Í kvöld mun NASA-könnuðurinn Perserverance lenda á Mars. Fram undan eru taugatrekkjandi mínútur þar sem ekkert má fara úrskeiðis. NASA sendir framvindu mála út í beinu streymi sem hægt er að fylgjast með hér á mbl.is.
Tæknin er enn sem komið er ekki það fullkomin að hægt sé að horfa á lendinguna hjá Perserverance en sýnt verður frá stjórnstöð aðgerða á Mars sem er staðsett í Jet Propulsion Laboratory NASA í Kaliforníu. Þar verður skilmerkilega greint frá gangi mála og helstu atburðum.
Það tekur upplýsingarnar um 11 mínútur og 22 sekúndur að berast frá Mars til jarðar. Sjálft lendingingarferlið á að taka um 7 mínútur frá því að geimfarið sem flytur Perserverance kemur inn í gufuhvolf Mars þar til könnuðinum er tyllt í Jezero-gíg.
Útsending NASA hefst kl. 19:15 hér í glugganum fyrir neðan.