Ný mígrenislyf ekkert betri en ódýr verkjalyf

Slæmur höfuðverkur fylgir mígreni.
Slæmur höfuðverkur fylgir mígreni. Ljósmynd/Colourbox

Ný og dýrari mígrenislyf eru ekkert áhrifaríkari til að vinna bug á slæmum höfuðverkjum heldur en hefðbundin verkjalyf. Meira að segja var virkni þessara nýju lyfja verri heldur en eldri lyf sem kallast triptan.

Þetta kemur fram í niðurstöðum stórrar alþjóðlegrar rannsóknar.

Mígreni myndast við afar slæman höfuðverk og þjást að minnsta kosti einn af hverjum sjö af því í heiminum, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Konur eru allt að þrisvar sinnum líklegri til að fá mígreni heldur en karlar.

Í áratugi hafa ódýr verkjalyf sem auðvelt hefur verið að nálgast verið notuð gegn mígreni, þar á meðal Aspirin og Íbúfen, auk sterkari triptan-lyfja sem geta breytt því hvernig blóðið dreifist um heilann.

Á undanförnum árum hefur ný kynslóð mígrenislyfja, kölluð gepant, komið fram á sjónarsviðið. Á meðal þessa lyfja eru Rimegepant sem bandaríski lyfjarisinn Pfizer selur undir nafninu Vydura og einnig Ubrogepant, sem fyrirtækið Abbvive selur undir nafninu Ubrevly. Þessi lyf geta búið til miklar tekjur fyrir lyfjafyrirtæki.

90 þúsund manna í rannsókn

Í nýrri rannsókn, sem var birt í tímaritinu BMJ, var skoðað hvernig 17 mismunandi meðferðir við mígreni höfðu áhrif á næstum 90 þúsund manns.

Nýrri og dýrari lyfin Rimegepant og Ubrogepant, ásamt öðru lyfi sem nefnist Lasmiditan, voru álíka áhrifarík og Paracetamol og bólgueyðandi verkjalyf, að því er sagði í niðurstöðunum.

Triptan-lyf á borð við Eletriptan, Rizatriptan, Sumatriptan og Zolmitriptan, stóðu sig aftur á móti best í baráttunni við mígrenið.

Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni mæltu með því að læknar ávísuðu fyrst triptan-lyfjum. Þeir sjúklingar sem ekki geta notað þau lyf vegna hjartavandamála var bent á að nota hefðbundin verkjalyf eins og Aspirin og Íbúfen.

Nýrri gepant-lyfin ættu að vera þriðji valkosturinn, sagði í niðurstöðum rannsóknarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert