Telja gervigreind fækka handtökum

Ráðherrarnir spá hraðari málsmeðferðatíma með tilkomu gervigreindar og sjálfvirknivæðingar.
Ráðherrarnir spá hraðari málsmeðferðatíma með tilkomu gervigreindar og sjálfvirknivæðingar. AFP

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telja innleiðingu gervigreindar í tilheyrandi ráðuneytum koma til með að auka afgreiðsluhraða verkefna og fækka handtökum starfsmanna og fyrir vikið gefa meiri tíma til afgreiðslu flóknari mála. 

Þetta kemur fram í svari ráðherranna við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar, þingmanns Pírata, um ávinning sjálfvirknivæðingar og gervigreindar innan stjórnsýslunnar. 

„Spurðu fjárlagafrumvarpið“

Í svari beggja ráðherra kemur fram að um tilraunaverkefni sé að ræða og innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins er stefnt að því að koma á laggirnar gervigreindarspjallmenni, sem hefur hlotið vinnuheitið „Spurðu fjárlagafrumvarpið“. 

Með spjallmenninu er verið að kanna hvort að það geti bætt upplýsingagjöf innan stjórnsýslunnar sem og miðlað upplýsingum til almennings. 

Þá telja báðir ráðherrar að helsti ávinningur aukinnar gervigreindar og sjálfvirknivæðingar verði hraðari málsmeðferðatími og fækkun handtaka starfsmanna ráðuneytanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert