„Mjög stórt skref fram á við“

00:00
00:00

„Þetta er mjög stórt skref fram á við,“ seg­ir Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Há­skól­ans í Reykja­vík og fyrr­ver­andi starfsmaður NASA, um leiðang­ur Per­sever­ance sem áætlað er að lendi á Mars á fimmtu­dag. Tækni­leg geta könnuðar­ins sé mun meiri en þeirra sem áður hafa kannað rauðu plán­et­una og þá sé hægt að velja lend­ing­arstaðinn með mun meiri ná­kvæmni nú en áður. Bara það geri leiðang­ur­inn og upp­lýs­inga­söfn­un­ina mark­viss­ari en áður hef­ur verið mögu­legt.

Lend­ing­arstaður­inn er Jezero-gíg­ur þar sem allt bend­ir til að hafi verið stöðuvatn í fyrnd­inni. Vís­inda­menn eru sér­stak­lega spennt­ir fyr­ir upp­lýs­ing­un­um sem þar er mögu­legt að safna, því um­merki um fornt ör­veru­líf er gjarn­an að finna í jarðvegi uppþornaðra vatna og þá sér­stak­lega á svæðum þar sem elds­um­brot hafa verið.

Tölvugerð mynd NASA af því hvernig Jezero-gígur gæti hafa litið …
Tölvu­gerð mynd NASA af því hvernig Jezero-gíg­ur gæti hafa litið út þegar á rann um hann en greini­leg merki eru um inn- og út­streymi í gígn­um í dag. NASA

Sig­ríður Kristjáns­dótt­ir er formaður Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness en hún er einnig jarðskjálfta­fræðing­ur og hún seg­ir að fram und­an séu spenn­andi tím­ar þar sem ná­kvæm­ari upp­lýs­ing­ar um jarðfræði og jarðsögu Mars skili sér til jarðar. „Við vit­um mjög lítið um innri gerð Mars,“ seg­ir hún en auk þess sem Per­sever­ance verður bú­inn bor­um sem geta náð góðum jarðsýn­um er ann­ar angi af könn­un rauðu plán­et­unn­ar In­sig­ht-könnuður­inn, sem er bú­inn jarðskjálfta­mæl­um. „Jarðskjálfta­upp­lýs­ing­ar geta gefið okk­ur mjög góðar upp­lýs­ing­ar um innri gerð Mars,“ út­skýr­ir Sig­ríður. Því meira sem við vit­um um jarðfræði Mars því nær kom­umst við því að svara spurn­ing­um um and­rúms­loftið á Mars sem hvarf á ein­hverj­um tíma­punkti. 

Í mynd­skeiðinu hér að ofan er rætt við Sig­ríði og Ara Krist­in um Mars og lend­ing­una á fimmtu­dag.

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, starfaði um árabil …
Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Há­skól­ans í Reykja­vík, starfaði um ára­bil við banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ina NASA meðal ann­ars í verk­efn­um sem tengj­ast könn­un Mars. mbl.is/​Eggert

Fáir þekkja bet­ur til þess hvernig and­rúms­loftið er inn­an NASA þegar stór­ir viðburðir á borð við Mars­lend­ing­una eru í nánd en Ari Krist­inn. Eft­ir að hafa lokið doktors­prófi frá Stan­ford-há­skóla í Banda­ríkj­un­um árið 1997 hóf hann störf hjá NASA þar sem hann starfaði í ára­tug sem vís­indamaður og stjórn­andi á sviðum gervi­greind­ar og sjálf­virkni.

Ari Krist­inn stýrði þró­un­art­eymi sem hannaði hug­búnað sem notaður var til að stjórna dag­leg­um aðgerðum Mars-jepp­anna Spi­rit og Opport­unity. Síðar meir kom hann að þróun á tækni sem nýtt er við stjórn á sólarraf­hlöðum alþjóðlegu geim­stöðvar­inn­ar. Hann er nokkuð bjart­sýnn á að mannaðar stöðvar verði á Mars árið 2060 líkt og kem­ur fram í spjall­inu. Hér er hægt að sjá fyr­ir­lest­ur sem Ari Krist­inn hélt um Mars­leiðangra í síðustu viku.

Hægt verður að fylgj­ast með at­b­urðarás­inni á fimmtu­dag í beinu streymi frá stjórn­stöðinni Jet Prop­ulsi­on La­boratory í Kali­forn­íu og mbl.is mun að sjálf­sögðu fygj­ast vel með og segja frá gangi mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert