Nýtt lyf við sjaldgæfu lungnakrabbameini

Lyfið virðist virka vel á þá sem hafa sjaldgæft lungnakrabbamein.
Lyfið virðist virka vel á þá sem hafa sjaldgæft lungnakrabbamein. AFP

Lyfið lorlatinib, sem lyfjaframleiðandinn Pfizer framleiðir, virðist lengja líf fólks með sjaldgæft lungnakrabbamein.

Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í gær.

Sýnt hefur verið fram á að lyfið dragi úr framvindu sjaldgæfs æxlis í lungum.

Samþykkt í Bandaríkjunum

Lyfið hefur þegar verið samþykkt og er fáanlegt í Bandaríkjunum. Lyfið var prófað í klínískri rannsókn á hundruðum manna með bráðalungnakrabbamein, sem ekki er smáfrumukrabbamein.

Rúmlega helmingur fékk lorlatinib á meðan restin fékk lyf sem kallast crizotinib og er eldri gerð af krabbameinslyfinu. Eftir fimm ára eftirfylgni virðist krabbamein meira en helmings sjúklinganna sem fengu lorlatinib ekki hafa grasserað.

„Við erum að tala um sjúklinga með langt genginn sjúkdóm með meinvörpum þannig að þetta er í raun áður óþekkt uppgötvun,“ segir Despina Thomaidou, yfirmaður hjá Pfizer í krabbameinslækningum í brjóstholi, við APF-fréttaveituna.

Ýmsar aukaverkanir

Sextíu prósent sjúklinga sem fengu lorlatinib, eina töflu á dag, voru á lífi án þess að sjúkdómurinn versnaði eftir fimm ár samanborið við átta prósent á crizotinibi.

„Það er áttatíu og eitt prósent minnkun á hættu á versnun eða dauða,“ bætir Thomaidou við.

Að hennar sögn kemst lorlatinib betur inn í blóðheilaþröskuldinn en fyrri lyf.

Aukaverkanir lorlatinibs eru bólgur, þyngdaraukning og geðræn vandamál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert