„Bóluefni“ getur stöðvað vírusinn

Vísindamenn vita hvernig hægt er að stoppa gíslatökuvírusinn en þeir …
Vísindamenn vita hvernig hægt er að stoppa gíslatökuvírusinn en þeir hafa ekki getað komið í veg fyrir að hann dreifist á milli véla. AFP

Vísindamenn hafa fundið upp á „bóluefni“ gegn tölvuvírusnum sem gerði árás á stórfyrirtæki um allan heim í gær en hún samanstendur af einni  skrá sem kemur í veg fyrir að umrædd tölva smitist. 

Skráin hefur fengið nafnið Perfc og deildi öryggisfyrtækið Bleeping Computer á heimasíðu sinni hvernig eigi að nota hana til þess að stöðva vírusinn. Perfc kemur hins vegar ekki í veg fyrir að vírusinn dreifist yfir í aðrar tölvur segir í frétt BBC

Gíslatökuvírusinn, sem hefur verið kallaður Petrwrap, dreifist mun hægar en WannaCry-vírusinn í sem réðst að fyrirtækjum víða um heim í síðasta mánuði. Efast vísindamenn um að hann muni dreifast enn frekar nema hann stökkbreytist en hann er nú þegar endurbætt útgáfa vírussins Petya.

Sérfræðingar eru óvissir um hvaðan árásin kemur eða hver tilgangur hennar er. Þar sem innheimtunargjaldið var frekar lágt, eða 300 Bandaríkjadalir, er líklegra að tilgangur árásarinnar hafi verið að skapa óreiðu eða pólitísk yfirlýsing.

Meðal fyrirtækja sem urðu fyrir árás gíslatökuvírussins eru Seðlabanki Úkraínu, rússneska olíufyrirtækið Rosneft, breska auglýsingastofan WPP og bandaríska lögmannsstofan DLA Piper.

Mbl.is greindi frá tilkynningu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar með upplýsingum um vírusinn og hvað skyldi gera ef fólk yrði vart við smit hér á landi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert