Fréttir vikunnar


Botnliðið styrkir sig

(13 minutes)
ÍÞRÓTTIR Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla, hefur samið við brasilíska varnarmanninn Welington. Kemur hann á frjálsri sölu frá Sao Paulo í heimalandinu.
INNLENT „Mér finnst þetta bara vera að róast og það er spurning hvort það sé ekki að koma að endalokum í Sundhnúkagígum.“
SMARTLAND Húsið stoppaði stutt við á sölu.
INNLENT Ferðamenn ráku upp stór augu í dag við Ytri Tungu á Snæfellsnesi í morgun, þar sem selir sem lágu og flatmöguðu í fjörunni.
ÍÞRÓTTIR Haukar unnu geysilega mikilvægan sigur, 89:86, á Hetti í fallslag í 12. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld.
ÍÞRÓTTIR Þýsku knattspyrnufélögin Dortmund og Bayer Leverkusen eru á eftir James McAtee, sóknartengilið Englandsmeistara Manchester City.
MATUR Þessi kjúklingaréttur með ítölsku ívafi sló í gegn á liðnu ári.
FERÐALÖG Leikkonan Alexandra Daddario varði áramótunum á Íslandi.
ERLENT Repúblikaninn Mike Johnson heldur sæti sínu sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna en í dag var kosið í embættið.

Frá næstu tvo mánuðina

(1 hour, 27 minutes)
ÍÞRÓTTIR Spænski knattspyrnumaðurinn Pau Torres verður frá keppni næstu tvo mánuðina eftir að hafa meiðst í jafntefli Aston Villa gegn Brighton, 2:2, síðasta mánudagskvöld.
INNLENT Ríkisstjórnin hélt óformlegan vinnufund á Þingvöllum í dag sem fór í að samstilla ráðherra stjórnarinnar. Forgangsröðun verkefna var á dagskrá, hverju er hægt að koma hratt í gegn og hvað tekur lengri tíma.

Útilokar ekki gos í Lakagígum

(1 hour, 43 minutes)
INNLENT Möguleiki er á að gjósi aftur í Lakagígum, þó ekkert bendi til þess að það gerist á næstunni.

Jón tekur við af Ólafi

(1 hour, 48 minutes)
ÍÞRÓTTIR Jón Björn Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs Íþróttasambands fatlaðra.

Formaðurinn í leikmannahópnum

(2 hours, 8 minutes)
ÍÞRÓTTIR Kristinn Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, er í leikmannahópi liðsins í leik gegn Hetti í 12. umferð úrvalsdeildar karla sem er nýhafinn á Egilsstöðum.

Ólafur samdi í Noregi

(2 hours, 22 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Ólafur Guðmundsson er genginn til liðs við norska félagið Aalesund frá FH. Skrifaði hann undir þriggja ára samning, til loka ársins 2027.
ERLENT Læknir sem starfar fyrir bandaríska heilbrigðiskerfið segir að áfengi eigi að hafa miða þar sem varað er við tengslum krabbameins og áfengisneyslu.
ÍÞRÓTTIR Arsenal vill brasilíska knattspyrnumanninn Matheus Cunha frá Wolves í janúarglugganum.

Nýjasta útspil Meghan vekur athygli

(2 hours, 48 minutes)
FÓLKIÐ Meghan hertogynja hefur sent frá sér stiklu um nýjasta útspil sitt fyrir Netflix streymisveituna. Þáttaröðin heitir With Love, Meghan eða Með ástarkveðju, Meghan og mun hún hefja göngu sína þann 15. janúar.
INNLENT Lögmaður netverslunar sem selur áfengi telur ljóst að netverslun með áfengi verði ekki stöðvuð.
INNLENT Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), segir alltaf lækni vera á bakvakt á heilsugæslunni í Rangárþingi sem sinni alvarlegum tilfellum, en andlát á hjúkrunarheimili falli ekki undir þá skilgreiningu.
ÍÞRÓTTIR Luke Littler getur í kvöld orðið yngsti heimsmeistari í sögu pílukasts þegar hann mætir Hollendingnum Michael van Gerwen í úrslitaleik í Alexandra Palace í Lundúnum.
ICELAND The Met Office's water level gauge at the Flói Irrigation Dam near Brúnastaðir in Flóahreppur showed last night that the water level had exceeded the height of the dam and was therefore starting to overflow.
INNLENT Jakob Birgisson uppistandari hefur söðlað um og gerst opinber starfsmaður. Það gekk þó ekki betur í dag en svo að Stefán Einar, stjórnandi Spursmála sprakk úr hlátri og gekk út úr eigin þætti.

Formaðurinn kominn með leikheimild

(3 hours, 27 minutes)
ÍÞRÓTTIR Kristinn Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, er kominn með leikheimild hjá félaginu samkvæmt lista yfir leikmenn liðsins á heimasíðu KKÍ.
INNLENT Sala á áfengi, miðað við tímabilið frá 13. desember og til áramóta, dróst saman um 4% í litrum talið miðað við sama tímabil árinu áður.
ÍÞRÓTTIR Útlit er fyrir að heimaleikur Víkings gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar karla í fótbolta sem fram fer þann 13. febrúar verði leikinn í Kaupmannahöfn.

Víkingar fá sextán daga vetrarfrí

(3 hours, 58 minutes)
ÍÞRÓTTIR Karlalið Víkings í knattspyrnu fær aðeins sextán daga frí á milli leikja frá lokum keppnistímabilsins 2024 og þar til keppnistímabilið 2025 hefst.

Lottóvinningshafi enn ófundinn

(4 hours, 8 minutes)
INNLENT Ef þú hefur gleymt að skoða lottómiðann þinn er tíminn til að gera svo núna en lýst er eftir lottómiða með tæplega 10 milljóna króna vinningi.

„Það er algjör óvissa“

(4 hours, 15 minutes)
INNLENT „Þetta hefur breyst töluvert síðan í gær, það er talsvert meira vatnsmagn sem fer yfir garðinn og út í Flóaáveituskurðinn,“ segir Þor­steinn M. Krist­ins­son, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi.
ÍÞRÓTTIR Oliver Kahn, einn þekktasti markvörðurinn í sögu þýskrar knattspyrnu, hefur hafið viðræður um kaup á franska knattspyrnufélaginu Bordeaux.

Forsetahjónin heimsækja New Orleans

(4 hours, 20 minutes)
ERLENT Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja New Orleans í næstu viku til að hitta fjölskyldur fórnarlamba hryðjuverkaárásar sem varð 14 manns að bana á nýársdag.

Kosningaloforð Ingu til vandræða

(4 hours, 29 minutes)
INNLENT Afdráttarlaus loforð og stefnumið Flokks fólksins – hvort heldur er í kjaramálum, Evrópumálum eða um strandveiði – munu reynast flokknum erfið gagnvart kjósendum sínum og raunar ríkisstjórninni allri, hvort heldur þau eru efnd eða vanrækt, segja álitsgjafar Dagmála.
ÍÞRÓTTIR Stuðningsmaður Rangers hæfði belgíska knattspyrnumanninn Arne Engels, miðjumann Celtic, í höfuðið með peningamynt í Glasgow-slagnum í skosku úrvalsdeildinni í gær.
K100 Öll þekkjum við einhvern sem kvartar endalaust.
ÍÞRÓTTIR Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, segir að viðræðum um nýjan samning miði illa og því vænti hann þess að um síðasta tímabil sitt hjá félaginu sé að ræða.
ERLENT Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, útilokaði á föstudag að fjarlægja þrílitan loga af merki flokks síns, þrátt fyrir ráðgjöf gegn fasistatáknum.
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur hafnað 15 milljóna punda tilboði Crystal Palace í skoska táninginn Ben Doak.
INNLENT Bifreið hafnaði á hvolfi eftir bílveltu á Suðurlandsvegi til móts við Ásmundarstaði á milli Selfoss og Hellu í dag.
SMARTLAND Hulda Vigdísardóttir, málfræðingur, þýðandi og fegurðardrottning, trúlofaðist kærasta sínum, Birgi Erni Sigurjónssyni flugmanni, síðasta sumar.

Freyr orðaður við spennandi starf

(5 hours, 38 minutes)
ÍÞRÓTTIR Freyr Alexandersson hefur verið orðaður við starf knattspyrnuþjálfara karlaliðs Brann í Noregi.
INNLENT Bilun er í svokölluðu í línuspjaldi hjá Míllu í Árbæ með þeim afleiðingum að heimili og fyrirtæki á svæðinu, eða um 1.000 nettengingar, eru án netsambands sem stendur.

Mesta vatnshæð frá upphafi mælinga

(5 hours, 43 minutes)
INNLENT Vatnshæðarmælir Veðurstofunnar á stíflu Flóaáveitunnar nærri Brúnastöðum í Flóahreppi sýndi í gærkvöldi að vatnshæðin var orðin meiri en hæð stíflunnar og því var farið að flæða yfir hana.
ÍÞRÓTTIR Opnað var fyr­ir fé­laga­skipti í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í gær, miðvikudaginn 1. janúar 2025, og glugg­inn verður opinn til mánudagsins 3. febrúar.

Fundust látin annan í jólum

(5 hours, 52 minutes)
ERLENT Nýtrúlofað par fannst látið í orlofshúsi í strandborginni Hoi An í Víetnam á annan í jólum.

Inflúensan sækir í sig veðrið

(5 hours, 52 minutes)
INNLENT Inflúensa sótti í sig veðrið í síðustu heilu viku ársins 2024, að því er segir í tilkynningu frá landlækni.

Rashford ekki með gegn Liverpool

(5 hours, 54 minutes)
ÍÞRÓTTIR Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford verður ekki í leikmannahópi Manchester United þegar liðið heimsækir erkifjendurna í Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag.
FÓLKIÐ Nú styttist óðum í Söngvakeppni sjónvarpsins!
INNLENT Strætó hefur tilkynnt um gjaldskrárhækkanir frá og með 8. janúar.

Líklega á förum frá Arsenal

(6 hours, 18 minutes)
ÍÞRÓTTIR Skoski knattspyrnumaðurinn Kieran Tierney er líklega á förum frá Arsenal í janúarglugganum.
INNLENT Hlutfall erlendra ríkisborgara sem afplánuðu dóm á Íslandi árið 2024 var 33%, sem er það mesta frá upphafi.

Tækifæri framtíðarinnar

(6 hours, 18 minutes)
KYNNING Dr. Eyþór Ívar Jónsson forseti Akademias hvetur stjórnendur til að vera fordæmi og fyrirmyndir í að gera lærdóm að kjarnafærni í fyrirtækjum.
INNLENT 21 árs gamall Íslendingur, Björn Ívar Jónsson, var fórnarlamb fólskulegrar árásar fyrir utan veitingastað í Liverpool skömmu eftir miðnætti á miðvikudag.
INNLENT Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði í apríl árið 2021. Gekk maðurinn meðal annars það harkalega fram gegn fórnarlambi sínu að sá var orðinn meðvitundarlaus eða meðvitundarlítill.

Fangi heldur fimm í gíslingu

(6 hours, 38 minutes)
ERLENT Fangi hefur tekið fimm starfsmenn í gíslingu í fangelsi í frönsku borginni Arles, að sögn lögreglu og fangelsismálayfirvalda.
INNLENT Karlmaður var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðislega áreitni gegn 7-8 ára gamalli systurdóttur sinni. Einnig var honum gert að greiða milljón kr. í miskabætur og 677 þúsund kr. í sakarkostnað.

Andri Rafn áfram hjá Breiðabliki

(6 hours, 46 minutes)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við uppeldisfélagið Breiðablik.
ERLENT Milokjo Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, segir að stjórnvöld séu að íhuga að setja blátt bann við skotvopnaeign í landinu eftir að byssumaður felldi 12 manneskjur í borginni Cetinje á miðvikudag.

Mikil skakkaföll hjá Tottenham

(7 hours, 3 minutes)
ÍÞRÓTTIR Ítalíumaðurinn Destiny Udogie er enn einn leikmaður enska knattspyrnufélagsins Tottenham sem er dottinn úr leik vegna meiðsla.
MATUR Þetta er taílenskur kasjúhnetukjúklingaréttur sem hún segir vera alveg brjálæðislega góðan og heimilisfaðirinn hafi gefið réttinum 10 í einkunn.
ÍÞRÓTTIR „Maður tók svo vel eftir því hversu fólk bætti sig mikið við að taka þátt í deildinni,“ segir lýsandinn Aron Fannar um fyrsta ár deildarinnar í Fortnite og hvetur Fortnite-fólk eindregið til þess að skrá sig, ekki seinna en strax, til leiks á næsta keppnistímabili.
ERLENT Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir stóran hluta af Englandi og Wales um helgina vegna mikillar snjókomu og kulda í kortunum. Talið er að veðrið muni setja samgöngur úr skorðum og jafnvel valda rafmagnsleysi þannig að einhverjar afskekktari byggðir kunna að verða sambandslausar.
FÓLKIÐ Morðingi söngkonunnar Selenu Quintanilla-Pérez vill losna úr fangelsi.

Veiki hlekkurinn er Flokkur fólksins

(7 hours, 40 minutes)
INNLENT Flokkur fólksins er veiki hlekkurinn í ríkisstjórninni og stjórnarflokkarnir eiga eftir að útkljá „erfiðu málin“. Þetta kemur fram í nýjum þætti Dagmála, þar sem árið fram undan í pólitíkinni er rætt.
ÍÞRÓTTIR Varnarmaðurinn Harry Maguire hefur framlengt samning sinn hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United um eitt ár.
SMARTLAND Skartaði ættardjásni.
VIÐSKIPTI Friðrik Þór Hjálmarsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna og tekur við stöðunni af Jóni Garðari Jörundssyni.
ÍÞRÓTTIR Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur heldur betur slegið í gegn með Inter Mílanó á Ítalíu í vetur og mörg af bestu liðum Evrópu horfa nú hýru auga til hennar.
INNLENT Ökumaður slapp ómeiddur eftir að bifreið hans hafnaði á skilti og endaði úti í sjó við gatnamót Eyjafjarðarbrautar eystri og Leiruvegar við Skógarböðin í Eyjafirði um miðnætti í gærkvöld.
INNLENT Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni embættis ríkissaksóknara í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða. Í málinu var Steinþór Einarsson sýknaður af ákæru um manndráp á Ólafsfirði í október 2022, en hann hafði áður verið dæmdur í átta ára fangelsi í héraðsdómi. Vísaði Landsréttur til þess að Steinþór hafi beitt sjálfsvörn þegar Tómas Waagfjörð lést.

Earthquakes in Bárðarbunga

(8 hours, 5 minutes)
ICELAND Two earthquakes, one of magnitude 2.4 and the other 1.8, occurred in the Bárðarbunga caldera at 11:00 this morning.

Ársspá Siggu Kling lofar góðu

(8 hours, 6 minutes)
SMARTLAND Hvernig verður 2025?

Hvernig myndast ísstíflur í ám?

(8 hours, 12 minutes)
INNLENT Þegar frost og kaldir vindar kæla yfirborð áa geta ísstíflur myndast ef ísinn sem verður til hleðst upp.
ERLENT Ungur Breti sem starfaði sem leiðsögumaður hér á landi í nokkur sumur var meðal þeirra sem létust í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á gamlárskvöld.
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleiksmaðurinn Luke Moyer er genginn til liðs við Skallagrím.

„MBA-nám í 100% fjarnámi“

(8 hours, 18 minutes)
KYNNING Freydís Heba Konráðsdóttir, verkefnastjóri Símenntunar Háskólans á Akureyri, segir mikilvægt að mynda tengsl við erlenda háskóla.
ÍÞRÓTTIR Aron Pálmarsson og Elvar Örn Jónsson, leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, eru báðir að glíma við smávægileg meiðsli.
INNLENT Jörð hefur haldið áfram að skjálfa við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu síðustu tvær vikur og jarðskjálftar verið daglegt brauð. Í gær riðu yfir tæplega 20 skjálftar á svæðinu og voru þeir stærstu 2 að stærð. Í eitt skipti kom óróapúls fram á skjálftamæli í Hítárdal og varði hann í um 40 mínútur.
K100 Ætli það sé eitthvað furðulegt á sveimi í Biskupstungum?
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Trent Alexander-Arnold er sagður vilja fyrirliðabandið í framtíðinni ef hann á að vera áfram hjá Liverpool.

Skjálftar í Bárðarbungu

(9 hours, 22 minutes)
INNLENT Tveir jarðskjálftar, annar af stærðinni 2,4 og hinn 1,8, urðu í öskju Bárðarbungu á ellefta tímanum í morgun.

Gera má ráð fyrir hálku

(9 hours, 24 minutes)
INNLENT Töluverð úrkoma verður í dag og eitthvað hlýrra en hefur verið síðustu daga.
ÍÞRÓTTIR Mikel Arteta, knattspynustjóri karlaliðs Arsenal, færði stuðningsmönnum liðsins þó nokkrar góðar fréttir á blaðamannfundi fyrir leikinn gegn Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Titringurinn ekki hönnunargalli

(9 hours, 38 minutes)
INNLENT „Þetta er ekki hönnunargalli og kemur öllum á óvart,“ segir Steve Christer arkitekt spurður hvort hönnunargalla sé um að kenna þegar Smiðja Alþingis titrar undan umferð um Vonarstræti.

Stefnt að opnun í Vestmannaeyjum

(9 hours, 48 minutes)
VIÐSKIPTI Stefnt er að því að opna nýtt baðlón og lúxushótel á Skanshöfða í Vestmannaeyjum á árinu 2026. Fram kemur í Eyjafréttum að þetta yrði stærsta og metnaðarfyllsta ferðaþjónustuverkefni í Eyjum frá upphafi

Mun ná metinu mínu en ekki í kvöld

(9 hours, 58 minutes)
ÍÞRÓTTIR Undrabarnið Luke Littler mætir Hollendingnum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í pílukasti í Alexandra Palace í Lundúnum í kvöld.

Íslendingar almennt minna menntaðir

(10 hours, 7 minutes)
INNLENT Ef litið er til alþjóðlegs samanburðar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru Íslendingar langt frá því að vera sérstök menntaþjóð.
MATUR „Við erum virkilega ánægð að fá Vigdísi til starfa enda býr hún yfir gífurlega öflugri starfsreynslu og er mikill sérfræðingur á sínu sviði.“
INNLENT Ökumaður bifreiðarinnar sem hafnaði í sjónum við Reykjavíkurhöfn á gamlársdag liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans.
INNLENT Yfir þúsund tillögur hafa nú borist frá almenningi um hagræðingu í rekstri ríkisins, tæpum sólarhring eftir að opnað var fyrir innsendingar í samráðsgátt.
INNLENT Nýtt ár hefst með krafti í stjórnmálunum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur uppteknum hætti í stjórnarandstöðu. Hann segir Ingu Sæland reikula í spori þegar kemur að stjórnmálastefnu flokks síns.
ÍÞRÓTTIR Synir Dagnýjar Brynjarsdóttur, landsliðskonu í knattspyrnu, fylgdu henni ekki þegar hún fór aftur til vinnu sinnar á Englandi.

Þrír með stöðu sakbornings

(10 hours, 38 minutes)
INNLENT Þrír eru með stöðu sakbornings í tengslum við hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt.
ERLENT Forsætisráðherra Slóvakíu, Róbert Fico, hefur hótað að skera niður fjárhagsaðstoð við úkraínska flóttamenn, vegna ákvörðunar Úkraínu um að loka fyrir gasflutninga Rússa í gegnum landið.

Snýr aftur til Burnley

(10 hours, 48 minutes)
ÍÞRÓTTIR Enski knattspyrnumaðurinn Ashley Barnes er genginn til liðs við Burnley á nýjan leik.
K100 Þór vill meina að þetta sé óskhyggja ...
INNLENT Vinnufundur ríkisstjórnarinnar hófst í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum klukkan hálftíu í morgun. Sérstaklega var tekið fram að ekki yrðu veitt viðtöl fyrir eða eftir fundinn og fengu ljósmyndarar aðeins að mynda ráðherrana úr fjarlægð þegar þeir mættu til fundarins. Lögreglan gætti þess vel að ekki yrði farið nær.

Anný Rós og Guðlaugur nýtt par

(11 hours, 7 minutes)
SMARTLAND Ást í Garðabænum!

Verk Roni Horn birt á 600 skjáum

(11 hours, 8 minutes)
INNLENT Svonefnt Auglýsingahlé Billboard fyrir árið 2025 hófst á nýársdag og lýkur í dag. Fyrirtækið Billboard sér um stafrænar auglýsingar á flettiskiltum og skjáum.
ÍÞRÓTTIR Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri og lýsandi deildarinnar í Valorant, segir eftirminnilegast á nýliðnu ári þegar keppanda tókst að ná sjö „fröggum“ í einni umferð. Eitthvað sem hann hafi aldrei áður séð gerast frá því hann byrjaði að spila leikinn.

United betra en stöðutaflan segir

(11 hours, 13 minutes)
ÍÞRÓTTIR Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að lið Manchester United sé betra en staða þess í ensku úrvalsdeildinni segi til um.
KYNNING Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi Akademias, hvetur alla vinnustaði til að fjárfesta í fræðslu fyrir starfsfólk sitt á nýju ári.
FÓLKIÐ Árið var aldeilis viðburðarríkt!

Þeir geta orðið enn betri

(11 hours, 33 minutes)
ÍÞRÓTTIR Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold geti orðið enn betri leikmenn en þeir eru núna.

Lyfta upp flaki vélarinnar

(11 hours, 41 minutes)
ERLENT Suðurkóreskir rannsakendur búast við því að finna fleiri líkamsleifar er þeir byrja að lyfta upp flaki flugvélar Jeju Air sem brotlenti um síðustu helgi með þeim afleiðingum að allir nema tveir af þeim 181 sem var um borð fórust.

6.400 manns voru atvinnulausir

(11 hours, 50 minutes)
INNLENT Í nóvember síðastliðnum voru 6.400 manns atvinnulausir, samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.
ÍÞRÓTTIR Forráðamenn knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni hafa mikinn áhuga á franska miðverðinum William Saliba.

Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu

(12 hours, 3 minutes)
INNLENT Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Stefaníu Sigurðardóttur sem aðstoðarmann sinn.

Hefur City fundið arftaka Rodris?

(12 hours, 13 minutes)
ÍÞRÓTTIR Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester City eru með augastað á brasilíska miðjumanninnum Douglas Luiz.

Óbreytt staða í Hvítá

(12 hours, 15 minutes)
INNLENT „Staðan er í sjálfu sér óbreytt frá því í gær og það hafa ekki orðið miklar breytingar á mælitækjum okkar. Við bíðum eftir frekari upplýsingum en í birtingu fer lögreglan á Suðurlandi á svæðið og kannar ástandið.“
200 51% landsmanna er óánægt með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar, þáverandi matvælaráðherra í starfsstjórn, að veita nýtt leyfi til veiða á langreyðum, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 35% segjast hins vegar ánægð með ákvörðunina.
ÍÞRÓTTIR Ekkert verður úr fyrirhugaðri heimildarmynd um enska knattspyrnufélagið Plymouth eftir að Wayne Rooney sagði upp störfum sem stjóri liðsins á dögunum.
ERLENT Ísraelski herinn segist hafa skotið niður flugskeyti og dróna sem var skotið á loft frá Jemen í morgun.

Stórkostleg skotnýting Stephens Curry

(12 hours, 55 minutes)
ÍÞRÓTTIR Stephen Curry átti frábæran leik fyrir Golden State Warriors þegar liðið hafði betur gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfuknattleik í San Francisco í nótt.
ERLENT Eldur kom upp í vélarrúmi færeyska flutningaskipsins Glyvursnes, sem er í eigu Smyril Line, þar sem það lá við bryggju í Hirtshals í Danmörku í gærkvöldi. Einn maður lést en þrír voru í vélarrúminu þegar sprenging átti sér stað og voru þeir fluttir á sjúkrahús.
ÍÞRÓTTIR „Samningurinn í Rússlandi er líklega sá besti,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.
FERÐALÖG Einn besti skíðamaður í heimi, Chris Davenport, segir það ekki endilega stærð fjallanna eða gæði snjósins sem geri einstakling að góðum skíðaiðkanda, heldur aðgengi eins og viðráðanlegt verð, góðir skíðaklúbbar og þjálfarar.
VIÐSKIPTI Daði Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Visku Digital Assets, segir að árið 2024 hafi verið það ár sem rafmyntir sem eignaflokkur hafi fengið þá viðurkenningu sem þær eigi skilið. Kauphallarsjóðir með Bitcoin voru settir á laggirnar í fyrra …
INNLENT Lögreglunni á Hverfisgötu barst tilkynning um slys þar sem ungmenni hafði skorið sig.
200 Fiskvinnslan í landinu fer aftur á fullt í næstu viku en togarar eru nú margir farnir á sjó.

Hættu við að handtaka forsetann

(14 hours, 23 minutes)
ERLENT Suðurkóreska lögreglan hætti við að handtaka forsetann Yoon Suk Yeol vegna pattstöðu sem myndaðist fyrir utan heimili hans.

Skúr brann við Rauðavatn

(14 hours, 38 minutes)
INNLENT Lítill skúr brann við Rauðavatn í nótt. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eldinn um fjögurleytið í nótt.
200 Trilla varð vélarvana rétt fyrir utan Dalvík um tvöleytið í nótt og óskaði sá sem var um borð eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni við að komast í land.

Fann snák undir ömmustól barns

(14 hours, 48 minutes)
K100 „Það er jólanótt og allt er með kyrrum kjörum á þessu heimili — nema hjá þessari tígrisslöngu“
MATUR Ómótstæðilega gott japanskt mjólkurbrauð borið fram með wasabi-smjöri sem þú átt eftir að missa þig yfir.

Slydda eða snjókoma sunnanlands

(15 hours, 2 minutes)
INNLENT Í dag verður suðaustlæg eða breytileg átt, 3 til 10 metrar á sekúndu og él, en slydda eða snjókoma um tíma á sunnanverðu landinu.

Sprenging í hjónaskilnuðum í janúar

(15 hours, 18 minutes)
SMARTLAND Fleiri pör sækja um skilnað í janúar en á nokkrum öðrum tíma ársins.
ÍÞRÓTTIR Landsliðsfyrirliðinn og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir átti frábært ár en hún varð Þýskalandsmeistari síðasta vor með félagsliði sínu Bayern München, þar sem hún er einnig fyrirliði.
INNLENT „Nú virðast ríkisstjórnarflokkarnir ánægðir með þær breytingar sem gerðar hafa verið þrátt fyrir að hafa við afgreiðslu málanna kosið út og suður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fv. ráðherra, m.a. í pistli í Morgunblaðinu í dag.
INNLENT Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, segir styrk frá Evrópusambandinu, að fjárhæð 343 milljónir króna, munu nýtast vel við uppbyggingu nýrrar skólphreinsistöðvar.

Vinna við Hvammsvirkjun að hefjast

(15 hours, 18 minutes)
INNLENT Fyrirtækið Fossvélar ehf. á Selfossi, sem Landsvirkjun samdi við um fyrstu framkvæmdir við Hvammsvirkjun í Þjórsá, hófst handa í desember við undirbúning en í næstu viku flytur fyrirtækið enn fleiri vinnuvélar og tækjabúnað á svæðið.

Ráðamenn líti í eigin barm

(15 hours, 18 minutes)
INNLENT Sameina stofnanir, endurreisa stofnanir, herða aðgengi að landamærum, hætta við áform um borgarlínu, stafvæða umsóknar- og afgreiðslukerfi, einfalda regluverk í kringum húsbyggingar, hækka skatt á ferðaþjónustuna, hætta að styrkja Ríkisútvarpið, hætta að styrkja aðra fjölmiðla en Ríkistútvarpið, fækka upplýsingafulltrúum ríkisstofnana, skera niður listamannalaun, styrkja skólakerfið og beita gagnreyndum aðferðum við lestrarkennslu barna.
ERLENT Brimbrettakappi sem viðbragðsaðilar hafa leitað að í Suður-Ástralíu varð líklega hákarli að bráð, að sögn lögreglu.

Lögreglumenn særðust í sprengingu

(21 hours, 35 minutes)
ERLENT Tveir lögreglumenn eru særðir eftir sprengingu við lögreglustöð í Wittenau-hverfi í Berlín í kvöld.

Heilt landslið týnt

(22 hours, 23 minutes)
ÍÞRÓTTIR Skíðagöngukeppnin Tour de Ski hélt áfram á Ítalíu í gær samkvæmt áætlun en í keppninni eru farnar langar leiðir daglega, líkt og í hjólakeppninni frægu Tour de France.

Ekkert eðlilega stoltur

(22 hours, 47 minutes)
ÍÞRÓTTIR Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum ánægður með tveggja stiga sigur í háspennuleik gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn hefði getað endað hjá báðum liðum en við spurðum Rúnar Inga að því hvað hafi valdið því að sigurinn endaði hjá Njarðvíkingum.
ERLENT Lögreglan telur að Shamsud-Din Jabb­ar, hryðjuverkamannsins sem varð fjórtán manns að bana í New Orleans á nýársnótt, hafi verið með fjarstýringu í bílnum sínum til að setja af stað sprengjur.
INNLENT 298 manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á Íslandi á síðasta ári, þar af voru 70% erlendir ríkisborgarar.
FÓLKIÐ Þyrluflugmaðurinn og rithöfundurinn, Lauren Sánchez, deildi færslu á Instagram 31. desember þar sem hún afhjúpaði nýjan háralit.

Það bítur þig í rassinn

(23 hours, 5 minutes)
ÍÞRÓTTIR Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, sagði í samtali við mbl.is strax eftir tapleik gegn Njarðvík að þriðji leikhlutinn hafi orðið liði hans að falli í kvöld en Þórsarar töpuðu leiknum með tveimur stigum.

Hollendingurinn var hetjan

(23 hours, 18 minutes)
ÍÞRÓTTIR Denzel Dumfries var hetja Ítalíumeistara Inter Mílanó er liðið sigraði Atalanta, 2:0, í undanúrslitum í meistarabikar Ítalíu í fótbolta í Sádi-Arabíu í kvöld.

Gypsy Rose orðin móðir

(23 hours, 18 minutes)
SMARTLAND Gypsy Rose Blanchard tók nýverið á móti sínu fyrsta barni með unnusta sínum Ken Urker.

ÍR-ingar sterkari í framlengingu

(23 hours, 53 minutes)
ÍÞRÓTTIR ÍR hafði betur gegn Grindavík, 98:90, í framlengdum spennuleik á heimavelli sínum í Skógarseli í Breiðholti í kvöld.