Facebook endurskoðar beint streymi

Horft var á myndskeiðið af árásinni 4 þúsund sinnum áður …
Horft var á myndskeiðið af árásinni 4 þúsund sinnum áður en það var fjarlægt af Facebook. AFP

For­svars­menn Face­book hafa lofað að skoða hvort setja megi tak­mark­an­ir á bein­ar út­send­ing­ar á sam­fé­lags­miðlin­um í kjöl­far þess að streymt var beint frá árás­um á tvær mosk­ur í Nýja Sjálandi.

Fram­kvæmda­stjóri Face­book, Sheryl Sand­berg, seg­ir fyr­ir­tækið taka und­ir þá kröfu að meira þurfi að gera til að koma í veg fyr­ir slík­ar uppá­kom­ur.

Fimm­tíu lét­ust í skotárás­un­um í Christchurch og var horft á mynd­skeiðið af árás­inni 4 þúsund sinn­um áður en það var fjar­lægt af Face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert