Norðurljós og tunglið við hlið Mars í kvöld

Búast má við góðum skilyrðum til að sjá norðurljós í …
Búast má við góðum skilyrðum til að sjá norðurljós í kvöld. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Tals­verðri norður­ljósa­virkni er spáð í kvöld, að því er fram kem­ur á vef Veður­stof­unn­ar.

Í til­kynn­ingu frá Stjörnu­fræðivefn­um á Face­book seg­ir að það sé út­lit fyr­ir „fín norður­ljós í kvöld“. Þar seg­ir enn frem­ur:

„Jörðin er inn­an í há­hraðastraumi sól­vinds úr kór­ónu­geil. Því má bú­ast við góðum norður­ljós­um í kvöld.“

Einnig er tekið fram að tunglið verði við hlið Mars í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert