Hægt að eiga samræður við ChatGPT á íslensku

Nú er hægt að ræða við símann sinn á íslensku.
Nú er hægt að ræða við símann sinn á íslensku. AFP/Lionel Bonaventure

Eftir nýja uppfærslu er nú hægt að tala á íslensku við mállíkanið ChatGPT og fá svar til baka á íslensku.

Í tilkynningu menningar- og viðskiptaráðuneytisins segir að uppfærslan marki tímamót þar sem möguleikarnir við nýtingu og framfarir í máltækni séu nú umtalsvert meiri en áður.

Talgervillinn var uppfærður í ChatGPT Plus og er nú með betri raddvirkni en þekkst hefur í samskiptum við mállíkön.

Í gjaldfrjálsu útgáfu forritsins er að finna talgervil sem er töluvert takmarkaðri bæði í framburði, skilning og upplýsingaöflun.

Markmiði náð

„Það eru mikil tímamót fyrir okkur að fá íslenskuna inn í raddformi. Helsta markmið okkar máltæknistarfs hefur verið að hægt sé að eiga samskipti við tæknina á íslensku. Hér náum við því markmiði því nú er hægt að eiga í hrókasamræðum um alla heimsins hluti á íslensku við ChatGPT,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu ráðuneytisins.

„Þetta er ný og spennandi tækni og tækifærin sem felast í henni fyrir alls konar spennandi lausnir sem hægt er að byggja ofan á hana eru ótalmörg. Þetta eru spennandi tímar fyrir tungumálið okkar.“

Hér má sjá myndskeið sem sýnir uppfærðu útgáfu af mállíkaninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert