INNLENT
Sjálfstæðisflokkurinn fær þrjá þingmenn kjörna í Suðurkjördæmi miðað við nýjustu tölur og bætir við sig manni á kostnað Miðflokksins frá því að fyrstu tölur voru birtar.
INNLENT
Mikill reytingur af fólki hefur verið á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í kvöld. Njáll Trausti Friðbertsson, sem skipar 2. sæti í Norðausturkjördæmi, mætti galvaskur og Jón Þór Kristjánsson, sem skipar 4. sæti, lét sig ekki vanta.
INNLENT
Miklar sviptingar hafa orðið í Suðvesturkjördæmi eftir að kjördæmið skilaði öðrum tölum sínum rétt í þessu.
INNLENT
Mikið stuð og stemning er á kosningavöku Sósíalistaflokksins í Vorstjörnunni í Bolholti í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og frambjóðandi flokksins í 3. sæti í Reykjavíkurkjördæmi Suður, lét sig ekki vanta í partíið.
INNLENT
„Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, í samtali við mbl.is.
INNLENT
„Þetta breytist sjálfsagt ekkert stórkostlega úr þessu, þó það verði kannski einhverjar breytingar á milli manna,“ segir Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknar, sem fær að óbreyttu ekki sæti á þingi miðað við talin atkvæði yfirstandnandi alþingiskosnigna.
INNLENT
Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, segist sáttur með fyrstu tölur kvöldsins sem benda til þess að flokkurinn hljóti flest atkvæði í alþingiskosningunum.
INNLENT
Vinstri græn og Píratar ná ekki inn neinum þingmanni nú þegar fyrstu tölur hafa verið birtar í öllum kjördæmum.
INNLENT
„Þetta lítur vel út. Það er ekki búið að telja öll atkvæðin en þetta lítur vel út enn sem komið er.“
INNLENT
Eiríkur Björn Björgvinsson skipar þriðja sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi og næði inn á þing sem jöfnunarþingmaður miðað við fyrstu tölur. Óvissan er því mikil en hann telur þó Viðreisn eiga mikið inni í Kraganum og bindur vonir við það að verða kjördæmakjörinn.
INNLENT
„Ég verð að segja að þetta eru blendnar tilfinningar. Það er aðili á undan mér sem mælist inni og það var sárt að missa hann úr baráttunni,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um stöðuna eftir fyrstu tölur.
INNLENT
Sigurður Helgi Pálmason, sem skipar annað sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, segir tilfinninguna eftir fyrstu tölur vera stórkostlega, en hann mælist nú inni á þingi.
INNLENT
Sjálfstæðisflokkurinn leiðir í Norðvesturkjördæmi eftir fyrstu tölur. Talin hafa verið 5.719 atkvæði en flokkurinn fær 1.135 þeirra.
INNLENT
„Það hefur verið á brattan að sækja fyrir okkur í Reykjavík, og miðað við mælingar höfum við ekki verið að sjá neitt þessu líkt alla kosningabaráttuna,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, í samtali við mbl.is.
INNLENT
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn leiða á landsvísu nú þegar talning atkvæða er komin vel á leið.
INNLENT
Samfylkingin mælist enn með flest atkvæði í Norðausturkjördæmi, eða 2.371 af 10.000 atkvæðum sem talin hafa verið.
INNLENT
Samfylkingin er með 28% atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi norður miðað við fyrstu tölur og nær fjórum þingmönnum og bætir við sig tveimur þingmönnum frá því í síðustu kosningum. Flokkurinn var síðast með 12,6%.
INNLENT
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að um sé að ræða sögulegar kosningar og að Viðreisn hafi fest sig í sessi út um allt land. Hún segir Viðreisn vera tilbúna í ríkisstjórn.
INNLENT
„Ég er orðlaus“, segir Snorri Másson, oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, í samtali við mbl.is.
INNLENT
Alma Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, segist sátt með niðurstöðurnar í kjördæminu sínu. Flokkurinn bæti við sig 14 prósentustigum og tveimur mönnum en hún vonast eftir að ná þeim fjórða inn.
INNLENT
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ekki inni samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Þegar talin hafa verið 21.949 atkvæði í kjördæminu hafa Vinstri græn fengið 3% atkvæða, eða samtals 650 atkvæði.
INNLENT
Samfylkingin leiðir í fyrstu tölum í Reykjavíkurkjördæmi suður með 5.057 atkvæði af 21.949 töldum.
INNLENT
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kveðst ánægður með fyrstu tölur úr Suðvesturkjördæmi en telur að flokkurinn eigi nóg inni.
INNLENT
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægður með fyrstu tölur úr Suðvesturkjördæmi upp á 28,6 prósent kosningu en hefur þó allan fyrirvara á tölunum.
INNLENT
„Það er augljóst ákall um breytingar og búið að vera í langan tíma og það er það sem er að koma upp úr kössunum.“
INNLENT
„Færðin er búin að vera erfið. En við gátum samið við plóginn sem var að fara frá Norðfirði að taka þetta fyrir okkur á Eskifjörð. Þar er kolvitlaust veður og lokað,“ segir formaður yfirkjörstjórnar í Fjarðabyggð.
INNLENT
Fyrstu tölur leggjast mjög vel í Jón Gnarr, frambjóðanda Viðreisnar.
INNLENT
„Þetta er í við lægra en ég hafði vonast til. Við höfum haft þann taktinn að bæta við okkur eftir því líður á kvöldið,“ segir Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, í samtali við mbl.is.
INNLENT
Samfylkingin leiðir enn í Norðausturkjördæmi þegar 5.000 atkvæði hafa verið talin, með 1.161 atkvæði.
INNLENT
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Suðvesturkjördæmi með 28,6% þegar talin hafa verið 6.300 atkvæði. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 22,2% atkvæða.
INNLENT
„Ég bara get ekki lýst þessu. Ég er hamingjusöm og ég er þakklát og mér líður dásamlega,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrstu tölur í alþingiskosningunum.
INNLENT
„Þetta gengur nokkuð smurt, það er að rætast úr þessu öllu hjá okkur,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi.
INNLENT
Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, er nokkuð ánægður með fyrstu tölur úr kjördæminu en telur að það sé meira inni. Hann heldur í vonina um að flokkurinn fái tvo menn kjörna í kjördæminu.
INNLENT
„Vá.“ Ég bara get ekki verið annað en svakalega ánægð,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, í samtali við mbl.is eftir að fyrstu tölur í kjördæminu voru kynntar.
INNLENT
„Ég er vel stemmd. Þetta er allt öðruvísi en maður upplifði árið 2021. Við höfum fengið mikinn meðbyr og maður vonar að það skili sér í kjörkassann en maður veit aldrei hvað kemur upp úr þeim.“
INNLENT
„Mér líður auðvitað gríðarlega vel. Það er gaman að sjá að það er augljóslega vilji hjá þjóðinni um að sjá breytingar í hinu pólitíska landslagi.“
INNLENT
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ánægður með fyrstu tölurnar í alþingiskosningunum.
INNLENT
„Ég er mjög glaður að sjá þessar fyrstu tölur. Maður veit aldrei svona síðustu dagana fyrir kosningar hvernig þettta endar og er alltaf smá kvíði,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
INNLENT
„Ég er full af þakklæti yfir fyrstu tölum.“
SMARTLAND
Eiginkona Sigmundar Davíðs er ekki mikið fyrir sviðsljósið og sést sjaldan á ljósmyndum.
INNLENT
Vegabréf fór óvart með ofan í kjörkassa á Kjarvalsstöðum í dag. Formaður yfirkjörstjórnar segir eigandann geta nálgast vegabréfið strax í fyrramálið.
INNLENT
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, fær ekki sæti á Alþingi miðað við fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi.
INNLENT
Sjálfstæðisflokkurinn leiðir í Suðurkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum. Talin hafa verið 9442 atkvæði og fékk flokkurinn 2100 þeirra.
INNLENT
Samfylkingin leiðir í Norðausturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum.
INNLENT
„Það er nokkuð tímafrek ferð fyrir höndum með atkvæði frá Hornafirði, það mun taka svolítinn tíma af veðurástæðum.“
INNLENT
Bunkarnir með atkvæðum kjósenda eru misþykkir á talningaborðunum í Norðvesturkjördæmi. Talning er hafin í Borgarnesi en Ari Karlsson formaður yfirkjörstjórnar taldi samviskusamlega niður mínúturnar áður en innsigli á salnum var rofið og talning hófst.
INNLENT
„Ég er bara mjög jákvæður fyrir þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, er hann ræðir við blaðamann mbl.is á kosningavöku í Björginni á neðri hæð Grafarvogskirkju.
INNLENT
„Við vitum að Miðflokkurinn er orðinn afl sem mun breyta íslenskum stjórnmálum. Við erum komin til að vera.“
INNLENT
Kjörgögnin frá Seyðisfirði lögðu af stað til Egilsstaða með björgunarsveitarbíl upp úr klukkan 22 í kvöld og er snjómoksturstæki frá Vegagerðinni sem leiðir för en gul viðvörun er á Austurlandi.
INNLENT
„Ég verð bara að segja – hún er alveg frábær. Þetta er í fjórða skiptið sem ég tek þátt og ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, oddviti Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi, um tilfinninguna fyrir komandi kvöldi.
INNLENT
Byrjað er að telja upp úr kössunum í Norðvesturkjördæmi og fyrstu tölur úr kjördæminu gætu legið fyrir um klukkan hálf eitt í nótt, að sögn Ara Karlssonar, formanns yfirkjörstjórnar.
ÍÞRÓTTIR
Sjö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik West Ham og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikar enduðu með 5:2-sigri Arsenal-manna.
INNLENT
Sjálfstæðismenn hafa streymt í stríðum straumi í Sjálfstæðissalinn við Austurvöll í kvöld.
INNLENT
Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir kosningabaráttuna hafa gengið vel og er hún vongóð um góða kosningu.
INNLENT
Kjörstaðir hafa lokað og talning atkvæða er hafin. Það styttist í að þjóðin fái að heyra fyrstu tölur og er stemningin á kosningavökum að magnast.
ERLENT
Kona í Bretlandi mun vera dregin fyrir dóm og gæti átt yfir höfði sér 330 þúsund króna sekt, þar sem það tók hana lengur en fimm mínútur að borga í stöðumæli.
INNLENT
Arnór Heiðarsson mætti heldur betur í sínu fínasta pússi á kosningavöku Viðreisnar á Hótel Borg í kvöld. Litur Viðreisnar er appelsínugulur og Arnór er því í appelsínugulum jakkafötum og hvítri skyrtu.
ÍÞRÓTTIR
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao máttu þola tap gegn Zaragoza, 82:71, í efstu deild spænska körfuboltans í dag. Tryggvi lék með Zaragoza á árunum 2019 til 2023.
INNLENT
Kosningum er nú lokið, en síðustu kjörstaðir landsins lokuðu klukkan 22 og getur talning atkvæða því hafist.
SMARTLAND
Hún heimsótti móður sína í tilefni dagsins.
ÍÞRÓTTIR
Það hefur gengið brösuglega hjá Manchester City undanfarinn mánuð. Liðið hefur ekki unnið sigur í síðustu sex leikjum og tapað fimm af þeim.
INNLENT
Mjög litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni síðasta sólarhringinn. Enn streymir úr nyrsta gígnum í austur að Fagradalsfjalli.
ERLENT
Donald Trump segir að óvæntur fundur með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í Flórídaríki í Bandaríkjunum í dag hafi verið „mjög árangursríkur“.
ÍÞRÓTTIR
Slóvenía vann öruggan sigur gegn Slóvakíu, 37:24, í E-riðli Evrópumóts kvenna í handbolta í Innsbruck í Austurríki í kvöld.
INNLENT
Afmælisbarninu var boðið upp á köku að tilefni dagsins en Áslaug er 34 ára í dag.
ERLENT
Bandarískir neytendur eyddu 10,8 milljörðum dollara, eða því sem nemur 1.492 milljörðum króna, í tilboð á netinu á svörtum föstudegi.
INNLENT
Kjósendur í Suðurkjördæmi virðast halda sig við fyrri venjur þegar kemur að kjörsókn, en klukkan átta í kvöld höfðu 59,84% þeirra sem eru á kjörskrá kosið.
INNLENT
Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi var 61,8% klukkan átta í kvöld. Samtals höfðu 48.824 manns kosið, en á kjörskrá eru 79.052.
ÍÞRÓTTIR
Landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson fór á kostum fyrir Porto er liðið hafði betur gegn Horta, 38:27, í efstu deild portúgalska handboltans í dag.
INNLENT
Fyrstu kjörseðlarnir eru komnir upp úr kössunum í Norðausturkjördæmi í Brekkuskóla á Akureyri.
ÍÞRÓTTIR
Crystal Palace og Newcastle gerðu 1:1-jafntefli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Lundúnum í dag.
FERÐALÖG
Ef þú ert á leiðinni til Parísar í desember leikur lukkan við þig því dyr Notre-Dame dómkirkjunnar verða opnaðar aftur eftir mikla endurbyggingu þann 7. desember.
INNLENT
Tveir deila fyrsta vinningi Lottó og fá rúmar 17,4 milljónir hvor.
ÍÞRÓTTIR
Justin Kluivert skoraði þrennu af vítapunktinum fyrir Bournemouth í 4:2-sigri liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.
SMARTLAND
Hún var áberandi best förðuð!
INNLENT
Strætó lenti út af vegi í Öxnadal í Eyjafirði um kl. 19 í kvöld. Um 5 manns voru um borð í bifreiðinni en engan sakaði.
ÍÞRÓTTIR
Nottingham Forest hafði betur gegn nýliðunum í Ipswich, 1:0, í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
INNLENT
„Þetta var nú bara allt til gamans gert. Ég vissi í raun ekki að ég mætti ekki mæta í merktum klæðnaði. Þá væri ég ekki að mæta svona,“ segir Egill Trausti Ómarsson sem mætti í peysu merktri Sjálfstæðisflokknum á kjörstað í morgun.
ÍÞRÓTTIR
Arsenal hafði betur gegn West Ham, 5:2, í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum fór Arsenal upp í 25 stig og í annað sæti. West Ham er í 14. sæti með 15 stig.
ERLENT
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Charles Kushner sem sendiherra í Frakklandi en Kushner er faðir tengdasonar Trumps.
INNLENT
„Til gamans tók ég saman í gær hversu mörg símtöl ég tók á einum degi. Þau voru 115,“ segir Ármann Jón Garðarsson, verkstjóri hjá Ístaki, sem hefur ásamt Einari Má Gunnarssyni hjá Íslenskum aðalverktökum verkstýrt uppbyggingu varnargarða umhverfis Grindavík og Svartsengi.
ÍÞRÓTTIR
Borussia Dortmund og Bayern München skildu jöfn, 1:1, í efstu deild þýska fótboltans í Dortmund í kvöld.
INNLENT
Aldrei hafa fleiri utankjörfundaratkvæði verið greidd hjá sýslumannsembættunum í Norðausturkjördæmi.
ÍÞRÓTTIR
Kevin Schade skoraði þrennu fyrir Brentford er liðið vann Leicester, 4:1, í ensku úrvalsdeildinni í dag.
INNLENT
Einn einstaklingur festist í rútu sem fór út af við Fróðárheiði á Snæfellsnesi fyrr í dag. Hann ásamt öðrum var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
ÍÞRÓTTIR
Hægri hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir vonast til þess að Ísland vinni sinn fyrsta leik á Evrópumóti frá upphafi þegar liðið mætir Úkraínu í annarri umferð F-riðils EM 2024 í handknattleik í Innsbruck í Austurríki annað kvöld.
INNLENT
„Staðan er nokkuð stöðug eins og er,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, en vatnsyfirborð Ölfusár við Selfoss hefur haldið áfram að hækka síðan í gærkvöldi vegna klakastíflu.
INNLENT
Klukkan 18 höfðu 51,93% kosið í Suðurkjördæmi.
ÍÞRÓTTIR
Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann öruggan sigur gegn Austurríki, 38:24, í E-riðli Evrópumóts kvenna í handbolta í Innsbruck í Austurríki í dag.
INNLENT
„Það hefur gengið vonum framar, kjörfundir hafa gengið mjög vel. Það kemur ekki til þess að við þurfum að loka neinum kjördeildum fyrr en á auglýstum tíma. Það hefur allt sloppið til,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi.
INNLENT
Alls höfðu 66,45% kosið í Norðvesturkjördæmi klukkan 18 í kvöld.
INNLENT
Búið er að flytja fyrstu kassana af atkvæðum í Laugardalshöllina þar sem þau verða flokkuð og að lokum talin.
ÍÞRÓTTIR
Brighton og Southampton gerðu óvænt 1:1-jafntefli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi.
INNLENT
Þrír bílar lentu saman í árekstri á Hafnarfjarðarveginum, við Arnarnesbrúnna, á sjötta tímanum í dag.
MATUR
Þessir molar eru hollir og góðir til að narta í.
ERLENT
Rússar hafa gert loftárásir á hluta Aleppo í fyrsta sinn frá árinu 2016 eftir að hersveitir uppreisnarmanna náðu meirihluta Aleppo, á sitt vald.
ÍÞRÓTTIR
ÍBV hafði betur gegn Val, 34:28, í úrvalsdeild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í dag.
INNLENT
Það var hálf skömmustulegur kjósandi í Suðurkjördæmi sem kom aftur á kjörstað í Vallaskóla á Selfossi um hádegi í dag, eftir að hann uppgötvaði að hann hafði fyrir mistök tekið með sér síma sem notaður var til að skanna rafræn skilríki kjósenda.
INNLENT
Klukkan 17 í dag var kjörsókn í Suðvesturkjördæmi 46%. Á kjörskrárstofni eru 79.052 manns en 36.373 höfðu kosið.
INNLENT
Einstaklingur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag kýldi fangavörð með krepptum hnefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
ÍÞRÓTTIR
Thea Imani Sturludóttir, hægri skytta Íslands í handknattleik, segir leikmenn spennta fyrir næsta leik liðsins gegn Úkraínu í F-riðli á EM 2024 annað kvöld. Liðið tapaði með tveimur mörkum fyrir Hollandi í fyrstu umferð í gærkvöldi.
VIÐSKIPTI
Margrét Ágústa tók við í byrjun sumars sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og segist sækja innblástur í að tala við félagsmenn og hitta bændur.
ÍÞRÓTTIR
Hollendingurinn Justin Kluivert skoraði þrennu fyrir Bournemouth en öll mörkin komu af vítapunktinum í 4:2-sigri liðsins gegn Wolves í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
INNLENT
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar flytja nú þrjá einstaklinga með sjúkraflugi annars vegar vegna rútuslyss við Fróðárheiði á Snæfellsnesi og hins vegar vegna veikinda við Seljalandsfoss.
ÍÞRÓTTIR
Stjarnan rústaði Þór Þorlákshöfn með 42 stigum, 124:82, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Garðabænum í dag.
INNLENT
Kjörsókn í Reykjavík er örlítið meiri nú en á sama tíma í síðustu alþingiskosningum árið 2021, bæði í Reykjavík norður og suður.
ÍÞRÓTTIR
Portúgalska félagið Sporting frá Lissabon hefur gefið út nýja þriðju treyju fyrir tímabilið sem er til heiðurs portúgölsku goðsagnarinnar Cristiano Ronaldo.
INNLENT
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag, annars vegar vegna rútuslyss við Fróðárheiði á Snæfellsnesi og hins vegar vegna veikinda við Seljalandsfoss.
ÍÞRÓTTIR
Pólland hafði betur gegn Portúgal með minnsta mun, 22:21, í annarri umferð C-riðilsins á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Basel í dag.
INNLENT
Það styttist í að Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar verði opnuð á ný en henni var lokað um tíuleytið í morgun.
SMARTLAND
Líkt og fram hefur komið í fréttum hlaut leikkonan, leikstjórinn og leikhússtjórinn, Brynhildur Guðjónsdóttir, frönsku riddaraorðuna Chevalier des Arts et Lettres.
INNLENT
Klukkan 15 í dag höfðu um það bil 36,5 prósent greitt atkvæði á kjörstað í Norðausturkjördæmi.
ÍÞRÓTTIR
Lærisveinar Arnórs Atlasonar í Holstebro unnu átta marka sigur, 38:30, gegn Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í dag.
INNLENT
Veðurstofa Íslands varar við því að varasamar ísstíflur hafi verið að myndast í ám víða á landinu og bendir fólki á að sýna aðgát.
INNLENT
Kjörsókn í Suðurvesturkjördæmi, Kraganum, klukkan 15 var 32,4 prósent en 25.606 manns höfðu þá greitt atkvæði.
INNLENT
Kjörsókn í Norðvesturkjördæmi er meiri nú en á sama tíma og í alþingiskosningum árið 2021.
INNLENT
Alls höfðu 12.943 greitt atkvæði í Suðurkjördæmi klukkan 15 eða 31.57 prósent kjósenda á kjörskrá.
ÍÞRÓTTIR
Barcelona fékk skell gegn Las Palmas, 2:1, í spænsku efstu deild karla í knattspyrnu í Barcelona í dag.
INNLENT
Loka þurfti kjördeild í Kringlunni í 15 til 20 mínútur rétt eftir hádegi í dag til að stemma af atkvæði. Á sama tíma mættu óvenju margir kjósendur á kjörstað í einu, sem varð til þess að nokkur röð myndaðist og þurftu einhverjir að bíða dágóða stund.
ÍÞRÓTTIR
Steinunn Björnsdóttir, línumaður Íslands í handknattleik, viðurkenndi að tap fyrir Hollandi á EM 2024 í Innsbruck í Austurríki í gærkvöldi væri henni enn ofarlega í huga þegar Steinunn var til viðtals á liðshótelinu þar í borg í dag.
VIÐSKIPTI
Tekjur af vörusölu hjá Alvotech á fyrstu níu mánuðum ársins meira en fjórfölduðust frá sama tímabili í fyrra í 128 milljónir dala, en þar af voru tekjur á þriðja ársfjórðungi 62 milljónir dala.
INNLENT
Kjörsókn í Reykjavík er mjög svipuð og í síðustu alþingiskosningum árið 2021, bæði í Reykjavík norður og suður.
INNLENT
Enn var vetur þegar Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, og Magnús Jóhann Ragnarsson byrjuðu að leggja drög að jólaplötunni sinni, Nokkur jólaleg lög, fyrr á árinu en allur þungi vinnslunnar var í sumar, ef sumar skyldi þá kalla.
ÍÞRÓTTIR
Haukar höfðu betur gegn Kür með fimm mörkum, 30:25, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik í Aserbaídsjan.
INNLENT
Kjörsókn var 7,9 prósent í Norðausturkjördæmi klukkan 11 í morgun en von er á næstu tölum um kjörsókn í kjördæminu á fjórða tímanum í dag.
ÍÞRÓTTIR
Fredericia hafði betur gegn Roskilde, 2:0, í dönsku B-deild karla í knattspyrnu í Roskilde í dag.
INNLENT
Eva Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir ýmislegt geta spilað inn í sem veldur því að kjörsókn fer hægar af stað nú en í síðustu alþingiskosningum. Árstíðin meðal annars.
INNLENT
„Þetta var æfing í rými sem við fengum aðgang að í stjórnsýsluhúsinu og komu fleiri lögreglumenn að henni, okkar fólk,“ útskýrir lögreglustjóri.
ERLENT
Maður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa staðið að baki skotárás í Tiniteqilaaq, sem er á austurströnd Grænlands.
INNLENT
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kaus í Garðabæ um hálf tvö.
ÍÞRÓTTIR
„Það hefur bara gengið ágætlega,“ sagði Andrea Jacobsen, vinstri skytta Íslands í handknattleik um hvernig hafi gengið að leggja svekkjandi tap fyrir Hollandi á EM 2024 í Innsbruck í Austurríki í gærkvöldi að baki sér.
INNLENT
Klukkan 13 höfðu 13.801 kosið í Suðvesturkjördæmi af 79.052 manns sem eru á kjörskrá sem þýðir að kjörsóknin er 17,5 prósent.
ERLENT
Hersveitir uppreisnarmanna í Sýrlandi hafa náð meirihluta næststærstu borgar landsins, Aleppo, á sitt vald, að sögn breska eftirlitshópsins Syrian Observatory for Human Rights (SOHR).
K100
Nýr hlustandi fær stórglæsilegan gjafakassa á hverjum degi fram að jólum.
ÍÞRÓTTIR
Leikur Crystal Palace og Newcastle í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, sem fram fer á Selhurst Park í Lundúnum, verður sýndur beint hér á mbl.is í dag en hann hefst klukkan 15.
ICELAND
The country is in the Christmas spirit this first weekend of Advent and there are a variety of Christmas related activities on offer all over the country.
ÍÞRÓTTIR
„Við gerðum bara það sem við þurftum að gera,“ sögðu liðsmenn Dusty að loknum frækilegum sigri á Þór í úrslitaviðureign Tölvudeildarbikarsins í Overwatch á föstudagskvöld.
ÍÞRÓTTIR
U19 ára landslið Íslands mátti þola tap frá jafnöldrum sínum frá Spáni, 3:0, í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu í Murcia í dag.
INNLENT
Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að eins og staðan sé núna þá sé ekkert útlit fyrir að að þurfi að fresta kjörfundi og það náist að ljúka kosningu í dag.
INNLENT
Kjörsókn í Reykjavík er heldur lakari en í síðustu alþingiskosningum árið 2021, bæði í Reykjavík norður og suður.
SMARTLAND
Falleg og náttúruleg húð hefur einkennt helstu tískustraumana í förðun undanfarið. Þá þarf ekki mikið til að fullkomna útlitið heldur aðeins ferskju- eða bleikan kinnalit, létta augnförðun og bjartan lit á varirnar. Augabrúnir eru enn sterkar eins og fyrri ár.
INNLENT
Það verður rafmagnað andrúmsloftið á Reykjavik Hilton Nordica annað kvöld þegar úrslit kosninganna verða gerð upp. Þar munu þau Þorgerður Katrín, Snorri Más og Vilhjálmur Birgisson mæta til leiks.
INNLENT
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, kaus í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ klukkan hálf 12.
ÍÞRÓTTIR
Þýskalandsmeistarar Magdeburg hafa staðfest komu Elvars Arnar Jónssonar, landsliðsmanns í handbolta, til félagsins næsta sumar.
INNLENT
Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, kaus í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ um hálf tólf.
MATUR
„Bakstur hefur lengi verið hluti af íslenskri menningu og arfleifð, og viðburðir eins og kökukeppnin veita nemendum tækifæri til að þróa þessa listgrein enn frekar.“
INNLENT
„Vatnsyfirborð Ölfusár við Selfoss hefur haldið áfram að hækka síðan í gærkvöldi vegna klakastíflunnar. Farvegurinn er nú bakkafullur af ís og vatn komið yfir gróður á bakkanum meðfram hótelinu.“
INNLENT
Verið er að nýta allan þann mannskap og tæki sem eru til taks í snjómokstri á austurhelmingi landsins og unnið er hörðum höndum að því að halda vegum opnum, þrátt fyrir mikla snjókomu og skafrenning.
ÍÞRÓTTIR
Knattspyrnumaðurinn Alphonso Davies, leikmaður Bayern München og kanadíska landsliðsins, missir bílprófið í mánuð eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis.
VIÐSKIPTI
Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans og Kári S. Friðriksson hagfræðingur hjá Arion greiningu voru gestir í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Spurð hvort þau telji að bakslag geti komið í hjöðnun verðbólgunnar vegna óvissu í ríkisfjármálum og á vinnumarkaði segir Una að það geti vel gerst.
INNLENT
Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svonefnda, klukkan 11 í morgun var 6,1 prósent en 4.811 manns höfðu þá kosið. Á kjörskrá eru 79.052 manns.
INNLENT
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að gæslan sé til taks ef á þurfi að halda til að koma kjörgögnum á talningarstaði.
INNLENT
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kaus um ellefuleytið í Álftamýrarskóla.
INNLENT
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kaus í Lækjarskóla um ellefuleytið í dag.
ÍÞRÓTTIR
Matt Eberflus er fyrsti maðurinn til að vera rekinn sem þjálfari karlaliðs Chicago Bears í ruðningi Í 104 ára sögu félagsins.
INNLENT
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, kaus í Hagaskóla um ellefuleytið.
VEIÐI
Fjölmenni fagnaði útkomu bókarinnar Í veiði með Árna Bald í útgáfuhófi, í höfuðstöðvum Sölku, sem gefur bókina út. Sagnamaðurinn viðurkenndi rétt fyrir hófið að hann væri stressaður hvort nokkur myndi mæta.
INNLENT
Það var gott hljóðið í Þóri Haraldssyni, formanni yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, þegar blaðamaður ræddi við hann á ellefta tímanum í morgun.
INNLENT
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kaus í íþróttahúsinu á Flúðum um hálf ellefuleytið í morgun.
INNLENT
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kaus í Ingunnarskóla klukkan 11 í dag.
INNLENT
Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar var lokuð um tíuleytið í morgun.
ÍÞRÓTTIR
Belgíski knattspyrnumaðurinn Kevin De Bruyne hefur úr þrennu að velja þegar kemur að hvar hann muni spila á næstu leiktíð.
INNLENT
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kaus í íþróttahúsinu í Mýrinni í Garðabæ klukkan 10:30 í morgun.
INNLENT
Ari Karlsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að hann muni taka stöðuna á kjörstjórnum þegar líða tekur á daginn en slæmt veður og færð á norður- og austurhelmingi landsins gæti sett strik í reikninginn í Alþingiskosningum, bæði hvað varðar aðgengi fólks að kjörstöðum og eins að koma kjörkössum á talningarstað.
ÍÞRÓTTIR
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri karlaliðs Arsenal, varaði Liverpool við að gott gengi liðsins muni ekki endilega endast.
INNLENT
Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, kaus um tíuleytið í íþróttahúsinu í Mýrinni í Garðabæ.
INNLENT
„Menn eru ýmist að undirbúa opnun kjörfunda eða þeir eru hafnir. Það hefur snjóað töluvert mikið í kjördæminu og ég veit að það kyngdi snjó fyrir austan í nótt en vélar og tæki frá Vegagerðinni og verktökum á þeirra vegum eru komin á fullt við að ryðja vegi.“
INNLENT
Landsmenn eru komnir í jólaskap núna fyrstu helgi aðventunnar og margvísleg dagskrá í boði úti um allt land. Í Reykjavík hefur verið skreytt mikið í ár og búið er að kveikja á ljósum jólakattarins í Austurstræti
SMARTLAND
Margir alast upp við að klæða sig upp á kjördag.
200
Heimild útgerða til að flytja veiðiheimildir í makríl á þessu ári yfir á næsta ári hefur verið hækkuð í 25% úr 15%. Tilkynning þess efnis hefur verið birt á vef Fiskistofu.
INNLENT
Það er víða hvasst og snjókoma á norður- og austurhelmingi landsins og það er viðbúið að veður og færð geti sett strik í reikninginn fyrir þá sem ætla að mæta á kjörstað á þessum landsvæðum. Kosið er til Alþingis í dag og víða um land opnuðu kjörstaðir klukkan 9.
INNLENT
Árásarstríð Rússlands í Úkraínu og aukin spenna í alþjóðasamskiptum veldur því að Ísland stendur nú frammi fyrir gerbreyttu landslagi í varnarmálum. Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, segir þörf á sérstöku varnarmálaráðuneyti og varnarmálanefnd á Alþingi
INNLENT
Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður Sósíalistaflokksins, reið á vaðið fyrst formanna flokkanna til að bjóða sig fram í kosningunum og kaus í Vesturbæjarskóla klukkan 9.
VIÐSKIPTI
Bílasmíði Xiaomi má líkja við það ef Apple myndi á þremur árum ná að smíða rafbíl en síðastliðið vor lagði Apple slík áform til hliðar.
INNLENT
Samtökin '78 lögðu fram kæru gegn Eldi S. Kristinssyni, oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, þann 25. júní vegna ummæla sem hann lét falla á opinberum vettvangi um hinsegin fólk.
INNLENT
Nú þegar kosið er að vetri til velta því eflaust einhverjir fyrir sér hvort það kunni að hafa áhrif á kjörsóknina. Ef veðrið er slæmt gætu einhverjir veigrað sér við því að fara á kjörstað.
INNLENT
Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Norðausturlandi. Gul veðurviðvörun er í gildi vegnar hríðar á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Ströndum og norðurlandi vestra.
INNLENT
Aðstæður fyrir flugsamgöngur til og frá Grænlandi hafa tekið stakkaskiptum eftir að ný flugbraut var lögð við flugvöllinn í Nuuk, en fyrsta farþegaþotan lenti þar á fimmtudag.
ÍÞRÓTTIR
Íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is heldur áfram að gramsa í myndasafni Morgunblaðsins og birta á mbl.is á laugardögum.
INNLENT
Kjósendur þurfa að hafa ýmislegt í huga áður en haldið er á kjörstað, meðal annars að vera með skilríki. Hér verður farið yfir nokkur af helstu atriðunum sem gott er að huga að, bæði fyrir þá sem eru að kjósa í fyrsta skiptið og aðra þá sem oft hafa kosið.
INNLENT
Lögregla var kölluð að skemmtistað í miðbænum vegna einstaklings sem hafði ráðist að öðrum.
INNLENT
Miklar sviptingar hafa verið á lokaspretti kosningabaráttunnar ef marka má skoðanakannanir. Þar hefur Samfylkingin fengið mest fylgi og nokkuð stöðugt á bilinu 20-22%, en á hinn bóginn hefur Viðreisn gefið talsvert eftir og Flokkur fólksins veitir Miðflokknum harða samkeppni.
FERÐALÖG
„Ég sé mig halda áfram að vinna í þessum bransa þar til líkaminn minn leyfir það ekki lengur.“
INNLENT
„Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram með svipuðu móti líkt og undanfarna daga og styðja óróagögnin að virknin sé stöðug.“
K100
Ákveðinn hluti í myndbandinu þótti óviðeigandi.
FÓLKIÐ
Tökum á spennuþáttaröðinni Friðarhöfn (e. Cold Haven) er lokið. Íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Glassriver framleiðir þættina í samvinnu við SPI fyrir Sjónvarps Símans og portúgölsku almannastöðina RTP.
MATUR
„Þessa uppskrift þróaði ég í 10. bekk og hef gert þær öll jól síðan. Ég hef pakkað þeim fallega inn í jólabúning og gefið vinum og vandamönnum fyrir hátíðirnar.“
SMARTLAND
Theodor Francis Birgisson gefur lesendum góð ráð.