Sérhæfð þjálfun fyrir 40 ára og eldri

Styrktar- og næringarþjálfararnir Eggert Ólafsson og Ingimar Jónsson hjá Karbon Ísland eru gestir Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum dagsins. Þar segja þeir frá starfsemi Karbon sem sérhæfir sig í þjálfun fyrir fólk sem hefur náð 40 ára aldri og upp úr.

Óboðleg vinnubrögð ráðherra

Menntamálin fengu ekki nægilega athygli núverandi menntamálaráðherra og er nú ljóst að ekki mun takast að samþykkja þau frumvörp sem ráðuneyti hans hefur unnið að síðustu mánuði áður en Íslendingar ganga til kosninga á ný. Þetta kemur fram í máli þingkvennanna Bryndísar Haraldsdóttur og Þorbjargar Gunnlaugsdóttur í Dagmálum þar sem menntamálin voru rædd.

Stjórnmálabaráttan á fullt

Flokkarnir eru búnir að skipa liði sínu á framboðslista og hin eiginlega kosningabarátta að hefjast. Margt bendir til að mikilla umskipta sé að vænta í stjórnmálum og Andrea Sigurðardóttir ræðir það við nafna sinn Magnússon.

Dýrmæt tengsl á milli manna

Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson leiddi uppeldisfélag sitt Breiðablik til sigurs á Íslandsmótinu í knattspyrnu með sigri gegn Víkingi úr Reykjavík í lokaumferð Bestu deildarinnar í Fossvoginum á dögunum. Höskuldur ræddi við Bjarna Helgason um leiðina að Íslandsmeistaratitilinum, æskuárin í Kópavogi, leikmanna- og landsliðsferilinn og framtíðina í boltanum.