Lending á Mars – Beint streymi

Allt þarf að ganga upp til að Perserverence og dróninn …
Allt þarf að ganga upp til að Perserverence og dróninn Ingenouity lendi á Mars. Skelin sem flytur könnuðinn þarf að þola 1.300° hita á Celsíus hið minnsta þegar hún kemur inn í gufuhvolf rauðu plánetunnar. AFP

Í kvöld mun NASA-könnuður­inn Per­ser­ver­ance lenda á Mars. Fram und­an eru taugatrekkj­andi mín­út­ur þar sem ekk­ert má fara úr­skeiðis. NASA send­ir fram­vindu mála út í beinu streymi sem hægt er að fylgj­ast með hér á mbl.is.

Tækn­in er enn sem komið er ekki það full­kom­in að hægt sé að horfa á lend­ing­una hjá Per­ser­ver­ance en sýnt verður frá stjórn­stöð aðgerða á Mars sem er staðsett í Jet Prop­ulsi­on La­boratory NASA í Kali­forn­íu. Þar verður skil­merki­lega greint frá gangi mála og helstu at­b­urðum. 

Það tek­ur upp­lýs­ing­arn­ar um 11 mín­út­ur og 22 sek­únd­ur að ber­ast frá Mars til jarðar. Sjálft lend­ing­ing­ar­ferlið á að taka um 7 mín­út­ur frá því að geim­farið sem flyt­ur Per­ser­ver­ance kem­ur inn í gufu­hvolf Mars þar til könnuðinum er tyllt í Jezero-gíg.

Útsend­ing NASA hefst kl. 19:15 hér í glugg­an­um fyr­ir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert