Vísindanefnd sökuð um nornaveiðar

Repúblikanar í vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru sakaðir um að misbeita …
Repúblikanar í vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru sakaðir um að misbeita valdi sínu til að ógna vísindamönnum. AFP

Óánægja rík­ir á meðal banda­rískra vís­inda­manna vegna til­rauna vís­inda­nefnd­ar full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings til að þvinga haf- og lofts­lags­stofn­un lands­ins til að af­henda trúnaðar­upp­lýs­ing­ar starfs­manna sinna. Nefnd­in er sökuð um norna­veiðar gegn vís­inda­mönn­um sem birta rann­sókn­ir sem sam­ræm­ast ekki hug­mynda­fræði for­manns henn­ar.

Um miðjan októ­ber notaði vís­inda­nefnd­in, sem re­públi­kan­inn Lam­ar Smith frá Texas veit­ir for­mennsku, ný­fengn­ar heim­ild­ir til að gefa út stefn­ur til að krefja haf- og lofts­lags­stofn­un­ina NOAA um gögn sem ná yfir sjö ára tíma­bil sem tengj­ast lofts­lags­at­hug­un­um stofn­un­ar­inn­ar. Stofn­un­in hef­ur neitað að verða við því.

Til­efnið er rann­sókn sem birt­ist í vís­inda­tíma­rit­inu Science í sum­ar en niður­stöður henn­ar bentu til þess að „hlé“ á hnatt­rænni hlýn­un síðustu tvo ára­tugi sem kenn­ing­ar hafa verið um hafi í raun ekki átt sér stað. Hlýn­un jarðar hafi verið nán­ast sú sama á hverj­um ára­tug frá miðri síðustu öld. Við rann­sókn­ina leiðréttu vís­inda­menn NOAA meðal ann­ars þekkt­ar kerf­is­læg­ar skekkj­ur í mæl­ing­um á hita­stigi.

Segi „sann­leik­ann“ um nýja grein­ingu gagna

Þess­ar niður­stöður féllu í grýtt­an jarðveg hjá for­manni vís­inda­nefnd­ar­inn­ar sem hef­ur, eins og fleiri sem neita að trúa sam­hljóða áliti lofts­lags­vís­inda­manna að lofts­lags­breyt­ing­ar eigi sér stað vegna los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um, ít­rekað vísað til þessa hlés á hlýn­un sem rök fyr­ir and­stöðu sinni gegn hvers kyns lofts­lagsaðgerðum.

„Það var óheppi­legt fyr­ir þessa rík­is­stjórn að lofts­lags­gögn hafi greini­lega sýnt enga hlýn­un und­an­farna tvo ára­tugi,“ sagði Smith meðal ann­ars. Því tel­ur hann að NOAA verði að „segja satt“ um hvers vegna  hún hafi kosið að breyta grein­ingu sinni á gögn­um. Sjálf­ur er Smith lög­fræðing­ur og hef­ur verið formaður vís­inda­nefnd­ar­inn­ar frá ár­inu 2013.

Þrátt fyr­ir að öll gögn sem liggja að baki þess­ar­ar ein­stöku rann­sókn­ar séu öll­um aðgengi­leg, eins og annarra vís­inda­legra rann­sókna stofn­un­ar­inn­ar, gaf Smith út stefnu á hend­ur NOAA til að krefja stofn­un­ina um ekki aðeins vís­inda­legu gögn­in held­ur öll tölvu­póst­sam­skipti vís­inda­manna, minn­is­blöð, hljóðupp­tök­ur og fleira.

NOAA hafði fram að því svarað öll­um fyr­ir­spurn­um nefnd­ar­inn­ar, reynt að út­skýra vinnu­brögðin að baki rann­sókn­inni og benda á að öll gögn um hana væru aðgengi­leg. Stofn­un­in hef­ur hins veg­ar neitað að verða við stefn­unni um að af­henda önn­ur gögn sem Smith vill fá.

Uppfærð gögn NOAA sýndu að ekkert hlé hefði orðið á …
Upp­færð gögn NOAA sýndu að ekk­ert hlé hefði orðið á hlýn­un jarðar. Sú niðurstaða féll ekki vel í kramið hjá öll­um. AFP

Veiðiferð til að grafa und­an rann­sókn­inni

Ekki öll­um í nefnd­inni hugn­ast vinnu­brögð for­manns­ins. Hæst setti full­trúi demó­krata í henni, Eddie Bernice John­son, ritaði Smith harðort bréf þar sem hún harmaði fram­göngu hans gegn NOAA. Hann væri í „veiðiferð“til að reyna að finna eitt­hvað til þess að grafa und­an rann­sókn stofn­un­ar­inn­ar frá því í sum­ar. Smith hefði ekki fært rök fyr­ir því hvaða þörf væri á þeim gögn­um sem hann færi fram á um­fram þau sem stofn­un­in hefði þegar látið hon­um í té.

Blaðamaður­inn Dav­id Roberts sem skrif­ar um orku- og lofts­lags­mál fyr­ir vef­miðil­inn Vox, seg­ir í grein á vefsíðunni að vís­inda­nefnd full­trúa­deild­ar­inn­ar sé enn verri en Beng­hazi-nefnd­in sem full­trú­ar re­públi­kana hafa viður­kennt leynt og ljóst að hafi haft það meg­in­mark­mið að koma höggi á Hillary Cl­int­on, lík­leg­asta for­setafram­bjóðanda demó­krata.

Í til­felli vís­inda­nefnd­ar­inn­ar sé ætl­un­in að ógna helstu vís­inda­mönn­um og stofn­un­um lands­ins án þess að nein­ar ásak­an­ir um nokkuð mis­jafnt af þeirra hálfu liggi fyr­ir. Með því eigi að senda þau skila­boð að þess sé ekki þess virði að rann­saka mál sem stjórn­mála­menn deili á.

Sam­tök áhyggju­fullra vís­inda­manna (e. Uni­on of Concer­ned Scient­ists) kalla vinnu­brögð nefnd­ar­inn­ar áreiti og líkja þeim við norna­veiðar. NOAA ætti að gera allt sem í valdi stofn­un­ar­inn­ar stend­ur til að kom­ast hjá því að láta und­an stefnu þing­nefnd­ar­inn­ar.

Reyna að drepa umræðunni á dreif fyr­ir lofts­lags­fund

Michael Mann, einn þekkt­asti lofts­lags­vís­indamaður heims sem hef­ur sjálf­ur þurft að verj­ast til­raun­um sam­taka sem tengj­ast ol­íuiðnaðinum til að kom­ast yfir einka­skjöl hans, seg­ir að vís­inda­nefnd­in hafi aug­ljós­lega eng­an áhuga á að kom­ast að vís­inda­leg­um staðreynd­um endi liggi þær all­ar fyr­ir.

„Það sem mig grun­ar er að þeir séu að reyna að gera það sem þeir hafa gert um ára­bil, reyna að kom­ast yfir per­sónu­lega tölvu­pósta, leita í gegn­um þá til að finna ein­stök orð eða setn­ing­ar sem þeir geta tekið úr sam­hengi til að reyna að rang­færa það sem vís­inda­menn­irn­ir segja eða reyna að að koma þeim í vand­ræði,“ sagði Mann í viðtali við RT.

Á ýms­an hátt lík­ist þess­ar til­raun­ir vís­inda­nefnd­ar­inn­ar því þegar tölvuþrjót­ar brut­ust inn í tölvu­kerfi lofts­lags­rann­sókn­ar­miðstöðvar Há­skól­ans í Aust­ur-Angl­íu á Englandi árið 2009 og völd­um setn­ing­um úr tölvu­póst­sam­skipt­um lofts­lags­vís­inda­manna var lekið. Þær voru sagðar sýna fram á að lofts­lags­vís­inda­menn hagræddu rann­sókn­um.

Það gerðist í aðdrag­anda lofts­lag­fund­ar Sam­einuðu þjóðanna árið 2009, að því er Mann seg­ir, til að drepa lofts­lagsum­ræðunni á dreif. Fjöldi rann­sókna hafi síðan kom­ist að þeirri niður­stöðu að vís­inda­menn­irn­ir hafi ekk­ert af sér gert. Í millitíðinni hafi af­neit­ur­um lofts­lags­vís­inda hins veg­ar tek­ist að „ræna“ Kaup­manna­hafn­ar­fund­in­um, sem fór út um þúfur.

„Þeir eru vafa­laust að reyna að leika sama leik núna þegar við nálg­umst næsta stóra lofts­lags­fund­inn síðar á þessu ári í Par­ís. Það má bú­ast við fleiri svona trufl­un­um og til­raun­um til að rugla al­menn­ing, búa til deil­ur til að hægt sé að draga at­hygli al­menn­ings og stefnu­mót­enda frá mál­inu sem steðjar að sem er að gera eitt­hvað í lofts­lags­breyt­ing­um,“ seg­ir Mann.

Grein Washingt­on Post um deil­ur vís­inda­nefnd­ar­inn­ar og NOAA

Grein Dav­id Roberts á Vox

Gögn rann­sókn­ar­inn­ar á vef NOAA

Ekki hef­ur hægt á hlýn­un

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert