Flugu á Mars í fyrsta skipti

Fyrsta myndin af fluginu sögufræga. Miklar vonir eru bundnar við …
Fyrsta myndin af fluginu sögufræga. Miklar vonir eru bundnar við tilraunir með flug á Mars. NASA

Drón­inn Ingenuity varð í morg­un fyrsta mann­gerða loft­farið sem tók á loft á ann­arri plán­etu. Drón­inn sem er knú­inn með sól­ar­orku sveif upp í þriggja metra hæð þar sem hann hélst stöðugur í 30 sek­únd­ur en flugið varði alls í tæp­ar 40 sek­únd­ur.

„Ingenuity er nýj­asta viðbót­in við langa og sögu­fræga hefð NASA um að ná tak­mörk­um við könn­un geims­ins sem áður voru tal­in ómögu­leg,“ sagði Steve Jurczyk for­stjóri NASA við til­efnið en flugið átti sér stað kl. 7:34 í morg­un og var staðfest um tíu mín­út­um síðar en það er tím­inn sem það tek­ur gögn að ferðast frá Mars til jarðar. Flugið var al­ger­lega sjálf­virkt og ekki var hægt að fylgj­ast með fram­gangi þess í raun­tíma af þess­um sök­um.

Flug Ingenuity er mik­il­vægt skref í átt að frek­ari könn­un á rauðu plán­et­unni þar sem dróna­flug ger­ir vís­inda­fóki kleift að rann­saka mun stærra landsvæði en nú er hægt með tungl­könnuðum, sem fara ekki hratt yfir. Drón­inn veg­ur aðeins um 1,8 kg en helsta áskor­un­in við flugið var þunnt and­rúms­loft á Mars, sem er ein­ung­is 1% af því sem þekk­ist við sjáv­ar­mál hér á jörðinni.

Ingenuity er hluti af leiðangri NASA sem lenti á Mars hinn átj­anda fe­brú­ar þar sem Per­sever­ance-könnuður­inn er í aðal­hlut­verki. Eitt helsta mark­miðið er að leita um­merkja sem staðfesta ör­ver­u­líf á rauðu plán­et­unni en ekki síður að plægja ak­ur­inn fyr­ir mannaðar ferðir þangað í framtíðinni, meðal ann­ars með því að gera til­raun­ir með að vinna súr­efni úr kol­díoxíði á Mars.

Fyr­ir skömmu var fjallað um Raven-verk­efni NASA hér á landi sem kanadíski jarðvís­inda­maður­inn Christoph­er Hamilt­on leiðir, en hann gegn­ir stöðu pró­fess­ors (Associa­te Profess­or) við geim­vís­inda­deild Há­skól­ans í Arizona. Í verk­efn­inu verður til­rauna­flug með dróna sem ætlað er að nýt­ast við rann­sókn­ir á Mars, eft­ir ára­tug eða svo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert