Norðurljós og tunglið við hlið Mars í kvöld

Búast má við góðum skilyrðum til að sjá norðurljós í …
Búast má við góðum skilyrðum til að sjá norðurljós í kvöld. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Talsverðri norðurljósavirkni er spáð í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Í tilkynningu frá Stjörnufræðivefnum á Facebook segir að það sé útlit fyrir „fín norðurljós í kvöld“. Þar segir enn fremur:

„Jörðin er innan í háhraðastraumi sólvinds úr kórónugeil. Því má búast við góðum norðurljósum í kvöld.“

Einnig er tekið fram að tunglið verði við hlið Mars í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert