Lenti farsællega á tunglinu í fyrstu tilraun

Ljósmynd sem Blue Ghost sendi frá sér í morgun er …
Ljósmynd sem Blue Ghost sendi frá sér í morgun er geimfarið hægði á sér við lendingu á hrjúfu yfirborði tunglsins. AFP

Banda­rísku einka­fyr­ir­tæki tókst í dag að lenda ómönnuðu geim­fari á tungl­inu. Þetta er aðeins annað skiptið sem einkaaðili nær slík­um ár­angri – og fyrsta skipti sem fyr­ir­tæki tekst að lenda geim­fari upp­réttu á yf­ir­borði tungls­ins.

Blue Ghost Missi­on 1 lenti klukk­an 8.34 í morg­un ná­lægt Lat­ereille-eld­fjalla­svæðinu við Kreppu­haf á norðaust­an­verðri hlið tungls­ins. Geim­farið er á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins FireFly Aerospace, sem er staðsett í Texasríki Banda­ríkj­anna.

Upp­skar það mik­il fagnaðarlæti í stjórn­stöðinni í Aust­in þegar fram­kvæmda­stjóri Firefly staðfesti að geim­farið væri „stöðugt og upp­rétt“ – sem er and­stætt því sem gerðist fyr­ir rúmu ári, þegar ómannaða geim­farið Ódysseif­ur valt um koll við lend­ingu. Ódysseif­ur var fyrsta banda­ríska geim­farið til að lenda á tungl­inu síðan Apólló 17 náði þeim ár­angri 1972.

„Við erum á tungl­inu!“ hrópaði Nicky Fox, hátt­sett­ur vís­indamaður hjá NASA. Ray Allensworth verk­efn­is­stjóri sagði í sam­tali við blaðamenn að geim­farið hefði náð að lenda af mik­illi ná­kvæmni inn­an við 100 metra frá áætluðum lend­ingarpunkti.

Úr þúsund­um niður í þrjá

Fyrsta ljós­mynd­in sem geim­farið sendi til jarðar sýndi hrjúft lands­lag sem Blue Ghost þurfti að und­ir­búa lend­ingu á er það hægði ferðina úr þúsund­um kíló­metra á klukku­stund niður í þrjá.

Hinn 95 ára gamli tungl­fari af Apollo 11, Buzz Aldr­in, fagnaði tíma­mót­un­um heim­an frá sér og birti af sér mynd­band á sam­fé­lags­miðlum fagna á nátt­föt­un­um.

Tek­ur mynd af al­myrkva

Bú­ist er við að Blue Ghost taki háskerpu­mynd­ir af al­myrkva 14. mars þegar jörðin hindr­ar sól­ina frá sjón­deild­ar­hring tungls­ins. Þá mun geim­farið taka upp tungl­sól­set­ur 16. mars, sem gef­ur inn­sýn í hvernig ryk sveifl­ast um yf­ir­borðið und­ir áhrif­um sól­ar og skap­ar dul­ar­full­an ljóma um sjón­deild­ar­hring tungls­ins.

Annað geim­far, Aþena frá Intuiti­ve Machines í Texas, mun að óbreyttu lenda á tungl­inu á fimmtu­dag, 6. mars. Aþena stefn­ir á að lenda sunn­ar á tungl­inu en nokk­urt fyrra geim­far hef­ur gert. Í farmi henn­ar eru þrír könn­un­ar­bíl­ar, bor til að leita að ís og dróni.

Þessi lend­ing kem­ur á viðkvæmu augna­bliki fyr­ir NASA, þar sem vanga­velt­ur eru uppi inn­an geim­ferðastofn­un­ar­inn­ar um að hætta við Artem­is-tung­láætl­un sína í þágu þess að for­gangsraða rann­sókn­um á Mars – sem er lyk­il­mark­mið Don­alds Trumps for­seta og ekki síður ná­ins ráðgjafa hans, stofn­anda SpaceX, Elons Musks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert