„Hættulegt“ að lauma stórum breytingum í gegn

Vera Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Myndstefs, segir það vera hættulegt þegar reynt …
Vera Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Myndstefs, segir það vera hættulegt þegar reynt er að lauma svo stórum breytingum í gegn líkt og Meta ætlaði að gera. Samsett mynd/AFP/Aðsend

Meta, eig­andi Face­book, In­sta­gram og fleiri sam­fé­lags­miðla, greindi frá því í fyrra­dag að fyr­ir­tækið væri hætt við áform sín um þjálf­un gervi­greind­ar­for­rita fyr­ir­tæk­is­ins í Evr­ópu vegna fjölda kvart­ana, í bili að minnsta kosti.

Fram­kvæmda­stjóri ís­lenskra hofund­ar­rétt­ar­sam­taka seg­ir það vera hættu­legt þegar reynt sé að lauma svo stór­um breyt­ing­um í gegn án vit­und­ar not­enda. 

Áætlan­ir Meta sner­ust um að nota mynd­ir og texta á sam­fé­lags­miðlum þeirra allt frá ár­inu 2007 til þess að þjálfa gervi­greind sína – eins kon­ar gagna­sóp­un. 

Not­end­ur sam­fé­lags­miðla Meta höfðu til 26. júní til þess að mót­mæla því að upp­lýs­ing­ar þeirra yrðu notaðar, ell­egar yrðu gögn­in notuð sjálf­krafa í gagna­banka gervi­greind­ar­inn­ar. 

Fyr­ir­tæk­inu bár­ust fjölda kvart­an­ir vegna þess, meðal ann­ars frá per­sónu­vernd­ar­stofn­un­um ell­efu Evr­ópu­ríkja. 

Flókið viðfangs­efni 

Mynd­stef, ís­lensk sam­tök sem starfa í þágu rétt­hafa höf­und­ar­rétt­ar, vöktu at­hygli á gagna­sóp­un­inni í vik­unni, áður en Meta gerði hlé á áform­um sín­um.  

Vera Svein­björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mynd­stefs, seg­ir í sam­tali við mbl.is að það sé mik­il­vægt að hafa í huga að gervi­greind­in geti verið mjög gott tæki til ým­issa verka, svo sem þýðinga, og að hún sé mik­il­væg tækniþróun. 

„Þetta er ekki eitt­hvað alslæmt þannig séð og get­ur verið virki­lega gagn­legt,“ seg­ir Vera og nefn­ir að gervi­greind­in síi meðal ann­ars frá óæski­legt efni fyr­ir suma. 

„En það eru auðvitað ýms­ar flækj­ur í þessu og það sem við vor­um svona sér­stak­lega að benda á er auðvitað tengt því að þarna er verið að taka efni sem get­ur verið höf­und­ar­rétt­ar­varið – sem er okk­ar fyrsta áhyggju­efni – en svo líka auðvitað per­sónu­vernd­ar­upp­lýs­ing­ar og per­sónu­leg­ar upp­lýs­ing­ar not­enda. Okk­ur fannst þetta fljóta bara áfram án þess að nokk­ur tæki sér­stak­lega mikið eft­ir því.“

Því ákváðu sam­tök­in að setja inn færslu á Face­book sem hef­ur fengið tals­verð viðbrögð. Fjöldi fólks hafði sam­band við Mynd­stef með beiðni um aðstoð um hvernig ætti að koma í veg fyr­ir gagna­sóp­un­ina. 

Fór fram­hjá mörg­um 

„Það virt­ust ansi marg­ir not­end­ur hafa áhyggj­ur af þessu, og vilja hafa eitt­hvað um þetta að segja, sem er auðvitað það sem að per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf­in okk­ar og í Evr­ópu ger­ir okk­ur kleift að gera.“

Vís­ar Vera þar til GDPR–per­sónu­vernd­ar­reglu­gerðar Evr­ópuþings­ins og -ráðsins frá ár­inu 2016 sem var inn­leidd hér á landi árið 2018. 

Kjarn­inn í henni er að það sé ekki verið að gera eitt­hvað sem not­and­inn sé ekki upp­lýst­ur um og veit­ir ekki samþykki fyr­ir.  

„Fyr­ir suma get­ur það al­veg verið gott og gilt, „já já þeir mega al­veg fá upp­lýs­ing­arn­ar mín­ar og mér er sama um mynd­irn­ar sem ég set á Face­book–ið“. En það er al­gjör­lega kjarn­inn í þessu að not­and­inn hafi rétt til þess að velja og hafna eft­ir at­vik­um ef að viðkom­andi vill ekki að sín­ar upp­lýs­ing­ar séu notaðar með þess­um hætti.“

Instagram og Facebook er í eigu Meta.
In­sta­gram og Face­book er í eigu Meta. AFP

En má ekki segja að Meta hafi ekki upp­lýst not­end­ur nógu vel um gagna­sóp­un­ina í þessu til­felli?

„Það fór virki­lega fram­hjá mörg­um hef ég heyrt. Ég rétt svo rak aug­un í litla til­kynn­ingu um að það væri eitt­hvað að fara breyt­ast, en það var alls ekki farið að vekja ræki­lega at­hygli að þessu. Þess vegna fannst okk­ur full ástæða til þess að reyna að vekja aðeins at­hygli á þessu máli.“ 

Sniðganga greiðslur 

Vera tel­ur að málið eigi ábyggi­lega eft­ir að vera í deigl­unni á næst­unni og bæt­ir við að það sýni að GDPR–reglu­gerðin geri sitt gagn. 

Í Banda­ríkj­un­um og á fleiri stöðum er staðan hins veg­ar önn­ur. Þar hef­ur gagna­sóp­un­in þegar átt sér stað, þar sem að þar er þessi neyt­enda­vernd ekki til staðar. 

Vera nefn­ir að lok­um að mörg höf­und­ar­rétt­ar­sam­tök hafi áhyggj­ur af því að við þessa gagna­sóp­un sé verið að sniðganga greiðslur fyr­ir höf­und­ar­rétt­ar­varið efni. 

„Svo sjást kannski bara ótví­ræð merki þess að ein­hver til­tek­in verk hafi farið inn í þenn­an búnað og séu svo notuð til þess að búa til önn­ur verk,“ seg­ir hún og nefn­ir sem dæmi að hún viti ekki hvaðan gervi­greind­in sem bjó til mynd­ina sem sam­tök­in birtu með Face­book–færsl­unni hafi fengið sín gögn. 

Myndina lét Vera búa til með gervigreind. Hún sýnir vélmenni …
Mynd­ina lét Vera búa til með gervi­greind. Hún sýn­ir vél­menni sópa til sín lista­verk­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er eitt­hvað sem að flest höf­und­ar­rétt­ar­sam­tök – alla­vega í Evr­ópu – og af þeim sem ég hef rætt við vilja að sé leyf­is­skylt (e. licen­sed) og fengið leyfi frá not­end­um áður en þetta er gert. Þess vegna er það hættu­legt þegar það er laumað svona stór­um breyt­ing­um í gegn, án þess að fólk viti og án þess að fólk hafi tæki­færi til þess að bregðast við því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert