Lendingin heppnaðist

Fyrsta myndin sem Perserverance tók á nýrri heimaplánetu sinni, Mars.
Fyrsta myndin sem Perserverance tók á nýrri heimaplánetu sinni, Mars. Ljósmynd/NASA

NASA-könnuður­inn Per­ser­ver­ance lenti á Mars klukk­an 20.55 á ís­lensk­um tíma í kvöld. Þar með er haf­in metnaðarfyllsta aðgerð NASA síðan á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar, sem lýt­ur að því að leita að lífi á mars.

Per­ser­ver­ance er fimmti könnuður­inn á hjól­um sem NASA kem­ur á Mars. Á heild­ina litið er þetta ell­efta Mars­lend­ing manna frá upp­hafi. 

Eitt helsta mark­mið leiðang­urs­ins er að leita um­merkja sem staðfesta ör­ver­u­líf á rauðu plán­et­unni en ekki síður að plægja ak­ur­inn fyr­ir mannaðar ferðir þangað í framtíðinni.

Perserverance, könnuður NASA.
Per­ser­ver­ance, könnuður NASA. AFP
Heimsviðburður: Macron Frakklandsforseti fylgist með lendingunni.
Heimsviðburður: Macron Frakk­lands­for­seti fylg­ist með lend­ing­unni. AFP

Hug­mynd­in að hafa mannaðar stöðvar á Mars

Sagt var frá því á mbl.is fyrr í mánuðinum að Per­sever­ance mun bora í bergið á Mars og safna jarðsýn­um sem verður pakkað í loftþétt­ar umbúðir en mark­miðið er þær að verði flutt­ar til jarðar á næstu árum.

En könnuður­inn er einnig bú­inn öfl­ugri grein­ing­ar­tækj­um en áður hafa verið í sam­bæri­leg­um leiðöngr­um sem gefa ná­kvæm­ari upp­lýs­ing­ar um sýn­in sem safn­ast. Þá verðar gerðar til­raun­ir með að vinna súr­efni úr loft­hjúpi Mars og leitað að auðlind­um sem gætu gagn­ast fólki þegar þangað er komið.

Hug­mynd­in er að í framtíðinni verði mannaðar stöðvar á Mars og því verða veður­skil­yrði og aðrir um­hverf­isþætt­ir greind­ir með ná­kvæm­ari hætti en hingað til hef­ur verið gert til að und­ir­búa vist­ina á plán­et­unni.

Hér má fylgj­ast með beinni út­send­ingu og um­fjöll­un um málið frá NASA:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert