Upplýsingaöryggi Vodafone vottað

Frá afhendingu ISO-vottunar skírteinis frá The British Standard Institution. Árni …
Frá afhendingu ISO-vottunar skírteinis frá The British Standard Institution. Árni H. Kristinsson, fyrir hönd BSI, afhendir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra, formlega staðfestingu á ISO-vottun Vodafone.

Voda­fo­ne hef­ur fengið vottað og staðfest að stjórn­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir upp­lýs­inga­ör­yggi sam­ræm­ist alþjóðlega upp­lýs­inga­ör­ygg­is­staðlin­um ISO 27001. Um­fangs­mik­il árás var gerð á tölvu­kerfi Voda­fo­ne í fyrra, en tals­menn segja að mark­visst hafi verið unnið að upp­bygg­ingu á öfl­ugu stjórn­kerfi upp­lýs­inga­ör­ygg­is.

Vott­un­in fel­ur í sér form­lega viður­kenn­ingu á því að upp­lýs­inga­ör­yggi sé stjórnað sam­kvæmt fyr­ir­fram ákveðnum ferl­um og fag­leg vinnu­brögð séu viðhöfð í hví­vetna. Hún trygg­ir enn­frem­ur stöðugar um­bæt­ur í upp­lýs­inga­ör­ygg­is­mál­um. Vott­un­in nær til stjórn­kerf­is upp­lýs­inga­ör­ygg­is fyr­ir farsíma-, land­línu- og netþjón­ustu Voda­fo­ne, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

All­ir innviðir hafa verið yf­ir­farn­ir og ör­ygg­is­ferl­ar end­ur­skoðaðir. Ýmis tækni­leg mál hafa verið rýnd og þeim breytt þar sem þess var þörf. Vinnu­lag við meðferð gagna hef­ur verið skýrt og fræðsla í upp­lýs­inga­ör­ygg­is­mál­um efld stór­lega,“ seg­ir í til­kynn­ingu Voda­fo­ne.

Úttekt­in á upp­lýs­inga­ör­ygg­is­mál­um Voda­fo­ne var í hönd­um The Brit­ish Stand­ard Instituti­on (BSI), sem rýndi í vinnu­lag, ferla og virkni inn­an Voda­fo­ne. Úttekt­in náði m.a. til vinnu­lags við skrán­ing­ar, vinnslu, geymslu og eyðingu gagna hjá fyr­ir­tæk­inu. Niður­stöður út­tekt­ar­inn­ar voru mjög já­kvæðar og hef­ur Voda­fo­ne nú fengið af­hent vott­un­ar­skír­teini frá BSI til staðfest­ing­ar á fylgni við ISO-27001 staðal­inn.

Héðan í frá verður end­urút­tekt á stjórn­kerf­inu gerð ár­lega, sem trygg­ir já­kvætt aðhald og stöðugar um­bæt­ur í upp­lýs­inga­ör­ygg­is­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert