukn­ingu sem ráðist var í fyr­ir skemmstu. Ró­bert Guðfinns­son stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins fer með 70% hlut í fé­lag­inu og er hann sam­kvæmt þessu met­inn á 16 millj­arða króna. Hann segir að til greina komi að flytja fyrirtækið frá Siglufirði ef sveitarfélaginu næst ekki að standa við loforð um uppbyggingu á svæðinu.

Auðveldara að segja brandara í kirkju

Tónlistarmaðurinn Mugison, sem réttu nafni heitir Elías Guðmundsson, segist alla tíð hafa heillast af kirkjum. Í byrjun árs setti hann sér það óvenjulega markmið að halda tónleika í 100 kirkjum í 100 póstnúmerum árið 2024. Tónleikaröðinni miðar vel og hefur honum nú þegar tekist að spila í 22 kirkjum vítt og breitt um landið, sem þýðir að nú á hann 78 kirkjur eftir. Mugison ræðir um lífið og tilveruna við Kristínu Sif Björgvinsdóttur í Dagmálum í dag.

Stjórnarskráin er skrifuð á dulmáli

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði fer yfir forsetakosninganar, EES samninginn, og vinstri og hægri sveiflu í Bretlandi og Frakklandi. Hann segir taktíska kosningar ekki vera nýjar af nálinni og oskynsamlegt sé að að banna skoðanakannair fyrir kosningar. Þá segir hann vinstri sveiflu í Bretlandi og hægri sveiflu í Frakklandi vera dæmigerða fyrir þær sakir að það sé orðið lögmál að ríkjandi valdhafar tapi fylgi á undanförnum árum.